Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.03.1996, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Qupperneq 25
FIMIVmJDAGUR 28. MARS1996 25 Sigurður Líndal: „Ef forsætisráð- herra hættir vegna þess að hann fer í annað starf eða hann veikist þá þarf stjórnin í sjálfu sér ekki að biðjast lausnar. Það má skipta um forsætisráðherra." enga ástæðu til að svara spurningum um þetta efni fyrr en fyrir lægi hvort Davíð færi fram eða ekki. Einn af þing- mönnum flokksins sagði að ef Davíð ætlaði fram færi hann að sjálfsögðu í leyfi frá störfum forsætisráðherra og sneri síð- an aftur til vinnu sinnar ef hann næði ekki kjöri. Ef hann yrði kosinn forseti gæfi auga- leið að hann segði strax af sér sem formaður flokksins og for- sætisráðherra. „Það væri sýndarmennska af Davíð að segja af sér formennsku í flokknum þótt hann færi í framboð. Stjórnmálaskoðanir hans breytast ekkert við það og kjósendur vita alveg hvar þeir hafa hann,“ sagði þessi þingmaður. Annar þingmaður sagði það veikleikamerki ef Davíð færi fram með „forsætis- ráðherrastólinn og formennsk- una sem baktryggingu ef illa færi“. Auk þess væri það spurning hvort staða hans hefði ekki veikst veru- lega ef hann færi í forseta- framboð og tapaði. Ásgeir og Kristján Þegar líta skal á þetta mál frá lagalegu og stjórnskipulegu sjónarhorni lá beinast við að fara í smiðju til Sigurðar Lín- dal lagaprófessors. „Við skulum líta á nokkur dæmi. Ásgeir Ásgeirsson var bankastjóri árið 1952 þegar hann bauð sig fram til forseta. Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fram til forseta var hann þjóðminjavörður og hann sagði ekki af sér því embætti þegar hann ákvað að fara í for- setaframboð," sagði Sigurður Líndal. „Þessir menn héldu sínum stöðum þegar þeir fóru í fram- boð en þær voru ekki beint pólitískar. Ég held að þetta sýni að mönnum ber engin skylda til að segja af sér því starfi sem þeir gegna þegar þeir fara í framboð. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið nefndur sem hugsanlegur frambjóðandi, en minnist nokkur á að hann þurfi að segja af sér þingmennsku þótt hann færi fram? Hins vegar er ljóst að maður má ekki gegna öðrum launuðum störfum eftir að hann hefur verið kosinn for- seti. Hann má hins vegar gegna ólaunuðum störfum í þágu líknar- og menningarmála,“ sagði Sigurður ennfremur. Tæki sér leyfi í framhaldi af þessu var Sig- urður spurður hvort forsætis- ráðherra hefði ekki nokkra sér- stöðu hvað varðar framboð til embættis forseta. „Ég held að forsætisráð- herra þyrfti ekki að segja af sér embætti færi hann í forseta- framboð. Kjósendur verða þá bara að gera það upp við sig hvort þeim finnist einhver slagsíða á honum og vilji ekki kjósa hann þess vegna.“ Gœti Davíð Oddsson þá bara tekið sér frí frá störf- um forsœtisráðherra meðan kosningabaráttan stœði? „Hann þyrfti eflaust að taka sér leyfi til að segja kjósendum hvað hann ætlar sér að gera í nýja embættinu og þá myndi bara annar maður gegna starfi forsætisráðherra á meðan, til dæmis Friðrik Sophusson. Ráðherrar eru oft fjarverandi vegna ferðalaga til útlanda og þá tekur annar ráðherra við þeirra störfum á meðan. Ef Davíð næði ekki kosningu gæti hann bara haldið áfram í stjórnarráðinu. En það er svo aftur á móti pólitískt mat hvort honum fyndist óþægilegt að vera áfram forsætisráðherra eftir að hafa tapað og teldi slíkt vantraust á sig. Það yrði bara hans mat og hefur ekkert með lagalega hlið að gera.“ Ekki nýtt ráðuneyti En ef svo fœri að Davíð byði sig fram til forseta og nœði kjöri, þyrfti þá að mynda nýtt ráðuneyti í fram- haldi afþví? „Ef forsætisráðherra hættir vegna þess að hann fer í annað starf eða hann veikist þá þarf stjórnin í sjálfu sér ekki að biðj- ast lausnar. Það má skipta um forsætisráðherra. Mér sýnist vera til fordæmi fyrir þessu. Þegar Ólafi Thors er veitt lausn af heilsufarsástæðum ár- ið 1963 var Bjami Benedikts- son skipaður forsætisráðherra í hans stað. Ólafur gerði tillögu um Bjarna sem eftirmann sinn og með því var lögð áhersla á að þetta væri sama ríkisstjórn- in. Hitt er annað mál að ég hygg að það sé þá bara mat forsætis- ráðherra hvort hann kýs að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og mynduð verði ný stjórn eða hvort hann legg- ur áherslu á samhengið. Davíð myndi þá gera tillögu til Vigdís- ar Flnnbogadóttur forseta um Friðrik Sophusson eða ein- hvern annan um að hann tæki við embætti," sagði Sigurður. „Með skynsemistrúnni hefur mín vinstrimennska færst yfir í það að ég vil hafa öryggisnet fyrir þegnana ef eitthvað bját- ar á. En ég vil ekki að menn sjúgi þjóðfélagið meðan þeir geta unnið. Ég vil hafa sam- eiginlegt menntakerfi og er á móti einkaskólum. Það eiga allir að sitja við sama borð hvað menntun varðar. En þeg- ar fólk er komið út úr skólun- um þá ætlast ég til að það vinni fyrir sér.“ rekstrarformi ríkisbank- anna? „Nei. Hann er nú í bankaráði Búnaðarbankans og svo hefur hann sennilega ákveðna hug- sjón.“ Sumir krossa sig En ert þú ekkert hrœddur um að einhverjir ríkir og vondir karlar komist yfir bankana og noti þá til að grœða á þjóðinni? „Sú var tíðin að ég var það, en ég er orðinn þeirrar skoðun- ar núna að almenningur eigi rétt á að fá þjónustuna þar sem hún er best og ódýrust, hvort sem það eru ríku kallarnir eða aðrir sem veita hana. Þetta er sennilega aldurinn. Og það gildir sama í þessu með þjón- ustu banka og matvörubúða. Mér er alveg sama hver réttir mér þetta yfir borðið ef ég fæ góða þjónustu á góðu verði. Þetta hef ég verið að reyna að segja kjósendum mínum en fæ misjafnar undirtektir. Sumir krossa sig að kaþólskum sið ef ég nefni Hagkaup." Nú er deilt um breytingar á réttindum og skyldum opin- berra starfsmanna. Þú ert hlynntur fyrirhuguðum breytingum? „Já, já. En þetta eru í sjálfu sér engar breytingar fyrir þá sem eru ríkisstarfsmenn núna. Hins vegar er búið að þyrla upp moldviðri um þetta mál. Eina breytingin er sú að menn hætta að fá biðlaun ef þeir fá annað starf. Sjálfur hef ég tvisv- ar misst vinnu hjá hinu opin- bera og verið frá vinnu í nokkra mánuði. Það hjálpaði mér þá að vera á biðlaunum. Ég hafði hins vegar ekkert með þau að gera þegar ég var búinn að finna mér aðra vinnu en ríkið sendi mér tékkana áfram með- an ég var á biðlaunaréttinum.“ Hvað með þann vanda sem blasir við vegna skuldbind- inga ríkisins þarsem er verð- tryggður lífeyrissjóður opin- berra starfsmanna? Þú vilt kannski ekki bera ábyrgð á því þar sem þú ert nýr á þingi? „Eg ber ábyrgð á því sem kjósandi og skattgreiðandi en hef þagað öll þessi ár eins og hinir. Ef eitthvað er að marka rödd fólksins íDVer fólk á móti því að nokkuð verði tekið af líf- eyrisréttindum opinberra starfsmanna. Ætli allir séu ekki á móti þegar þannig er spurt. En ef spurt væri hvort fólk vildi borga miklu meira í skatta til að geta veitt opinberum starfs- mönnum meiri Iífeyrisréttindi en Jón og Gunna fá, þá fæst annað svar. En ég vil taka tillit til þess að ríkisstarfsmenn sem komnir eru á efri ár hafa gert áætlanir um hvenær þeir fara á eftirlaun. Ég vil því taka á þessu máli í áföngum, enda er ég hættur að vera byltingar- sinni. Það væri árangur ef við gætum breytt þessu hjá þeim sem framvegis verða ráðnir til ríkisins en leyfðum hinu að fjara út.“ Eini vinstrisinninn Ertu ekki of hœgrisinnað- ur fyrir Framsóknarflokk- inn? Áttu ekki frekar heima í Sjálfstœðisflokknum? „Ég er eini vinstrisinninn í þingflokki Framsóknar. Það er alveg satt. Hins vegar er ég líka skynsemistrúar. Með skynsem- istrúnni hefur mín vinstri- mennska færst yfir í það að ég vil hafa öryggisnet fyrir þegn- ana ef eitthvað bjátar á. Én ég vil ekki að menn sjúgi þjóðfé- lagið meðan þeir geta unnið. Ég vil hafa sameiginlegt mennta- kerfi og er á móti einkaskólum. Það eiga allir að sitja við sama borð hvað menntun varðar. En þegar fólk er komið út úr skól- unum þá ætlast ég til að það vinni fyrir sér. Hins vegar hendir það alltaf einhverja að veikjast eða slasast og þá vil ég hafa hér sósíaldemókratískt kerfi sem tekur við. Meðan menn eru fullfrískir vil ég að þeir berjist en síðan verði þetta eins og í Valhöll forðum. Menn geti sest á bekkinn og haft það nokkuð gott þegar þeir geta ekki lengur barist.“ Hvað rak þig sem forstjóra fyrirtœkis í Reykjavík til að gerast þingmaður Vestfirð- inga? „Sumir karlmenn sem komn- ir eru á miðjan aldur fara út í ýmislegt sem ég ætla ekki að nefna. Ætli konan mín sjái ekki helst þann kost við að ég bætti þingmennskunni við önnur störf að ég hef ekki tíma til að gera neitt af mér. En tilfellið er að allt í einu stóð mér til boða að fara í slag og þegar ég var kominn í kapphlaupið stefndi ég á sigur og það tókst. Svo stend ég hér og get ekki ann- að,“ sagði Gunnlaugur M. Sig- mundsson að lokum. Varuð: Fyrirsætur stefna að heimsyfirráðum! að vakti sérstaka eftirtekt mína við Óskarsverðlauna- afhendinguna fyrr í vikunni að stjörnurnar sem skinu þar einna skærast voru hinar svo- kölluðu ofurfyrirsætur — eða súpermódel á slæmu máli. Hugsanlega tengist það þeim ósið minniháttar kvikmynda- stjarna að voma í París og Míl- anó stærstan hluta ársins kringum tískusýningarnar, en þó grunar mig að þarna hangi annað og meira á spýtunni. Fyrirsætur eru nefnilega farnar að færa sig allískyggilega upp á skaftið og á ólíklegustu svið- um. í sannleika sagt grunar mig lúmskt að þær stefni að heims- yfirráðum eða dauða að hætti Sykurmolanna gömlu og mis- góðu. Æ fleiri fyrirsætur hasla sér þannig völl í dag utan síns hefðbundna vettvangs: bransa sem felur í sér glanstímarit, stílþætti og tískuhúsasýningar. Fyrirsætur eru til dæmis farnar að opna kaffihús og matsölu- staði, stofna fyrirsætuskrifstof- ur, baðhús, líkamsræktar- stöðvar og standa í ýmsum fyr- irtækjarekstri. Fyrirsætur eru líka farnar að skrifa bækur, gefa út ljóð, tjá sig almennt um sálarháska sinn í myndum og máli, leika í kvikmyndum og leikritum ásamt því sem nokkr- ar þeirra hafa tekið upp á að syngja inn á og gefa út plötur. Gott ef ekki nokkrar þeirra hafa drifið sig í framboð og aðrar meiriháttar ígegnslegnar í atvinnulífinu. Nú mega menn ekki taka þetta fár mitt sem svo að ég sé þeirrar skoðunar að fyrirsætur séu yfirmáta heimskar og ómerkilegar konur sem ættu helst að halda sig við gang- brautir tískuhúsanna og dirfast ekki að spreyta sig á öðrum hlutverkum í lífinu. Nei, öðru nær. Ég get ófeiminn viður- kennt að hafa staðið í ástar- samböndum við ófáar fyrirsæt- ur — að vísu ekki ofurfyrirsæt- ur — og þær tóku mér allar langtum fram í vitsmunum og almennri þekkingu á lífinu og tilverunni. Gjarnan voru þær meira að segja sprenglærðar, flestar fimmtyngdar, þrællesn- ar og menningarlegar. Mínir of- jarlar að flestu öðru leyti en því að elda mat og taka til, sem er nokkuð sem fyrirsætum leiðist víst óskaplega. Hins veg- ar áttu þessar ágætiskonur það sameiginlegt að hafa fund- ið fjölina sína — ef svo íþrótta- mannslega má að orði komast — og höfðu til að bera það al- menna velsæmi að halda sig þar. Þær voru framúrskarandi góðar fyrirsætur og höfðu eytt ófáum árum í að ná leikni á sínu sviði. Enda alltaf með næga vinnu og sand af seðlum milli handanna eftir að hafa flogið frá einu heimshorninu til annars í leit að meiri frama á tískusviðinu og myndum í möppuna margumtöluðu. (Á sama tíma var ég bláfátækur námsmaður sem vart náði að xlerhús Iteinarr lavíðsson „Ergó: Ofurfyrirsætur eru gráðugustu skepnur jarðarinnar. Þær fá aldrei nóg af neinu. Réttu þeim litlafingur og þær háma í sig alla höndina. Heims- yfirráð eða dauði eru kjörorð þeirra. Munið: Það var ég, Steinarr Dav- íðsson, sem sagði það fyrstur manna!“ skrapa saman fyrir pasta á sultarlegum námslánunum og þekkti varla manneskju í ítölsku borginni minni. Hálf- mállaus og firrtur öllum frama- vonum í lífinu þar að auki.) Og bíddu við... Hver er punkturinn? Jú, hann er sá að fólk á að halda sig við það sem það hef- ur náð nokkrum flinkheitum í og Iáta annað öðrum eftir. Hver man annars eftir því að fyrirsæta hafi staðið sig eftir- minnilega vel í kvikmynd ef frá eru taldar vampírurnar Isa- bella Rosselini og Andie McDowelI, sem í mesta lagi eru sæmilegar við að leika sjálfar sig? Hefur einhver fylgst með alveg ótalandi Cindy Crawford í Fair Game, fárán- legri Elle MacPherson í Sirens eða kannski Iman í hörmulegu myndinni með Dan Aykroyd? Hver man eftir fyrirtæki sem fyrirsæta stofnaði á eigin spýt- ur og gekk áfallalaust — fyrir utan Baðhúsið hennar Lindu? Kaffihúsakeðjur og barbídúkk- ur eru næsta mál á dagskrá og vonandi fyrirfram dauðadæmt. Og svo skrifa þær bækur! Na- omi Campbell til dæmis. Hví- líkt skandalstykki. Sú hin sama brá einnig á það ráð að gefa út plötu, sem var einróma rökkuð niður af jafnvel vinsamlegustu gagnrýnendum. (Þetta var að vísu bara svona nett upptaln- ing til að fæla fyrirsætur frá öðru en fyrirsætustörfum. Vissuiega hafa þær staðið sig með ágætum á flestöllum svið- um þjóðfélagsins. Örugggglee- ega.) Aldrei datt fyrirsætunum „mínum" svona lagað í hug. Þær ætluðu að verða ríkar kon- ur og ná sér í viðeigandi ríka eiginmenn — þar af leiðandi var ég sjálfkrafa dæmdur úr leik — en datt hins vegar ekki annað í hug en að notfæra sér glæsilegt útlitið til þess. Þær höfðu ekki nokkurn áhuga á að skrifa bækur, leika í kvikmynd- um eða syngja inn á plötur. Aldrei í lífinu. Plús það að þær vissu sem var að yfrum nóg framboð er af hæfileikaríku fólki í öðrum geira menningar- lífsins þó svo þær bættust ekki í hópinn og stælu vinnunni. Þær vissu hvað velsæmi var. Nokkurn veginn. Og ekki vilja leikarar verða fyrirsætur. Ekki heldur tónlist- armenn, ljóðskáld eða fyrir- tækjaeigendur. Hver sá sem lýsti slíkum áhuga yrði sam- stundis sendur á hæli. En hvers vegna vilja þá fyrirsætur skipta við þetta lið um hlut- verk? Hvers vegna í herrans nafni? Jú, þær eru að farast úr græðgi. Fyrirsætur dagsins í dag geta ekki látið við sitja að milljónatugir kvenna líti upp til þeirra og öfundi og jafnmarga milljónatugi karla dreymi vota drauma um þær. Nei, þær telja sig vanmetnar og misskildar. Þær þrá frama á öðrum sviðum sem þykja af einhverjum blá- bjánum innihaldsríkari og þær þrá meiri peninga, meiri pen- inga. Umfram ailt meiri pen- inga. Ergó: Ofurfyrirsætur eru gráðugustu skepnur jarðarinn- ar. Þær fá aldrei nóg af neinu. Réttu þeim litlafingur og þær háma í sig alla höndina. Heims- yfirráð eða dauði eru kjörorð þeirra. Munið: Það var ég, Steinarr Davíðsson, sem sagði það fyrstur manná! Höfundur var á tímabili illa haldinn eftir að hver fyrírsætan á fætur annarrí hafði yfir- gefið hann fyrír heimskari, ófríðarí og ríkarí mann. Hann reynir nú allt hvað af tekur að ná fram hefndum og sannfæra heimsbyggð- ina um heimsyfirráðadrauma ofurfyrirsæta.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.