Helgarpósturinn - 11.04.1996, Side 27

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Side 27
FlMIVmJDAGUR IX APRÍL1996 27 forsetaslaguri Eins og aðrir landsmenn veltir Eiríkur Bergmann Einarsson „forsetamálum“ stöðugt fyrir sér. Hann hefur komist að því að í gegnum hegðunarbreyting- ar hugsanlegra frambjóðenda er hægt að sjá merki þess hvort þeir séu í alvarlegum framboðshugleiðingum eða ekki. Þær hegðunarbreytingar sem helst gefa vísbendingu í þá veru eru breytingar á kveðjustíl, klæðaburði, mynda- vélaást, fasi, umræðuefnum, málfari og aðgengi... Umræður um mögulega for- setaframbjóðendur eru nú í hámarki meðal þjóðarinnar. Heilu fjölskylduboðin um pásk- ana fóru þannig í vangaveltur um hverjir hygðu á framboð og hverjir ekki. Til að auðvelda fólki leitina hefur HP lagt sig í líma síðustu daga við að fylgj- ast með hegðunarbreytingum fólks sem hefur gefið kost á sér í framboð og rifjað upp gamla takta frambjóðenda á fyrri tíð. Blaðið hefur þannig fundið eins konar mælitæki sem gefur til kynna hverjir ætli sér í slag- inn og hverjir ekki. Hér að neð- an eru talin upp þau atriði sem fólk ætti að fylgjast með í fari mögulegra frambjóðenda. Tak- ið eftir því að allar hegðunar- breytingarnar virðast leita í landsföður- eða landsmóður- legt far. Almenn forspjallsvísindi Eitt af því sem einkennir frambjóðendur sérstaklega er að þeir taka yfirleitt upp á því að heilsa öllum sem á vegi þeirra verða með hraustlegu og hressilegu handabandi — og hrista spaðann vel. Klæða- burður tekur einnig róttækum breytingum og leita þeir flestir til fagmanna með nýja útlits- teikningu. Mussukomminn fer þá í jakkaföt, bóhempían í dragt, uppinn skiptir út Arm- ani-jakkafötunum og Rolex-úr- inu fyrir eitthvað látlausara. Snúðgreidda og harðgera við- skiptakvendið fer í kjól. Fas frambjóðenda verður ennfremur ákaflega landsföð- urlegt með heimilislegu yfir- bragði og rólyndisleg hógværð fer að gera vart við sig með þægilegu ívafi; yfirlætið bland- ast alþýðlegum töktum. Rót- tæklingurinn breytist í góð- lyndan vitring og að sjálfsögðu er hann ekki að standa í þessu öllu vegna eigin hégómagirnd- ar, heldur fyrst og fremst sök- um fórnfýsi og hreinnar ástar á þjóð sinni. Annað s^m einkennir fram- bjóðendur og verðandi fram- bjóðendur er eltingaleikur þeirra við myndavélar, en þeir beita oft öllum tiltækum brögðum til að geta baðað sig í sviðsljósi myndavélanna — með frosið bros á vör. Þá er það einnig gott bragð sem frambjóðendur beita að elta uppi allar mikilvægar samkom- ur og íþróttaleiki. Á íþrótta- leikjum þekkist frambjóðand- inn á því að hann er sá eini sem klappar fyrir báðum lið- um. Nauðsynlegt er fyrir fram- bjóðendur að ná færni í að láta sjá sig með rétta fólkinu á réttu stöðunum. Breytingum á umræðuvali frambjóðenda er vert að veita sérstaka eftirtekt, því umræðu- efnin taka oft róttækum breyt- ingum þegar menn hyggja á framboð. Þá hættir hömlulausi baráttumaðurinn að tala um nokkuð annað en skóg-, mál- og þjóðrækt. Gamla réttlætis- gjammið er fokið út í veður og vind — ekki má stuða neinn. Einnig er það nokkuð skýrt merki um framboðshugleiðing- ar þegar málfar manna snar- batnar úr venjulegu slangri yfir í kjarngóða forníslensku. Enn- fremur hafa blaðamenn oft tal- ið það merki um framboðshug- leiðingar þegar uppteknustu menn landsins — sem aldrei láta ná í sig — fara allt í einu að svara öllum skilaboðum sam- viskusamlega. Hér að neðan gefur að líta nánar sundurlið- aða greiningu á hegðunar- breytingum hugsanlegra fram- bjóðenda. Kveðjur: Handaband og klapp á bak Það bregst ekki að um leið og menn hyggja á framboð, hvort sem það er til sveitar- stjórna, Alþingis, forseta eða jafnvel bara til gjaldkera húsfé- lagsins, þá virðast þeir allir taka upp á þeim frambjóð- endasið að heilsa öllum sem á vegi þeirra verða með innilegu og traustu handabandi. Ef um kunningsskap er að ræða bæt- ist tíðum við hraustlegt klapp á bakið og iðulega sést vel í ný- burstaðar tennurnar, þar sem frambjóðandinn stendur tein- réttur fyrir framan mann með frosið og brothætt brosið. Síð- an spyr hann hvað sé að frétta af vinnunni og fjölskyldunni og hvort frænka þín, sem dó fyrir þremur árum, sé enn á spítala. Að heyra af láti hennar fær mjög á hann og fer hann þá umsvifalaust að ræða um að bæta þurfi heilbrigðisþjónust- una og búa vel um látna, sem hann muni svo sannarlega beita sér fyrir, svo framarlega sem þú og þínir kjósi hann. Klæðaburður: Glæsilegur Ein besta mælistikan á hvort fólk er á leið í framboð eru rót- tækar breytingar á klæða- burði, sem vera á allt í senn; glæsilegur, alþýðlegur, eðlileg- ur og þægilegur — þótt illsam- ræmanlegt sé. Á tímapunkti framboðsákvarðana hlusta frambjóðendur tíðum í fyrsta skipti á útlitsgagnrýni vina og samferðamanna, enda verður klæðaburðurinn að vera hnökralaus því stór hluti þjóð- arinnar virðist kjósa forseta fyrst og fremst eftir útliti. Til dæmis er það traust merki um að stjórnmálamaður ætli í framboð til forseta þegar klæðaburðurinn breytist frá stíl Sighvats Björgvinssonar yfir í stíl Friðriks Sophusson- ar. Sem dæmi um stílbreytingu þá umturnaði Guðrún Péturs- dóttir forsetaframbjóðandi fatastíl sínum skömmu áður en hún tilkynnti framboð sitt. Konan hreinlega snarsnerist frá því að vera hefðbundin mussu-menntapía í bóhem- fíling yfir í stórfenglega glæsi- konu. Minni breytingu var þó að sjá á Guðrúnu Agnarsdótt- ur og Ólafi Ragnari Gríms- syni, því þau voru fyrir þraut- reyndir klæðapólitíkusar frá Alþingi. Dæmi um sögulega og róttæka breytingu á klæða- burði frambjóðenda var til dæmis þegar Framsóknar- flokkurinn fékk Heiðar Jóns- son snyrti til að breyta flokkn- um úr sveitalúðum í nútíma ís- lendinga. Fas: Landsföður- legt/landsmóðurlegt Fas frambjóðenda getur ver- ið mjög mismunandi eftir því til hvaða embættis menn eru að bjóða sig fram. Sumir fram- bjóðendur til Alþingis hafa til dæmis sótt í ímynd hins sókn- djarfa réttlætismanns sem reiðist upp úr öllu valdi við minnsta óréttlæti (að hans mati). Forsetaframbjóðendur leita hins vegar undantekning- arlaust í að setja upp fas hins heimilislega, landsföðurlega, þægilega manns eða konu. Hinn réttsýni forsetaframbjóð- andi, sem ekki má vamm sitt vita, reiðist ekki eins og AI- þingisframbjóðandinn, heldur ræðir málin í hel, frá öllum hliðum, fram og til baka, af víð- sýni og visku þar sem hvergi er tekin afstaða nema það varði trjárækt, þjóðrækt eða málrækt. Hið landsföðurlega fas lýsir fullkomnu sjálfstrausti (sem allir frambjóðendur hafa í ótæpilegum mæli því annars væru þeir ekki í framboði) og frambjóðandinn reynir að koma því inn hjá fólki að hann búi yfir einhverri djúpstæðari vitneskju hins góða vitrings sem auðmjúkur beri aðeins hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Uppákomur: Baða sig í sviðsljósi myndavélanna Eitt af því sem þeir sem ætla sér í framboð gera um leið og ákvörðunin er tekin, og jafnvel fyrr (því frambjóðendur eru gjarnan athyglissjúkir að eðlis- fari), er að troða sér með ein- um eða öðrum hætti fyrir fram- an allar myndavélar sem þeir komast í tæri við. Þeir hrein- lega þefa þær uppi eins og hundar hland, en láta samt alltaf líta út fyrir að myndavél- in hafi elt þá. Færni í mynda- vélaþefskap getur nefnilega fleytt mönnum langleiðina í embættið sem óskað er eftir — sérstaklega til Bessastaða. Þegar eltingaleiknum linnir og frambjóðandinn er kominn fram fyrir myndavélina lætur hann í það skína að það trufli hann nú nokkuð, en hann láti sig þó hafa það að svara spurningum af innblásinni visku því hann vilji nú aðeins hjálpa þjóð sinni, þótt það leiði til truflunar á hans hög- um. Annar angi af þessari hegðun er að mæta á allar uppákomur, smáar sem stórar, sem haldnar eru um allan bæ. Til dæmis er það talið merki um að vera alþýðlegur að mæta á íþróttakappleiki og þar er oft mikið af myndavélum, þannig að hægt er að slá tvær flugur í einu höggi. En fram- bjóðandinn má ekki halda með öðru liðinu og ef hann slysast til að klappa fyrir öðru er eins gott að klappa fyrir hinu líka. Einnig er vinsælt að mæta á all- ar samkomur átthagafélaga og þá er betra að hafa ættfræðina á hreinu. Sterkur leikur er þá fyrir frambjóðandann að standa upp og halda ræðu um hvað honum þyki nú vænt um þessa ætt sína, og bæta því við að frændi frænda síns hafi ein- mitt komið einu sinni í heim- sókn til umræddra átthaga. Það er nefnilega nauðsynlegt að tengja sig við alla. Og það á sérstakíega við í íslensku ætt- arsamfélagi. Umræðuefni: Tala, en segja ekki neitt Það er merkilegt hvað uppá- haldsumræðuefni manna breytist um leið og þeir fara að hugsa um framboð. Um leið og forsetaframboðshugleiðingar skjóta upp kollinum snarhætta róttækir baráttumenn, sem vildu helst ekki ræða um ann- að en óréttlæti heimsins eða þá bara skítlegt eðli forsetis- ráðherra, að opna munninn um eitt eða neitt sem einhver gæti mögulega verið ósam- mála. Vinsæl leið umdeildra stjórnmálamanna sem vilja ná virðingu á ný meðai þjóðarinn- ar, sem í raun og veru hatar þá, er hreinlega að þegja. Það er nefnilega ekkert í veröldinni vænlegra til árangurs í stjórn- málum en að þegja, því þá stuðar maður engan og engum líkar illa við mann og allir geta kosið mann. Þar sem kjósend- ur eru flestir hrjáðir af langvar- andi minnisleysi á alvarlegu stigi gleyma þeir fyrri orða- flaumi, aðgerðum eða aðgerða- leysi frambjóðandans, sem þá getur aftur farið að opna munninn og talar þá aðeins um þjóðþrifamál, sem allir eru hvort eð er sammála um. Önn- ur góð mælistika á framboðs- hugleiðingar er breytingar á málfari, orðanotkun og tals- máta, sem allt í einu verður að fáguðu kjarnyrtu íslensku máli í staðinn fyri slangrið sem frambjóðandinn notaði áður. Aðgengi: Eykst til muna Blaðamenn hafa löngum haft þá þumalputtaregglu að aukið aðgengi að almennt upptekn- um mönnum bendi til þess að þeir ætli sér í framboð. Eins og með allar góðar þumalputtar- egglur er á henni galli. Eins og áður sagði taka margir verð- andi frambjóðendur nefnilega til bragðs að byrja á því að þegja og láta ekki nokkurn mann ná í sig mánuðum sam- an, eða þar til þjóðin er hætt að smjatta á sögum um þá. Brjótast svo fram á sjónarsvið- ið með nýja ímynd. Þá virðist allt í einu vera hægt að ná í þá allan sólarhringinn. Þeir koma sér upp boðsíma og GSM-síma og ef svo ólíklega vill til að ekki næst í þá sjá þeir yfirleitt til þess að einhver sitji við sí- mann allan liðlangan daginn og taki samviskusamlega niður skilaboð. Síðan er hægt að mæla líkurnar á framboði eftir því hversu skjótt þeir svara þeim.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.