Helgarpósturinn - 11.04.1996, Page 7
7
FIMMTUDAGUR ±L APRIL1996
\
Dönsk fatafella lét stækka á sér brjóstin á íslandi
Vildi líkjast
Dolly Parton
Rétt fyrir jól birti HP viðtal við
dönsku fatafelluna Angel, sem
dansað hafði um nokkurra mánaða
skeið á veitingastaðnum Bóhem, en
var öðrum þræði stödd á íslandi í
þeim tilgangi að láta stækka á sér
brjóstin. Það hefur enda komið í ljós
að í augum útlendra kvenna er ísland
sannkölluð brjóstastækkunarparad-
ís. í tilefni umfjöllunar HP um aðgerð-
ir sem þessar rifjum við upp kafla úr
viðtalinu við Angel.
í annað sinn á ævinni gekkst hún
undir lýtaaðgerð og nú á íslandi. Þá
fyrstu hafði hún gengist undir í Dan-
mörku nokkrum árum áður en var
ekki par ánægð með hana, enda
komst hún að því að það hafði verið
skottulæknir sem fór um hana hönd-
um, ekki lærður lýtalæknir. Með
þessa bitru reynslu í farteskinu skoð-
aði hún sig vandlega um á íslandi áð-
ur en hún tók ákvörðun. Eftir að hafa
náð góðu sambandi við Sigurð Þor-
valdsson lýtalækni varð hann fyrir
valinu og segir hún hann hafa reynst
sér frábærlega.
Reyndar voru þau Sigurður ekki á
einu máli um hversu stór brjóstin
ættu að vera. Angel sagðist vilja líkj-
ast Dolly Parton og meinti það á
meðan Sigurður kvað það fullmikla
byrði fyrir svo unga konu. Afráðið
var því að í hana yrðu sett samtals
700'grömm af sílikoni, 350 grömm í
hvort brjóst. Hefði hún hins hins veg-
ar fengið brjóst á stærð þau sem
Dolly Parton ber hefði hún fengið
heilt kíló framan á sig.
Aðgerðin heppnaðist það vel J
að mánuði síðar var ekki hægt
að sjá á brjóstum Angels að þau
hefðu farið undir hnífinn.
Aðspurð um ástæðu þess að
hún fór í sílikonaðgerð: „Ef ekki
væri fyrir þetta starf hefði ég
aldrei látið bæta á mig sílikoni,“
sagði hún orðrétt.
Aður en hún fór í fegrunarað-
gerðirnar tvær segir hún brjóst
sín hafa litið út eins og „te-
poka,“ sem hafi komið til af því
að hún hafði eitt sinn barn á
brjósti.
25 ára flugfreyja sem lét laga á sér eyrun
„Dauðfegin að hafa drifið mig“
Eg hafði verið að kafna úr komp-
lexum yfir útstæðum eyrum frá
því ég var barn. Þau voru svo út-
stæð, sérstaklega annað eyrað, að
mér fannst ég alltaf þurfa að hafa
hárið fyrir eyrunum," segir ung flug-
freyja sem Iét draum sinn um „eðli-
Ieg“ eyru rætast fyrir nokkrum árum.
Þrátt fyrir að hún sjái síður en svo
eftir að hafa farið í aðgerðina fannst
henni hún „ógeðsleg“.
„Ég var látin liggja vakandi á bekk
meðan á aðgerðinni stóð, en var auð-
vitað deyfð. í fyrsta lagi er það, að
vera deyfður við eyrað, eitthvað það
versta sem ég hef upplifað um dag-
ana og ekki bætti úr skák þegar byrj-
að var að skera. Þetta eru jú eyrun,
þannig að maður heyrði sérhvert
þrusk. Þar að auki blæddi alveg ro-
salega. Maður bókstaflega lá í heitum
blóðpolli."
Að aðgerð lokinni var hún
vafin um höfuðið eins og
múmía og látin hafa þær um-
búðir í tvær vikur.
„Ég man, þegar þetta var að
gróa, hvað mig klæjaði viðbjóðslega,
— ég var viðþolslaus."
Hún segist enn vera með hnúða á
bak við eyrun eftir aðgerðina.
„Þátt fyrir allt er ég þó meira en
dauðfegin að hafa drifið mig.“
Pamela Anderson
Frægt fólk sem hefur
látið stækka á sér brjóstin
(eða kassann)
Cher
Iman
Loni
Anderson
Melanie Griffith
Ungur karlmaður sem hvatti kærustu sina til þess að fara í brjóstastækkun:
Brjóstin breyttu sambandinu
Eg hef alltaf verið veikur fyrir
konubrjóstum og lét gjarnan þá
skoðun mína í ljós við kærustu mína.
Ég býst við að þrýstingurinn frá mér
hafi haft mikil áhrif á að hún fór í
brjóstastækkun," segir karlmaður
innan við þrítugt sem á kærustu á
svipuðum aldri. Fyrir tveimur árum,
þegar kærastan var 23 ára, ákvað
hún að fara í umrædda aðgerð, en
síðan er mikið vatn runnið til sjávar í
sambandi þeirra.
Þótt hann hafi haft mikil áhrif á að
hún færi í aðgerðina segir hann samt
að ákvörðunin hafi á endanum verið
hennar. „Ég var nú bara yfirleitt að
grínast með þetta, en öllu gríni fylgir
nokkur alvara. Svo einn góðan veð-
urdag segist hún ákveðin í að láta
stækka verulega á sér brjóstin."
Hann segir kærustuna ekki hafa
þurft að bíða lengi eftir að komast að
hjá lýtalækni. Þannig hefði tíminn til
þess að hugsa þessa stóru ákvörðun
með henni til enda ekki verið langur.
„Ekkert fékk haggað henni. Hún sagð-
ist engu að síður líka vera að fara í
aðgerðina fyrir mig. Ég reyndi ekkert
að draga úr þessari ákvörðun hennar
og var satt að segja nokkuð upp með
mér af að verðskulda þann heiður að
hún ætlaði að leggjast undir hnífinn
fyrir mig.“
Hvernig leið þér meðan á bið-
inni stóð?
„Þar til stóri dagurinn rann upp
var ég í senn kvíðinn og spenntur. Ég
neita því ekki að það hvarflaði stund-
um að mér að allt myndi mistakast;
að brjóst hennar yrðu svo ljót að ég
gæti ekki horft á þau aftur. Jafnframt
skaut þeirri hugsun niður að jafnvel
þótt brjóst hennar yrðu undurfögur
yrðu þau svo gervileg viðkomu að
þau myndu aldrei ná öðru marki en
að verða bara eins og hvert annað
leikfang.“
Kærastinn segir aðgerðina hafa
gengið eins og í sögu; í einni svipan
hafi barmur unnustunnar stækkað úr
38 A í 38 C. „Eftir mánuð hefði mátt
ætla að hún hefði aldrei farið í að-
gerð, svo vel voru nýju brjóstin úr
garði gerð.“
Það var einmitt Knútur Björnsson
lýtalæknir, sem viðtalið er við hér á
síðunni, sem gerði aðgerðina á stúlk-
unni.
Hafði brjóstastœkkunin mikil
áhrif á lífhennar?
„Já, til að byrja með. Hún varð
mjög ánægð með lífið og tilveruna og
viídi stöðugt vera úti á lífinu með
sperrtan kassann í flegnum kjól.“
En hvað með áhrif á samlíf ykk-
ar?
„Ég ætla ekki lýsa því hvað var
gaman hjá okkur fyrstu mánuðina,"
segir hann kíminn. „Já, satt að segja
voru þessu nýju brjóst hennar ansi
mikið krydd í tilveruna. Það sem
kom mér eiginlega mest á óvart var
hversu eðlileg þau voru viðkomu. Ég
átti von á að þau yrðu fremur óeðli-
leg og hörð. Þau voru þvert á móti
mjúk og gullfalleg."
Eftir um það bil „ársfjör", eins og
hann orðar það sjálfur, komst kær-
asta hans aftur niður á jörðina á
meðan hann var enn á flugi. „Ég var
áfram jafnupptekinn af þessum fagra
og ferska líkamshluta hennar. En allt
í einu hljóp snurða á þráðinn í sam-
bandi okkar. í stað þess að njóta
þess að hafa þetta framan á sér fór
henni að sárna það hve upptekinn ég
var af barmi hennar. Hún hafði það
meira að segja á orði að ég væri ekk-
ert lengur hrifinn af sér heldur bara
af þessum brjóstum. Henni var farið
að líða eins og einhverju bimbói.“
Maðurinn segir að þessi orð henn-
ar hafi verið fyrsta merki þess að
krísa væri komin í sambandið. I stað
þess að njóta hins langþráða barms
voru sílikonbrjóstin farin að skemma
út frá sér. „Stuttu eftir að þessi rifr-
ildatörn byrjaði fór ég líka að veita
því athygli að hvar sem við komum
var það ekki bara ég sem góndi á
barm hennar heldur líka aðrir karl-
menn. í fyrstu var mér sama, en nú,
þegar krísan er í hámarki, er ég
stundum að farast úr afbrýðisemi.
Stúlkan, sem ég var áður einhvern
veginn alltaf öruggur með, er nú orð-
in miðpunktur alheimsins. Ég veit
ekki hvort samband okkar þolir
það.“
- GK