Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.03.1996, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 28. MARS1996 12 Kvikmyndin „Draumadísir" varfrumsýnd í Regnboganum fyrir viku. Ragnheiður Axel fer meö annað aðalhlutverkiö í þessari Reykjavíkursögu er fjallar um tvær vinkonur sem verða ást- fangnar af sama manninum. Eiríkur Bergmann Einarsson hafði samband við New York-búann Ragnheiði og spurði hana um Draumadísir og daglega lífið í Stóra eplinu... Ragnheiður Axel: „Það er fullt af íslendingum í New York, en fáir eru í leiklist. Og þessir íslendingar sem ég hitti þarna úti eru flestir svo rosalega drykkfelldir að þeir komast ekkert áfram. Ég held að þetta sé eitthvert séríslenskt fyrirbrigði." svona aðila að fyrra bragði heldur lætur maður einhvern annan gera það fyrir sig.“ Eru ekki margir íslending- ar að reyna að meika’ða í New York? „Jú, það er fullt af íslending- um í New York, en fáir eru í leiklist. Og þessir íslendingar sem ég hitti þarna úti eru flest- ir svo rosalega drykkfelldir að þeir komast ekkert áfram. Ég held að þetta sé eitthvert sérís- lenskt fyrirbrigði." Rosalega drykkfelldir íslendingar í New Yorkj IStjörnubíói í Reykjavík er nú verið að sýna myndina Draumadísir eftir Asdísi Thor- oddsen. Sagan er vafasöm gamanmynd um gjaldþrot, girnd, glans og gabb og fjallar um tvær tvítugar vinkonur í Reykjavík sem takast á við drauma sína í viðsjárverðu um- hverfi íslensks hversdagslífs og nútímalegra viðskiptahátta. Ragnheiður Axel, tuttugu og tveggja ára leiklistarnemi í New York, leikur Styrju, aðra vin- konuna. í samtali hennar við Helgarpóstinn kemur í ljós að lífið í New York er nokkuð svip- að lífinu í Reykjavík eins og það kemur fyrir sjónir í Draumadís- um. En hvernig persóna er Styrja? „Hún er svona venjuleg Reykjavíkurstúlka með óvenju- legu ívafi. Hún og vinkona hennar eru dálítið breddulegar menntaskólastelpur í Reykja- vík og einhver hafði á orði að Styrja væri frík og vírdó. Ég er þó ekki alveg sammála því. En þær kynnast Gunnari, sem er myndarlegur heildsali, og lenda í ýmsum óheppilegum kringumstæðum sem geta leitt til sálarháska." Segðu mér aðeins frá því hvað þú ert að bjástra þarna úti í New York. „Ég er í leiklistarnámi í Le Strasbourg Theater Institute. Þetta er mjög skemmtilegt nám, en ég hef þó aðeins verið þar síðan í byrjun janúar, þann- ig að það er ekki komin mikil reynsla á þetta enn. Ég hef samt verið mjög heppin og fengið nokkur tækifæri. Ég er búin að kynnast mjög mörgu góðu fólki í borginni og hef virkilega fínan umboðsmann. Ég er þegar búin að leika í einni bíómynd: svokallaðri gay<ult- mynd, sem er framleidd af óháðum aðila. Myndin fjallar um tvíkynhneigðan mann sem er ofbeldisfullur og lemur sam- býliskonu sína í klessu. Þetta er alveg brjálæðislega ofbeldis- full mynd. Við gerð myndarinn- ar kynntist ég svo öðrum leik- stjóra og er að fara að leika fyr- ir hann í annarri óháðri mynd. Hún verður þó mun stærri.“ Þér virðist hafa gengið vel að koma þér áfram á þetta skömmum tíma? „Já, mér hefur gengið flest í haginn og það gengur allt svo rosalega hratt fyrir sig í New York. Það má segja að ég hafi fengið tilboð um leið og ég kom til borgarinnar. Ég var í ein- hverju boði og það kom bara til mín maður og bað mig að koma í tökur hjá sér! En það eru þús- und manns sem biðja mann að koma í eitthvað svona á hverj- um degi og yfirleitt er ekkert að marka þessa menn. Ég grennsl- aðist hins vegar fyrir um þenn- an og hann virtist vera í lagi og ég fór og lék fyrir hann. Síðan kynntist ég umboðsmanni mín- um fyrir hreina tilviljun. Ég hringdi út af auglýsingu í blaði og þegar ég kom til hans og hann komst að því að ég væri íslensk þá húðskammaði hann mig og spurði hvurslags hálf- viti ég væri eiginlega að hringja út af auglýsingu í blaði. Það kom þó í ljós að hann var í fínu lagi og mikill íslandsvinur. Við fundum út að við þekktum mik- ið af sama fólkinu og þetta varð allt mjög þægilegt." Af hverju skammaði hann þig — er bransinn svona hœttulegur? „Já, maður gerir ekki svona. Maður getur lent í alveg hrika- lega slæmum málum ef maður lendir á röngum aðilum. Það eru svo margir að eltast við ungar leikkonur og fyrirsætur og segjast ætla að gera þær rík- ar og frægar. í besta falli eru þessir menn einfaldlega litlir hálfvitar sem eru að spila sig stóra. En einnig eru margir hálfbilaðir og illa innrættir menn að reyna að notfæra sér ungar saklausar stúlkur; fjár- hagslega og kynferðislega. Það er alveg gríðarlega mikið af gildrum sem maður verður að varast." Hvernig forðast maður þennan lífsháska helst? „Maður verður fyrst og fremst að vara sig á öllum þessum jakkafataklæddu karl- mönnum sem stoppa mann úti á götu og ætla að gera mann frægan. Þegar þetta gerist — sem er mjög oft — þá má mað- ur alls ekki gefa upp heimilis- -'m. Mynd: Jim Smart fangið heldur fá hjá þeim nafn- spjald og láta svo viðurkennd- an umboðsmann tékka á þeim. Ef hann svo reynist í lagi þá er fyrst hægt að fara að tala um einhver viðskipti. Maður á aldrei að hringja í einhvern Lítil og heimskuleg saga af forgangsröðun Kópavogslöggunnar Pörum tvær vikur aftur í tím- ann og berum niður um há- degisbil á laugardegi þarsem ég er akandi sem leið liggur frá Hafnarfirði til Reykjavíkur með konu og tvö börn (einsog það skipti nokkru máli). Tek eftir því undir Kópavogsbrúnni, að í baksýnisspeglinum byrgja hvít- ir og bláir ljósblossar sýn. Grunar hið versta og lít grettur á hraðamælinn: 102 kílómetrar á klukkustund. Gef samstundis lítillega í og keyri þannig um stund, en næ ekki að hrista blikkljósin af mér. Kópavogs- löggurnar höfðu greinilega náð bílnum í fjandans radarmælinn. Hvar lágu þessi undirförlu kvik- indi í leyni í þetta skiptið? Sennilega staðsett við hæfi að baki grjótþyrpingar við Skíta- lækinn. Sveigi harkalega inní út- skot, negli niður og þyrla við það upp rykmekki. Dálítið smart, en dæsi samt afar þung- lega. Eiginkonan ranghvolfir augunum. Hún er lítt gefin fyrir smartheitatakta af þessum eða öðrum toga. Nú skal það viðurkennt, að þetta var svosem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist þarsem ég var „fyrr á öldinni" stöðvað- ur nokkrum sinnum fyrir hrað- akstur og sektaður í bak og fyr- ir. Missti meira að segja prófið um þriggja mánaða skeið, en fékk það aftur að þremur vikum liðnum eftir að hafa blákalt log- ið einhverju sniðugu að kven- kyns fógetafulltrúa í Kópavogi. Ég hafði og hef enga aðra afsök- un fyrir hraðakstrinum en þá, að það er ofboðslega góð til- finning að keyra greitt við góðar aðstæður. Með árunum róast maður þó og gefur sjaldnar í. Enda gjarnan með fjölskylduna í bílnum og þá tekur maður ekki sénsa með hraðakstri. Nema kannski við bestu hugsanlegu ökuaðstæður einsog fyrir tveimur vikum. Rútínan er alltaf sú sama. Ljósin blikka í baksýn, maður blótar hroðalega, hægir á sér, stoppar með látum og bíður eft- ir gusunni af barnalegum valds- mannsstælum. (Stælarnir eru óumflýjanlegir, enda veit ég ekki betur en annaðhvor asni sem maður þekkti í æsku sé nú í lögregluliði einhvers sveitarfé- lagsins...) Bílstjóramegin útúr lögreglu- bílnum stígur lagleg ljóska rétt skriðin yfir tvítugt og rembist við að sýnast fullorðinsleg. Þen- ur kassann, reigsar að hrepp- stjórahætti og hnyklar brúnirn- ar til mín: glæpamanns mánað- arins í hennar augum. Rúlla nið- ur rúðunni, lít blíðlega út og hlusta á hana rymja: „Ertu með ökuskírteini, vinur?“ Hefði hún sagt vinurinn við svínfeitan heildsala á Lincoln? Onei. Hugsa um þessa „vinar“- áráttu Kópavogslöggunnar með- an ég teygi krumluna glottandi í hanskahólfið, rétti henni teinið og: „Viltu ekki stíga snöggv- ast út úr bílnum, vinur, og spjalla aðeins við okkur?“ Eldri sonurinn spyr for- viða og óttasleginn: „Pabbi^ hvert ertu að fara?“ Utskýri það pirrað- ur og rölti síðan að lög- reglubifreiðinni. Tek minn tíma. Reiðir ritstjór- ar geta verið töffarar al- veg einsog löggur. Rifja á tíu metrum upp nokkr- ar háðsögur sem til eru af Kópa- vogslöggunni: Ef Kópavogslögg- an stöðvar þig þarftu víst ekk- ert að óttast því hún er senni- lega bara á villigötum og er að spyrja til vegar. Man þegar lög- reglan bankaði uppá um hánótt í Menntaskólanum í Kópavogi fyrir tíu árum þarsem við félag- arnir vorum staddir við út- varpsútsendingar á frjálsri vinnuviku. Fer til dyra og fæ strax: „Er ekki allt í lagi hér, vin- ur?“ (Skólinn hafði verið rústað- ur skömmu fyrr af innbrotsþjóf- um.) Jújú, það er allt í lagi — við erum bara með smáútvarps- stöð hérna. (Vonandi fatta þeir ekki að strákarnir hér á bakvið eru ekki að reykja tóbak heldur hass...) „Bíddu, má reykja hér, vinur?“ Já, það er vinnuvika. „Getum við þá fengið óskalag — eitthvað með Bítlunum... vin- ur?“ (Tryllingshlátur í hass- hausunum sem púa kannabis- skýi yfir löggurnar í anddyrinu.) Já, sjálfsagt. „Bless, vinur!“ Svo fóru þeir. Sjálfsagt aftur að kránni við Nýbýlaveg þarsem þeir bíða ávallt eftir að fólk setj- ist ölvað inní bíl svo þeir geti handtekið það fyrir ölvun undir stýri. Alltaf að safna prikum. „Ert þú ekki pínulítið drukkinn, vinur?“ Sest í öllu falli inn. Og svo koma spurningarnar: „Gerirðu þér grein fyrir hversu hratt þú fórst, vinur?“ forvitnast bólu- grafinn félagi ljóskunnar. Já, kringum hundraðið. „Sástu ekki Teikning: Bragi H. á hraðamælinn, vinur?“ Vita- skuld, myndi blindur maður keyra bíl? „Veistu hver há- markshraðinn er hérna, vinur?“ Já, sjötíu. „Ertu ekki með konu og tvö börn í bílnum, vinur?“ Jú. Þau tilheyra mér. „Viltu fara úr fötunum og dansa við mig, vin- ur?“ (Mér heyrðist ljóskan segja þetta, ég sver það.) Döh, nei. „Skrifaðu hér undir, vinur.“ Má ég búast við páskaglaðningi? „Já, svona tíuþúsundkalli, vin- ur.“ Sæl að sinni. Fer. Ég er ekki vinur þeirra. Get ekki stillt dýrið og spóla á braut útfyrir lögsögu Kópa- vogslöggunnar. Horfi í baksýn- isspeglinum á parið klæja í gómana eftir að brenna á eftir mér og sekta aftur. Fyrir fram- úrskarandi dónaskap og al- mennan durtshátt í þetta skiptið. Leyfist mér nefnilega að spyrja: Hvaða fjandans ástæðu hefur Kópavogs- löggan til að sitja í launsátri 'fyrir ökumönnum á logn- værum sólbjörtum degi þegar akstursaðstæður eru eins góðar og þær geta orð- ið? Hverju sætir það, að á tímum þegar ofbeldisglæp- ir, fíkniefnavandamál, inn- brot og almenn glæpastarf- semi eru algengari og meira vandamál en nokkru sinni fyrr skuli Kópavogslöggan ekki finna sér neitt betra til dundurs en að grípa fólk sem ekur dálítið greitt á góðum degi? Og það á einni af örfáum hraðbrautum höfuð- borgarsvæðisins! Er ekki lág- markskrafa, að þeir reyni frem- ur að sinna þjónustuhlutverki sínu og fylgjast til dæmis með íbúðahverfunum þar sem raun- veruleg hætta stafar af hrað- akstri? Eða hafa Bakkabræður — sem allir vita að eru í Kópa- vogslöggunni — loks verið hækkaðir í tign? Velkominn á svarta listann! („Já, hann er hálfþrítugur, ekur um á rauðum Daihatsu Char- ade, árgerð 1989. Bílnúmerið er... Grípið hann, angrið og nið- urlægið við öll möguleg tæki- færi. Við skulum sko láta hann borga fyrir níðið í HP um dag- inn, helvítið!“) Ég er ekki vinur ykkar!

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.