Helgarpósturinn - 26.10.1995, Síða 25

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Síða 25
FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 1995 25 Með uppsperrt eyru Ævintýrabókin Möguleikhúsiö Eftir Pétur Eggerz Leikmynd: Messíana Tómasdóttir Tónlist: Guðni Franzson Danséir: Lára Stefánsdóttir Lára Stefánsdóttir er í öll- um sýningum um þessar mundir. Við skulum vona að það sé vegna þess að fólki hefur skilist hversu klár hún er en ekki vegna hins að hún er leikhússtjóraynja og menn séu að reyna að smjaðra sig inn á borgarjötuna með þessum hætti. Lára hefur þann sjald- gæfa kost sem höfundur dansa og stjórnandi að hún auglýsir ekki sjálfa sig heldur reynir að semja handa hverjum og ein- um þá dansa (eða hreyfinga- munstur), sem við persónu hans á. Minnir á vinnubrögð Nönnu Ólafsdóttur og ekki leiðum að Iíkjast. Að byrja leiksýningu á upp- lestri úr bók og síðan ein- hverri fantasíu í framhaldi af því sem þar stendur hefur löngum þótt ekki góð latína og heldur billeg aðferð. Ég skal játa að þetta fór svolítið þver- sum í mig. En meginatriðið er þó að það skiptir ekki máli hvort mér líkaði betur eða verr. Hjá mér sat líka einhver afinn. Hann hafði ekki spor gaman af sýningunni sem slíkri, — fyrir sjálfan sig. En hann hafði með sér dótturson sinn, sjö ára gamlan. Þess drengur varð stréix upptendr- aður um leið og ljósabrellu- leikmynd Messíönu kviknaði. Hann hljóp burt frá okkur þar sem við sátum á aftasta bekkn- um, fram stigann, stóð þar og teygði álkuna allan tímann. Gætti ekki að mannasiðum og gerði hávaða. Hann mátti greinilega ekki af neinu missa. Af og til kom hann hlaupandi upp stigann með töluverðu brauki og bramli til þess að út- skýra fyrir afa sínum það sem var að gerast á leiksviðinu. Og þetta voru töfrar þessar- ar sýningar. Hún ríghélt, — eins og sagt er. Alveg frá upphafi skapaðist eitthvert það trúnaðartraust milli leikaranna allra — og áhorfenda — sem gerir það að verkum að ekkert annað skipt- ir verulegu máli. Þó gæti ég ef til vill aðeins fundið að við Erlu Rut. Hún er harðfullorðin kona og leikur litla telpu. Hún gerir þann feil að gera sig um of barnalega. Það er ekki rétt. Börn reyna alltaf, þvert á móti, að vera fullorðinsleg. Þeirra þrá er þessi; að verða stór og merk. Það er þessvegna sem þessi tiltölulega ómerka setning Soffíu frænku (Ólafíu Hrann- ar) í Kardemommubænum hefur þau undraáhrif sem raun ber vitni: „Er það svo?“ Allar litlu telpurnar í salnum vildu hafa getað tekið svona gagn- gert, fullorðinslega og merki- lega til orða. En Erla er heillandi engu að síður og börnin vilja eflaust bara hafa'hana eins og hún er. Það sem mælir með Pétri, höfundi og leikstjóra þessa verks, er fyrst og fremst það að hann virðist skilja þetta. Það hlýtur líka að vera fyrir hans áhrif að ekki aðeins einn heldur allir leikarar sýningar- innar náðu þessu einfalda og algera, og að því er virtist; gjörsamlega fyrirhafnarlausa trúnaðarsambandi við börnin. Það var allt tekið gilt, hverju sem þau tóku uppá. Og þarna var þögn í sal. Allir hlustuðu með uppspert eyru, nema rétt á mikilvægustu augnablikun- um þegar menn þurftu nauð- synlega að útskýra eitthvað fyrir öfum sínum. Tvenna leikaraviðburði verður að minnast á. Það er fyrst og fremst Stefán Sturla í hlutverki úflsins. Hann leikur þarna hið klassíska illyrmi, með öllum þeim ógnvekjandi hljóðum og tilburðum sem til hlutverksins heyra. Samt var enginn hræddur við hann, nema að því marki sem hann sjálfur óskaði. Börnin vilja láta hræða sig hæfilega. En til þess hefur enginn rétt nema „amma“ eða sá einhver annar sem þau treysta. Stefán Sturla virðist hafa þetta traust barn- „Afog til kofn hann hlaupandi upp stigann með tölu- uerðu hrauki og bramli til þess að útskýra fyrir afa sfnum það sem var að gerast á leiksviðinu. Og þetta voru töfrar þessarar sýningar. Hún ríghélt, — eins og sagt er. “ anna fyrirfram gefið. Og það er ekki lítið að hafa gefið. Ingrid Jónsdóttir hefur, enda þótt hún sé ekki endilega í snoppu- fríða kantinum, undraverðan þokka, ekki síður líkamlegan en andlegan. Ég nefni sérstak- lega stígvélaða köttinn. Hún tók börnin einnig einhverju heillunartaki. Hún er líka uppáfinningasöm og fyndin leikona. Allir byrjuðu stretx að hlakka til þegar þeir sáu hana birtast. Vissu að nú hlyti eitt- hvað skemmtilegt að fara að ske. Það gerði góðan blæ, að allir leikarar þekktust alltaf, þótt þeir væru í ýmsum gervum. Auðvitað er það sjálft innihald leiklistarinnar að sjá einhvern bregða sér í hinna ólíklegustu kvikinda líki, en þekkjast þó jafnan sjálfur sem sá sem hann er. Prinsessan á bauninni var meistaraverk sem a.m.k. mín fylgdarkona á þessari sýningu ætlar lengi að muna. Ekki síst vegna þess að hún sá í gegnum brelluna: Prinsessan lá ekki í kojunni! Hún stóð. Það fannst henni „sko aldeilis snjallt" (hennar orð). Þetta sýnir okk- ur hvað hinn svokallaði „trú- verðugleiki“ leikhússins er hrekkvíst hugtak. Oft verður Þetta er sýningin Bar-par Leikfélag Reykjavíkur Eftir Jim Cartwright Þýðing: Guðrún J. Bachmann Leikstjórn: Helga Jónsdóttir Leikmynd: Jón Þórisson Jú, ég varð hlessa. Og fór ef til vill hjá mér. Þetta fólk hefur verið lengi þekkt en samt grunaði mann ekki, að þau gætu náð svo langt. í raun var margur búinn að gefa frá sér vonina um að nokkurntíma framar yrði reynt að leika vel, — hvað þá að á því næðust tök síðan Amar Jónsson lék Kaj Munk og Hallmar í þeirri sömu sýningu Guðrúnar Ásmunds- dóttur. Svo er það Helga Jóns — al- veg upp úr þurru — af öllu fólki, sem kemur þessari furðu til leiðar! Eftir á að hyggja: Maður mátti svosem vita það. Maður hafði beðið eftir þessu lengi: Þetta er sýningin. Sú sem beðið hafði verið eftir. Sé skáldskapur góður getur hver asni sagt: „Þetta hefði ég getað skrifað sjálfur.“ Oft hefur það á eigin skinni brunnið — en ekki á leiksviði fyrr. Þýð- endur á borð við þann sem þarna er að verki fá aldrei verðskuldað lof. Verk þeirra, þá vel er unnið, hverfur yfir- leitt í meðferð leikarans. Það er einungis ef texti er illa sam- inn, að hann vekur athygli. En allur texti sýningarinnar hljómar eins og hann hafi ver- ið saminn af leikurunum sjálf- um. Að minnsta kosti virkar það svo. Þarna er á ferð hin svo- nefnda „endursköpun“ leikrits — í góðri merkingu þess orðs. Og það var svosem eftir Helgu að skella barninu sísvona á koppinn. Mér verður tíðrætt um íeikstjórnina vegna þess að ég held að fólk í leikhúsi átti sig ekki almennt á því hvers virði hún er. Ef hún sést er hún slæm. En ef svo virðist að leik- arar leiki vel, eða að leikrit sé vel skrifað, þá er leikstjórnin góð. Þar í liggur leyndardómur sem ekki er öllum gefið að sjá. Erfitt líka að leika eins og þau tvö, Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson, gera í það trúverðugast sem gert er með mestum ólíkindum. Mér þætti mjög vænt um að þessi litli leikflokkur gæti hald- ið áfram að vera barnaleikhús. Hann hefur til þess burði og það sem mestu máli skiptir; einlæga löngun. En eigi það að lukkast þá verður mjög að vanda til verka. Einkum verður að velja skáldskapinn rétt. Og þótt þetta hafi verið harla gott hjá Pétri „so far“ og sloppið, sísvona, alveg ágætlega fyrir horn (meir að segja margir, og margreyndir menn urðu stór- hrifnir) þá ráðlegg ég honum ekki að semja sjálfum, a.m.k. ekki alveg í bráð. Betra að halda sig við klassíkina. Ég spurði lagskonu mína: „Lang- aði þig nú ekki samt meira til að sjá gömlu alvöruævintýrin, rétt eins og þau voru í bók- inni?“ Hún leit niður í götuna, brosti og sagði hljóðlega: „Jú“. Það vissi ég líka. En hún var glöð og fegin yfir sýningunni, fannst allt gaman, og hafði hjartslátt á heimleiðinni. „Allur texti sýningarinnar hljómar eins og hann hafi verið saminn afleik- urunum sjálfum. “ þessari sýningu nema hafa yfir sér um það stranga kröfu. Ég hef heyrt að í upphafi hafi þetta leikrit verið skrifað fyrir 13 leikara en síðar svo æxlast sem orðið er. Vel er. Hafi það sjaldgæfa gerst að eftiráhug- myndir verði betri þeim fyrstu, þá er það út af fyrir sig eitt- hvað sem snertir sjálfan kjarna allrar listar. Það að sjá leikara skipta um manngerð og gervi fyrir augunum á sér. Þyrfti kannski ekki öllu meir til að gera góða leiksýningu. Per- sónusafn þeirra tveggja var gott. Það er kallað, á ýmsum tungum, „vinsemdar-riss“, þeg- ar SIGMUND eða aðrir slíkir gera. Hvemig fannst þér á Bahama? Valur Magnússon veitingamaöur „Það var bara mjög gott, ferðafélagarnir yndislegir, allt var svo skemmtilegt og nota- legt. Þetta er einhver besta stuttferð sem ég hef nokkru sinni farið. Þarna fékk maður svo góða hvíld að maður er gersamlega endurnærður á sálinni. Og svo má geta þess að ég missti fimm kíló í þessari stuttu ferð af því ég dansaði svo mikið kalypsó.“ Ámundi Ámundason „Dýrlega gott. Ég efaðist stund og stund um að þetta væri raunveruleikinn. Ég velti því fyrir mér hvort ég væri að horfa á James Bond-mynd eða fallegt póstkort. Eftir þessa sex daga ferð er ég svo endur- nærður að ég hef aftur fengið trú á öllu því sem ég var búinn að fá nóg af; flokknum og blað- inu og öllu. Þar að auki er þetta fyrsta sólarlandaferðin sem ég kem heim úr með brúnan lit á skrokknum. Hingað til hef ég alltaf þurft að bera á mig tvær umferðir af fúavörn til að verða ekki fyrir aðkasti. Framundan eru tvö Bahama- kvöld í Reykjavík; hið fyrra á Óðali á föstudagskvöld en hið síðara að mér skilst á Kaffi Reykjavík á sunndagskvöld. Þangað er ég staðráðinn í að mæta í nýja strápilsinu mínu og sandölum og taka kalypsó. Mér hefur nefnilega farið mikið fram í dansmennt á þessum fáu dögum. Um helgina mun ég í senn miðla þessum nýja tryll- ingslega takti sem ég lærði og hinu jákvæða brosmilda við- horfi sem ég lærði einnig. Það sem kom mér helst á óvart var hve Haukur Halldórs- son, fyrrverandi bændahöfð- ingi, var laus við allt brokkið á Bahama. í stað brokksins var hann á léttu tölti og skeiði all- an tímann. Nettar hreyfingar Hauks dansfélaga míns komu mér verulega á óvart. Ég verð bara að segja að þetta er í fyrsta sinn í nítján ár sem ég hugsa hlýtt til Framsóknar- flokksins." Haukur Halldórsson, fyrrverandi formaöur Stéttar- sambands bænda „Mér fannst þessi dvöl eitt stórt ævintýri. Ég hef oft farið til sólarstranda áður en þessi ferð var allt öðruvísi en allar hinar. Nassau er samt dæmi- gerður túristastaður, en skemmtilegur sem slíkur. Hóp- urinn var frábær og þjónustu- fólkið á eynni ákaflega huggu- legt, það bæði söng og dillaði sér við vinnuna allan daginn. Það fór sér kannski ekki hratt en var engu að síður ákaflega vingjarnlegt. Strendurnar voru hreinar og hvítar, sjórinn tær og gróðurinn einnig, en hann náði alveg niður í flæðarmál. Þarna var eiginlega allt sem hugurinn girntist. Verð á víni og bjór var lágt en matvælaverð frekar hátt eða svipað og hér á Iandi. Eitt var þó sérstaklega til fyr- irmyndar. Með okkur var kona sem þarf að notast við hjóla- stól og ég hef hvergi séð eins gott aðgengi fyrir fatlaða. Hún gat alls staðar komist leiðar sinnar, hvort sem það var inni á matsölustöðum eða niðri á strönd; meira að segja voru sérstakir stígar fyrir hjólastóla alveg fram í flæðarmál. Ef ein- hver sást í hjólastól báru þeir innfæddu þann á höndum sér. Hvort ég dansaði kalypsó? Það má vel vera.“ Karl Steingrímsson í Pelsinum „Stórkostlegt. Sérstaklega viðmót fólksins sem þarna býr. Þá var íslenski hópurinn frá- bær og stemmningin sérstak- lega góð. Maður var þarna eins og hluti af einni stórri fjöl- skyldu. En kalypsó dansaði ég aldrei." Bakhliðin •Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður: Ingi Gunnar má vera ánœgður með sinn hlut Á Anna Sigurðardóttir það skilið að hampa títlinum Miss Fitness? „Fyrirgefðu, en hver er Anna Sigurðardóttir?" Hvert er mest góðmenni núlif- andi fslendinga? „Oddur barngóði.“ Hvem óttastu mest? „Viktor mógúl Sveinsson liótel- stjóra sem eitt sinn var lærling- ur minn en hefur nú vaxið mér yfir höfuð og veldi hans vex og vex.“ Hver er uppáhaldsbarinn þinn? „Pass.“ Hvað kanntu best að meta í fari Lindu Pé? „Ætli það sé ekki þessi hæfi- leiki til að lifa lííinu beint í æð og láta ekki neitt þvælast fyrir sér.“ Hver er eftírlætiskarakter þinn í Dægurmáiaútvarpi Rás- ar 2? „Þetta er mjög ósanngjöm spuming og ég neita að svara henni. Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að ég geri upp á milli þessara snillinga sem þar ríða röftum.“ Hvaða dýr er í mestu dálætí hjá þér og af hveiju? „Hundurinn Fritz, sem er besti vinur eiganda síns, hans Lalla.“ Flnnst þér Ingi Gunnar vera nietínn að verðleikum sem kassagitarieikari og söngvari? Já. Hann má vera ánægður með sinn hlut.“ Hvað á Steingrímur J. Sigfús- son að taka sér fyrir hendur? „Er ekki laus staða íþrótta- fréttaritara sjónvarpsstöðvar- innar í Eyjum?“ Hvað telurðu þig hafa verið í síðastn lífi? „Ég var einhvern tíma búinn að finna út úr því að það hafi ver- ið eitthvert rosalegt séní. En það er bara dottið úr mér í augnablikinu hver það var.“ í livaða íþróttagrein hefurðu náð mestum inetorðum? „í fótboltanum í gamla daga. Ég skildi aldrei þessa tendensa fólks til að vilja hafa mig í marki, því innst inni er ég sent- er.“ Finnst þér Flnnur Ingólfsson myndarlegur maður? (Ef svo er - hvað er það einkum sem gerir hann að þessu glæsi- menni? „Hiklaust. Afskaplega vörpuleg- ur maður. Það gildir sama uin hann og Lindu Pé. Þau blómstra í hlutverkum sínum." Hvað myndirðu gefa Heiðari snyrtí f afmælisgjöf ef hann byði þér í afmæliö sitt? „Er þetta ekki maðurinn sem á allt? Hvað um ást og utn- hygg)u?“ Hvemig vildirðu deyja ef þú fengir ehihveiju um það ráð- ið? „Ég hef ýmsar hugmyndir um þaö, en svo opinn get ég ekki verið í einhverju svona bak- hliðarviðtali." Af hveiju hefur enginn stung- ið upp á Matta Matt sem næsta forseta? „Það er mér hulin ráðgáta. Hann er alfaðir míns heimabæj- ar og þarna er vissulega gengið framhjá mætum manni." Einhver skilaboð tíl íslensku þjóðarinnar? pening í kvikmyndasjóð! úr Nató — herinn burt.“ ,,Meiri ísland

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.