Helgarpósturinn - 11.04.1996, Side 31

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Side 31
FIMMTUDAGUR ±L APRÍL1996 31 rokkijP pjoðræknispróf Ófálr rokkarar hafa lotið í lægra haldi fyrir manninum með Ijálnn á eftirminnilegan hátt. HP gróf upp sex af þessum dauðdögum... Sex magnaðir dauðdágar í rokkinu 1. Johnny Ace Gamla rokk- stjarnan lét samstundis lífið baksviðs eftir tónleika á aö- fangadagskvöld í Houston þegar hann hóf að spila rúss- neska rúllettu af fullkomnu gáleysi... 2. John Bonham Hinn áhrifa- mikli trommuleikari Led Zep- pelin fannst látinn í rúmi í húsi gítarleikarans Jimmy Page eftir aö hafa innbyrt banvænan alkóhólskammt: 40 vodkaskot... 3. Sam Cooke Skotinn til bana áriö 1964 á móteli í Los Angeles af staðarhaldaran- um, sem hélt því síöan blá- kalt fram að Cooke heföi ver- ið líklegur innbrotsþjófur þótt hann hafi einungis verið íklæddur nærfötum. Kviödómur taldi morðiö réttlætanlegt... 4. Les Harvey Söngvari hljóm- sveitarinnar Stone the Crows var snögglega grillaður til bana á sviði áriö 1972 (fyrir framan þúsundir áhorfenda á tónleikum í borginni Swansea í Wales) þegar hann snerti míkrófón með rennblauta fætur... 5. Rory Storm Söngvari hljóm- sveitarinnar Merseybeat „gaf“ Bítlunum Ringo Starr eftir að hafa slegið eftirminni- lega í gegn og fannst svo áriö 1974 látinn ásamt móöur sinni. Þau höföu gert samn- ing um aö drepa sig meö of stórum lyfjaskammti... 6. Larry Williams Einn af upp- hafsmönnum rokksins samdi nokkur lög fyrir Bítlana og fannst sfðan myrtur áriö 1980 á milljón-dollara heimili sínu ásamt móður sinni. Bæði höföu þau upplifaö ferðalag .38 kalíbera byssu- kúlu gegnum heila sinn... HP stendur nú fyrir dauðaleit að hinum eina sanna íslendingi, karli eða konu. HP leitar nánar tiltekið að þeim sem hefur framar löndum sínum þjóðlega siði í hávegum og almenna tröllatrú á gæðum lands og þjóðar. Blaðið hefur þannig tekið að sér að verja vanmetinn málstað þess göfuga hóps íslendinga sem beijast af alefli gegn alþjóðlegum straumum sem eru að eyðileggja þjóðina með framandi mat, ferðalögum, léttvínssulli, samstarfi þjóðanna, sjónvarpsléttmeti og almennri alþjóðlegri meðalmennsku. Þau sem reyna með sér að þessu sinni eru fjöllistakonan og fyrrverandi ofurþulan Rósa Ingólfsdóttir og fjölmiðlatröllið Eiríkur Jónsson... Fjöllistakonan rótburstaði fjölmiðlatröllið 1. Hefurðu unniö störf tengd sjávarútvegi og landbúnaði? 2. Ertu í góöum tengslum við hina harðgeru ís- lensku náttúru? 3. Þykir þér íslenskt brennivín gott? 4. Hvernig líkar þér við blessaðan þorramatinn — er séríslenskur matur kannski sá besti í heimi 5. Hefuröu andstyggð á alþjóðasamstarfi á borð við Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið? 6. Eru Islendingasögurnar sannar? 7. Eru íslenskar konur þær fegurstu á gjörvöllu jarðríki og íslenskir karlmenn sterkastir? 8. Líður þér illa og ferð samstundis í heiftarlega fýlu þegar ísland tapar landsleik? 9. Hvaöa skoðun hefurðu á nauðsyn verndunar ís- lenska kynstofnsins? 10. Þjáistu af heimþrá þegar þú ert á ferðalögum erlendis? RI: Já. Ég hef unnið sem fiskisnyrtir, riðiö net hjá Hampiöjunni, slegiö tún og rakað. Og auk þess unniö fjöldamörg önnur land- búnaöarstörf. (1) RJ: Já. Ég er hluti af hinni yndislegu harögeru íslensku náttúru og ég nýti hvert einasta tækifæri sem gefst til aö vera úti í náttúrunni á útopnu. Mér líkar í raun viö allar geröir íslensks veöurfars. (1) RI: Já. Ef þaö er ískalt og hrímaö með kurli, [ litlu staupi. Og hiö nýja fjallagrasabrennivín er alveg frábært. (1) RI: Mér finnst hann aigert æöi og á sér enga hliðstæöu í heim- inum. Þorramaturinn er hollur, hvaö svo sem aörir segja, og ég er eindreginn aödáandi hans. íslenski maturinn er sá besti í heimi. Viö þurfum ekki annaö en líta til Bretlandseyja til aö sjá Þaö (l) RI: Þaö eru tvær leiöir til: Önnur er sú aö vera eins og Bjartur! Sumarhúsum, aö daga uppi á fjöllum meö sauöasóiskin f aug- um, eða líkt og á Brimarhólmi: ein leiö inn en engin út. Hvort ei betra? (1/2) RI: Aö sjálfsögöu eru þær sannar og meira en þaö. Þær eru guödómlegar og í þeim er allt sem viö þurfum á aö halda. Viö eigum aö hygla þessu efni alls staöar. (1) RI: Ég held aö þaö sé ekki hægt að neita því. Þaö er bara staðreynd. Hér er jafnfallegasta kvenfólkiö ogjafnsterkustu karlmennirnir. (1) RI: Já. Þá fer ég í hroöalega fýlu og er ekki mönnum sinnandi vegna spælingar. En þá hugsa ég meö mér: Þaö kemur dagur eftir þennan dag. (1) RI: Ég er mikil þjóöernismanneskja og vil í raun og veru enga blóöblöndun og tel þaö farsælast aö halda okkur sem hrein- ustum. Þaö veröur bara aö hafa þaö ef einhverjir móögast viö þetta. (1,5) RI: Já. Ég er aldrei glaöari en þegar hurðin opnast á Keflavíkur- flugvelli og flugfreyjan segir: Gjöriöi svo vel. Þá gríp ég andann á lofti í unaðsteygum og soga aö mér íslenskt súrefni. Heima er best. (1,5) EJ: Já. Ég vann viö forvinnslu í frystihúsi: tók á móti ftskinum, þvoöi hann og setti í þar til gerö ker sem fóru meö færibandi inn í hús. Á fyrsta degi sá ég aö þaö var hægt aö spara sér tíma og taka reykingapásu meö því aö yfirfylla keriö, en fljót- lega slitnaöi færibandiö og frystihúsiö var lokaö í viku. í land- búnaöi var ég síöan mjög fær viö aö slá á traktor, enda hóf ég þá iöju tíu ára. (1) EJ: Já, þaö er ég. Mér finnst til dæmis best aö vera f sundi í vondu veöri því þá syndi ég yfirleitt í kafi sem þjálfar lungun svo vel. Einnig er heillavænlegast aö fara á hestbak þegar vindur og sandfok er, því þá veröa hestarnir svo viljugir. (1,5) EJ: Já. Iskalt í litlu staupi og meö einhverjum öörum því hann veröur svo fljótt skemmtilegur. (1) EJ: Ég boröa rófustöppuna. Og íslenska lambakjötiö er senni- lega besta kjöt í heimi. Þaö er hin eina sanna villibráö og ákaf- lega sérstakt bragö af því. (1/2) EJ: Neinei. (ö) EJ: Nei, þaö held ég ekki. Þetta eru bara sögur og um daginn frétti ég aö þær væru leikrit. (-1) EJ: Já. Það er mín reynsla. Og hef ég nú fariö víöa. Ég hef ver- iö í skólum í fimm heimsálfum og kynnst þar mörgum karl- mönnum og konum. En þetta er samt niöurstaðan. (I) EJ: Nei. Þaö er helst aö þaö gleöji mig eilítiö, því þá get ég aö minnsta kosti talað eitthvað viö þá sem eru aö horfa á þetta meö mér. Landsleikir eru svo gott umræðuefni. (- 1) EJ: Ég myndi helst vilja blanda okkur meira viö Dani, því þaö- an er sennilega þaö besta úr okkur komiö. (D) EJ: Já. Þaö skemmtilegasta viö feröalög er aö leggja af staö og koma heim aftur. Allt þar á milli er bara meira og minna vandræöi. (1) ÚRSLIT: Rósa hreinlega rótburstaði Eirík og sprengdi stigaskalann með 10 1/2 stigi gegn 4. Þjóðernissinninn Rósa er svo mikill íslendingur að erfitt er að sjá að Egill Skallagrímsson eða Gunnar á Hlíðarenda næðu að skáka henni. Þetta er fyrirsögn Pyrir utan Listasafn íslands stendur stytta sem búið er að krota á íslendingar eru lygar- ar. En þar sem íslendingur hef- ur eflaust krotað þetta hlýtur það að vera Iygi, ekki satt? Við þetta prakkaralega krot hófst ráp mitt um nokkur listasöfn og gallerí borgarinnar, og kannski gaf það tóninn fyrir það sem á eftir kom. Eru lista- menn ekki stöðugt ljúgandi einhverjum sannindum? Svip- að og „skáldskapurinn verður til þegar skrökvað er satt“ eins og Guðmundur Andri laug einhvers staðar svo vel. Meðan ég mölbraut hugann um þetta gekk ég eftir brotnum gangstéttarhellum inn í LÍ(gi) þar sem ætlunin var að bíta í íslenska úrvalshefð af upp- lognum brilljantínum. Og þeg- ar ég gekk inn í salardýrðina á efri hæðinni leið mér einmitt fljótlega eins og ég hefði verið doblaður upp úr skónum. Fyrir aftan mig stæði listamaðurinn og berðist við að halda niðri í sér hlátrinum meðan ég reyndi að skilja sannleikann á veggj- unum, sem eftir allt saman var svo bara gabb. Eða hvað? Hvernig er hægt að komast til botns í tveimur gulum strik- um, tveimur bláum strikum og einu rauðu? Eða sökkva sér í pælingar á rauðum svamp- bólstrum sem búið er að hengja upp á vegg? Ég gekk á milli verkanna og reyndi að átta mig á snilldinni en það var ekki fyrr en ég kom að stól með þrjár lappir sem ég náði tengingu og hugsaði: „Ahh, listamaðurinn er að storka ein- hvers konar jafnvægislögmáli, sniðugt!" en þá kom safnvörð- urinn og settist í stólinn. Ég þóttist vera að leita að ein- hverju en kom mér svo fljót- lega út. Safnvörðurinn sat eftir með talstöð í hendinni en reyndi engu að síður að ná út- sendingum útvarpsins í leið- indum sínum. Á Kjarvalsstöðum sat annar safnvörður í öðrum stól, horfði í gaupnir sér, og beið eftir að deyja. Inni í salnum héngu yfir- þyrmandi og töffaralegar myndir en ég stóð á miðju gólf- inu og beið eftir að skilja. Svo að upplifa. Aftur að skilja. En ekkert gekk og þegar ég var kominn með dúndrandi lista- verk kom ég mér út og inn í gallerí niðri í miðbæ. Þar vakti málverk af allsberri konu sem hét Þetta er kona einna mesta athygli mína. Einfalt og að- gengilegt. Ókei, en hvað svo? Annaðhvort skilur maður ekki neitt eða skilur einhvern veg- inn of mikið, en spáir svo í hvort maður sé að einfalda eða sé einfaldlega einfaldur. í öðru galleríi í sama miðbæ voru myndir í ýmsum litum af ein- hverju, og ég var aftur lentur í „Ég gekk á milli verkanna og reyndi að átta mig á snilld- inni en það var ekki fyrr en ég kom að stól með þrjár lappir sem ég náði tengingu og hugsaði: „Ahh, listamað- urinn er að storka einhvers konar jafnvægislögmáli, sniðugt!" en þá kom safnvörðurinn og settist í stólinn.“ því að skilja ekki neitt í neinu. Og fljótlega ekki einu sinni sjálfan mig þegar ég rýndi í ein- hverjar slettur sem málaðar voru með „frjálsri aðferð" og hækkuðu í verði eftir því sem „frelsið“ varð meira. Kannski var galleríið hluti af frelsinu, því það var ekki nokkur maður þarna inni, enginn eigandi, enginn vörður, enginn annar ringlaður gestur. Og á veggjun- um engin krassandi lygsta- verk, aðeins illa krassað plat- plat. Svona eins og öllu saman hefði verið hent upp á vegg í einhverju bríaríi og svo bara ákveðið að láta ráðast hvernig færi. Alveg frjáls aðferð. Gall- ery Freestyle. Og svona hélt þetta áfram. Einhvers konar ekkert ríkjandi í listasölum borgarinnar, alls staðar var enginn annar. Á veggjunum hékk einmana lista- gyðjan og fróaði sjálfri sér en fáum öðrum, nema kannski stundum safnvörðunum sem þó líktust meira höggmyndum en lifandi fólki. Enda lífs- þreytta listagyðjan búin að mála þá út í horn þar sem þeir sátu eins og undirgefnir makar og drepleiddist. Myndlistin og verðirnir þannig komin í hjónaband og minntu á roskin hjón eftir að ungarnir eru flognir úr hreiðrinu sem von- ast eftir heimsókn á sunnudög- um, eða hvenær sem gestirnir mæta nú í þessa annars fallegu listasali. Sem kallast skemmti- lega á við nútímalegt sam- bandsleysi barnabarna og ömmu og afa eftir að þau urðu nokkurs konar safngripir á elli- heimilum sem eru „skoðuð" af barnabörnunum um helgar. Amma og afi því orðin að list sem svo aftur vonast til að barnabörnin hafi lyst á gamal- mennum og öðru góðgæti. Já, listin. Er lífið. Það er svo furðulegt að eins og flestir rithöfundar eru yfir- leitt leiðinlegir eru skáldverk þeirra yfirleitt skemmtileg. En í myndlistinni virðist þetta snúast við, flestir eru lista- mennirnir þrælskemmtilegir en list þeirra aftur Ieiðinleg. Eg gæti reyndar haldið áfram og bent á að flestir blaðamenn eru yfirleitt bitrir leiðindapúk- ar sem samt skrifa oft skemmtilegar greinar. Og ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn eru flestir stórskemmtilegir þótt þeir leggist á eitt um að gera hundleiðinlegar bíó- myndir. En ef ég ætlaði að halda svona áfram yrði pistill- inn allt of langur og ég að príla upp í dómarasæti, nokkuð sem ég ætla að sjálfsögðu ekki að gera. En af hverju er svona mikill dauði, doði og drepleiðindi ríkjandi í myndlistarsölum bæjarins þegar listamennirnir eru svona flamboyant týpur sem allar virðast vera að gera alveg frábæra hluti? Eða að minnsta kosti speeees hluti. Kannski er það af því aðrir skilja þá ekki eða kannski vegna þess að aðrir eru í eng- um tengslum við þá og kannski þess vegna nennir enginn að mæta og mæna á myndlist. Kannski eru listamennirnir fyrst og fremst að mála hver fyrir annan. Og kannski þess vegna ættu listamennirnir bara að sýna verk sínum í góð- um partíum heima hjá sér. Og kannski ætti bara að breyta öllum listasölum borgarinnar í leikskóla, ganga þannig alla leið. í þeim yrði svo stunduð myndlist með „frjálsri aðferð" og í kringum myndirnar yrði stöðugt líf og fjör. Eða kannski hef ég ekki nokkurt vit á list og er að missa af einhverju hyl- djúpu plotti, kannski. Listarápið endaði svo á Ný- listasafninu, sem var lokað vegna erfidrykkju, og var ein- hvern veginn táknrænt. Dauð- inn og listagyðjan runnin sam- an í eitt. Höfundur ætlaði ungur að verða myndlist- armaður, en uppgötvaði eigið hæfileikaleysi og reyndi næst fyrir sér í blaðamennsku og kvikmyndagerð. Nú er hann að hugsa um að verða iögga eða siökkviliðsmaður.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.