Helgarpósturinn - 28.03.1996, Side 4

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Side 4
4 RMMTUDAGUR 28. MARS1996 Guðrún Agnarsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta nú um helgina og því eru konurnar tvær sem eru í framboði og þar að auki nöfnur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir heimsótti hana á þriðjudag og ræddi við hana um forsetaembættið, pólitík og önnur áhugamál. Þeir hrópuóu ferfalt húrra fynr íslandi Guðrún Agnarsdóttir segist lítið hafa hugs- að til forsetaembætt- isins sem barn og það hafí snert líf hennar lítið ef und- an er skilin þessi minning frá bernskuárunum. Hvern hefði órað fyrir því á þeim árum að tvær konur eða fleiri yrðu í framboði til for- seta Islands? Þessi fremur hægláta kona situr þó langt í frá auðum höndum; hún er forstjóri Krabbameinsfé- lagsins, yfirlæknir neyðar- móttöku fyrir fómarlömb nauðgana auk þess sem hún starfar við rannsóknar- störf á Keldum. „Ég hafði sett mér tímamörk og ákvað mig um helgina. Áður hafði ég sagt að það væri ann- aðhvort að hrökkva eða stökkva. Ég var stödd í London, þar sem dóttir mín var að fæða barn, meðan þessi umræða fór fram og því hef ég ekki fylgst mikið með henni. Barnið lét bíða eftir sér. Ég var búin að stara á magann á henni í tvær vikur þegar það loksins ákvað að fæðast. Náttúran hefur sinn gang hvað sem öðri líður.“ Guðrún er gift Helga Þresti Valdimarssyni, lækni og pró- fessor, og eiga þau þrjú börn en hann á einnig tvö frá fyrra hjónabandi. Barnabörnin segir Guðrún að séu sjö. Hún er sjálf dóttir skipstjóra, sem lengst af var á hvalveiðiskipum, og ólst upp í stórfjölskyldu í Skóla- strætinu með frænkur, frændur og vini allt í kring. „Þetta var eins og lítið þorp; þarna var hjólreiðaverkstæði, verslun, ljósmyndastofa, trésmiðja og hárgreiðslustofa." Um aðdraganda þess að hún leiddist út í pólitík segir Guð- rún: „Meðan ég var búsett í London var ég áskrifandi að ýmsum tímaritum, bæði bresk- um, bandarískum og svo auðvit- að íslenskum, og sú ólga, sem var þá í kvenfrelsis- og þjóðmál- um og lifandi umræða bæði vestanhafs og svo I Evrópu, fór ekki framhjá mér. Haustið 1981, skömmu eftir að ég fluttist heim frá Bretlandi þar sem ég var við nám og störf í alls þrettán ár, var almennur fundur á Borginni þar sem var rætt um hvort kon- ur ættu að bjóða fram sérstakan lista. Ég studdi hugmyndina en tók ekki virkan þátt í starfinu, þar sem ég hafði nóg með að koma mér fyrir aftur í landinu og sinna vinnu og fjölskyldu. Það var ekki fyrr en ég horfði á myndbandsþátt á Hótel Vík, þar sem tveir læknar ræddu um af- leiðingar kjarnorkustyrjaldar, að ég, sem hafði aldrei ætlað annað en að styðja aðra til góðra verka, fann að ég gat ekki beðið aðra að bjarga eða breyta heiminum fyrir mig, heldur varð ég að leggja mitt af mörkum. Það var því óttinn við vopna- kapphlaupið og friðarmálin sem ýtti mér út í pólitík. Fyrir mér hefur pólitísk þátttaka verið ómetanleg lífsreynsla. Ég fór fram af fullum heiiindum með það gildismat sem ég hafði og þroskaðist af átökum við raun- veruleikann. Hugsjónin glímdi við að móta lífið en lífið þrosk- aði hugsjónina. Sem fulltrúi annarra fær maður ómetanlega innsýn og þekkingu á hlutskipti fólks. Manneskjurnar eru svo stúkaðar af, — hver er á sínum bás í samfélaginu. í pólitíkinni kynntist ég fólkinu í landinu og raunverulegum kjörum þess.“ Hvernig brann baráttan á þér sem konu og jafnaðar- manneskju? Hvað var það í lífí þínu sem minnti þig á það sem betur mœtti fara? „Það gengur enginn algerlega snurðulaust í gegnum lífið, en að sama skapi þarf ekki allur eldur heimsins að hafa brunnið á manni svo maður finni til með öðrum og finnist mikilvægt að leiðrétta hlutskipti þeirra sem minna mega sín. Það er ekki hægt að lifa í samfélagi við aðra og vera jafnframt ósnortinn. Ég vil búa í réttlátu samfélagi. Ég átti þess kost að sækja Banda- ríkin heim í boði Menningar- stofnunar Bandaríkjanna og dvaldi þar um mánaðartíma. Ég mátti velja á þessum tíma hvaða hliðar þjóðfélagsins ég vildi sjá og ég kaus m.a. skugga- hliðarnar, heimilisleysið, eitur- lyfjasjúklingana, konur sem höfðu orðið fyrir ofbeldi, al- næmissjúklinga og neyðarmót- tökur vegna nauðgana og svo mætti lengi telja. Þarna kynntist ég mörgu aðdáunarverðu fólki sem var að glíma við þjóðfélag sem var meira líkt heimsálfu. Þau vandamái sem voru hérna heima urðu svo viðráðanleg og smá gagnvart þessari miklu neyð. Við íslendingar erum meira eða minna öll skyld og tengd hvert inn í annars fjöl- skyldur. í krafti smæðarinnar erum við í stöðugu kallfæri og okkur er í lófa lagið að sneiða hjá vandamálunum og hjálpast að við að búa hér til gott og fal- legt þjóðfélag." Boðhlaup milli kynslóða Við ræðum lítillega um Kvennalistann, en Guðrún sat sem kunnugt er í fyrsta þing- flokki hans. Hún segir Kvenna- listann hafa valdið hugarfars- breytingu og verið óvanalega langa aðgerð sem sýni kannski best hve réttlætanlegur þessi málstaður er í raun þó að hann sé bara einn hluti af baráttu manneskjunnar fyrir betra lífi. „Barátta manneskjunnar er boðhlaup kynslóð eftir kynslóð, og ég lít á mig sem eina af þeim manneskjum sem voru svo heppnar að fá að hlaupa með kefli og færa það í hendur á ann- arri manneskju.“ Er talað öðruvísi til kvenna sem stefna að völdum? Nú man éggreinilega eftirþví, þó að ég hafí verið barn þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram, að hún varð strax meiri almenningseign en karl- arnir sem fóru á móti henni. Það var eins og spurningarn- ar yrðu persónulegri? Þú hef- ursjálfverið sögð vœmin, trú- boði, hofróða, of mikil mála- miðlunarmanneskja... „Ég vil fyrst nefna að vald er ekki kyrrstætt fyrirbæri í mín- um huga heldur flæðiorka; fólk bæði gefur og þiggur völd. Ég var erlendis þegar þessir palla- dómar fóru að koma í blöðun- um um hugsanlega frambjóð- endur. Þetta er ákveðin íþrótta- grein, að vera alltaf að fá fólk til að tjá sig í blöðunum um kosti og lesti annarra. Það fékk hver sinn skammt. Ég var ekki búin að gera upp hug minn þegar þetta fór að birtast í blöðunum. En það er ekki eins og maður sækist eftir þessari meðferð.“ Runnu kannski á þig tvcer grímur? „Nei, ekki vegna þessa.“ Hvað fannst þér um að vera lýst á þennan hátt? „Ég get ekki upplifað sjálfa mig á sama hátt og aðrir gera og get í raun ekki haft skoðanir á skoðunum annarra á mér. En það er ekki notaleg tilfinning að láta flaka sig og roðfletta og vega og meta á þennan hátt.“ Enginn kvóti á framboð Nú fínnst fólki það undar- leg tilhugsun að tvœr konur eða fleiri skuli takast á í for- setaslag og það vekur spurn- ingar um konur á íslandi og völd. Það sem var talað um áður en þið nöfnurnar til- kynntuð framboð var að ís- lenskar konur myndu sam- einast um frambjóðanda og það vakti strax spurningar eins og hvort þetta embœtti œtti að verða eins konar alibí fyrir bága stöðu kvenna á ís- landi samanborið við ná- grannalöndin ? „Það er hvorki kvóti á fram- boð karla né kvenna. Tímarnir eru breyttir og það þykir ekki lengur óeðlilegt að ein eða fleiri konur bjóði sig fram, þökk sé fordæmi Vigdísar. Sú hugsun að ein kona sé nóg og aðrar til óþurftar á ekki við lengur. Ég las nú bara í Helgarpóstinum um þennan samstarfshóp kvenna sem leitaði að frambjóðanda og það var að vísu haft samband við mig. Ég veit ekki hvernig Guðrún Pétursdóttir hugsaði dæmið. Ég get ekki svarað fyrir hana. En það, að kona skuli gegna háu embætti, er tákn um sterka stöðu kvenna og mikil- vægt í sjálfu sér þó að það sé engan veginn nóg. Við megum ekki vanmeta gildi þess að kon- ur eigi að geta haft aðgang að þessum störfum, að þær séu gjaldgengar í raun. Krafan um jafnrétti er þó mun víðtækari krafa. Hún nær til allra þátta mannlegs lífs.“ En af hverju langar þig til að verða forseti? „Ég hef áður lýst viðhorfum mínum og tilfinningum til þess samfélags sem ég vil búa í og tel að það sé hægt að skapa hér. Það er ekki upp úr vandræðum eða leiðindum sem ég fer fram. Ég hef mikla þörf fyrir að leggja mitt af mörkum til að skapa hér gott þjóðfélag og það er hægt að gera á ýmsa vegu; í grasrót- inni, stjórnmálum eða með því að taka að sér áhrifamikið emb- ætti sem þetta. Ég gekk í gegn- um miklar efasemdir og þetta varð mér erfið ákvörðun, en margir hafa orðið til að hvetja mig og styðja með ýmsu móti. Það eru ekki margir einstakling- ar kallaðir til að gegna slíku hlutverki og ef það gerist þá er það væntanlega aðeins einu sinni á ævinni. Mig langar til að takast á við þetta." Það hefur mátt skilja á um- mœlum þínum um embœttið að þú teljir að forsetinn eigi að hafa aukin pólitísk áhrif. Til dœmis eigi hann að geta skotið erfíðum málum undir dóm þjóðarinnar. „Ég sagði við sjónvarpið á sín- um tíma að mér þætti þessi var- nagli nauðsynlegur, að forseti gæti skotið málum undir dóm þjóðarinnar. Ég vil hafa skýrar reglur um rétt þjóðarinnar til að hafa áhrif á einstök mál þar sem hún er ekki sátt við fulltrúavald- ið og það sama finnst mér að ætti að gilda í sveitarfélögum. í Sviss gilda t.d. aðrar reglur um þessi mál en hér. Þá verður að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu ef ákveðinn fjöldi einstaklinga krefst þess. Hér hefur slíkt ekki tíðkast og sumir segja það dýrt í framkvæmd, en mér finnst að slík ákvæði séu lýðræðisleg nauðsyn þó að þeim sé ekki beitt í tíma og ótíma." Forseti íslands reyndi einu sinni að hafa áhrif á af- greiðslu máls þegar hún neit- aði að skrifa undir lög á fíug- freyjuverkfallið á kvennafrí- daginn. Það varð slíkt hafarí að lá við stjórnarslitum. „Hafarí er algert aukaatriði ef hlutirnir eru mikilvægir fyrir lýð- ræðið. Ég man eftir því að hafa setið í þinginu daginn áður og fram á nótt ásamt mörgum öðr- um þingkonum, til dæmis Jóhönnu Sigurðardóttur, sem beitti sér mjög í þessu máli, kannski ekki síst vegna þess að hún var sjálf einu sinni flug- freyja. Þetta var táknrænt og það þótti ekki sæmandi að sett væru Íög á flugfreyjur á þessum degi. Forsetinn lét ekki beygja sig í þessu máli, því hún gaf fyllilega til kynna að hún væri ekki sátt. Ég man eftir því að á fundinum á Lækjartorgi daginn eftir voru henni sendar baráttukveðjur." Ef við tökum eitthvert dœmi, til dœmis inngöngu ís- lands í Evrópusambandið. Myndir þú stöðva slíkt frum- varp og skjóta undir dóm þjóðar efþú vœrir forseti? „Okkur er mjög mikilvægt að eiga góð samskipti við umheim- inn, ekki síst nágranna okkar í Evrópu, en mér finnst aðild að ESB ekki vera á dagskrá vegna þeirrar fiskveiðistefnu sem þar er rekin. Hins vegar tel ég mikil- vægt að þjóðin fái að greiða at- kvæði um aðildina, hvort sem ég verð forseti eða ekki.“ Náttúruunnandi Hvaða áhugamál áttu þér utan vinnu ogstjórnmála? „Ég ann náttúrunni mjög og nýt þess að fara í gönguferðir um fjöll og firnindi og skíða- göngur. Ég hef líka yndi af tón- list og hlusta þá helst á klass- íska tónlist, vísnasöng og þjóð- lög frá ýmsum löndum. Ég les líka mikið.“ Hvaða höfundar eru þér hugstœðastir? „Mér finnst erfitt að svara þessu þar sem ég er alltaf að lesa eitthvað nýtt. Mér finnst margir íslenskir höfundar áhugaverðir í dag og frekar en að nefna einhver nöfn vil ég tala um þennan gríðarlega sköpun- arkraft sem er í bókmenntum, tónlist og myndlist á íslandi. Ég varð fyrir miklum áhrifum af bókum Halldórs Laxness þegar ég var unglingur og Ljósvíking- urinn var mér kannski hugstæð- astur. Ég vann á Gullfossi þegar ég var að lesa bókina og Halldór sjálfur ferðaðist stundum með skipinu og var í einni af ferðum sínum einmitt þegar þetta var. Hann kom að kaupa karamellu- dós í búðinni og mér fannst það ákaflega furðulegt, þar sem ég var sjálf stödd í allt öðrum heimi vegna bókarinnar — þar sem karamellur voru aldrei nefndar á nafn! Annars var æv- intýralegt að fá að vera súkku- laðipía á Gullfossi. Þetta var á þeim tíma sem ákaflega lítið var á boðstólum í búðum hérna heima og allt var því meira framandi og ævintýralegt er- lendis." Já, það eiga allir einhverja uppáhaldspersónu úr bókum Halldórs Laxness. Mér þótti sjálfri alltaf vœnst um Ástu Sóllilju. „Já, allar þessar persónur eru mjög sterkar og ljóslifandi. Mér fannst svo undarlegt hvernig hann gat vitað hvernig ungri stúlku leið, sem var að stelast til að þvo sér þegar enginn sá til.“ Hefur þig sjálfa langað til að skrifa? „Ég hef gaman af ljóðum og skrifa stundum fyrir skúffuna en sýni það helst engum. Tungu- málið er mér afskaplega hug- leikið og þær myndir sem það bregður upp.“ Óskalisti jólasveinsins Þér hefur verið líkt við Vig- dísi Finnbogadóttur? „Ég held að við séum í raun mjög óiíkar manneskjur þó að mér finnist það vera sómi að vera líkt við hana. En það hafa allir forsetar landsins verið hver með sínum hætti og mér finnst mikilvægt að svo verði áfram.“ Nú cetla ég að spyrja eins og krakkarnir. Hvað mynd- irðu gera ef þú vœrir einrceð- isherra einn dag? „I fyrsta lagi myndi ég ekki vilja vera einræðisherra og síð- an gæti ég ekki komið öllu því í verk á einum degi sem mig lang- ar til að gera. Stefnuskráin yrði lengri en svo að hún rúmaðist í Helgarpóstinum. Ætli ég yrði ekki að byrja á að hugsa mig mjög vel um. Helst vildi ég breyta áherslum þjóðfélagsins á þá lund að allir hefðu atvinnu og gætu séð sér farborða og hefðu samt tóm til að rækta sjálfa sig, fjölskylduna og sam- skipti sín við aðra. Þetta hljóm- ar kannski líkt og óskalisti til jólasveinsins. Það er gríðarlega mikilvægt að mennta þjóðina og þar á ég ekki bara við bók- menntun eða akademíska menntun, heldur vil ég sjá að það sé lögð meiri alúð og rækt við list- og verkmenntun. Það mikilvægasta er kannski að kenna fólki að læra og afla sér þekkingar til að það geti spjarað sig. Það þarf einnig að leggja meira fé til háskólans og rann- sóknarstarfa á íslandi, það er ekki hægt að flytja inn alla þá þekkingu sem skiptir máli. Við verðum sjálf að vera læs á sam- tímann, og til þess er menntun besta veganestið fyrir þjóðina. Þannig getur hún helst viðhald- ið sjálfstæði sínu.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.