Helgarpósturinn - 28.03.1996, Side 20
20
FIMMTUDAGUR 28. MARS1996
Rótlausar Reykjavíkurdætur
Draumadísir
Sýnd í Stjörnubíói ^
Leikstjóri: Ásdis Thoroddsen
Aðalhlutverk: Silja Hauksdóttir, Baltasar
Kormákur, Ragnheiður Axel, Bergþóra
Aradóttir, Ragnhildur Rúriksdóttir, Margrét
Ákadóttir, Magnús Ólafsson
★ ★★
Loksins, loksins fáum við að
berja augum mynd um
tvær stelpur á strákaveiðum.
Ekki svo að skilja að Drauma-
dísir sé einhver „stelpumynd"
(enda er það hugtak bara not-
að af gamaldags guttum sem
eru fastir í viðjum félagsmót-
unar), heldur er hún eins og
vin í eyðimörk óteljandi bíó-
mynda um stráka í stelpuleit.
Það er engu líkara en að ís-
lenski kvikmyndaiðnaðurinn í
heild sinni hafi ekki áttað sig á
því að konur eru helmingur
mannkyns — og að þær hafa
líka kynhvöt.
rikmyndir
ialheiður
rsteinsdóttir
Vinkonurnar Steina og Styrja
eru tvítugar Reykjavíkurpíur,
rótlausar og ráðvilltar og eiga
sér ekkert markmið í lífinu.
Þær dreymir um að finna hinn
fullkomna karlmann sem lykt-
ar af leðri, vískíi og vindlum,
en svoleiðis folar eru víst ekki
á hverju strái. Draumórakennt
viðhorfið til ástarinnar er
harla fjarri frostköldum hvers-
dagsleikanum og dapurlegu
heimilislífi. Móðir Steinu er
drykkjusjúk og Gugga litla
systir hennar slæpist sjálfala
um bæinn í kompaníi við álfa
og huldufólk. Þegar myndar-
legur ungur heildsali, Gunnar,
verður á vegi vinkvennanna
telja þær sig báðar vera búnar
Hraði og spenna á grynningunum
Strange Days
Sýnd í Háskólabíói
Leikstjóri: Kathryn Bigelow
Aðalhlutveriu Ralph Fiennes, Angela
Bassett, Juliette Lewis, Tom Sizemore
★ ★
Kvikmyndin Strange Days er
fyrst og fremst töff. Per-
sónur, tæknivinna, hönnun og
tónlist bera öll þau kennileiti
sem áhorfendur þyrstir í að
sjá; spennu, kynlíf, eiturlyf,
rokk og ról. Það gegnir aftur á
móti öðru máli með handritið:
Áhorfendur sem sækja í vand-
aðan vísindaskálskap (með
söguþræði sem er aðeins
meira krefjandi en hefðbund-
inn Derrick- þáttur) ættu að
leita annað.
Kathryn Bigelow er án efa
aðalhasarleikstýran í bransan-
um í dag og hefur mikla tilfinn-
ingu fyrir uppbyggingu og út-
færslu á spennu í kvikmynd-
um. Hún er framsækinn stílisti
sem notar neón- og flúorljós
stórborganna óspart til að
undirstrika harðneskjuna og
miskunnarleysið í þjóðfélag-
inu. Myndavélin er sjaldnast
kyrr og klippingin hröð og
árásargjörn eins og í þunga-
rokksmyndbandi.
Vampírumynd fröken Big-
elow, Near Dark (1987), er ein
sú blóðugasta og frumlegasta
er fram hefur komið í þeim
geira og sýnir vel sjónræna
hæfileika leikstjórans. Það sem
hrjáir hins vegar myndir Kat-
hryn Bigelow — sérstaklega
Strange Days — eru takmark-
anir og ódýrar formúlur í
handriti, sem gera að verkum
að persónur ná aldrei dýpt og
verða einungis grunnar eða yf-
irborðskenndar fígúrur sem
berast ósjálfbjarga um í hröð-
um straumi ofbeldis og
spennu.
Strange Days gerist um
næstu aldamót (bókstaflega)
og segir frá fyrrverandi fíkni-
efnalöggu, Ralph Fiennes
(Schindler’s List, 1994), sem
selur nú sjálfur nýjustu fíknina.
Þessi fíkn felst í þeim mögu-
leika að upplifa kynferðislegar,
hættulegar, afbrigðilegar eða
jafnvel hversdagslegar athafn-
ir annars fólks án þess að lyfta
fingri sjálfur eða þurfa að
vesenast með myndavélar og
þess háttar. Upptökutækið er
heilinn og endurminningarnar
eru geymdar á litlum geisla-
plötum sem hægt er að spila
aftur og aftur hvenær sem
löngunin er fyrir hendi. Ef þú
vilt uppiifa það að vera átján
ára stúlka í sturtu án þess að
þurfa að skipta um kyn eða fá
adrenalínkikk við að ræna
sjoppu án þess að eiga það á
hættu að vera gripinn, þá er
þetta tæknin fyrir þig — mögu-
leikarnir óendanlegir. Svarta-
markaðsbraskið með þennan
varning er blómlegt, eins og
fmyndbandið
Mr. Bean:
Málningarsprengjur og bamapössun
★★★★
Rowan Atkinson er óumdeil-
anlega einn albesti grínleik-
ari Bretlands ef ekki heimsins
alls. í „The Perllous Pursuits of
Mr. Bean“ eru tvær frábærar
sögur. Mr. Bean-myndirnar byggj-
ast allar á látbragöi þar sem
mikil áhersla er lögö á svipbrigöi
og Rowan Atkinson er melstari
svipbrigðanna. Vfirleitt er ekkert
tal í þessum myndum, eöa þá
þaö er f algeru lágmarki. Fyrri
sagan er nýárspartí sem Mr. Be-
an heldur. Hann býöur tveimur
félögum sínum, sem hann hitti í
strætó, í heimsókn á gamlárs-
kvöld. Þegar þeir koma kemst
hann aö því aö hann hefur ekk-
ert til aö bjóöa upp á. Nú eru
góö ráö dýr. Hann fer inn í eld-
hús, opnar gluggann og nær í
nokkrar trjágreinar og sneiöir
þær niöur i lengjur, dýfir í marm-
elaöi og ber fram sem einhvers
konar saltstangir. Þar sem hvft-
víniö er búiö nær hann I flösku
af ediki og bætir út f þaö sykri
og nokkrum sítrónudropum.
Ánægöur með útsjónarsemina
býöur hann félögum sfnum stolt-
ur í glas. Þeir eru hins vegar ekki
eins ánægöir heldur foröa sér út
við fyrsta tækifæri og lauma sér
f partf í næstu íbúö. Morguninn
eftir þarf Mr. Bean aö mála íbúö-
ina sína. Þaö gengur eitthvaö
erfiðlega svo hann bregöur á
þaö snjalla ráð aö setja sprengi-
efni ofan f máiningarfötuna og
dreifa málningunni þannig um
alla veggi. Afleiöingarnar veröa
lesendur sjálfir aö sjá.
í selnni sögunni verður Mr. Bean
fyrir því óláni aö barnavagn fest-
ist óvart viö bílinn hans þegar
hann er á leiöinni í tívolí og hann
uppgötvar þaö ekki fyrr en þang-
aö er komiö. Hann þarf því aö
dröslast meö barniö um allt
tívolíiö og fer hreinlega á kostum
viö að reyna aö hafa ofan af fyrir
ungbarninu. Undirritaöur hló sig
máttlausan aö myndinni, sem
fæst til aö mynda leigö hjá
Myndbandaleigunni Ríkinu á
Snorrabraut.
- EBE
gefur að skilja, en fylgikvillarn-
ir enn óþekkt stærð. Hér er vís-
indaskáldskapurinn á góðu
róli og hefði mátt vinna meira
með þessa frumlegu hugmynd.
Tæknileg útfærsia á þessum
endurminningatrippum er þó
vel af hendi leyst hjá kvik-
myndagerðarfólkinu og skap-
ast sannfærandi tilfinning fyrir
sjónarhorni þeirra sem eru að
taka upp gerðir sínar. Upphafs-
atriði myndarinnar er sérstak-
lega áhrifamikið hvað þetta
varðar og bætist vafalítið í rað-
ir frumlegustu og best útfærðu
upphafsatriða í kvikmyndum.
Strange Days fer aftur á móti
eftir það hefðbundnari leiðir
og fellur vísindaskáidskapur-
inn í skuggann af hasarmynda-
formúlunni sígildu. Það er
samt sterkur keimur af film no-
ir í myndinni — þar sem öll
spjót beinast að aðalpersón-
unni og engum er hægt að
treysta — en í öllum töffaralát-
unum nýtur þetta stílbragð í
frásögn og útiiti sín ekki nægi-
lega.
Ralph Fiennes leikur nokk-
urs konar and-hetju sem er
iaminn sundur og saman með
jöfnu millibili og tekst að ná
samúð áhorfandans strax í
byrjun. Angela Bassett og Juli-
ette Lewis leika konurnar í lífi
hans og eru persónur þeirra
líkt og svart og hvítt. Bassett
er vinkonan dygga sem starfar
sem lífvörður og passar upp á
Fiennes í hjáverkum. Hún er
sannfærandi buff og slær karl-
kyns hasartröllum auðveld-
lega við. Lewis fer með hlut-
verk fyrrverandi kærustu Fien-
nes, sem hann er enn heltek-
inn af. Hún er orðin söngkona í
rokkbandi og stendur í ástar-
sambandi við umboðsmann
sinn (vonda karlinn). Með
þessu hlutverki hefur Lewis
endanlega losað sig við gelgju-
stimpilinn úr Cape Fear (1991)
og sýnir að hún er orðin full-
orðin og sjálfráða með meiru.
Lewis syngur auk þess tvö lög í
myndinni og virðist sem í
henni blundi efnileg söngkona
með áhugaverða sviðsfram-
komu. Tom Sizemore (mót-
leikari og fjandmaður Lewis í
Natural Born Killers, 1994) er í
hlutverki sem sniðið er að
hæfileikum hans. Sizemore
virkar einstaklega vel sem
hinn tætingslegi og rykfallni fé-
lagi Fiennes.
Markhópur Strange Days er
augljós, enda allir sem leika í
myndinni á bilinu 20 til 35 ára
(að þúsund statistum meðtöld-
um). Tónlistin í myndinni er
hröð, rokkuð og framsækin, í
rauninni eitthvert besta sam-
ansafn hljómsveita í kvikmynd
lengi (takið einkum eftir Skunk
Anise með lagið Selling Jesus).
Þegar hinar ákaflega til-
komumiklu umbúðir Strange
Days hafa verið teknar burt er
ósköp ómerkileg spennumynd
það sem eftir situr. Að nefna
meistaraverk Ridleys Scott,
Blade Runner (1984), í sömu
andrá jaðrar við guðlast og
ætti vel upplýst kvikmynda-
áhugafólk að vita betur. - kdp
að finna draumaprinsinn.
Hann er þó ekki allur þar sem
hann er séður, viðskiptahættir
hans eru nokkuð vafasamir,
auk þess sem hann heldur við
metnaðargjarna bókhaldarann
sinn, hana Völu. Vinkonurnar
takast á um hylli Gunnars,
Gunnar sér gróðavon í Steinu,
Steina gerir mistök og úr verð-
ur hin mesta flækja.
Silja Hauksdóttir fer prýði-
lega með hlutverk Steinu. Hún
er eðliieg og sannfærandi á
tjaldinu, en hefði mátt vera
skýrmæltari. Eins er Ragn-
heiður Axel ágæt í hlutverki
Styrju, en þeirri persónu hefði
þó mátt ljá meiri dýpt í hand-
riti. Þær stöllur eru að stíga sín
fyrstu skref í kvikmyndaleik og
vissulega má sjá þess nokkur
merki, en í heild standa þær
sig bara vel. Baltasar Kormák-
ur hefur fyrir löngu sannað sig
sem leikari, en líður fyrir það
hér að persóna Gunnars er
frekar óljós. Bókhaldarinn
Vala er þokkalega leikin af
Ragnhildi Rúriksdóttur. Hún
er frekar hvimleið persóna og
samband þeirra Gunnars virk-
ar í meira lagi ósannfærandi.
Margrét Ákadóttir er góð í
hlutverki hinnar drykkfelldu
móður, sem þrátt fyrir eymd-
ina er ennþá stolt og bregður
fyrir sig ljóðlínum á erfiðum
augnablikum. Einnig er Magn-
ús Ólafsson kostulegur í litlu
hlutverki viðskiptafélaga
Gunnars. Stjarna myndarinnar
er hins vegar hin unga Berg-
þóra Aradóttir sem leikur litlu
systur Steinu. Hún er sannkall-
að náttúrutalent og heillaði
undirritaða algjörlega upp úr
skónum.
Myndin líður áfram eins og
draumórakenndur farsi, með
aivarlegum undirtóni þó.
Snjórinn, kuldinn og skamm-
degið skapa raunverulega ís-
lenska stemmningu sem í
bland við ágætan húmor og
seiðandi tóniist gefur mynd-
inni svolítið ljóðrænt yfir-
bragð. Helsti ókostur myndar-
innar felst í handritinu sjálfu:
Hugmyndin um Steinu og
Styrju er góð en söguþráður-
inn er einhvern veginn of fjar-
stæðukenndur til að vera
sannfærandi og of jarðbundinn
til að vera ekta farsi. Til dæmis
er hið margnotaða íslenska
minni um huldufólk frekar
klúðurslegt og einnig má nefna
„Þrátt fyrir þessa vankanta eru
Draumadísir ágæt skemmtun og
alveg þess virði að eyða í tima
og peningum ef maður er að
sækjast eftir afþreyingu. Það
ríkir iðulega nokkur eftirvænting
þegar íslenskar kvikmyndir
eru frumsýndar og Draumadísir
valda ekki vonbrigðum þótt
flugið verði ekki sérlega hátt.“
nánast fáránlegt atriði sem
gerist á snyrtivörukynningu í
hringsnúandi matsölu hér í
borg. Áhorfandinn er mataður
einum of mikið með því að
stilla bágum heimilisaðstæð-
um Steinu upp sem augljósri
ástæðu þess að hún er stefnu-
laus í lífinu. fslensk ungmenni í
dag þurfa svo sem ekki að eiga
alkóhólista fyrir foreldra til að
vera ráðvillt, kærulaus og
klaufsk í listinni að lifa. Text-
inn er nokkuð tilgerðarlegur á
köflum, helst þegar vinkonurn-
ar eru látnar mæla í hálfgerð-
um símskeytastíl.
Þrátt fyrir þessa vankanta
eru Draumadísir ágæt skemmt-
un og alveg þess virði að eyða í
tíma og peningum ef maður er
að sækjast eftir afþreyingu.
Það ríkir iðulega nokkur eftir-
vænting þegar íslenskar kvik-
myndir eru frumsýndar og
Draumadísir valda ekki von-
brigðum þótt flugið verði ekki
sérlegahátt. -ajþ
Athueasemd rltstl.:
Þar sem Krlstófer Dlgnus Pétursson,
kvlkmyndagagnrýnandl HP, starfaðl
meö Ásdísl Thoroddsen og félögum að
gerð Draumadísa var brugðlö á það ráð
að kalla tll Aðalhelðl Ingu Þorstelns-
dóttur svo myndln yröl gagnrýnd af hlut-
lausum aðlla. Fyrlr utan að vera eldhelt-
ur unnandl kvlkmyndallstarlnnar leggur
Aðalhelður Inga stund á nám í helm-
spekl og sögu vlð Háskóla íslands og
starfar að blaðamennsku í hjáverkum.
Enn brillerar Travolta...
Get Shorty
Sýnd í Laugarásbíói
Leikstjóri: Bany Sonnenfeld
Aðalhlutverk: John Travolta, René Russo,
Gene Hackman
★★★
Mikið af svölum samræð-
um, persónum og and-
rúmslofti bókar Elmores Leon-
ard, Get Shorty, kemst til skila í
kvikmyndaútgáfunni, en ekki
allt. Ritstíll Leonards er látlaus
og beinskeyttur. Hann notar
lítið af lýsingarorðum og kýs
frekar að koma andrúmslofti
og söguþræði til skila gegnum
persónur bóka sinna. Þessar
persónur eru hins vegar litrík-
ar, óútreiknanlegar og uppfull-
ar af lúmskum húmor. Ein af
betri persónum rithöfundarins
er einmitt Chili Palmer úr sög-
unni Get Shorty og leikarinn
John Travolta án nokkurs vafa
besti kosturinn til að gæða
persónuna kvikmyndalegu lífi.
Hægt er að segja svipað um
leikarahópinn allan í þessari
ágætu gamanmynd og eru
valdir menn og konur í hverju
rúmi. Travolta ber þó höfuð og
herðar yfir aðra í hlutverki
handrukkara frá Miami sem
ákveður að gerast kvikmynda-
framleiðandi í Hollywood. Tra-
volta er fæddur í þetta hiut-
verk og nær að skapa skemmti-
Iega persónu sem er svöl og
fyndin í senn án þess að fara út
í ofleik (algengur fylgifiskur
gamanmynda) á neinn hátt. Yf-
irvegaður og útpældur líkt og
Vincent Vega í Pulp Fiction
(1994). Ástríðufullur og töff
eins og Danny Zucco í Grease
(1978).
Gene Hackman leikur út-
brunninn hryllingsmyndafram-
Ieiðanda sem enn hefur hug-
sjón og ástríðu en veit ekki
hvernig á að beita henni þar til
Chili sýnir honum það. René
Russo leikur smástirni er heill-
ast af mjúkri hörku handrukk-
arans. Danny DeVito leikur
gullna kálfinn sem allir fram-
leiðendur eru á höttunum eft-
kantur á myndinni; endirinn, þar
sem allir lausir þræðir i sögunni
eru snögglega hnýttir til að geta
gengið frá öllu sem fyrst. Hér
hefði gjarnan mátt teygja
lopann — ólíkt mörgum öðrum
myndum — enda frábærar per-
sónur og rétt umgjörð til staðar;
efniviður sem gæti léttilega bor-
ið annan hálftíma eða svo.“
klædd stórstjarna. Gullkálfur-
inn heillast af Chili, eins og
flestir aðrir, og fær þá flugu í
hausinn að leika hann í bíó-
mynd. Það er meinfyndin sena
þegar Travolta sýnir DeVito
hvernig á að ná augnaráði
rukkarans og greinilega verið
að skjóta góðlátlega í áttina að
frægum „method“-leikurum í
Hollywood.
Hollywood-háðið í Get
Shorty er skemmtilegt, en
kemst þó ekki með tærnar þar
sem mynd Roberts Altman,
The Player (1992), hefur hæl-
ana, enda varla ætlunin. Engin
Elmore Leonard-saga er heil
án glæpamanna af sérvitra tag-
inu og eru þeir á sínum stað í
myndinni. Besti krimminn er
yfirmaður Chilis, Harry Bones,
ítalskættaður veðmangari sem
er eins og klipptur út úr mafíu-
myndum Scorseses. Leíkarinn
Dennis Farina er kostulegur í
þessu hlutverki og allir stælar
og taktar smákrimmans (með
risavaxið egóið) teknir í gegn.
Sagan er margslungin og lag-
lega af hendi leyst undir ör-
uggri stjórn Barrys Sonnen-
feld. Hann gerði Addams-fjöl-
skyldu-myndirnar ágætu og var
þar áður tökumaður númer
eitt hjá Cohen-bræðrum. Kvik-
myndatökubakgrunnurinn nýt-
ur sín vel í Get Shorty og ýmsir
skemmtilegir vinklar og töku-
útfærslur notuð á réttum stöð-
um til að undirstrika húmor-
inn. Því miður er einn stór van-
kantur á myndinni; endirinn,
þar sem allir lausir þræðir í
sögunni eru snögglega hnýttir
til að geta gengið frá öllu sem
fyrst. Hér hefði gjarnan mátt
teygja lopann — ólíkt mörgum
öðrum myndum — enda frá-
bærar persónur og rétt um-
gjörð til staðar; efniviður sem
gæti léttilega borið annan hálf-
tíma eða svo. Það þarf þó ekki
að örvænta, því fleiri kvik-
myndir byggðar á bókum El-
mores Leonard eru vafalítið í
bígerð, ef ég þekki þá Drauma-
verksmiðjumenn rétt.
- KDP