Helgarpósturinn

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinapríl 1996næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Síða 22

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR ±L APRIL1996 þfH fííáttborðið Kynórar í NewYork Það getur svo sem vel verið aö kirkjan og sjálfskipaðir siðapostular séu fullkomlega ósammála því, en tvær mínútur af athöfnum í hinni ann- ars ágætu trúboöastell- ingu á laug- ardagskvöld- um duga frá- leitt til að full- nægja kynlífs- og skemmtana- þörf hverrar meðalmanneskju. Ef menn tii dæmis skella sér yfir Atlantshafiö og bregða sér á ein- hvern af hinum sérstæðu drottn- unar- og sadómasóstöðum sem þar þrífast munu þeir fljó'tlega uppgötva hversu miklu kröfu- harðari íbúar þessarar fínu borg- ar eru í leit sinni aö kynferöisleg- um upplifunum. Sem betur fer hefur banda- ríski Ijós- myndar- inn og snilingur- inn Dor- is Klost- tekiö sig til og _ . . sparað a flengdu bara feröalöt- Ijota strakinn... um f|ugjö yfir pollinn meö útgáfu bókar sem ber nafn höfundarins og fjallar ítarlega um hversu öflugt og líflegt hugmyndaflug New York-búar hafa í þessum efnum. Doris hefur nefnilega fest á lit- filmu 160 brilljant Ijósmyndir sem sýna viöskiptavini fýrr- nefndra drottnunar- og sadóma- sóstaða í aksjón; masóið viröist að vísu vin- sælast og hlýtur því mest pláss. Myndirnar sýna okkur nánar tiltekið karlkyns heið- ursmenn sem bundnir eru með teppa- límbandi, klæddir í leö- urbúninga, rammlega keflaðir, vandlega Þú skalt ekki flengdir, settir úirfast að setja út í gullnu sturt- ámatinnminn. una og látnir njóta til fulls lysti- semda stólpípu og til dæmis öf- uga endans á risavöxnum gervi- getnaöarlimi. Ekkert sófaborö eöa tímaritarekki á biöstofum með sjálfsviröingu getur veriö án þessarar bókar Doris Kloster og þeir sem þola illa myndimar af karl- mönn- unum geta skoöaö hinn helrning mn af þeim þarsem meintar vinnu- stúikur stæra sig af háum hælum. svipu- safni sínu, gasgrímum og pynt- ingartólum ásamt leöurgöllum og hugvitssamlegum búningum hinna ýmsu starfsstétta. HPveit ekki til þess að bókin fáist hér á landi, en þó mætti reyna aö spjalla við dökkhærðu stelpuna í alternatívu kinký-deildinni hjá Máli og menningu eða þá rauð- hærðu þokkagyöjuna Bryndísi í Eymundsson í Austurstræti um möguleika á aö panta hana — bókina semsagt... Kannski maður fái sér bara smók. Nú stendur yfir áttugasta málverkasýning Steingríms St. Th. Sigurðssonar og er hún haldin í Nönnukoti. Sæmundur Guðvinsson geröi heiðarlega tilraun til aö ræöa um sýninguna viö listamanninn. Égmá ekki segja þetta... að er alveg furðulegt hvað ég er djöfull ungur ennþá. Ég held áfram að elta stelpur, ja, það getur verið að þær elti mig. Ég held að ég verði reglu- lega ástfanginn tvisvar á ári. Að Vísu hef ég ekki viljað við- urkenna það því maður hræsnar á stundum, en þetta bara skeður, rétt eins og hjá dýrunum,“ sagði Steingrímur St.Th. Sigurðsson, listmálari og lífsnautnamaður, í spjalli við Helgarpóstinn. Steingrímur sýnir nú í Nönnukoti í Hafnar- firði og þetta er hans áttug- asta sýning á þrjátíu árum. Það var ætlunin að ræða sýninguna við listamanninn. En Steingrímur er engum líkur og æðir áfram eins og hún- vetnskur foli sem ómögulegt er að hemja. Þó er reynt að fylgja honum á sprettinum og ná niður nokkrum setningum. í framhaldi af þessu með stelp- urnar fór Steingrímur að tala um reykingar og drykkjuskap. „Þú veist að ég er á móti tóbaki og reyki ekki. Eftir að ég hætti að reykja þoli ég eld ög brennistein. Ég vil frelsa vini mína frá tóbaki. Mér er al- veg sama þótt þeir drekki svo fremi sem þeir meiða sig ekki á því. Alkóhólismi er ekki sjúk- dómur heldur andleg fötlun meira og minna og taugaveikl- un í skaphöfninni. Þú veist að hraustustu menn hafa drukkið vín með þokka en algjörir bindindismenn eru leiðinlegir. Ég má ekki segja þetta, því það er lögð fæð á mann ef maður segir sannleikann við Islend- inga. Þá fara þeir að hata mann, ófrægja og ljúga á mann.“ Þú hefur undanfariö dval- ist í Soho í New York að mála, Steingrímur. Ertu ekki innan um mafíumorðingja þarna úti? „Jú, en þeir hafa bara reynst mér mjög vel. Það getur verið að þeir taki mig eins og ég sé einn af þeim. Eg fór einn um Litlu-Ítalíu og mér fannst ég vera miklu öruggari þar en í miðbæ Reykjavíkur. Hér þarf maðjur helst að vera vopnað- ur. Ég fór á einhverja skugga- lega staði hér með ungum mönnum og hafði mexíkanska kylfu innan klæða. En átti þetta viðtal ekki að snúast eitthvað um listina?" „Ég vil bara segja sannleikann, svona til umhugsunar. Ég held að það megi bæta hér allt menntunarástand. Það má bæta andlega lífið, það má gefa fólki miklu meiri andlega næringu og listin á ekki aðvera snobberí. Hún á að ekki að vera eitthvert vald eins og lögreglumaður sem heldur að það sé vald að vera lögga... Maður sannfærist alltaf meira og meira um það að aðalatrið- ið erbara að vera auð- mjúkur gagnvart viðfangsefninu.11 Jú, nú er komið að því. Segðu mér... ...Ég tel mig hafa sigrað, bara með orku. Það eina sem dugar á óvildaröflin er afl á móti afli. Þeir hlusta ekki á rök og halda áfram að vera drullu- sokkar. En það er rosalegt ef maður er listhneigður á ís- Iandi, hvort sem það er karl eða kona, en þorir ekki að fara út í listina vegna einhverrar einokunar. Þetta er eins á rit- höfundasviðinu og...“ ... Segðu mér af sýning- unni... „Já, já. Hér eru 34 myndir. Steingrímur St. Th. Sigurðsson: „Ég ætlaði að fara að heiman fimmtán ára gamall og gerast æsifréttamaður við Chicago Herald Tribune. Ég held að ég sé ennþá í því fari og tek sýningarnar alltaf eins og liasar. Og ef ég lendi í mótstöðu þá hressist ég. En ég umgengst ekki neikvætt fólk, því það drepur hraðar en sóttkveikjur." Þær áttu að vera færri en það bara bættist við. Ég hélt að ég kæmi myndunum ekki fyrir en það tókst. Það er líka rými í kjallaranum, þar er kata- komba. Heyrðu, það er kom- inn þarna gestur sem ég verð að...“ ... Nei bíddu. Málaðirðu mikið í New York? „Þessar myndir eru með am- erískum áhrifum sem ég fékk í þessari skólun sem ég fékk í þrígang í New York. Undanfar- ið hálft annað ár hef ég dvalið um hríð í New York bæði við listnám og lífsnám. Ég bjó í Greenwich Village í boði amer- ísks listamanns sem ég kynnt- ist úti í Frakklandi og við höf- um haldið góðu sambandi. Hann hefur örvað mig til dáða. Þetta er maður sem er hátt átorítet, ekki eins og fíflin hérna. En svo kemur ævisaga mín út fyrir jól. Það er aðal- bomban. Þorsteinn Thoraren- sen gefur hana út. Svo bað manneskja mig, sem búið er að leika mjög grátt, úr svona yfirklassa, að skrifa lífsbók sína hratt. Ég er búinn að kaupa fjörutíu þúsund króna tölvu, ferðatölvu sem kostar hundrað og fimmtíu, en ég fékk hana gegnum tengsl. Mér finnst best að skrifa og mála hvar sem ég er staddur, jafri- vel í lestum og flugvélum. Ég sem voðalega hratt eins og þú veist. Heyrðu, en ég vil að við komum að kjarna málsins.“ Gjörðu svo vel, Steingrímur. „Ég vil bara segja sannleik- ann, svona til umhugsunar. Ég held að það megi bæta hér allt menntunarástand. Það má bæta andlega lífið, það má gefa fólki miklu meiri andlega næringu og listin á ekki að vera snobberí. Hún á að ekki að vera eitthvert vald eins og lögreglumaður sem heldur að það sé vald að vera lögga. Listamaður sem heldur að það sé fínt að vera listamaður, blaðamaður sem heldur að það sé stæll að vera blaða- maður. Maður sannfærist allt- af meira og meira um það að aðalatriðið er bara að vera auðmjúkur gagnvart viðfangs- efninu. Ég ætlaði að fara að heiman fimmtán ára gamall og gerast æsifréttamaður við Chicago Herald Tribune. Ég held að ég sé ennþá í því fari og tek sýningarnar alltaf eins og hasar. Og ef ég lendi í mót- stöðu þá hressist ég. En ég umgengst ekki neikvætt fólk, því það drepur hraðar en sótt- kveikjur. Fyrirgefðu Sæmund- ur, þarna kemur frú sem ég þarf að tala við, en við skulum ræða saman um listina við fyrsta tækifæri..." Utbrot er yfirskrift sýning- ar sem Ijósmyndari með hið kunnuglega nafn Jónas Hallgrímsson stendur fyrir í Gallerí Úmbru við Amtmannsstíg. Þema sýningarinnar er konan og deila kynjanna um yfirráð veraldarinnar. Þeirri spurningu er velt upp hvort veikara kynið sé að ná yfirráðum í heiminum og snúa þar meö leiknum sér í hag eða hvort allt verði við það sama enn um sinn. Leitað er svara, jafnframt því sem listamaðurinn reynir aö leiða hug áhorfand- ans inn á nýjar brautir með skemmtilegri og jafnframt hæfilegri blöndu af myndum, mús- ík og málsgreinum. Þessi blanda á að hæfa vel umgjörð og áhrifamætti sýningarinnar. Verkin eru öll í lit og vel studd af málsgrein- unum, sem ásamt tónlistinni gefa heildar- svip sýningarinnar sterkan og svipmikinn blæ. Þetta er örinur sýning Jónasar, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann áöur komiö við sögu í listalífi borgarinnar. Fyrri sýning hans nefndist Persónulegt portrett og var haldin á Mokka í ársbyrjun 1995. Sú sýning vakti at- hygli fyrir óvenjulega framsetningu. Jónas Hallgrímsson er ekki búsettur í Kaupmanna- höfn heldur stundar hann nám í Ijósmyndun við Bournemouth & Poole College of Art and Design í Bretlandi. Sýningin Útbrot stendur til 24. apríl... * IGallerí Horninu í Hafnarstræti stendur nú yfir málverkasýning Sigríðar Gísladóttur sem nefnist Aflabrögð á djúpmiðum. Sýn- ingin var opnuð á laugardaginn og er opin alla daga klukkan 11 til 23.30 fram til 21. apríl... * ICafé Karólínu á Akureyri hefur verið opn- uð sýning á verkum Helgu Bjargar Jón- asdóttur. Þetta erfyrsta einkasýning Helgu, sem útskrifaðist úr Myndlistarskólanum á Akureyri í fyrra. Hún hefur tekið þátt í Lista- sumri á Akureyri og „framlengingarárátt- unni“ á Sólon Islandus í október. Verkin á sýningunni eru saumaðar myndir og mynd- efnið fólk. Sýningin stendur út þennan mán- uð... TYTorræna húsið er með fjölbreytta dag- JLM skrá þessa dagana. í kvöld, fimmtudag, verða tónleikar á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Margrét Stefánsdóttir sópran syngur og Gústaf Sigurðsson leikur á klarin- ett. Allir eru velkomnir og geta skilið veskið eftir heíma því aðgangur er ókeypis. Á morg- un, föstudag, klukkan 16.30 heldur sænski málvísindamaðurinn Lennart Elmevik pró- fessor fyrirlestur sem nefnist „Hednisk gu- dalara och nordiska ortnamn". Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og þess vegna ætl- um við ekki að þýða heiti hans. Þeir sem ekki skilja það hafa ekkert á fyrirlesturinn að gera. En allir eru velkomnir og ókeypis inn. Á laugardaginn klukkan 15 veröur opn- uö sýningin Svalbarði — Lífog land í sýn- ingarsal hússins. Um er að ræða sýningu á vegum Norsk Polarinstitutt í samvinnu við norska sendiráðið á Tslandi og Norræna húsið. Vart þarf að minna á að íslendingar og þá ekki sfst útgerðarmenn hafa mikinn áhuga á Svalbarða og nú er tækifæri til að fræðast meira. Síðdegis á laugardag, eða klukkan 15, verður síðan fyrirlestur á vegum Barnaverndarstofu. Fyrirlesari er Claudia Black áfengissérfræöingur. Allir velkomnir og aðgangur gratís sem fyrr. Dagskrá sunnu- dagsins byrjar með norskri kvikmynd fyrir börn og unglinga klukkan 14. Tveimurtím- um síðar verða tónleikar þar sem koma fram þau Guðríður St. Sigurðardóttir pí- anóleikari og Tapani Yijöla fiðluleikari. Klukkan 20.30 á sunnudagskvöldið eru tón- leikar, einsöngvarapróf Helgu Rósar Ind- riðadóttur mezzósópransöngkonu. Allir vel- komnir á allt og kostar ekki krónu. Loks má minna á að í anddyrri Norræna hússins eru til sýnis verðlaunatillögur úr samkeppni arki- tekta um byggingu sendiráðs Norðurlanda I Berlín...

x

Helgarpósturinn

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3960
Mál:
Árgangir:
4
Útgávur:
207
Útgivið:
1994-1997
Tøk inntil:
31.07.1997
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Gunnar Smári Egilsson (1994-1997)
Ábyrgdarmaður:
Páll Magnússon (1994-1997)
Útgevari:
Miðill hf. (1994-1997)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Mánudagspósturinn er mánudagsútgáfa af Morgun-og Helgarpóstinum. Helgarpósturinn er upphaflega fimmtudagsútgáfa af Morgunpóstinum.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar: 14. tölublað (11.04.1996)
https://timarit.is/issue/234009

Link til denne side: 22
https://timarit.is/page/3194614

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

14. tölublað (11.04.1996)

Gongd: