Helgarpósturinn - 11.04.1996, Síða 2

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 1± APRÍL1996 ... fær Davíð Oddsson fýrir að hafa stytt þjóðinni stundir í vetur með því aö láta hana velta því fyrir sér fram og til baka hvort hann mundi bjóöa sig fram til forseta eða ekki. Þessar bolla- leggingar hafa tekið mikiö rúm í fjolmiöl- um og manna á meðal hefur „væntan- legt" framboð Davíðs yeriö eitt vinsælasta umræöuefniö. Ýmsar kenningar hafa veriö á lofti með og á móti framboöi forsætis- ráðherra og sumar æriö langsóttar. Sjálfur vildi Davíö lltiö sem ekkert segja um máliö en lét svona I þaö skína aö hann væri því ekki frá- hverfur aö gerast húsbóndi á Bessastööum. Samflokksmenn hans og nánustu samstarfsmenn þoröu ekki fyrir sitt litla líf að segja nokkuö um máliö opinberlega, en þó var um fátt meira talað í þeirra hópi. Davíö ætlaði sér hins vegar aldrei T framboð til forseta en naut þess í botn aö sjá jafnt pólitíska fylgismenn sem andstæöinga engj- ast í óvissu og ráöleysi. Þegar Dav- íö kom heim á Lynghagann á kvöld- in skemmtu þau Ástríður og hann sér konunglega yfir fréttaflutningi dagsins af framboöi eöa ekki fram- boöi. Meö reglulegu millibili höföu ábúöarfullir fréttamenn tal af Davíö og spuröu hvort hann heföi gert upp hug sinn í þessu máli. Hann svaraöi T gátum og geröi sig alvar- legan í framan þegar hann sagöi aö enn væri nógur tími til að taka ákvöröun. Þaö var svo ekki fyrr en þing kom saman eftir páska aö Davíö kom fram og sagöi aö fram- boö til forseta hefði varla hvarflað aö sér. Takk fyrir skemmtunina, Davíö... ... Ungfrú Reykjavík á Hótel íslandi á föstudagskvöldið. Þaö er alltaf gaman aö spá í hvernig vaxandi kynslóöir líta út. Eru þærjafn vel tenntar, jafn Ijós- hærðar og litfríöar og áöur? ... Austurstrætinu á föstudagssíðdegi eftir setu á Sólon. Ekki aöeins er gaman að hitta þar alla í góðu skapi heldur eru þarna líka búöir eins og Kjötbúr Péturs og Ríkiö, sem er einmitt aöalsamkomu- staöur skemmtilegra íslendinga á föstu- dögum fyrir sex. ... Málstofu uni börn og bækur sem haldin veröur f húsi félagsvísinda- deildar Háskóla Islands, Odda, klukkan tvö á laugardag. Fjöldi barnvinsamlegra flytur fyrirlestur. Þar aö auki á maöur á hættu aö hitta forsetaframbjóöendur, sem láta ekkert framhjá sér fara þessa dagana. ... Ljóðabók Matthíasar Johannessen sem var aö koma út hjá Hörpuútgáfunni. Hún heitir Vötn og vængur og er sam- kvæmt titlinum kærkominn vorboöi. ... Tónlistinni úr kvikmyndinni Farinelli hún er guödómleg, jafnvel þótt páskarn- ir séu á enda. Leoncie sakar Póst og síma um hundraða þúsunda króna svik vegna tónlistarmyndbanda sem þeir steli eða láti hverfa á leið til viðtakenda í Bretlandi og Bandaríkjunum: Leoncie: „Það eru einhverjir hérna á íslandi sem vilja hindra mig á minni framabraut." Soffía Ósvaldsdóttir, fulltrúi hjá ábyrgðardeild Pósts og síma í Ármúla, er ein þeirra sem tekið hafa við kvörtunum frá Leoncie. í samtali við HP vísaði hún ásökunum Leoncie um rán, ruddaskap og ókurteisi til föðurhúsana og segir að Le- oncie hafi „verið æst og upp- stökk. Hún og maðurinn henn- ar hótuðu jafnvel starfsfóiki pósthússins lögsókn og öðru þvíumlíku. Við höfum gert allt sem í okkar valdi stenur til að hafa uppi á þessum póstsend- ingum og sent fyrirspurnir um þær út. Svör hafa hins vegar ekki enn borist en við bíðum eftir þeim“, segir Soffía. Aðspurð hvort ekki hafi óeðlilega langur tími liðið í þessu máli segir hún: „Það væri að sjálfsögðu æskilegra að þetta gerðist með skjótari hætti, en við ráðum ekki við póstþjónustu annarra landa.“ Soffía lýsti einnig furðu yfir þeim ásökunum Leoncie að einhver hjá Pósti og síma hafi stolið eða látið póstsending- arnar hverfa og segir þær ásak- anir „undravgrðar“. Þegar Leoncie er spurð hvort þeir ytra hafi ekki bara stungið þessu undir stól segir Leoncie: „Ég hef talað við þá er- lendis og þeir hafa aldrei feng- ið myndböndin í hendur. Einn- ig eiga móttökukvittanir að fylgja sendingunum og ég hef ekki heldur fengið þær í hend- ur, þannig að þessu hefur aldr- ei verið skilað. Þetta er mjög bagalegt fyrir mig, því ég og maðurinn minn höfum lagt út í kostnað upp á hundruð þús- hefur á svörum. Torfi sagði þó Ijóst, að allavega ein sending- anna hefði týnst og Leoncie hlotið bætur fyrir. -ebe „Ránum hábjartan dag“ Starfsfólk ábyrgðardeildar Pósts og síma vísar ásökununum til föðurhúsanna. Indverska prinsessan Le- oncie Martin sakar Póst og síma um rán um hábjartan dag. Hún segir að einhver hjá fyrir- tækinu, sem hafi hagsmuna að gæta, steli eða láti hverfa tón- listarmyndbönd sem hún hefur ítrekað reynt að senda í ábyrgðarpósti til MTV-tónlist- arstöðvarinnar í London og til bandarískra sjónvarpsstöðva. Komist myndböndin þannig aldrei til viðtakenda. Að sögn Leoncie hafa að minnsta kosti átta sendingar horfið með þessum hætti, en fyrsta send- ingin fór fyrir fimm mánuðum. Þegar Leoncie leitaði skýringa á þessu mættu henni „nei- kvæðar viðtökur, ruddaskapur, ókurteisi og lygi. Póstur og sími er samviskulaus stofnun“, segir söngkonan. unda með bankalánum og tilheyr- andi. Það eru einhverj ir hérna á ís- landi sem vilja hindra mig á minni framabraut," segir Leoncie. Þess má geta að í sam- tali blaðsins við Torfa Þor- steinsson, deildarstjóra í Póstþjón- u s t u d e i 1 d Pósts og síma, kom fram að eft- ir að hann fékk málið í sínar hendur hafi verið sendar út ít- rekaðar fyrirspurnir, en staðið Kvásarvalsinn frumsýndur „Ljúfsár gamanleikur“ etta er ljúfsár gamanleikur sem Jónas Ámason hefur lagt sál sína í og leggur hana á borðið í þessu verki. Leikritið gerist í nútímanum á elliheim- ili og ber öll helstu og bestu einkenni Jónasar, fyndni og glöggt auga fyrir fólki," sagði Inga Bjarnason leikstjóri í spjalli við HP. Kvásarvalsinn nefnist nýtt leikrit eftir Jónas Árnason sem verður frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur á föstudagskvöld- ið. Sögusviðið er elliheimili á íslandi þar sem þeir einir fá að- gang sem eru farnir að bila eitthvað í andanum og helst orðnir ósjálfbjarga af þeim sökum. Söguhetjur ieikritsins eru tvær konur og einn karl um sjötugt, en öll hafa þau gert sér upp tilskilin veikindi til að Guðrún Ásmundsdóttir og Rúrik Haraldsson í hlutverkum sínum í Kvásarvalsinum. komast á elliheimilið. Leikstjóri er Inga Bjarnason og tónlistin er eftir Leif Þórar- insson. Með aðalhlutverk fara þau Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Rúrík Haraldsson, en hann á 50 ára leikafmæli um þessar mundir. -SG æ Itilefni af komu stórstirnisins Dav- ids Bowie til landsins 1 júní er í burðarliönum stofnun nýrrar hljóm- sveitar sem fær þann draum sinn uppfylltan aö hita upp í Höllinni áö- ur en goðiö stígur á stokk. Þeir sem þessa hljómsveit skipa eru Björn Jörundur Fríðbjömsson, fyrrum nýdanskur, Davíð Magnús- son, gítarleikari í Bubbleflies, og félagar hans úr sömu sveit; Ragn- ar Óskarsson bassaleikari og Þór- arinn Krístjánsson trymbill. Ekki hefur endanlegt nafn veriö ákveöiö á sveitina en heyrst hefur aö heitiö „Happysett", sbr. vinsælt ferming- arsófasett fyrir um tuttugu árum, sé T pottinum. Þaö þýöir jafnframt Kaffileikhúsið frumsýnir miðvikudaginn 17. apríl einþáttunginn „Eða þannig". Höfundur er Vala Þórsdóttir, sem leikur jafnframt eina hlut- verkið í sýningunni. Leikverkið fjallar um frá- skilda reykvíska konu um þrí- tugt sem lætur sér ekki allt fyrir að hljómsveitin Bubbleflies, í þeirri mynd sem hún var meö Svölu Björgvinsdóttur sem söngkonu, hefur sungið sitt síöasta... síöasta tölublaöi HP var birt mynd af dr. Gunnlaugi Þórðar- syni hæstaréttarlögmanni þar sem hann var mættur á opnun sýningar á Kjarvalsstööum meö splunkunýj- an hatt. Svo er aö sjá sem einhver lesandi blaösins hafi fengiö auga- staö á þessum hatti. Gunnlaugur haföi samband viö blaöiö í gær og sagöi aö hattinum heföi veriö stol- iö eöa tekinn f misgripum í Laugar- dalstaug laugardaginn fyrir páska. Gunnlaugur saknar hattsins sem brjósti brenna. Hún er frekar pirruð á fordómum karlmanna og dónaskap þeirra, sem hún hefur mætt í ríkum mæli frá því hún steig út úr „öryggi“ hjóna- bandsins. Konan, Sóley, hefur ákveðið að láta ekki kveða sig í kútinn. Þetta er grátbroslegt verk þar sem gert er nett grín von er og biður þann sem tók hann aö skila honum aftur á sama staö... bæði að konum og körlum. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Vala Þórsdóttir lærði leiklist í Bretton Hall College í Leeds og lauk þaðan prófi í fyrra. Eitt af lokaverkefnum hennar var að skrifa einleiksverk upp úr leik- ritum Dario Fo. Hún sendi Dario verkið, sem varð mjög ánægður og hefur boðið Völu til síns heima á Ítalíu. Aðeins þrjár sýningar verða á einþátt- ungnum í Kaffileikhúsinu. - sg Kaffileikhúsið „Eða þannig“ vááá... HAbUR. FPZX BARA \/ARAþ>URRK.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.