Helgarpósturinn - 28.03.1996, Síða 7
FIMMTUDAGUR 28. MARS1996
7
Ingibjörg Sólrún: „Það er kannski
hugmynd sem er á kreiki innan
Leikfélagsins að vinátta okkar
Þórhildar hafi þama einhverja
þýðingu fyrir samstarf borgarínnar
við Leikfélagið."
skoðanir á aðkomu hennar að
leikhúsinu. Hún var óneitan-
lega einn umsækjenda þegar
Viðar var ráðinn, en hún kem-
ur einkennilega að starfinu,
þegar horft er á atburðarás
síðustu vikna.“
Þórhildur Þorleifsdóttir hóf
feril sinn sem ballettdansari og
danshöfundur og þjálfari. Hún
starfaði um miðjan sjötta ára-
tuginn með leikfélaginu Grímu
sem leikari og dansari og var
einn af stofnendum Leiksmiðj-
unnar, sem var einn fyrsti
frjálsi leikhópurinn. Árin 1969
til ‘71 starfaði Þórhildur hjá
Leikfélagi Akureyrar og leik-
stýrði þá sinni fyrstu sýningu,
Dimmalimm, þar sem Viðar
Eggertsson fór með hlutverk.
Þórhildur var fastráðin leik-
kona hjá Leikfélagi Akureyrar
eftir að það varð atvinnuleik-
hús árið 1973 og lék í flestum
sýningum LA á því tímabili,
leikstýrði og samdi dansa. Þór-
hildur var einn af frumkvöðl-
um Alþýðuleikhússins, bæði á
Akureyri og síðar í Reykjavík.
Hún hefur leikstýrt fjölda leik-
sýninga hjá Leikfélagi Reykja-
víkur, Þjóðleikhúsinu, Leikfé-
lagi Akureyrar og á fleiri stöð-
um og auk alls þessa leikstýrt
fjölmörgum óperum og einni
kvikmynd.
Klúður aldarinnar
„Það var rætt í smáum hóp-
um hvernig væri hægt að sýna
Viðari stuðning en stuðnings-
mennirnir voru ekki mjög
margir," sagði Hanna María
Karlsdóttir, einn leikara Borg-
arleikhússins. „Hann átti ekki
fleiri stuðningsmenn en svo
innan hússins að það hefði
ekki komið vel út fyrir hann. Ég
hefði samt haldið að þeim
hefði fjölgað frekar en hitt. Mér
finnst þetta mál afskaplega
leiðinlegt og miður að það
skyldi koma upp á hundrað
ára afmæli Leikfélagsins. Ég
held þó að þetta hafi verið
besta lausnin miðað við þetta
klúður aldarinnar, sem ég kalla
svo. Þórhildur er ekki síður
frambærileg en Viðar til að
stjórna þessu húsi og ég hef
unnið með henni nokkrum
sinnum, fyrst í Nemendaleik-
húsinu og síðast við uppfærslu
Leikfélags Reykjavíkur á
Ótemjunni. Ég varð ekki vör
við annað á þessum fundi, þar
sem ráðning hennar var til-
kynnt, en að það væri almenn
ánægja með að fá hana til
starfa. Hún hefur ekki starfað
við Borgarleikhúsið síðan það
var stofnað, en ég hlakka til að
vinna með henni.“
Aðspurð um hvort hún héldi
að hið óstýriláta félag myndi
láta Þórhildi segja sér fyrir
verkum sagði Hanna: „Ég vissi
ekki að þetta félag væri óstýri-
látt, en annað kom nú reyndar
á daginn. Ég held að fólk komi
til með að sjá eftir því þegar
frá líður og gera sér grein fyrir
að þetta voru mistök sem ekki
mega endurtaka sig.“
Stefán Baldursson: „Þetta er búið
að vera mjög einkennileg atburða-
rás og það hefur komið mér ger-
samlega í opna skjöldu hvernig
hlutirnir hafa þróast."
af að eiga erfitt með að starfa
við slíkt fyrirkomulag."
Þegar HP forvitnaðist um af-
stöðu Stefáns til þess úrskurð-
ar Jafnréttisráðs að bæði
Brynja Benediktsdóttir og
Þórhildur Þorleifsdóttir væru
hæfari til starfans en Viðar
sagði hann að þar sem hann
hefði ekki lesið úrskurðinn
vildi hann ekki tjá sig um hann.
„Mér finnst þó sérkennilegt að
ráðið skuli geta kveðið upp úr-
skurð um listræna hæfni ein-
staklingsins. Þeir virðast fyrst
og fremst byggja á menntun og
kannski örlítið á reynslu, en
málið er ekki svo einfalt."
Sá umsækjandi sem sam-
kvæmt heimildum blaðsins
hafði mesta menntun er Sig-
rún Valbergsdóttir, en þótt
hún óskaði eftir því gæti hún
ekki stefnt ráðningu Þórhildar
fyrir Jafnréttisráð þar sem þær
eru báðar konur, en Jafnréttis-
ráð hefur ekki vald til að kveða
upp úrskurði í slíkum málum.
Þórhildur hefur
sterkari stöðu
„Það er ekkert sem borgin
getur gert til að breyta fram-
vindu þessara mála hvað varð-
ar uppsögn Viðars Eggertsson-
ar,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri. „Það
er afturámóti örugglega eitt-
hvað sem hann gæti gert í
stöðunni en hann verður að
reka það eftir hefðbundnum
leiðum. Hann var, líkt og Þór-
hildur, ráðinn til fjögurra ára
og þetta er því ekki útkljáð."
Nú spyr fólk sig hvort þarna
sé verið að klekkja á borgar-
stjóra og hvort afstaða borgar-
innar myndi mildast með ráðn-
ingu Þórhildar Þorleifsdóttur,
en einhverjar Reykjavíkurlis-
takonur mótmæltu ráðningu
Viðars í blaðagreinum og töldu
að hún bryti í bága við jafnrétt-
islög.
„Það er kannski hugmynd
sem er á kreiki innan leikfé-
lagsins að vinátta okkar Þór-
hildar hafi þarna einhverja
þýðingu fyrir samstarf borgar-
innar við leikfélagið, en þrátt
fyrir að hún sé hin ágætasta
leikhúsmanneskja hefði ég
kosið að ráðningu hennar
hefði borið að með öðrum
hætti,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
„Staðreyndin er sú að ég verð
að horfa á þetta mál, sem önn-
ur, óháð persónum og þarna
koma að margar manneskjur
sem ég tel til vina minna, til
dæmis Viðar Eggertsson og
Guðjón Petersen í hópi um-
sækjenda og Sigurður Karls-
son. Ég get þó ekki sagt að ég
sé hissa á því að Þórhildur taki
starfinu. Hún hefur nú á marg-
an hátt sterkari stöðu en Viðar
Eggertsson, því menn endur-
taka þennan leik varla.“
„Ég hef ekkert heyrt frá leik-
húsráði hvað það hyggst fyrir
með mín mál, en ef eitthvað
verður á mig hallað mun ég
leita réttar míns í því sam-
bandi,“ sagði Viðar Eggertsson
ingunni sem Þórhildur Þorleifs-
dóttir leikstýrði, Dimmalimm hjá
Leikfélagi Akureyrar árið 1970.
Birgir Sigurðsson leikskáld
skrifaði grein í DV15. mars síð-
astliðinn þar sem hann segir
meðal annars að ef samtrygg-
ingin ætlaði að ráða næsta leik-
hússtjóra væri best að orða
auglýsingu svona: „Leikhús-
stjóri þarf að vera með rófu.“
Birgir hélt því fram í samtali
við HP að í leikfélaginu hefði
grafið um sig doði og stöðnun
og hann, ásamt mörgum öðr-
um, hefði alið þá von í brjósti
að Viðar Eggertsson gæti
breytt hlutunum til hins betra
og reist leikhúsið úr ösku-
stónni. Það hefði hins vegar
komið á daginn að leikhúsráð,
sem væri ekki annað en leppur
almennra félagsmanna, hefði
sýnt að það hefði ekki í hyggju
að taka á þessum erfiðu mál-
um.
Aðspurður um hvort það
væri ekki dálítið langsótt að
Þórhildur Þorleifsdóttir hefði
umbeðna rófu svaraði Birgir:
„Hún væri vís til að geta stjórn-
að prýðisvel ef hún fær að gera
það, en það ber ýmislegt vott
um að þetta sé orðið það mikið
samfélag samtryggingar að
það þurfi að gera breytingar á
lögum félagsins til að gera leik-
hússtjóra kleift að stjórna. En
ég vona að þetta gangi vel,
bæði hennar vegna og leikfé-
lagsins. Ég hefði þó talið eðli-
legra, eins og málin standa
núna, að ráðið hefði verið í
stöðuna til eins árs eða þá að
hún hefði verið auglýst.“
Leikfélagið þarf að
endurskoða reglurnar
Þegar Stefán Baldursson
kom til starfa sem Þjóðleikhús-
stjóri á sínum tíma varð mikill
styr meðal leikara vegna upp-
sagna hans á starfsfólki við
Þjóðleikhúsið. Leikhúsfólk
efndi þá til mikillar undir-
skriftasöfnunar til stuðnings
Stefáni, þar sem fjölmargir rit-
uðu nafn sitt undir. Stefán
hafði þá, öfugt við Viðar, leik-
húsráð á bak við sig, en svo
virðist sem það hafi gert gæfu-
muninn. Það vekur spurningar
um sjálfstæði leikara þegar
annars vegar er vald og hins
vegar listrænn metnaður. Að-
spurður sagði Stefán Baldurs-
son að það hefði komið sér á
óvart að leikarar innan Leikfé-
lags Reykjavíkur skyldu ekki
sýna Viðari meiri stuðning en
raun bar vitni. „Þetta er búið
að vera mjög einkennileg at-
burðarás og það hefur komið
mér gersamlega í opna skjöldu
hvernig hlutirnir hafa þróast,“
sagði Stefán. „Brottvikning
Viðars Eggertssonar var und-
arleg í alla staði og furðulegt
að hann skyldi ekki fá tækifæri
til að sanna sig. Þetta sýnir,
svo ekki verður um villst, að
Leikfélagið þarf að endurskoða
sín lög. Annars vegar getur
leikhússtjórinn tekið ákvarð-
anir í samráði við leikhúsráð
og hins vegar getur félagsfund-
ur ieikara kollvarpað þeim! Ég
held að leikhússtjóri hljóti allt-
í samtali við HP, en Viðar gekk
sem kunnugt er frá leikhús-
stjórastöðu á Akureyri til að
taka við Borgarleikhúsinu og
hefur verið ráðið í starfið á Ak-
ureyri.
Samkvæmt heimildum
blaðsins hefur verið þrýst á
aðstoðarfólk Viðars, þau
Bjarna Jónsson og Sigrúnu
Valbergsdóttur, að koma aftur
til starfa. Þau hafa gefið þau
svör að með brottrekstri Við-
ars sé grundvöllur ráðningar
þeirra brostinn, en eftir öllum
sólarmerkjum að dæma eiga
þau sex mánaða uppsagnar-
frest hjá leikhúsinu hvort um
sig og vilja fá hann greiddan.
Það er því ljóst að leikhúsið
mun bera mikinn kostnað af
þessum brottrekstri, en tylli-
ástæðan fyrir uppsögn Viðars
var of ríflegir starfslokasamn-
ingar við leikara.
Aukið vald stjórans
Meginniðurstöður skýrslu
nefndar um starfsemi Borgar-
leikhúss sem lögð var fram
undir heitinu Málefni Borgar-
leikhúss 28. apríl 1995 voru
þær að öll starfsemi í Borgar-
leikhúsinu yrði undir stjórn
leikhúsráðsins:
■ Að árlegt framlag borgar-
innar verði aukið auk þess sem
borgin veiti félaginu aukafjár-
veitingu vegna taps síðustu
ára.
■ Að sérstök fjárveiting
verði til Leikfélagsins til að
standa fyrir og styrkja aðra
leiklistarstarfsemi og verður
hún á föstum fjárlögum borg-
arinnar.
■ Að lögum LR verði breytt.
■ Að leikhúsráð ráði leik-
hússtjóra í stað stjórnar leikfé-
iagsins og að ekki þurfi sam-
þykki aðalfundar félagsins fyr-
ir ráðningu hans.
í skýrslunni kom jafnframt
fram að leikárið 1993 til 1994
voru rekstrargjöld hússins
228,4 milljónir og nam styrkur
borgarinnar rúmlega helmingi
þeirrar fjárhæðar. Með skýrslu
viðræðunefndarinnar fylgdu
þeir samningar sem borgin og
leikfélagið gerðu upphaflega
um starfsemi Borgarleikhúss
árið 1992, en í þeim er ekki að
finna nein ákvæði um fjárfram-
lög borgarinnar til starfsem-
innar. Af stofnskránni frá 1975
má einnig ráða að gert hafi ver-
ið ráð fyrir að leikfélagið
myndi starfa án styrkja, því
gert er ráð fyrir að borgarráð
geti gert leikfélaginu að greiða
leigu fyrir afnot hússins. Styrk-
veiting er því háð ákvörðun
borgarinnar hverju sinni og
með uppsögn Viðars Eggerts-
sonar var gengið í berhögg við
vilja viðræðunefndarinnar.
Forsendur fyrir samstarfi þess-
ara tveggja aðila hafa því
breyst, ekki síst í ljósi þess að
ef niðurstöðum nefndarinnar
hefði verið fylgt eftir hefði að-
alfundur leikfélagsins ekki haft
umboð til að segja Viðari upp
störfum. Auk þess hafði komið
til tals innan nefndarinnar að
borgin ætti að eiga tvo fulltrúa
í leikhúsráði í stað eins áður,
það væri meira í samræmi við
fjárframlög til hússins.
Þórhildur Þorleifsdóttir hef-
ur þegar lýst því yfir að hún
telji að ekki eigi að auka vald-
svið borgarinnar um innra
starf leikhússins, hins vegar
kemur að hennar mati til
greina að auka valdsvið borg-
arinnar um fjármálastjórn. Að-
spurð sagðist Ingibjörg Sólrún
vera sammála þessu. „Við höf-
um hins vegar alltaf lýst því yf-
ir að við viljum koma að því að
ráða stjórnandann og að hann
hafi aukna ábyrgð og stjórn á
listrænni starfsemi hússins,*1
sagði hún. „Þegar farið var að
gera úttekt á samningi borgar-
innar við Leikfélagið var
ákveðið að hún yrði grundvöll-
ur nýs samstarfssamnings.
Þegar skýrslan lá fyrir óskaði
ég eftir að endurskoðaður yrði
samsstarfsamningur við leikfé-
lagið þar sem tekið yrði tillit til
skýrslu viðræðunefndarinnar,
en sá samningur liggur ekki
fyrir.“
Um þá staðreynd að það var
það ekki sama leikhúsráðið
sem réð Viðar og tók ákvörðun
um að víkja honum úr starfi
sagði Ingibjörg að það skipti
hana engu máli hvaða einstak-
lingar sætu í ráðinu.
Kostnaður ekki Ijós
Aðspurð um endanlegan
kostnað við brottvikningu Við-
ars sagði Ingibjörg Sólrún að
þær upplýsingar lægju ekki
fyrir. „Við óskuðum eftir svari
við því á fundi viðræðunefndar
borgarinnar og leikfélagsins
21. mars, en þar var jafnframt
lögð fram greinargerð okkar.
Það svar hefur ekki borist.“
Fulltrúi borgarinnar í leikhús-
ráði, Ömólfur Thorsson, hefur
ítrekað lýst því yfir að mál
þetta kunni að hafa áhrif á
samstarf borgarinnar og leik-
hússins í framtíðinni. „Eins og
ég sagði þá vildum við að út-
tekt á leikhúsinu yrði undir-
staðan að nýjum starfssamn-
ingi, en í úttektinni kom fram
vilji okkar til að auka valdsvið
og sjálfstæði leikhússtjóra,"
sagði Ingibjörg Sólrún. „Þessi
síðasta uppákoma sýnir að
sjálfstæði leikhússtjóra er ekki
nema orðin tóm og því munum
við endurskoða samstarfs-
samninginn með tilliti til
þess. Auðvitað verður sá
stuðningur við Borgarleikhús-
ið, sem ákveðinn var á fjárlög-
um, ekki dreginn til baka, en
þær hugmyndir að leikhúsið
fari á föst fjárlög verða ekki
að veruleika eins og málin eru
í dag.“
Pöntunarsími allan sólarhringinn:
Sími 462-5588
Póstsendum vörulista
hvert á land sem er!
Fatalisti, kr. 600
Blaðalisti, kr. 900
Vídeólisti, kr. 900
Tækjalisti, kr. 900
Sendingarkostnaður
innifalinn
HUGSKOT
Ljósmyndastofa
Nethyl 2 Sími 587-8044
NÝ ÞJÓNUSTA
Framköllun og kópering á
35mm litfilmum.
Kynningarverð:
24myndakr. 1000
36 mynda kr. 1360
Ný 24 mynda Fuji-
litfilma innifalin