Helgarpósturinn - 16.01.1997, Side 12
FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1997
ffi*^nersand
‘Democratíc Vafi
■njamin DeMwt 3,1
;wto©í*
MAXBEE
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Frá og með 15. janúar 1997 hefst innlausn á
útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
bækur
Hinsta andvarp márans
Salman Rushdie
Þýöandi: Árni Óskarsson
Mál og menning 1996
★★★ 1/2
Iér er á ferðinni bók
sem ekki verður
lesin í flýti, hún þarf
íhygli við og gaumgæfni
svo er hún þéttfléttuð
og margbrotin. Saga
nokkurra kynslóða,
hundrað ára saga fólks
og lands, ef ekki líka
landa, þó að meginstraumar
liggi um Bombay. Frásögnin,
sem er þrungin táknum og til-
vísunum, er um Gama Zogoiby-
fjölskylduna sögð af Moraes,
eða Máranum og eins og getið
er á kápusíðu: „Saga um mikla
glæpi og stórkostlega glópsku,
ótrúlega útsmogin launráð
haldast í hendur við takmarka-
lausa skammsýni og öll er frá-
sögnin mettuð þungum pipar-
ilmi ódauðlegrar ástar...“
Það er óhætt að fullyrða að
þessi mikla örlagasaga er gríp-
andi, magnþrungið verk, tryll-
ingsleg og illþefjandi á köflum
en líka grátbrosleg og hrífandi í
senn. Þýðing Áma Oskarsson-
ar á þessu mikla bókmennta-
verki hlýtur að teljast hreint
þrekvirki, miðað við margbrot-
ið og margslungið efnið, sem
skilar sér á íslenskunni í lipur-
legu máli og óþvinguðu.
Þórleif Ólafsson
Ritskoðun,
og marmrétttndi klámkón
stjórum Morgunblaðsins í fjöl-
miðladálki blaðsins og nokkru
síðar var Ásgeir ekki lengur
reglulegur skríbent blaðs allra
landsmanna. Alexander Cock-
bum vílar ekki fyrir sér að
uppnefna ritstjóra og út-
gefendur vikuritsins The
Nation þar sem hann skrif-
ar dálkinn „Beat the De-
vil“. Tilefnið er viðbrögð
sem Cockburn fékk við
niðursöllun á grein Pauls
Berman í New Yorker um
morð contra-skæruliða í
Nicaragua á Bandaríkja-
manninum Ben Linder.
Berman er eins og Cock-
burn og The Nation hluti af
bandaríska vinstrinu. í les-
endabréfum var Cockburn
spurður hvers vegna hann
væri að bendla jafnágætan
mann og Berman við Oli-
ver North og aðra hægri-
hauka. Hvað með sam-
stöðuna, Cockburn, og
hvers vegna í ósköpunum
er Nation að birta svona
ásakanir?
Cockburn svarar: Þótt
ritstjóri og útgefendur séu
þekktir fyrir sauðalegt
frjálslyndi og samúð með
tittum eins og Berman þá
kalla ég hlutina réttum
nöfnum. Daginn sem reynt
verður að ritskoða mig er
ég hættur. í greininni í
New Yorker sleikti Berman
hægrigamma og contra-
liða sem ataðir eru blóði
saklauss fólks.
Skoðanaskiptin gefa
áhugaverða innsýn í heim
bandarískra vinstrimanna
þar sem takast á húma-
nískir pragmatistar sem
styðja Clinton og vilja
gera gott úr slæmu ástandi
og harðlínumenn eins og
Cockburn (raunar fæddur
Breti) og Ken Silverstein
(sem gefur út pólitíska
fréttablaðið CounterPunch
í félagi við Cockburn).
Hreintrúarmennirnir fall-
ast ekki á málamiðlunina
milli vinstrimanna og Clin-
tons og telja hann hafa
svikið málstaðinn svo
rækilega að enginn munur
sé á Clinton og repúblikön-
um. Róttæklingurinn og
neytendafrömuðurinn
Ralph Nader fékk stuðn-
ing hreintrúarmanna í for-
setakosningunum í haust.
Munnhoggeríið var í
tölublaði Nation frá 9. des-
ember en aðalefni þess
tölublaðs er breiðsíða
gegn elítunni sem smættar
stærstu þjóðfélagsvanda-
mál Bandaríkjanna niður í
borgaralegan siðbrest, un-
civility. Frá Clinton og nið-
ur í kennarann í dreifbýlis-
háskólanum (en ekki neð-
ar en það) er sú þjóðfé-
lagsgreining í tísku að ef
aðeins Bandaríkjamenn til-
einkuðu sér borgaralega
dyggð myndu glæpir, upp-
lausn fjölskyldunnar og
önnur óáran réna. Höfundur
breiðsíðunnar, Benjamin De-
Mott, ásakar þá sem bera uppi
þessa umræðu, þ.e. mennta-
menn, um algjöran skort á
sjálfsgagnrýni og að tala niður
til almennings sem á að taka
sér dyggðir hinna efnameiri og
betur settu'sér til fyrirmyndar.
Tekjuskiptingin og þjóðfélags-
legt ranglæti er ekki á dagskrá
menntamannanna.
Ekki verður skilið við Nation
án þess að minnast á merki-
lega bók sem nýkomin er út og
skrifað er um í blaðið 16. des-
ember. Carolyn Eisenberg
sagnfræðingur hefur varið
rúmum áratug í að rannsaka
upphaf kalda stríðsins. Skipt-
ing Þýskalands eftir seinna
stríð var jafnframt
tvískipting heimsins
alls, í austur og vest-
ur. Winston Churc-
hill hélt magnaða
ræðu árið 1949 í
smábænum Fulton í
Bandaríkjunum þar
sem „járntjaldið"
var fyrst nefnt. Ræð-
an lagði drög að
þeirri söguskoðun
að Stalín og Sovét-
ríkin væru aðalsöku-
dólgurinn. En það er
hæpið, svo ekki sé
meira sagt. Bók Ei-
senbergs, Drawing
the Line: The Amer-
ican Decision to
Divide Germany,
1944-1949, dregur
upp þá mynd að rík-
isstjórn Trumans
hafi kalt og yfirveg-
að ákveðið að skipta Þýska-
landi milli Vesturveldanna og
Sovétríkjanna. Roosevelt, for-
veri Trumans, hafði komist að
samkomulagi við Stalín um
framtíð Þýskalands. Áhrifa-
miklir ráðgjafar Trumans, t.d.
John Foster Dulles og George
Marshall, töldu Sovétríkin
efnahags- og hernaðarlega
vanmáttug eftir stríð og sann-
færðu forsetann, sem hafði
litla reynslu í utanríkismálum,
um að óþarfi væri að hafa Sov-
étríkin með í ráðagerðum um
framtíð Þýskalands. Bandarík-
in töldu sig ekki þurfa að taka
tillit til sovéskra hagsmuna og
tortryggnin sem alið var á með
ýmsum ráðstöfunum af hálfu
Vesturveldanna endaði með
fjandskap á milli sigurvegara
seinna stríðs.
Engar öfgar er að finna í
breska mánaðarritinu Prospect
sem fyrrverandi blaðamaður
Financial Times, David Good-
hart, stofnaði fyrir tveimur ár-
um. Alla jafna eru áhugaverðar
greinar í hverju hefti. Greinar
um efnahagsmál og stjórnmál
eru skrifaðar fyrir upplýsta les-
endur sem búa að almennu
menningarlæsi en ekki sér-
þekkingu. í janúarútgáfunni er
m.a. fjallað um iðnvæðingu há-
skólanáms í Bretlandi. A.C.
Greyling, kennari við Birkbeck
og Oxford, harmar það að við-
Myndi íslenskur dálkahöf-
undur komast upp með
að kalla ritstjóra sinn sauða-
legan frjálslyndismann? Tæp-
lega. Ásgeir Friðgeirsson and-
aði einu sinni gagnrýni að rit-
1. flokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
2. flokki 1992
1. flokki 1993
3. flokki 1993
1. flokki 1994
1. flokki 1995
1. flokki 1996
2. flokki 1996
3. flokki 1996
20. útdráttur
■ 17. útdráttur
16. útdráttur
15. útdráttur
11. útdráttur
9. útdráttur
8. útdráttur
5. útdráttur
2. útdráttur
2. útdráttur
2. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu,
miðvikudaginn 15. janúar.
Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi
í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis-
skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum
og verðbréfafyrirtækjum.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
I 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 6900
sem tröllríður
listum og
m e n n i n g u .
Þjóð án lista,
skrifar Tusa, er
hætt að ræða
við sjálfa sig,
týnir draumn-
um, skoðar ekki
fortíð sína og er
áhugalaus um
framtíðina.
Um áramótin
var frumsýnd kvik-
mynd Milos For-
man, The People
vs. Larry Flynt
(Ákæruvaldið gegn
Larry Flynt), um
baráttu klámhunds-
ins útgefanda Hustl-
er fyrir málfrelsi.
Eins og fæstir vita er
Hustler gróf útgáfa af
Playboy og Larry
Flynt ekki merkilegur pappír.
En hann, líkt og aðrir banda-
rískir þegnar, á stjórnarskrár-
varið málfrelsi. Framleiðendur
myndarinnar birta heilsíðu-
auglýsingu í tímaritinu New
Yorker þar sem endurprentað-
ur er dálkur Franks Rich í New
York Times. Rich freistar þess
að sýna fram á að almennt mál-
frelsi fær ekki staðist án þess
að ná einnig til einstaklinga
sem annars ættu ekki skilið að
njóta slíkrar verndar. Slíkur
maður er Larry
Flynt. Á íslandi höfum við
Hrafn Jökulsson, hraðlyginn
blaðamann (sbr. leiðara HP 19.
des. sl) og gífuryrtan (sbr.
„glæpamannaframleiðandi rík-
isins“ um fangelsismálastjóra),
sem við þurfum að taka upp
hanskann fyrir jafnvel þótt
maður fái óbragð í munninn.
Heldur tekur maður málstað
aumkunarverðs einstaklings,
til að verja almenn réttindi,
fremur en leyfa niðursöllun á
meginreglu til að viðkomandi
fái makleg málagjöld.
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
4. flokki 1992 - 13. útdráttur
4. flokki 1994 - 6. útdráttur
2. flokki 1995 - 4. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1997.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa-
fyrirtækjum.
[S] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
|| HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900
GERMANVS
EASTKRX EMPIRE
skipta- og hagkvæmis-
sjónarmið séu orðin
ráðandi í háskólasam-
félaginu. Páll Skúla-
son heimspekipró-
fessor hefur túlkað
áþekkt viðhorf hér-
lendis. Samkvæmt
Prospect er líka
kreppa í breskri
menningu og hún er
af sömu rótum.
John Tusa, for-
stöðumaður Barb-
ican-menningar-
miðstöðvarinnar,
ræðir fjársvelti
menningarlífsins
en jafnframt var-
ar hann við pen-
ingahyggjunni
m\n- MTitvi
TBE DULI.EST
STATESAfcVN
MALTUUSIAN
MYTHS
MKHDLU K*SltITADT„>
JOINIXG THEAA
CI.LS
* TtAT lIÍ IKAVÍ.TX
•JOHVTLS*
■ n*Vtt>ursEv
■ OffTÍIUSMO tiTKtK'IJI
• HMnaDinvttg
TÍIE STORY WHOSE
ftMEHASOOMEw
Bandarískir vinstrímenn munn-
höggvast á síðum The Nation:
Húmanískir pragmatistar fá það
óþvegið frá hreintrúarmönnum og
menntamenn liggja undir ámæli
fyrír að tala niður til almennings.
í Prospect er skrífað um kreppuna
í bresku háskólasamfélagi.
Ástandið er litlu skárra í menningu
og listum.
Til varnar klámhundinum Larry
Flynt og málstað Hrafns Jökuls-
sonar