Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 4
4 FlMIVmJDAGUR ±L APRÍL1996 [yjirheyrsla • Undanfarin fjögur ár hefur lög- reglan á Blönduósi gefið öku- mönnum, sem teknir eru fyrir of hraðan akstur, tækifæri til að gera upp sekt sína á staðnum og tekur þá lögregluþjónninn sem stoppar viðkomandi við peningum ogjafnvel krítarkort- um. Þjónusta þessi er fyrst og fremst hugsuð fyrir feröamenn sem vilja gera mál sín upp á staönum, en margir íslendingar hafa notfært sér þessa skjótu aðferö við borga fyrir glanna- skapinn. Helgarpósturinn spurði því Sturiu Þórðarson hjá Lög- regluembættinu í Reykjavík: Af hverju er þessi háttur ekki hafö- ur á hér, fyrst heimild er fyrir því í lögum? Ónáða kerfið með drætti, röfli ogveseni „Það er rétt að þetta er heimilt með lögum, en við höfum ekki boðið upp á þetta hér síðan vegaeftirlitið var og hét. Þá var þessu heist beitt gagnvart út- lendingum sem vildu gera upp sín mál á staðnum. En alrnennt hefur þetta ekki verið gert.“ Af hveiju ekki? „Ég get nú í raun ekki sagt neitt um það. Þetta hefur aldr- ei verið tii umræðu hjá okkur, þannig að ég hef hvorki rök með eða á móti í þessu máli. Að meginstefnu eru gerðar skýrslur um umferðarlagabrot og síðan sendir út gíróseðlar, en sú innheimtuaðferð hefur gefist illa. Þetta mál er nú samt þess eðlis að það er vert að skoða hugmyndina.1' Nú er verðskráin yfir sektir í flestuin tilfcllum mjög skýr þannig að þetta ætti ekki að vera mikið mál, eða hvað? „Já, það er rétt. í 90% tilvika er það á hreinu hver sektin er og því er tæknilega ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á þennan mögu!eika.“ Er þetta þá spuming um tor- tryggni í garð lögreglu- manna? „Nei, ég held ekki að það sé ástæðan. Þetta hefur einfald- lega ekki verið rætt hjá okkur og hingað til hefur það ekki verið okkar stærsta vandamál að fólk ætti í erfiðleikum með að losna við peningana sína. Á sfnum tíma átti að leysa allan þennan vanda með því að senda út gíróseðla, en það hef- ur nú ekki borið árangur. Það þarf að stokka upp þetta kerfi og belta harðari þvingunarúr- ræðurn en við höfum haft yfir að ráða. Það þarf að ganga harðar að fólki með að greiða sektir sínar — þó án þess að réttaröryggi þess sé ógnað. Það er svo mikið af fólki sem er að ónáða kerfið með drætti, röfli og veseni og því má skoða þann inöguleika að koma á hvetjandi kerfi með stighækk- andi sektum, líkt og beitt er með stöðumælasektir. Ég þekki nú ekki árangurinn á Blönduósi, en það má kannski ætla að þetta gæti aukið inn- heimtu meðal útlendinga, því þeir taka það hátíðlegar en við hérlendis að fá sektir. Það gæti verið að þeir borguðu þá frek- ar en þegar verið er að elta þá með þessi mál til sfns heima- lands. En ég veit ekki hvort þetta myndi ganga hér. Ég leyfi mér þó að efast um að fólk, sem borgar ekki einu sinni gíróseðlana, fari að ríía upp veskið til að borga iögreglu- þjóni sem stöðvar það, en ég skal ekki útiloka það.“ -EBE Hæstiréttur hefur kveöið upp dóm yfir þremur mönn- um vegna brota í starfi sem kostaði Lífeyrissjóð starfs- manna Áburðarverksmiðjunnar tugi milljóna króna. Sæmundur Guðvinsson kynnti sér málið. liiiiíiiiijiMigMffil Fangelsisdómar Áburðarverksmiðjan í Gufunesi: Umsjónarmaður Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar var síðastliðið haust ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem umsjónar- maður lífeyrissjóðsins og ráðstafað fjármunum sjóðsins til kaupa á verðbréfum með ótryggum veðum í fjölda íbúða við Berjarima og skrifstofuhúsnæði í Skipholti. Þorsteinn Víðir Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar, hlaut þyngsta dóminn fyrir verð- bréfabrask sem sjóðurinn tapaði sennilega tugum milljóna króna á. Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli ákæru- valdsins gegn Þorsteini Víði Þórðarsyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Áburðarverksmiðjunnar, Þor- láki Ómari Einarssyni miðlara og Sveini Sæmundssyni, lög- giltum endurskoðanda. Dómur Héraðsdóms yfir Þorsteini um eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, var staðfestur. Hæstiréttur stað- festi þriggja mánaða skilorðs- bundinn fangelsisdóm yfir Þor- láki en bætti einnar milljónar króna sekt við dóminn. Sveinn var sýknaðúr í Héraðsdómi en Hæstiréttur dæmdi hann í eitt hundrað þúsund króna sekt. Þremenningarnir höfðu krafist sýknu. Tapaði tugum milljóna Þorsteinn Víðir Þórðarson var síðastliðið haust ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem umsjónarmaður líf- eyrissjóðsins og ráðstafað fjár- munum sjóðsins til kaupa á verðbréfum með ótryggum veðum í fjölda íbúða við Berja- rima og skrifstofuhúsnæði í Skipholti. Ljóst er að lífeyris- sjóðurinn hefur tapað tugum milljónum króna á þessu verð- bréfabraski. Má nefna sem dæmi að sjóðurinn keypti meðal annars 55 veðskulda- bréf fyrir 92 milljónir króna án þess að aflað væri gagna um veðhæfni veðsettra eigna og upplýsinga um skuldara bréf- anna, sem voru meðal annars illa stæð fyrirtæki. í einu tilfelli var um að ræða tuttugu skuldabréf sem keypt voru fyr- ir 39 milljónir og tryggð með veði í húsi sem var í byggingu. Húsið var selt á nauðungar- uppboði og fékk lífeyrissjóður- inn aðeins tvær milljónir í sinn hlut. Vegna þessa taps hefur orðið að grípa til þess ráðs að skerða greiðslur úr sjóðnum um 15% og nær þessi skerðing til um 100 lífeyrisþega. Svikin komast upp Upp komst um þetta verð- bréfabrask haustið 1994. Þor- steinn var sölustjóri Áburðar- verksmiðjunnar, auk þess að hafa haft umsjón með lífeyris- sjóðnum í ein tuttugu ár. Þor- steini var sagt upp störfum 24. október 1994 eftir að staðfest- ar upplýsingar lágu fyrir um að hann hafði unnið að því að afla sér umboða erlendis til inn- flutnings á áburði á eigin veg- um. Engar grunsemdir voru þá uppi um að ekki væri allt með felldu í rekstri lífeyrissjóðsins. Daginn eftir að Þorsteini var sagt upp voru forráðamenn verksmiðjunnar hins vegar boðaðir til fundar með yfir- mönnum steypustöðvarinnar BM Vállár. Erindið var að ræða hvernig gæta skyldi hagsmuna fyrirtækjanna vegna ákveðinna byggingarframkvæmda sem líf- eyrissjóðurinn hafði að hluta til fjármagnað. Forstjóri Áburðarverksmiðjunnar kom af fjöllum og kannaðist ekki við málið. Það kom hins vegar í ljós að lífeyrissjóðurinn hafði keypt skuldabréf útgefin af byggingarfélögum sem stóðu að byggingu þrjátíu íbúða við Berjarima í Grafarvogi. Miklir erfiðleikar voru komnir upp varðandi þessar framkvæmdir og fjármögnun þeirra. Þinglýst- ir eigendur íbúðanna við Berja- rima hafa nú verið lýstir gjald- þrota. Forráðamenn Áburðarverk- smiðjunnar fóru nú að kanna bókhald lífeyrissjóðsins og leist ekki á blikuna, því ýmis- legt fleira kom í ljós. Meðal annars að lífeyrissjóðurinn hafði keypt skuldabréf fyrir tugi milljóna af byggingarfyrir- tækinu Jeco hf. með veðum í húsinu Skipholti 50D, sem var í byggingu en ekki einu sinni fokhelt. Með bréfi dagsettu 26. október 1994 óskaði stjórn Líf- eyrissjóðs starfsmanna Áburð- arverksmiðjunnar eftir því að Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakaði skuldabréfakaup sjóðsins á undanförnum miss- erum. Miðlarinn Þoriákur Sama dag og forráðamenn Áburðarverksmiðjunnar höfðu fengið ofangreindar uppiýsing- ar frá BM Vallá áttu þeir fund með forsvarsmanni Rima hf., Kristjáni Magnasyni, en Rimi hafði tekið yfir framkvæmdirn- ar við Berjarima 20-28. Kristján greindi frá því að í júní 1993 hefði Þorlákur Einarsson kom- ið til hans og boðið honum að fjármagna framkvæmdirnar með því að vera milligöngu- maður við sölu á skuldabréf- um. Þorlákur hafi útbúið skuldabréf sem gefin voru út af húsbyggjandanum og þeim þinglýst. Eftir þinglýsinguna greiddi Þorlákur síðan Krist- jáni í reiðufé fyrir bréfin en af- föllin voru umtalsverð. Fyrir tveggja milljóna króna bréf greiddi Þorlákur 1,6 milljónir, afföll af fimm milljóna króna skuldabréfi voru 20% og afföll af sjö milljóna króna skulda- bréfi 25%. Kristján kvaðst hafa greitt Þoriáki 2% söluþóknun af því sem hann fékk greitt til viðbótar afföllunum. Þorlákur Einarsson hefur ekki réttindi sem löggiltur verðbréfasali. Áhættuskuldabréf í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „í skýrslu sinni hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins bar ákærði Þorsteinn að eftir að ávöxtun lífeyrissjóðs- ins breyttist 1. janúar 1993 hafi hann með vitund og vilja stjórnar og vitund endurskoð- anda sjóðsins, ákærða Sveins, byrjað að kaupa svonefnd áhættuskuldabréf, sem gefið geti betri ávöxtun. Umrædd bréf voru með veði í húsum í smíðum, og þeim ætlað að fjár- magna byggingarframkvæmd- ir. Eðli málsins samkvæmt hafi við kaup á þessum bréfum ekki verið unnt að halda sig við reglu í 6. gr. reglugerðar lífeyr- issjóðsins um lágmark verð- tryggingar..." „Hann bar og að ákærði Þor- lákur hafi verið milliliður í við- skiptum þessum og boðið sjóðnum skuldabréfin til kaups. Aðspurður um forsend- ur kaupa hans á skuldabréfum með veði í Skipholti 50D sagði ákærði Þorsteinn að kaupin hafi verið í samræmi við áhættukaup og hafi hann mið- að við að „lána aidrei nema sem nam 70% af matsverði hússins hverju sinni“.“ Hagsmunir í hættu í dómi Hæstaréttar segir sið- an: „Með vísan til þessa, og for- sendna héraðsdóms að öðru leyti, er staðfest sú niðurstaða hans, að ákærði Þorsteinn hafi farið verulega út fyrir heimildir í 1. tl. 6. gr. reglugerðar lífeyr- issjóðsins við kaup á skulda- bréfum. Er ekkert fram komið sem styður staðhæfingu hans um að þetta hafi hann gert með vitund og vilja stjórnar sjóðsins. Stefndi ákærði þann- ig hagsmunum sjóðsins í hættu og braut með því gegn 249. gr. almennra hegningar- laga. Með vísan til forsenda héraðsdóms er einnig staðfest niðurstaða hans um sakfell- ingu ákærða vegna þess að hann framseldi ákærða Þorláki umboð 23. mars 1994 og af- henti honum tékka að fjárhæð 800.000 krónur 12. september 1994 í andstöðu við reglur líf- eyrissjóðsins. Hvort tveggja varðar við 249. gr. almennra hegningarlaga. 1 III. kafla ákæru er ákærða Þorsteini gefið að sök að hafa dregið sér samtals 1.508.889 krónur. Ákærði hefur haldið því fram að þeir fjármunir, sem gengið hafi til hans úr lífeyris- sjóðnum, hafi ávallt verið hluti af kaupverði skuldabréfa, sem oftast hafi verið greitt með- ákærða Þorláki. Ástæða þess að hluti kaupverðsins hafi gengið til sín hafi verið sú, að Þorlákur hafi verið að endur- greiða sér persónuleg lán.“ Verulegur bónus Þorláki Ómari Einarssyni var gefið að sök að hafa stundað verðbréfamiðlun án þess að vera löggiltur verðbréfamiðl- ari. I skýrslum sínum hjá lög- reglu bar Þorlákur að hann hefði auk 1-2% söluþóknunar af andvirði skuldabréfanna fengið aukaþóknanir eða bón- us. Samkvæmt því og með hlið- sjón af framburðum vitnanna Kristjáns Magnússonar og Jörgens Erlingssonar, sem rak byggingarfyrirtækið Jeco, sem stóð að smíði hússins Skipholt 50D, þótti ljóst að sú þóknun nam verulegum fjárhæðum. . Hlutur endurskoðanda Sveini Sæmundssyni, endur- skoðanda lífeyrissjóðsins, var gefið að sök að hafa brotið lög um ársreikninga og endur- skoðun lífeyrissjóða og lög um löggilta endurskoðendur með því að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi reikninga líf- eyrissjóðsins. Sveinn bar að hann hefði hagað endurskoð- un og gerð ársreiknings fyrir árið 1993 með sama hætti og árið áður. Sú breyting varð þó á, að á þessu ári keypti sjóð- urinn engin „bankabréf" en keypti hins vegar önnur skuldabréf fasteignatryggð fyrir 39,9 milljónir króna, þar á meðal bréfin sem ákært er fyrir. Sveinn viðurkenndi að þau mistök hefðu orðið við gerð ársreikningsins, að í yfir- liti um peningaflæði eru skuldabréfin færð undir liðn- um „Keypt bankabréf" í stað „Keypt bankabréf o.fl." eða „Keypt önnur bréf", sem stafi af því að láðst hafi að breyta texta þessa liðar frá fyrra ári. Sveini var gefið að sök að kanna ekki hvort farið var að ákvæðum reglugerðar lífeyris- sjóðsins á árinu 1993 við kaup skuldabréfa, en þau voru tryggð með veði í fasteigninni Berjarima 20-28. Sveinn bar, að hann hefði þekkt þetta reglugerðarákvæði og að ekki hefði verið að finna í gögnum lífeyrissjóðsins mat á þessari eign. Sveinn sagði að það hefði verið eigið mat en ekki annarra, sem lá fyrir, þegar hann mat veðsetningarnar við lok efnahagsreiknings fyrir ár- ið 1993. Um þetta segir í dómi Hæstaréttar: „Ákærða var kunnugt um kaup greindra véðskuldabréfa og kveðst hafa talið þau gerð með vitund og vilja stjórnar sjóðsins. Honum mátti vera ljóst að kaupin voru andstæð 1. tl. 6. gr. reglugerðar lífeyris- sjóðsins. Bar honum því að gera fyrirvara um þetta í árit- un á ársreikningana eða á við- eigandi hátt í skýringum með þeim. Athugasemdir til stjórn- ar sjóðsins gátu ekki eins og hér stóð á komið í stað fyrir- vara í áritun á ársreikning- inn." Hæstiréttur segir að því verði að telja að Sveinn hafi með þessu brotið gegn laga- ákvæðum. Síðar segir í dómin- um: „Á það er hins vegar að líta, að í skýrslu stjórnar líf- eyrissjóðsins með ársreikn- ingnum kemur skýrt fram, að á rekstrarárinu hafi verið keypt verðbréf fyrir 50,8 millj- ónir króna og þar af hafi verið 7,4 milljónir í húsbréfum, 3,5 milljónir króna í skuldabréf- um Húsnæðisstofnunar og loks „önnur skuldabréf" fyrir 39,9 milljónir króna. Gaf það lesendum ársreikningsins naumast tilefni til að álykta, að síðastgreind bréf væru skuldabréf með ábyrgð banka." Fangelsi og sektir í dómsorði Hæstaréttar seg- ir að Þorsteinn Víðir Þórðar- son sæti fangelsi í tólf mánuði, en fresta skuli fullnustu níu mánaða af refsingunni og sá hluti falla niður eftir þrjú ár haldi hann skilorð. Þá skal Þor- steinn greiða Lífeyrissjóði starfsmanna Áburðarverk- smiðjunnar liðlega 1,1 milljón króna í skaðabætur ásamt vöxtum. Þorlákur Ómar Einarsson sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skuli fullnustu refsingar- innar og hún falla niður eftir tvö ár ef hann heldur skilorð. Ennfremur á Þorlákur að greiða eina milljón króna í sekt til ríkissjóðs, en sæti ella þriggja mánaða fangelsi. Sveinn Sæmundsson greiði eitt hundrað þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, en sæti ella tuttugu daga varðhaldi. Ennfremur kveður dómur Hæstaréttar á um málskostn- að. Mál þetta dæmdu hæsta- réttardómararnir Garðar Gíslason og Arnljótur Björns- son og Þorgeir Örlygsson pró- fessor.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.