Helgarpósturinn - 11.04.1996, Síða 15
FIMMTUDAGUR ±L APRÍL1996
Sjórnmál — hin hliðin
Alþingi hefur komiö saman eftir páskahlé og ráögert
er að Ijúka þingstörfum 15. maí. Nú eiga öll mál að
vera komin í Ijós sem leggja á fram á þessu þingi.
Þó telja starfsmenn Alþingis ekki loku fyrir þaö skotiö aö
einhverjir þingmenn hafi mál uppi í erminni sem þeir reyni
aö leggja fram. Nokkur stórmál bíöa afgreiðslu þingsins en
Sæmundur Guðvinsson leit hins vegar á nokkur smærri
mál sem ekki eru síður áhugaverð þegar grannt er skoðað.
Til dæmis frumvarp um skráningu katta og eftirlit meö þeim
og fyrirspurn um hve margir hádegisveröir eru framreiddir
á dag í ríkisreknum mötuneytum og hvert sé meðalverð
þeirra...
Hjörleifur Guttormsson leggur fram frumvarp um gæludýralög
Allir kettir skrásettir
Hjörleifur vill að
sveitarfélögum
verði heimilað að
skrásetja ketti og
önnur gæludýr.
Ef frumvarp sem Hjörleifur
Guttormsson hefur lagt
fram á Alþingi verður að lögum
verður sveitarstjórnum heimilt
að halda skrá yfir gæludýr, þar
á meðal ketti. Einnig verður
þeim heimilt að handsama
ketti sem ganga lausir utan lóð-
armarka í þéttbýli og hafi katt-
ar ekki verið vitjað innan viku
skal honum ráðstafað til nýs
ábyrgs eigenda, hann seldur
fyrir áföllnum kostnaði eða af-
lífaður.
í frumvarpinu um gæludýra-
hald kemur fram að markmið
laganna sé að festa í lög reglur
um gæludýrahald í þéttbýli,
kveða á um réttarstöðu eig-
enda þeirra og annarra og veita
sveitarfélögum heimild til að
setja nánari reglur í samþykktir
um gæludýrahald. Með gælu-
dýrum sé átt við hunda og ketti
og önnur þau dýr sem einstak-
lingar haldi sér til afþreyingar
og hleypt er út undir bert loft
um lengri eða skemmri tíma.
Sveitarstjórnum verði heimilt
að halda skrá yfir gæludýr í
sveitarfélaginu samkvæmt nán-
ari ákvæðum í samþykkt og
skal eiganda gæludýrs eða for-
ráðamanni eiganda sem er
undir 16 ára aldri skylt að gera
grein fyrir gæludýrum sem
hlutaðeigandi heldur, ef þess
er krafist.
Fjöldi slysa
í greinargerð með frumvarp-
inu segir að gildissvið þess sé
takmarkað við gæludýr, en það
hugtak hafi ekki verið skilgreint
í lögum og í raun sé erfitt að af-
marka það með glöggum hætti.
Frumvarpinu sé fyrst og fremst
ætlað að ná til þeirra dýra sem
menn halda í híbýlum sínum en
þó höfð að einhverju leyti utan
dyra. Eðli málsins samkvæmt
taki frumvarpið í raun einkum
til hunda og katta en takmarkist
þó ekki við þær tegundir.
Bent er á að það sé löng hefð
fyrir því að fóik í þéttbýli haldi
dýr sér til afþreyingar og yndis-
auka. Hins vegar verði ekki
framhjá því litið að ýmsir
ókostir fyigi dýrahaldi í þétt-
býli. Árið 1994 hafi verið skráð
alls 375 slys af völdum dýra á
Borgarspítalanum, þar á meðal
bitsár. Ekki liggi fyrir heildartöl-
ur um gæludýrahald hér á
landi, enda er einungis hunda-
Ogmundur Jónasson vill skýr svör:
Öll töpin á borðið
Hinn óháði þingmaður Al-
þýðubandalagsins, Ög-
mundur Jónasson, hefur lagt
fram fyrirspurn til Finns Ing-
ólfssonar viðskiptaráðherra
um hver hafi verið útlánatöp
banka, sparisjóða og sjóða
1990-1995. Einnig er spurt um
töpuð útlán sem hlutfall af
heildarútlánum á sama tíma-
bili. Ennfremur spyr Ögmund-
ur hversu háar upphæðir á
þessu tímabili hafi verið
greiddar ríkinu af hverri inn-
lánsstofnun fyrir sig í tekju- og
eignarskatt.
I greinargerð með fyrir-
spurninni segir að á dögunum
hafi komið fram fyrirspurn um
útlánatöp ríkisbanka og opin-
berra sjóða. Sú fyrirspurn hafi
ekki verið fullnægjandi þar
sem ekki hafi verið spurt um
tap allra fjármálafyrirtækja í
landinu. Tap þjóðfélagsins sé
jafnmikið hvort sem rekstrar-
formið sé ríkisfyrirtæki eða
einkafyrirtæki. Því sé nú spurt
um öll fyrirtæki á þessu sviði.
Einnig sé spurt um hlutfall tap-
aðra útlána af heildarútlánum
Ögmundur: Hver voru útlánatöpin í
heild?
sem segi meira um rekstur
hverrar stofnunar vegna mis-
munandi stærðar þeirra. Til
samanburðar sé spurt um
skatta og gjöld sem þessi fyrir-
tæki greiði til ríkisins. -sg
hald háð opinberri skráningu. í
Reykjavík voru skráðir um það
bil 1.135 hundar í fyrra en á Ak-
ureyri voru skráðir hundar um
200 talsins. „Ekki er vitað um
fjölda annarra gæludýra en
ljóst er að kattahald er nokkuð
almennt," segir í greinargerð-
inni.
Kattarspóluormur
Frumvarpinu fylgir greinar-
gerð sem er frétt úr Morgun-
blaðinu frá 9. febrúar á þessu
ári. Þar kemur fram að engar
reglur eru til um kattahald í
Reykjavík og ekki er unnið
skipulega að útrýmingu úti-
gangskatta í borginni. Margir
kattaeigendur láti hjá líða að
ormahreinsa ketti sína. í rann-
sókn sem Heiðdís Smáradótt-
ir, líffræðinemi í Háskóla ís-
lands, gerði á sandkössum í
Reykjavík og Kópavogi fannst
kattarskítur í 66% kassanna.
Kattarspóluormur fannst í 9%
sandkassanna, en hann getur
verið mönnum hættulegur. Þá
fannst í einu tilviki toxo-
plasma, en hann getur valdið
fósturskemmdum. - SG
Þingmennirnir Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Einar K. Guðfinnsson
spyrja ráöherra um gjaldþrot einstaklinga.
Hvað kostar það ríkið
að keyra fólk í þrot?
Pyrirspurnum um gjaldþrot
rignir nú yfir ráðherra frá
þeim Ástu Ragnheiði Jóhann-
esdóttur og Einari K. Guðfinns-
syni. Eflaust eru margir sem
velta vöngum yfir þeirri hrinu
gjaldþrota sem gengið hefur yf-
ir einstaklinga undanfarin ár og
ekkert lát virðist vera á. Fram
hefur komið að innheimtumenn
ríkissjóðs eru iðnir við að keyra
fólk í gjaldþrot þótt fyrir liggi
að það eigi ekki bót fyrir bor-
una á sér og krafa um gjaldþrot
hafi ekkert annað í för með sér
en fjárútlát fyrir ríkissjóð.
Ásta Ragnheiður spyr Þor-
stein Pálsson dómsmálaráð-
herra hve nargir einstaklingar
hafi orðið gjaldþrota á íslandi
síðastliðin tíu ár, flokkað eftir
aldri og árum. Hún spyr ráð-
herra einnig hvort vitað sé hve
margir einstaklingar sem hafa
orðið gjaldþrota á þessu tíma-
bili séu launamenn og hve
margir verktakar. Þá hefur Ásta
Ragnheiður lagt fram fyrir-
spurn til Páls Péturssonar fé-
lagsmálaráðherra um aðstoð
vegna gjaldþrota einstaklinga.
Spurt er hvort fyrir liggi félags-
leg rannsókn á því hversu
margar fjölskyldur hafa lent í
þrengingum vegna gjaldþrota
einstaklinga og fyrirtækja síð-
astliðin tíu ár. Einnig hvort vit-
að sé hversu margar fjölskyld-
ur hafi flutt úr landi í kjölfar
gjaldþrots þar sem þær treysti
einnig hvort ríkissjóður hafi
fengið greitt upp í kröfur sínar í
þessum gjaldþrotum.
Þá spyr Einar dómsmálaráð-
herra hversu margar beiðnir
um gjaldþrot einstaklinga hafi
verið gerðar á árunum 1992-95
að kröfu innheimtumanna ríkis-
Einar K.: Hvað kostar það ríkið að
gera fólk gjaldþrota?
sjóðs og tollstjóra. Sömuleiðis
spyr Einar K. Guðfinnsson hve
hátt hlutfall það hafi verið af
gjaldþrotabeiðnum sömu ár.
-SG
Ásta Ragnheiður: Er vitað hve
margir hafa flúið land vegna gjald-
þrots?
sér ekki til að búa á íslandi.
Sömuleiðis spyr Ásta hvaða
ráðstafanir ríkisvaldið geri til
að aðstoða einstaklinga við að
byrja nýtt líf eftir gjaldþrot.
Loks spyr hún hvort komi til
greina, með hliðsjón af því hve
margir hafa orðið gjaldþrota á
síðustu árum, að auðvelda fólki
sérstaklega að komast inn á at-
vinnumarkaðinn.
Hvað fékk ríkið?
Einar K. Guðfinnsson beinir
fyrirspurnum til Friðriks Sop-
hussonar fjármálaráðherra og
Þorsteins Pálssonar dómsmála-
ráðherra. Fjármálaráðherra er
spurður hver hafi verið kostn-
aður ríkissjóðs af gjaldþrota-
beiðnum vegna einstaklinga á
árunum 1992-95. Einar spyr
Fyrirspurn frá Guömundi
Hallvarðssyni:
Hvað éta
margir hjá
ríkinu?
Pram er komin á Alþingi fyr-
irspurn frá Guðmundi
Hallvarðssyni sem beint er til
Friðriks Sophussonar fjár-
málaráðherra og fjallar um
rekstur mötuneyta.
Guðmundur krefur ráðherra
svara um hve mörg mötuneyti
eru rekin á vegum ríkisfyrir-
tækja og á vegum starfsmanna-
félaga ríkisfyrirtækja. Ennfrem-
ur hvað megi ætla að margir
hádegisverðir séu framreiddir
á dag í þeim mötuneytum og
hvert sé meðalverð þeirra.
Sömuleiðis spyr Guðmundur
Hvað kostar hádegisverður hjá rík-
inu? spyr Guðmundur Hallvarðs-
son.
hvernig háttað sé skattalegri
meðferð slíkra hlunninda hjá
mötuneytum ríkisfyrirtækja.
Beðið er um skriflegt svar.
- SG