Helgarpósturinn - 28.03.1996, Side 8
8
F1MMTUDAGUR 28. MARS1996
Stúlkurnar fjórar sem réðust á Ingunni Pétursdóttur
á Akranesi í janúar gengu fram af mikilli hörku og
veittust ítrekað að fórnarlambi sínu með höggum og
spörkum, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms
Vesturlands. Atlagan að Ingunni er rakin hér á eftir
eins og henni er lýst í málsskjölum.
Árásin var
Idómi Héraðsdóms Vestur-
lands yfir stúlkunum fjórum
sem réðust á Ingunni Péturs-
dóttur á Akranesi í janúar kem-
ur fram að árásin var lífshættu-
leg, hrottafengin og tilefnis-
laus. Líf Ingunnar, sem er 16
ára, hafi hangið á bláþræði.
Tvær stúlknanna sem stóðu að
árásinni voru 15 ára þegar
þessir atburðir urðu, ein var
nýlega orðin 16 ára og sú
fjórða 18 ára.
Högg og spörk
Ingunn var stödd í miðbæ
Akraness aðfaranótt laugar-
dagsins 20. janúar. Um tvöleyt-
ið um nóttina hitti hún stúlk-
urnar fjórar við húsið Kirkju-
braut 8. Þær töldu Ingunni
hafa tekið í heimildarleysi
tvær bjórflöskur frá bróður
eins þeirra. í framhaldi af stutt-
um orðaskiptum vegna þessa
réðust þrjár stúlknanna á Ing-
unni, hrintu henni og veittu
henni högg þar til hún féll til
jarðar. Eftir það spörkuðu þær
í hana þar sem hún lá. Tvær
stúlkur sem þarna voru á gangi
gripu í taumana og Ingunn
reyndi að komast undan. Stúlk-
urnar fjórar eltu hana og náðu
henni á ný við verslun Guð-
mundar B. Hannah við Akra-
torg. Þar héldu þær barsmíð-
inni áfram. Barst leikurinn síð-
an yfir Suðurgötuna að húsun-
um númer 62 og 64 og linnti
ekki barsmíðunum fyrr en
elsta stúlkan hafði tekið í hár
Ingunnar og skellt höfði henn-
ar í hné eða læri sitt. Stúlka
sem kom að þegar þetta var af-
staðið fór með Ingunni í
þvottahús á heimili sínu þarna
við. Um klukkan 2.30 um nótt-
ina fór Ingunn ásamt vinkonu
sinni á sjúkrahús Akraness
vegna höfuðverks en var send
heim að skoðun lokinni.
Seinna um nóttina fundu
nokkrir unglingar Ingunni með-
vitundarlausa á dyrapalli. Far-
ið var með hana á sjúkrahúsið
og síðan flogið með hana til
Reykjavíkur.
„Kallað Mac Fly“
í dómi Héraðsdóms segir að
allar stúlkurnar fjórar hafi tek-
ið fullan þátt í árásinni. Fram-
burðir stúlknanna voru ekki
samhljóða um þátt hverrar fyr-
ir sig í árásinni. í dóminum seg-
ir meðal annars:
„Ákærða, R, kvaðst hafa
komið að I (Ingunni, innskot
HP) og meðákærðu B við
Kirkjubraut númer 8 í þann
mund að meðaákærða B hafi
verið að „slá“ I. Ákærða kvaðst
hafa verið á tali við unglinga
sem voru þar við. Er hún hafi
gefið þeim aftur gaum hafi I
legið í jörðinni. Kvað hún allar
ákærðu nema meðákærðu L
hafa sparkað í I liggjandi. Nán-
ar aðspurð um hvar spörkin
hafi lent segir ákærða: „Hún (I)
lá á hlið og var öll saman-
kreppt og var með lappirnar á
kviðnum, ég sparkaði þar en
það hefur bara farið í lappirn-
ar.“ Hún kvaðst ekkert hafa
hugsað út í það á þeim tíma
hvar spörkin komu á I. Að-
spurð um það hvort spörk
hennar hafi getað farið í höfuð-
ið á I þá sagði ákærða R: „Það
er kallað Mac Fly, það er rétt
að strjúka, en það þarf ekki að
vera að það hafi farið í hausinn
á henni, hún kveinkaði sér ekki
og sýndi ekki nein viðbrögð."
Heyrðist smellur
Varðandi framburð elstu
stúlkunnar segir meðal annars
í dóminum:
„Ákærða, L, hefur sagt, að
hún hafi verið við Kirkjubraut
8 þegar meðákærða, R, hafi
kallað til hennar að með-
ákærðu ætluðu að ráðast á I og
síðan hafi R hlaupið bak við
húsið. Kvaðst ákærða L hafa
hlaupið á eftir þeim og horft
þar á meðákærðu slá I og
sparka í hana. Hún kvað með-
ákærðu hafa hrint I til og frá
þannig að hún hafi dottið í
jörðina, en meðákærðu spark-
að í hana þar sem hún lá.
Ákærða kvaðst þá hafa farið
frá litla stund, en þegar hún
hafi komið aftur hafi hún séð
meðákærðu hlaupa á eftir I út
á Suðurgötu þar sem barsmíð-
unum hafi verið fram haldið.
Ákærða kvað I hafa enn hlaup-
ið frá þeim yfir götuna, en
ákærðu elt og meðákærðu
haldið áfram að áreita hana. I
hafi viljað tala við meðákærðu,
B. Ákærða kvaðst þá hafa sagt
„passaðu að B geri ekki svona“
og tekið aftan í hnakka I og
skellt höfði hennar í læri sér.
Enni I hafi lent á lærinu ofan
við hnéð og hafi við það heyrst
smellur. Kvaðst ákærða hafa
gefið I fastara högg en hún hafi
í raun ætlað að gera, hún hafi
aðeins ætlað að gera hana
hrædda."
Fyrir dómi bar ákærða B
meðal annars að hún hefði fyrr
um kvöldið reynt að gefa Ing-
unni sams konar „hnéspark"
og ákærða L gerði síðar, en
það hafi mistekist.
Stúlkurnar sem réðust á Ing-
unni báru að margir unglingar
sem voru á ferli hefðu kvatt
þær til að halda áfram að veit-
ast að Ingunni.
Mikil blæðing
inn á höfuðid
I vottorði Þóris Ragnarsson-
ar, sérfræðings í heila- og
taugaskurðlækningum, sem
hann staðfesti fyrir dómi, seg-
ir meðal annars um ástand
Ingunnar Pétursdóttur við
komuna til Reykjavíkur:
„Strax við komu var ljóst að
þessi stúlka hafði orðið fyrir
miklum og alvarlegum áverka
með teikn um aukinn þrýsting
inni á höfðinu og var því í
skyndi gerð tölvusneiðmynda-
rannsókn á höfði, sem sýndi
geysilega stóra og mikla blæð-
ingu inn á höfuðið hægra meg-
in, um var að ræða svonefnda
utanbastsblæðingu eða epi-
dyral hematoma, það er að
segja blæðingu milli ystu
heilahimnu og höfuðkúpu-
beins. Þessi blæðing var geysi-
lega stór og hafði valdið mikl-
um þrýstingi á heilann. Sjúk-
lingur var því í skyndi flutt á
skurðstofu þar sem gerð var
aðgerð á höfði sjúklings og
blæðing tæmd út og frekari
blæðing stöðvuð. Aðgerðin
gekk algjörlega áfallalaust. Eft-
ir aðgerðina sýndi I strax
merki um verulegar framfarir
en hafði þó lengi merki um
mikla og alvarlega truflun í
heilastarfsemi, sérstaklega
heilastofnsstarfsemi með
verulega miklu spasticitet eða
stífleika í öllum útlimum og
verulega skerta meðvitund
lengi framan af. Eftirlitstölvu-
sneiðmyndir af höfði sýndu
blæðinguna alia tæmda í burtu
en sýndu einnig merki um bjúg
eða bólgu í hægra heilahveli,
en þessar breytingar gengu
síðan smám saman til baka.
Við höfuðaðgerðina kom í ljós
sprunga í höfuðkúpu á hægra
gagnaugasvæði og beint undir
sprungunni var rof í æð í ystu
heilahimnu og var sú æð blæð-
andi þegar höfuðið var opn-
að...“
Að mati Þóris var höfuð-
högg orsök blæðingarinnar.
Gagnaugabein sé afskaplega
þunnt og því þurfi ekki mikið
högg til að brjóta það. Hins
vegar sé ekki hægt að fullyrða
hvort höggið hafi verið eitt
eða fleiri. Líklegast sé að Ing-
unn hafi orðið fyrir höggi á
þeim stað á höfðinu þar sem
sprungan var, en þó sé ekki
útilokað að sprunga geti kom-
ið fram þarna við högg annars
staðar á höfuðið. Læknirinn
kvað Ingunni nú heilsast vel
og góðar horfur væru til þess
að hún næði sér að fullu, sam-
kvæmt því er kemur fram í
dómi Héraðsdóms Vestur-
lands.
Breyttu framburði
í dóminum, sem Hervör Þor-
valdsdóttir kvað upp, segir að
sannað sé með framburði
ákærðu og vitna, að ákærðu
réðust á Ingunni aðfaranótt 20.
janúar með höggum og spörk-
um. „...Eins og rakið hefur ver-
ið eru framburðir ekki sam-
hljóða um þátt hverrar ákærðu
fyrir sig í árásinni. Auk þess,
sem framburðir ákærðu, ann-
arra en ákærðu L, við aðalmeð-
ferð málsins, voru ekki sam-
hljóða framburðum þeirra á
fyrri stigum málsins. Þá hafi
spörk þeirra ekki komið í höf-
uð ákærðu, nema þetta eina
spark L. Spörkin hafi heldur
ekki verið þung og þær jafnvel
verið að moka snjó á I með fæt-
inum, þar sem hún lá á jörð-
inni. Ákærðu hafa ekki gefið
skýringar á þessum breyting-
um á framburði sínum. Þá eru
framburðir vitna um árásina
ekki með öllu glöggir, en um-
rædd vitni eru jafnaldrar
og/eða kunningjar ákærðu og
fylgdust misvel með atvikum.
Virðist sem sum vitnin dragi úr
því, í framburði sínum fyrir
dómi, sem þau höfðu áður
skýrt frá hjá lögreglu, að árás-
in hafi verið ofsafengin. Öll
vitni að sparki ákærðu L bera
þó, að töluvert hljóð hafi verið
samfara sparki þessu.“
Dæmdar í fangelsi
í dómi Héraðsdóms segir
meðal annars að við ákvörðun
refsingar beri sérstaklega að
hafa í huga, að þrátt fyrir að
Ingunn hafi nánast náð sér að
fullu hafi árásin verið lífs-
hættuleg, „...líf hennar hékk á
bláþræði og afleiðingar miklar
æskuhetjan
■ Jón Múli Árnason
CIA og áróður auðvaldsfasistanna
Undirritaöur ólst upp viö út-
varpshlustun þar sem engum
fréttatíma var sleppt og þeim sið
hefur veriö haldið. Jón Múli Árna-
son var einn þeirra útvarpsmanna
sem öll þjóðin þekkti og margir
dáöu. Hann starfaði hjá Rikisút-
varpinu frá 1945 til 1985 eða í
nær fjörutíu ár. Síðan hafði hann
umsjón meö djassþætti í mörg ár
til viðþótar og enginn djassunn-
andi lét þá þætti framhjá sér fara.
Auk fjölbreyttra starfa í Útvarpinu
blés hann á kornett í ein tuttugu
ár með Lúðrasveit verkalýðsins.
Hann er einn stofnenda sveitar-
innar og nú heiðursfélagi þar. Þá
má ekki gleyma því að Jón Múli
samdi leikritið Deleríum Búbónis
meö Jónasi bróöur sínum og hef-
ur það víða veriö sýnt við miklar
vinsældir. Þeir bræður sömdu
raunar fleiri leikrit meö söngvum
og hefur fjöldi þeirra verið gefinn
út á plötum og diskum.
En hlustar Jón Múli mikið á út-
varp í dag og hvernig líkar hon-
um það sem hann heyrir?
„Ég hlusta á Útvarp Reykjavík,
langbylgjuna. Þaö er nú ekki mikið
útvarp miðað við öll hin útvörpin,
en ég hlusta ekki á þau. Ég
hlusta meðal annars mikið á frétt-
ir, mér til mikillar skapraunar og
skelfingar. Ég heyri hljóðið og
þekki það. Það er hljóðið úr CIA,
ómengaöur áróður bandarísku
auðvaldsfasistanna," sagði Jón
Múli í stuttu spjalli viö HP.
Þú hefur greinilega ekki breytt
þínum pólitísku skoðunum?
„Nei. Þegar maöur kemst ungur
á rétta sporið dettur manni ekki í
hug að breyta því. Ég veit ekki til
þess að bókstafur hafi breyst í
kenningum Marx, Engels, Leníns
og Stalíns. Það stendur allt sem
stafur á bók.“
Þú ert þá ófeiminn við að kalla
þig kommúnista?
„Ég væri stoltur af því að hafa
leyfi til að kalla mig kommúnista,
en ég er ekki slíkur afreksmaður
að ég hafi heimild til þess. Ég hef
ekki heimild til að taka mér slíkt
sæmdarheiti."
Ertu eitthvað að skrifa eða
semja um þessar mundir?
„Ja, það er nú eins og segir í
bresku kvæði: Those moments
are few and bad between," sagði
Jón Múli Árnason.
- SG
meðan þær vörðu. Árás
ákærðu var hrottafengin og til-
efnislaus. Létu ákærðu sér ekki
segjast þrátt fyrir afskipti
fólks, en snerust öndverðar
gegn því og eltu I um götur
Akraness og héldu árásinni
áfram og stóð hún því yfir í
nokkra stund. Hins vegar ber
að líta til þess að ákærðu B og
R voru einungis 15 ára er at-
burðir gerðust og ákærða G
nýlega orðin 16 ára. Ákærða L
var 18 ára. Ákærðu hafa ekki
áður sætt refsingu.
Samkvæmt því þykir rétt að
ákærðu R, B og G sæti hver um
sig fangelsi í tólf mánuði. Refs-
ing ákærðu L þykir hæfilega
ákveðin tuttugu mánaða fang-
elsi. Til frádráttar refsingar
ákærðu B og R komi tveir dag-
ar, sem þær sættu gæsluvarð-
haldi, frá 21. janúar til 22. janú-
ar. Til frádráttar refsingar
ákærðu G komi þrír dagar, sem
hún sætti gæsluvarðhaldi, frá
21. janúar til 23. janúar. Til frá-
dráttar refsingar ákærðu L
komi 55 sólarhringar, sem hún
sætti gæsluvarðhaldi, frá 21.
janúar til dagsins í dag. Dæma
ber ákærðu til að greiða allan
sakarkostnað".
Það var Bjöm Helgason sak-
sóknari sem flutti mál þetta af
hálfu ákæruvaldsins. -sg
lífshættuleg
og hrottafengin