Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 11.04.1996, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Qupperneq 10
10 F1MMTUDAGUR ±L APRIL1996 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjómarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Sameiningartáknið Þegar embætti forseta íslenska lýðveldisins var mótað fyrir rúm- um fimm áratugum var sérstaklega haft í huga, að skapa sam- einingartákn til að gera hvortveggja: þjónusta og ala upp þjóð sem var að brjótast með herkjum til nokkurs þroska og fremdar í ver- aldlegu tilliti. Hin unga þjóð þarfnaðist foreldraímyndar sem hefði vit fyrir æstum hugum með blíðmennsku og veitti skjól eftir gaura- gang og baráttu hversdagsins. Og þjóðinni hefur líkað vel við þessa eiginleika og haldið uppá forseta sem hafa framar öðru sýnt áf sér góðmennsku, mildi, háttprýði, vit og menntun (ásamt nauðsynleg- um landkynningareiginleikum á borð við kyn, sérstæð áhugamál og fróðlegan bakgrunn). Forsetinn hefur getað leyft sér þann mun- að að láta stjórnmálamenn um að stýra landi og þjóð gegnum brot- sjói innanlands sem ytra og jafnframt að mestu sloppið við dægur- þrasið. Undantekningar sanna regluna. Þessa dagana bregður hinsvegar svo við, að fram spretta kverúl- antar úr öllum skúmaskotum og krefja framkomin forsetaefni svara um eftirlætis íþróttalið, listamenn, fjallvegi, rithöfunda eða jafnvel hvaða litir, bifreiðategundir og hljómsveitir hugnist best. Með öðrum orðum: Reynt er að draga forsetaembættið inní dægur- þrasið. Og hvað finnst þeim um niðurskurð á fjárframlögum til menntamála eða níðangurslega framkomu fjármálaráðuneytis og bankastofnana gagnvart barnafólki og öldruðum? Svo við tölum nú ekki um alþjóðlegt samstarf, landbúnaðinn, sjávarútveginn, heil- brigðiskerfið, atvinnuleysið og allt hitt. Með öðrum orðum: Reynt er að draga forsetaembættið inní stjórnmálavafstrið. Kverúlöntunum virðist semsagt allt í einu umhugað, að kjósa yf- ir sig forseta sem daginn út og daginn inn er gjammandi um skoðanir sínar á öllu milli himins og jarðar; skoðanir sem í raun og veru skipta almenning litlu máli, því þess var vandlega gætt í upp- hafi, að forsetinn væri pólitískt valdalaus. Og það stóð aldeilis ekki til í upphafi, að forsetinn yrði þátttakandi í almennu dægurþrasi. Þjóðin þarf ekki á öðrum forsætisráðherra að halda. Einn er yfr- ið nóg. Og þjóðin þarf ekki á enn einum dægurþrasaranum að halda. Þjóðin þarfnast miklu fremur góðlegs mannvinar sem með visku sína að ieiðarljósi sneiðir hjá hverskonar athöfnum og orð- æðum sem snúast um aðknýjandi vandamál líðandi stundar. Með- an við höfum forsætisráðherra á forsetinn að vera valdalaus og halda sig víðs fjarri vígvelli stjórnmálanna. Meðan við höfum les- endadálka og þjóðarsálir á forsetinn ekki að endurspegla nöldrið í fólkinu. Porsetinn á ekki að tjá skoðanir sínar á ESB eða NATO og forset- inn á ekkert með það að hafa opinberlega áhyggjur af kvóta- kerfi eða veiðileyfagjaldi. Það eru 63 kjörnir stjórnmálamenn inná þingi og hundruð til viðbótar í sveitarstjórnum til þess að standa að stjórnun landsins og sjá um orðaskak óg glíma við hagsmuna- árekstra. Forsetinn á ekki að taka afstöðu með einum menningar- vitanum gegn öðrum eða halda frekar með KA en Val. Forsetinn þarf ekki að hafa skoðun á tvöföldun Reykjanesvegar eða Hval- fjarðargöngum. Sjálfsagt er stór hluti þjóðarinnar orðinn svolítið þreyttur á nettri væmninni í frú Vigdísi og sakleysislegu hjali hennar um að hlú að æskunni til að skapa þann mannauð sem framtíðarmögu- leikar lands og þjóðar felast í („nennir ekki einhver að lækka í ára- mótaávarpinu?"). En er það endilega það sem hún segir — eða seg- ir ekki — sem pirrar fólk? Er þjóðin ekki frekar að verða búin að fá nóg af því að hafa sama forsetann í sextán ár. Það er jú nokkuð drjúgt, að sitja fjögur heil kjörtímabil í embætti sem býður svosem ekki uppá ríkulega möguleika til tilbreytingar eða frumlegheita við embættisstörf. Forseti þarf að þekkja sinn vitjunartíma og má ekki sitja of lengi í embætti eins og margir stjórnmálamenn hafa gert. Að þekkja ekki sinn vitjunartíma og verá skoðanalaust fyrirbæri er afturámóti tvennt ólíkt og frú Vigdís er kannski það fyrrnefnda en öruggiega ekki það síðarnefnda. Greinum hismið frá kjarnanum: frú Vigdís var forseti í sextán ár og gegndi fyrirfram mótuðu hlutverki sínu með ágætum. Hún missteig sig annað slagið einsog aðrir breyskir menn og þegar líða tók á seinni hluta embættistíma henn- ar höfðu fjölmiðlar og almenningur öðlast manndóm til að andæfa því. Svosem eðlilegt er. Á þann hátt hafa tímarnir breyst. En þjóðin þarf — hvað sem þessu líður — áfram á sameiningar- tákni að halda. Flokkspólitískt þenkjandi frambjóðendur og/eða þátttakendur í dægurþrasi eiga ekkert erindi á Bessastaði. -Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241, dreifing: 552^1999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greidslukorti, en annars kr. 900. Frammistaða fyrirtækja skylduverk ttveV' . rroluvert i ^ „Með dómnum er formlega tekin afstaða með því, að fjölmiðlar eigi að sinna því hlutverki að fjalla á gagnrýninn hátt um viðskipti og greina frá varhuga- verðum vörum og almennt að vara við viðskiptum, ef rök standa til og fjölmiðillinn stendur fagmannlega að verki. Málið, sem hér um ræðir, var stutt frétt í Morgunpóstinum hinn 5. janúar í fyrra.“ Asíðustu 20 árum hefur orð- ið bylting í íslenzkri fjöl- miðlun. Hér á ég ekki við aug- ljósa tæknibyltingu á sviði fjar- skiptatækni. Það er mál út af fyrir sig. Það sem við er átt er að nú er það álitin skylda fjöl- miðla að fjalla um alls kyns efni, sem ekki þótti við hæfi að fjalla um fyrir nokkrum árum. Á dögunum féll héraðsdómur, þar sem fyrirtæki, viðskipti og verzlun eru skilgreind sem skylduverkefni fjölmiðla. Sumar þær breytingar sem hafa orðið á fjölmiðlum eru ekki beinlínis framfaraspor, en aðrar áherzlubreytingar hafa verið beinlínis hollar fyrir ís- lenzka samfélagið. Þessi stað- reynd endurspeglast í framan- greindum dómi. íslenzka efna- hagslífið og einkum staða og frammistaða einstakra fyrir- tækja er ekki lengur feimnis- mál eða leyndarmál heldur neytendamál. Það er ekki leng- ur „óviðeigandi" að fjalla um málefni emftafyrirtækja, eins og sagt var. Nú er gerð krafa um, að til dæmis hlutafélög standi sig, sýni hagnað og greiði hluthöf- unum arð. Áður virtist svo sem fyrsta mál á dagskrá fyrirtækja væri að standa vörð um fyrir- tækið, hvernig svo sem rekst- urinn gekk. Nú eru hins vegar gerðar heilbrigðar kröfur til fyrirtækja og stjórna sem sitja í nafni hluthafanna og til þess ætlazt, að þær beri ábyrgð. Það er farið að gera kröfur til stjórnenda og stjórna fyrir- tækja, eins og í öðrum löndum, þar sem efnahagslífið er allt of- anjarðar og hvítt. Skýringin á því að fyrirtæki voru til skamms tíma stikkfrí í fjölmiðlum kann að vera sú, að efnahagslífið á íslandi var til skamms tíma að verulegum hluta neðanjarðar, fjölskyldu- og ættabundin fyrirbæri, með mikilvæg pólitísk tengsl, og því höfð í felum, ekki ósvipað efna- hagslífinu í Paragvæ, sem sagt er vera grátt. Það er raunar ótrúlega margt líkt með við- skiptageira Paragvæ og ís- lands! Hérlendis var umfjöllun um efnahagslífið, viðskipti og verzlun til skamms tíma í skötulíki. Blöð, útvarp og síðar sjónvarp fjölluðu ekki um við- skiptamál. Á þessu hafa orðið fullkomin umskipti. Sérstök blöð og tímarit fja.lla af viti um viðskiptamál, Morgunblaðið heldur úti ágætum vikulegum viðskiptakálfi og til viðbótar þessu má ekki gleyma því, að fréttir úr viðskiptalífinu eiga sí- fellt greiðari aðgang inn á „matseðir almennra frétta. Friðhelgi fyrirtækja þjóðsaga Ég kalla þessar breytingar á umfjöllun um efnahagsmál, viðskipti og verzlun byltingu. Eg byggi það á því, að fyrir 10- 15 árum þótti ekki við hæfi að grafast fyrir um málefni er vörðuðu fyrirtæki, hvort sem um var að ræða einkafyrirtæki eða hlutafélög eða ríkisfyrir- tæki. Friðhelgi fyrirtœkja skipti meira máli en friðhelgi einkalífsins\ Þetta er afstaða, sem gæti átt við í Paragvæ. Á dögunum kvað Gunnar Aðalsteinsson, dómari hjá Héraðsdómi Reykjaness, upp mjög athyglisverðan dóm í máli er varðaði umfjöllun um viðskipti. Að mínu mati markar þessi dómur tíma- mót. Með dómnum er form- lega tekin afstaða með því, að fjölmiðlar eigi að sinna því hlutverki að fjalla á gagnrýninn hátt um viðskipti og greina frá varhugaverðum vörum og al- mennt að vara við viðskiptum, ef rök standa til og fjölmiðill- inn stendur fagmannlega að verki. Málið, sem hér um ræð- ir, var stutt frétt í Morgunpóst- inum hinn 5. janúar í fyrra. Þar var greint frá vafasömum sölu- aðferðum á meintum varasöm- um og bönnuðum flugeldum, sem Úlfar Nathanaelsson seldi. Úlfar taldi fréttina óhróð- ur og fór í meiðyrðamál við Miðil, útgáfufélag MP, og þá- verandi ritstjóra blaðsins, Pál Magnússon. Meðal annars krafðist Úlfar tveggja milljóna króna í skaða- og miskabætur. í greinargerð stefndu, það er útgáfufélagsins og ritstjórans, segir meðal annars: „Þeir sem falbjóði almenn- ingi vöru verði að reikna með því að kastljós fjölmiðlanna beinist að þeim og viðskipta- hættir þeirra séu teknir til gagnrýninnar en sann- gjarnrar skoðunarEinnig segir í greinargerðinni: „Það sé skylda fjölmiðla í lýðfrjálsu markaðsþjóðfélagi að hafa vökult auga með þeim sem bjóði almenningi þjónustu sína ... Ef ritstjóri fréttablaðs væri dæmdur vegna fréttaflutnings af þessu tagi myndi það hafa hamlandi áhrif á heiðarlegan fréttaflutning eftirleiðis." Þá er rétt að nefna, að 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er sérstaklega nefnd til sög- unnar sem lagarök gegn kröf- um stefnanda, flugeldasalan- um. Að auki er lögð áherzla á rétt almennings til upplýsinga. Tímamótadómur í Hafnarfirði Látum Gunnar Aðalsteins- son, héraðsdómara, fá orðið: „Sala vöru og þjónustu varð- ar almenning. Þeir sem stunda slík viðskipti verða í meira mæli en aðrir að þola gagn- rýna umfjöllun fjölmiðla um starfsemi sína. Blaðamenn eru einatt fulltrúar almennings að þessu leyti og miðla upplýsing- um til hans. Því er fjölmiðlum veitt vernd til að fjalla um slík málefni á gagnrýnan hátt svo framarlega sem könnun þeirra á staðreyndum er vönduð.“ Þá víkur dómarinn að jiví, að ákvæði hegningarlaga um æru- meiðingar og fleira verði í þessu tilviki að meta með hlið- sjón af ákvæðum stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og til 10. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem leggur blaða- manni skyldu til frásagnar á herðar. „Enda þótt ósannað sé að stefnandi Úlfar hafi selt bann- aða flugelda og verið með lé- lega vöru á boðstólum, þykja ummæli blaðsins ... innan marka þess tjáningarfrelsis, sem varið er af 72. grein stjórn- arskrárinnar.“ Því voru stefndu sýknaðir í máli þessu. Til viðbótar má geta þess, að blaðamaður Morgunpóstsins, sem skrifaði flugeldafréttina, neitaði að gefa upp nöfn heimildarmanna sinna og lét dómarinn það gott heita, enda ekkert aðalatriði þessa máls. Ég sagði fyrr, að þessi dómur markaði tímamót. Það gerir hann í þeim skilningi, að dómurinn er hreinn og beinn og sjónarmið tjáningarfrelsis og mannréttinda fá að hljóma hátt og snjallt. Til eru fordæmi af svipuðum toga, sem hafa farið alla leið í Hæstarétt. Má þar nefna mál Gallerís Borgar gegn Kristjáni Þorvaldssyni, ritstjóra. Þetta mál sýnir hversu ógn- arhröð þróunin í íslenzkri fjöl- miðlun hefur verið á liðnum fá- um árum. Nú hafa dómstólarn- ir staðfest á grundvelli tjáning- arfrelsis og Mannréttindasátt- mála Evrópu þá skoðun, sem meira að segja sumir fjölmiðl- anna mæltu eindregið á móti fyrir 10-15 árum, að fjölmiðlum beri að fjalla með gagnrýnum hætti um viðskipti! Þess er skylt að geta að lokum, að Páll Þórhallsson, lögmaður og fyrr- verandi blaðamaður á Morgun- blaðinu, flutti málið fyrir Morg- unpóstinn og útgáfufélag þess. Höfundur er blaðamaður og hefur meistaragráðu í fjölmiðlafræðum. Brilljant Tölvuheimur Það gengur náttúrlega ekki að vera sífellt á háfleygu nótunum hér í Um- mæladálkinum — samanber Kyrrð- arstund með Óskarí Áma I síðustu viku — þannig aö í þetta skiptiö gluggum við í nýtt tölublað Tölvu- heims sem kom út í gær. Tölvuheim- ur er eina íslenska tölvublaðiö og því þarft framtak útaf fyrir sig, þótt lengi megi nöldra um „smáatriði" varö- andi efnistök og innbyrðis vægi milíi útlanda og fslands, atvinnumanna og áhugamanna, heimilistölva og Int- ernetsins — svo fáein dæmi séu nefnd. Á heildina litiö er tímaritiö hinsvegar fremur brilljant stykki (sér- staklega sé litið á smávaxinn mark- aöinn): læsilegt, þéttlega pakkað af upplýsingum um allt milli himins og jaröar og ágætlega hannað og upp- sett. Undanfarin tölublöö sýnist rit- stjórnin einkum hafa verið að bregö- ast við ofangreindum umkvörtunum um of lítiö íslenskt efni með því að láta „okkar menn" hafa forgang yfir aösent efni frá samstarfsaöilanum PC World og eiganda þess, risasam- steypunni IDG — og er það vel. Þeir stóru stækka Við berum niður I Tölvuheimi á af- skaplega fróölegum pistli sem Marínó G. Njálsson tölvunarfræö- ingur tók saman um hreyfingar á ís- lenska tölvumarkaönum uppá síö- kastiö. Samkvæmt samantektinni var velta fyrirtækja, sem hafa tekjur af að selja vörur og þjónustu tengda tölvum ogtölvubúnaði, um 13 millj- arðar króna árið 1995: „Veltan skipt- ist þannig, aö seljendur tölvubúnaö- arveltu 7,1 milljaröi króna, þjónustu- aöilar 2,2 milljöröum, tölvuskólar (þar með talin tölvukennsla í skóla- kerfinu) 550 milljónum króna og síöast en ekki síst veltu hugbúnaðarframleiöendur og tölvuiðnaður 3,1 milljarði króna. Er þetta veltuaukning upp á sautján af hundraði frá fyrra ári og 46 af hundraði frá árinu 1992.“ Og Andrés rífur kjaft Annar fastur pistlahöfundur Tölvuheims er Andrés Magnússon. blaðamaöur, veitingamaður og um- fram allt annað: netfrömuðurí Kjarn- orku (Söguvefurinn). Andrés heldur uppi gunnfána ungu og reiöu mann- anna I blaðinu og rífur gjarnan stólpakjaftí vangaveltum sínum. Lesendur skulu hafa ofarlega í huga, að maðurinn er heiðblár og massífur frjálshyggjupostuIi: „ Reykjavíkurborg varöi á sínum tíma fé til þess að setja á laggirnar Reykjavíkurvef. Vef- urinn er svona og svona, en höfuð- galli hans er sá að hann tekur engum breyting- um og upplýs- ingarnar eru ekkert sérstak- lega nytsamleg- ar og raunar fremur miðaðar viö útlendinga en íslendinga. Það er afar gaman að skoða skipurit Reykjavikurborgar, en það er svolítið einkennilegt aö finna ekki nein net- föng borgarstarfsmanna eða kjör- inna fulltrúa. Enn sérkennilegra er þó að ekki er hægt að finna staf- krók um fundi borgarstjórnar eöa borgarráös, samþykktir, fjárhags- áætlun og svo framvegis. Reykja- víkurlistinn hét því aö opna starf Reykjavíkurborgar, en það er ekki nóg að þirta einfalt skipurit á Vefn- um.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.