Helgarpósturinn - 16.01.1997, Side 11
FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1997
mmm 11
Peningaveiði útgerðarfyrirtækja
Mesta eignatilfærsla íslandssögunnar
Stjórnmál
Hördur Bergmann
/WÖGU
iNGHÆSTA ÁVÖXTUNr
HLUTABREPASt'
ltt8KSW íJAWiölHJUNN U\ r ,u V\ „
10/ % ávöxtun
"^ssSiSEr^-l
Afleiðingar laga, sem gilda
um fiskveiðistjórnun og
skattlagningu, hafa birst með
óvæntum og skýrum hætti síð-
ustu vikur. Sú eignatilfæring
og mismunun, sem lögin valda,
er orðin ljósari en verið hefur.
Birst hafa ýmiss konar yfirlit
og viðtöl í dagblöðum sem
varpa ljósi á þessa tilfærslu.
Einnig hefur verið fjallað í
hljóð- og sjónvarpi um ótrú-
lega eignaaukningu hlutafé-
laga, einkum þeirra sem
stunda útgerð eftir að
Sighvatur Björgvinsson vakti
athygli á málinu nú í vikunni.
Æðisleg auglýsingaherferð
verðbréfasjóðanna fyrir ára-
mót, þar sem verið var að aug-
lýsa skattafslátt og hlutabréf
með himinháum tölum um
arðsvon, varpaði einnig
nokkru ljósi. á hvað er að ger-
ast. Hve stríður fjárstraumur-
inn til þeirra sem hafa kvóta er
orðinn. Hlutafjársjóðurinn ís-
haf hf. birti margar heilsíðu-
auglýsingar um tengsl sín við
sjávarútveginn til að hvetja þá
sem eiga peninga afgangs til að
koma með þá til sín. Hinn ungi
og pattaralegi íslenski verð-
bréfamarkaður og lög um
skattafslátt vegna hlutabréfa-
kaupa örva strauminn og auð-
velda hann. Ekki verður lengur
dregið í efa að nú eru að rætast
spádómar glöggra hagfræð-
inga og þjóðfélagsrýnenda um
að framundan væri mesta
eignatilfærsla í sögu þjóðar-
innar eftir að fest var í lög að
veiðileyfi skyldu veitt ókeypis í
formi kvóta þeim sem áttu
fiskiskip 1983 og jafnframt
ákveðið að leyfilegt væri að
selja þau. Hlutafélög á verð-
bréfamarkaðnum eru orðin
peningamaskína sem framleið-
ir sívaxandi fjármagn handa
eigendum sínum. Þeir sem eiga
peninga aflögu geta nú fært
peninga sína til þeirra með
einu símtali eins og fram kem-
ur í augiýsingum hlutabréfa-
sjóðanna!
En ábyrgðarleysi hjá Alþingi
íslendinga er því miður ekki
einskorðað við lögin um fisk-
veiðistjórnun. Aldrei hefur ver-
ið ljósara en nú hve óþarft er
og ósanngjarnt að veita með
lögum sérstakan skattafslátt
vegna hlutabréfakaupa. Þarf
að hvetja til slíkra kaupa með
því að veita kaupendunum sér-
stakan afslátt af tekjuskatti á
sama tíma og keppst er um að
auglýsa 100% arðsvon og
greina frá nær 40% meðal-
hækkun á hlutabréfum hér á
landi undanfarin þrjú ár? Upp-
lýsingar um hækkunina koma
m.a. fram í yfirlitgrein Sigurð-
ar B. Stefánssonar í Morgun-
blaðinu 19. desember sl. Þar
segir: „Hlutabréfaverð hér
hækkaði um 25% árið 1994,
33% árið 1995 og um nálægt
60% árið 1996 eða að jafnaði
38% hvert árið.“
Vaxandi uggur og reiði
Viðskipti með fiskveiðikvóta
hér á landi eru sem kunnugt er
einsdæmi í veröldinni. Þetta
eru viðskipti sem fara fram án
þess að löglegur eigandi þess
sem verslað er með komi ná-
lægt viðskiptunum. Siðlausari
viðskipti er vart hægt að hugsa
sér - en lögleg eru þau! Þjóðin,
eigandinn, horfir á í forundran.
Og sífellt fjölgar þeim sem
koma hlaupandi til útgerðanna
með þá peninga, sem þeir hafa
aflögu, og kaupa hlutabréf í
fyrirtækjum sem nýta eign
þeirra án endurgjalds. Dýr
hlutabréf vegna þess að eignin
er eftirsótt með afbrigðum og
hækkar ört í verði. Án þess að
eigendurnir njóti góðs af. Fjár-
streymið beinist eins og fyrri
daginn til þeirra sem mest hafa
fyrir, þeirra sem Alþingi ákvað
að afhenda þjóðareignina á
fiskimiðunum endurgjalds-
laust fyrir meira en 13 árum og
þeirra sem gerðu góð kaup eft-
ir það.
Við getum fengið nokkra
hugmynd um hve stríður fjár-
straumurinn til kvóthafanna er
með því að skoða ummæli sem
birtust í Mbl. 22. des. Þar er
haft eftir Einari Guðfínnssyni,
fyrsta þingmanni Vestfjarða:
„Ég er sannfærður um það að
ef þetta gengur svona óbreytt
áfram þá mun fólk rísa upp og
það veit enginn til hvers það
mun leiða. Þreföldun á verði
þorskaflaheimilda á um 20
mánuðum er auðvitað gersam-
lega óþolandi. Girðir fyrir það
að nýherjar hasli sér völl í
greininni, býr til óverðskuldað-
an auð og gefur að lokum kröf-
unni um veiðileyfagjald byr
undir báða vængi.“ Þessi orð
eru athyglisverð fyrir fleira en
upplýsingarnar um þreföldun
Við erum með 63 þing-
menn ívinnu við að
setja réttlát og skyn-
samleg lög. Þrátt fyrir
nokkra viðleitni í þing-
flokki jafnaðarmanna
hefur þjóðin ekki ennþá
fengið skýrar, vel út-
færðar tillögur um
veiðigjald og breytta
stjórnun fiskveiða? Hafa
menn ekki áhuga á end-
urkjöri? Skortir eitthvað
á skilning á því sem er
að gerast?“
kvótaverðs; lesandinn fær á tii-
finninguna að þessi þingmaður
Sjálfstæðisflokksins sé að kom-
ast í byltingarham. Vilji ráðast
gegn óþolandi auðsöfnun. Það
sama gildir sem kunnugt er um
þau viðhorf sem ritstjórar
Morgunblaðsins hafa túlkað.
Og sífellt bætist í þann hóp.
Yfirlit byggt á tölum frá
Verðbréfaþingi, birt í Mbl. 8.
jan., segir líka sitt um fjár-
strauminn til þeirra sem hafa
kvóta. Samkvæmt yfirlitinu var
ávöxtun í hlutabréfum sex fyr-
irtækja yfir 200% og þar af eru
fjögur sjávarútvegsfyrirtæki.
Sex til viðbótar eru með ávöxt-
un yfir 100% og þar af eru fjög-
ur útvegsfyrirtæki og eitt með
blandaðan sjóð.
Ör hækkun á kvótaverði ger-
ir erfitt að áætla hve mikið fé
kvótanotendurnir teljast vera
með í höndunum um þessar
mundir. Hve ótrúlegar upp-
hæðir einstaklingar hafa feng-
ið í skjóli laga um fiskveiði-
stjórnun kemur m.a. fram í
dæmisögu um það hvernig 5
milljónir urðu að 35 á fáum ár-
um á forsíðu DV 6. janúar. Út-
tekt, sem birt er í DV 10. jan.,
talar líka sínu máli. Þar er talið
að kvóti Hrannar hf., sem átti
Guðbjörgu ÍS, og sameinaðist
Samherja hf. á Akureyri, jafn-
gildi 1,4 milljörðum. Sjö hlut-
hafar skipta með sér þessum
1,4 milljörðum svo segja má að
þjóðin hafi gefið þeim nokkur
hundruð milljónir hverjum
með lögum frá Alþingi og fram-
kvæmd sem ákveðin er með
reglugerðum Þorsteins Páls-
sonar og annarra sjávarút-
vegsráðherra sem mótað hafa
framkvæmdina.
Heildarverðmæti þeirrar
gjafar, sem Alþingi hefur fært
eigendum útgerðarfyrirtækja
með úthlutun ókeypis kvóta,
virðist hækka svo ört um þess-
ar mundir að erfitt er að reikna
söluverðmætið út. Verðið á
leyfi til að veiða kíló af þorski á
þessu fiskveiðiári fór í des-
ember upp í álíka verð og fæst
fyrir kíló af slægðum þorski á
markaði, um 85 kr., hvernig
sem á því stendur. Ef við marg-
földum þau 186 þús. tonn, sem
veiða má af þorski á þessu
kvótaári, með 85 kemur í ljós
að það gæti það gefið allt að 16
milljarða í aðra hönd að leigja
kvótann í eitt ár. Væri hann
seldur til frambúðar á núver-
andi markaðsverði má marg-
falda með 5-6 og þá erum við
komin um og yfir 80 milljarða,
bara fyrir þorskinn.
Lagabreytingar strax
Það er því miður allt of al-
gengt að Alþingi setji lög sem
hafa óvæntar og varasamar af-
leiðingar; auki bilið milli
snauðra og auðugra. Allt of oft
dregst úr hófi að afnema slík
lög eða breyta þeim. Nýleg lög
um fjármagnstekjuskatt falla í
þennan flokk með því að lækka
skatta af arði, söluhagnaði og
leigutekjum. Verslunarráð og
verðbréfafyrirtækin fengu því
ráðið að afnámi hins löngu úr-
elta skattafsláttar vegna hluta-
bréfakaupa var frestað um
þrjú ár. Lögbinding þess af-
sláttar kostaði ríkissjóð 625
milljónir af skatttekjum sem
ella hefðu fengist vegna tekna
árið 1995 skv. upplýsingum
sem ég fékk í fjármálaráðu-
neytinu. Tekjutap af þessum
sökum verður vafalítið meira
en milljarður vegna tekna 1996
bæði vegna mokafla útgerðar-
fyrirtækja á verðbréfamarkaði
og hinnar æsilegu auglýsinga-
herferðar verðbréfafyrirtækja
og banka í árslok. Aðrir verða
því að lyfta þessari skattbyrði,
þ.á m. þeir sem hafa úr
minnstu að spila. Við það á
ekki að una. Mistök og misrétti
á að leiðrétta við fyrsta tæki-
færi; gefa meinsemdinni ekki
tækifæri til að grafa um sig.
Sefur stjórnarandstaðan á
varðstöðu sinni? Hvað með
réttlætiskennd þeirra sem sitja
í herbúðum stjórnarinnar?
Það skal fúslega viðurkennt
að mun brýnna er þó frá sjón-
arhóli almannahagsmuna að
hægja á peningakvörninni sem
malar dag og nótt í þágu kvóta-
hafa. Á kostnað þeirra sem
eiga kvótann samkvæmt lög-
um sem fást ekki framkvæmd.
Verkefnið felst augljóslega í
því að færa verðmætin, sem
verið er að selja, til réttra eig-
enda í áföngum. Það er löngu
búið að bæta þeim aðilum sem
áttu fiskiskip 1983 fjárhagslegt
tjón sem þeir urðu fyrir þegar
farið var að takmarka veiðar
með kvóta. Þeir stóðu sjálfir
fyrir ofveiðinni og takmörkuðu
þar með siðferðilegan rétt sinn
til bóta. Og við skulum ekki
gleyma því að sjómönnum,
fiskvinnslufólki og fiskverk-
endum var ekki bætt tjón sitt.
Ekki heldur þjóðinni, sem þó
er sífellt að minna sig á hve
mikið hún á undir fiskveiðum.
Viðskiptum með kvóta má
halda áfram til að tryggja hag-
kvæma útgerð. En þau verða
að fara fram með þátttöku
þess aðila sem telst eiga verð-
mætin lögum samkvæmt, þjóð-
arinnar. Eða réttara sagt þeirra
valdastofnana sem fara með
umboð eigandans. Alþingi og
ríkisvaldið fá þar með krefj-
andi og lærdómsríkt hlutverk.
Að verðleggja veiðileyfi, ráð-
stafa tekjum af því og skilyrða
notkun leyfanna. Skynsamlega
að sjálfsögðu.
Við erum með 63 þingmenn í
vinnu við að setja réttlát og
skynsamleg lög. Þrátt fyrir
nokkra viðleitni í þingflokki
jafnaðarmanna hefur þjóðin
ekki ennþá fengið skýrar, vel
útfærðar tillögur um veiðigjald
og breytta stjórnun fiskveiða?
Hafa menn ekki áhuga á endur-
kjöri? Skortir eitthvað á skiln-
ing á því sem er að gerast?
FÁEIN KRÆKLÓTT HUGGUNARORÐ
ITL UNGS OG BÁLREHDS HÖFUNDAR
(vegna greinar í HP fimmtudaginn 9. janúar 1997)
— «eidona
im ~ tiægl ^ertö»sP',rnMVS
***** ““ S™'“wtS í'ami sem sta»w »
•^Sist ffltt| ikfM 5SSS'
w? vei ynvf.Sftó «*w»
i'lrnso"' yiniuí »»”
tio" ***£&$! bafW
Kæri Hallgrímur!
Það er rétt hjá þér að nafn-
orðið umi er dregið af forsetn-
ingunni um og merkir tuldur,
taut eða muldur. Það er semsé
haft um hljóðin úr þeim sem
eru að reyna að tala um eitt-
hvað einhvers staðar þar sem
merkingarlaus hávaði er ráð-
andi.
Þess vegna heita ritgerða-
söfnin mín uml, uml II, uml III
o.s.frv.
Hver sagði þér það annars?
Það er hins vegar rangt hjá
þér að stafurinn sem ég hef hjá
mér á myndinni heiti ess. Hann
heitir joð. En það var ekki von
þú þekktir hann strax því hann
er á hvolfi.
Það er mikill styrkur í því að
ganga við joð á hvolfi.
Þá er upp talið allt það sem
rétt er eða rangt í grein þinni.
Um hitt get ég illa fjallað því
ég er óvanur að hnotabítast
við atvinnu-óvita.
Þó langar mig til að minna
þig á það að biðlund Dauðans
hefur margoft komið aftan að
þeim sem vilja gera æsku sína
að ævistarfi.
Hitt er svo eins og hver önn-
ur tilviljun, að ég var einmitt
að lesa bók eftir Prseklad Pod-
vodný (sem líklega er tékk-
neskur lærisveinn Voltaires).
Hún heitir „1001 hints for ef-
fective self-infliction“ (Publis-
hed 1920 in Boston, Mass. by
The Massachusetts Institution
for the Bewildered).
Þar standa m.a. þessar ráð-
leggingar:
„Ef þér finnst þú þurfa að
skjóta sjálfan þig í fótinn á al-
mannafæri þá skaltu:
1) helst gera það með vatns-
byssu (því sokkar eru fljótir að
þorna)
2) en heimti kringumstæð-
urnar að það komi blóð skaltu
nota minnstu gerð af skamm-
byssu (með stálkúlu).
3) notaðu aldrei hríðskota-
byssu, það er stórháskalegt og
getur skaðað þig meira en
áhorfendurnir vilja sjá.“
Tilviljanir eru alveg æði.
Aldrei verð ég svo gamall að
ég hætti að skemmta mér við
þær.
Hefur þú orðið fyrir tilviljun
úr plasti?
Það væri þá ekta plast.
Eða þannig, sko.
Með hugheilum kveðjum,
Þorgeir Þorgeirson
300433.3409