Helgarpósturinn - 26.10.1995, Síða 28
28
' FffllMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995
Edda Sverrisdóttir er kunnur
kaupmaður hér í borg, sérstak-
lega hjá þeim hópi kvenna sem
hafa gaman af fylgihlutum tískunnar.
Edda rekur nánar tiltekið verslunina
Flex við Laugaveg.
Eins og kannski flestir álykta er
Edda gefnari fyrir dýran fatnað en
ódýran. „Ég kaupi ekki oft flíkur, en
þegar ég geri það vil ég hafa þær
vandaðar. Það er eins með húsbún-
að; ég vil heldur eiga fáa og flotta
hluti. Svona hef ég verið alveg frá því
ég var táningur, ég þoli hvorki drasl
né einnota flíkur.“
Sem dæmi um þetta segist Edda
eiga 18 ára gamla Chanel-dragt sem
enn sé í fullu gildi. „Ég er kannski líka
svo heppin að ég hef hvorki stækkað
né minnkað mikið í mörg ár og get því
enn notað margra ára gamlar flíkur.
Svo kaupi ég heldur einlitar flíkur og
einfaldar í stað skrautlegra. Ef ég vil
breyta fataskápnum mínum kaupi ég
skartgripi, belti og aðra fylgihluti.“
Edda segir að vissulega hafi safnast
í fataskápinn í gegnum árin. „Maður
verður auðvitað líka pínu leiður á flík-
um, þótt þær séu vandaðar, en það
breytir því ekki að kaupi maður þær
vandaðar getur maður kannski geymt
þær í tíu ár og tekið svo upp aftur,
eins og ég er reyndar að gera um
þessar mundir með rúskinnsdragt
sem ég á.“
Það kemur ekki á óvart að uppá-
haldsbúðir Eddu eru Sævar Karl,
Spakmannsspjarir, CM og Stíll.
Skartgripirnir?
„Allir þessir skartgripir; nælan,
armbandið og eyrnalokkarnir, eru
handgerðir af listamanninum
Philippe Ferandis, sem ég hef versl-
að við í þrjú ár. Ég er mjög hrifin af
hans frumlegu og skemmtilegu hönn-
un.“ Um það hvar þeir fást þarf ekki
að fjölyrða. Edda vill samt árétta að
hún hafi verið sólgin í skartgripi
löngu áður en hún setti á stofn eigin
verslun. „Ég geng ekki með samskon-
ar skartgripi kvölds og morgna; á
daginn nota ég gjarnan skartgripi úr
horni, beini og grófum keðjum en á
kvöldin fer ég meira út í það sem
glitrar, eins og steina, kristalla, gull
og perlur."
Hatturinn?
„Þetta er módelhattur úr kanínu-
angóru sem ég lét hanna á mig af dö-
munum mínum í Bretlandi," segir
Edda, sem hefur notað hatta allar göt-
ur síðan hún keypti fyrsta höfuðfatið í
Hattabúð Soffíu Pálma sem unglingur.
Hún upplýsir okkur um svolítinn
hattagaldur: „Eftir að hafa gengið
þetta lengi með hatta hef ég rekið mig
á að konur með hatta njóta miklu
meiri virðingar en aðrar konur; bílar
stoppa umsvifalaust fyrir manni þeg-
ar maður þarf að komast yfir götur og
maður fær miklu betri þjónustu á
kaffihúsum, svo dæmi séu tekin."
Edda getur ekki á sér setið og segir
íslenskum konum til syndanna: „Fólk
sem lifir í veðráttu sem þessari ætti
að íhuga þá staðreynd að hitaútguf-
unin er mest í gegnum höfuðið. Það er
alveg eins með höfuðið og fæturna; sé
manni kalt þar er manni kalt alls stað-
ar. Svo finnst mér ekkert flott að sjá
uppáklæddar konur í pelsum með
rautt nef og eyru og hárið út um allt.“
Hanskarnir?
„Ég geng alltaf með hanska og á
fullt af þeim; bæði hvunndags- og
samkvæmishönskum. Þessir eru
bara venjulegir úr þunnu prjónajers-
eyi. Þeir eru, eins og flestur annar
fatnaður sem ég á, komnir til ára
sinna, en vegna gæðanna endast þeir
vel.“
Kápan?
„Hönnuð hjá Bybloss og fæst hjá
Sævari Karli. Hún er reyndar ekki
mjög gömul þessi, en þar sem hún er
einföld og einlit get ég ekki ímyndað
mér annað en ég eigi eftir að nota
hana um ókomna framtíð.“
y>m*
Bong
í The Face
Það þykja ætíð undur og
stórmerki ef eitthvað um
ísland og íslendinga er að
finna í útlensku pressunni.
(Þar verður auðvitað að und-
anskilja Björk.) Og nú er gam-
an, því í glænýju The Face, sem
er eitt þekktasta og útbreidd-
asta tónlistartímarit í heimi, er
stutt viðtal við Eyþór Amalds
(Eyphor) og Móeiði Júníus-
dóttur (Moa) ásamt voldugri
mynd af Móeiði. í tímarit-
inu segir að eftir því sem
næst verður komist sé
Bong eina íslenska
tónlistarfyrirbærið
sem geri atlögu að
vinsældalistum og
diskótekum. (Enn
verður að undan-
skilja Björk.) Þeir
spá lagi þeirra
„Devotion“ góðu
gengi og vitna í
Eyphor, sem
segir að íslend-
ingar séu ekki
mjög áhrifa-
gjarnir. Hann
rekur það til ís-
lenska bænda-
samfélagsins,
sem hann ber
saman við
bændur í Bret-
landi sem unnu
fyrir landeigend-
ur. Nokkuð snjöll
söguskoðun hjá
Eyphori. Eyphor
segir að krakkar
séu hættir að
hanga úti í bíl-
skúr heldur séu
þau inni í herbergi
með tölvurnar við tón-
listarsköpun. Þetta er
bylting, vill Eyphor meina,
sem kemur til með að setja Is-
land á kortið. Blaðamaðurinn
dregur þá ályktun út frá sam-
talinu að þar sem einungis 250
þúsund manns byggja landið
séu líkurnar á því einungis töl-
fræðilegar. í lok greinarinnar,
sem er undir fyrirsögninni „Ice
Maiden", er vitnað í Móeiði,
sem segir að þegar þau byrj-
uðu að leika danstónlist hafi
þau verið gagnrýnd mjög af
útvarpsstöðvunum.
Blaðamaðurinn spyr
hvort það sé vegna
tengsla þeirrar teg-
undar við eiturlyf en
Moa hlær og svar-
ar: „Nei, það þótti
einfaldlega ekki
nógu fín mús-
ík.“
Þetta er
vonandi til
marks um
að Bong
séu að ná í
gegn á Bret-
landsmark-
aði. Ekkert er
talað um að
Eyphor hafi
verið í Tappa
tíkarrassi með
Björk á sínum
tíma, sem er
einkennilegt
í ljósi sögu-
legs áhuga
sem skín í
gegn. Greinin
hefst meira
að segja á því
að vitna til
þess að hug-
takið „ísland
eftir Björk“ sé
viðurkennt af íslenska
ferðamálaráðinu.
Burt and Me
kvenna voru yfirvof-
andi. Það fól í sér að yfirfara
sérstaklega rekkju meistarans
og baðherbergi og ganga úr
skugga um að engin sönnunar-
gögn þess efnis að önnur kona
hefði dvalið þar væru fyrir
hendi. Þá átti að taka niður all-
ar myndir og gripi er tilheyrðu
þáverandi kærustu Buds og
setja í þartilgerða kassa.
Það er vægt til orða tekið að
bókin sé leikandi létt skrifuð.
Lesandinn bókstaflega flýgur í
gegnum hana. Hún er í
þessum barnalega en indæla
Southern-American style og
hér er eitt dæmi þess. „He al-
ways told me that women with
big calves drove him crasy! I
guess that’s why he and I were
never attracted to each other.
I like men with long legs — his
are short and I was born wit-
hout large calves.”
- JBG
Bók vikunnar fellur í kateg-
oríuna undirtyllur-ríka-
og-fræga-fólksins-kjafta-
frá. Hún fjallar um Burt Reyn-
olds og heitir Burt and Me með
undirtitlinum My Days and
Nights With Burt Reynolds. Það
er einkaritari hans og einskon-
ar umönnunarkona, Elaine
Blake Hall, sem skráir. Elaine
ætti að þekkja manninn því
hún starfaði sem hægri hönd
hans í sautján ár. Nú tíðkast
mjög breiðu spjótin í bókaút-
gáfunni og „unauthorized"
ævisögur hafa verið áberandi
undanfarin ár. En þó að bókin
miði að því að segja frá hinum
„raunverulega" Burt þá tekur
Elaine það sérstaklega fram í
inngangi bókarinnar að við-
fangsefnið sé henni ákaflega
kært. Bókin endar reyndar á
því að hún segist elska Burt
og sakni hans, en þá líklega í
þeirri merkingu sem Banda-
ríkjamenn leggja í orðið.
Hún lætur það þó eftir sér að
segja frá samböndum hans við
frægar konur eins og Dinah
Shore, Tammy Wynett, Sally
Fleld, Loni Anderson og Pam
Seals. Þetta er bráðskemmti-
leg bók og ómissandi fyrir hina
fjölmörgu íslensku aðdáendur
Burts — eða „Buds“ eins og
hann kallast í innsta hring.
Ætla verður þó að kvenkyns-
aðdáendur hans séu fleiri hér-
lendis þótt vitað sé um fíleflda
garðyrkjumenn sem dýrka
hann og dá — sem kvikmynda-
leikara.
Það kemur á daginn að Bud
er þessi góði gæi sem hann
hefur ætíð gefið sig út fyrir að
vera á tjaldinu með örfáum
smávægilegum undantekning-
um. Hann þarf umönnun sem
væri hann tíu ára, enda margt
að bralla hjá svo frægri film-
stjörnu. Bud á ákaflega erfitt
með að horfast í augu við
vandamálin og á erfitt með að
segja upp „deitinu“ sínu eins
og svo margir aðrir. Hann gef-
ur kærustunum yfirleitt rán-
dýrar kveðjugjafir svo sem bíla
eða pelsa og lætur síðan ekki
ná í sig.
Það er fjölmörg athyglisverð
atriði að finna í bókinni. Það
kemur meðal annars fram að
þegar Burt verður hrifinn af
kvenmanni þá breytist allt
hans karlmannlega atferli.
Hann hneigir höfuðið lítils-
háttar, lætur brún og mjúk-
leg augu sín síga eilítið og
brosir blíðlega um leið og
hann byrjar að daðra. Skot-
markið verður samstundis
vopnlaust vegna persónu-
töfra hans.
Annað er að hárið hefur
valdið Burt talsverðum
áhyggjum og minnimáttar-
kennd. Hártopparnir hans
kosta 1.500 dollara og
hann þarf á nýjum að halda
vikulega. Hann kýs að skipta
um þá sjálfur eða í einrúmi
með hárgreiðslumeistara sín-
um. Elaine vonar að einn dag-
inn verði hann sáttur við það
hvernig hann kemur af kúnni
enda sé útlit hans sannarlega í
góðu lagi. Þetta hefur virkað
hjá Sean Connery ályktar Ela-
ine.
Elaine segir einnig að það
hafi verið í sínum verkahring
að undirbúa húsnæði Buds,
sérstaklega þegar heimsóknir