Helgarpósturinn - 16.01.1997, Síða 16
F1MM7UDAGUR16. JANÚAR1997
16
h,-
Ravíólí með
þjódfélagsrýni
framboð af fólki í og sæti síðan
uppi atvinnulaus með námslán
á bakinu — færi ég í mál við
ríkið. Það er alveg jafn van-
hugsað að lána öllum til að
læra hvað sem er eins og þeg-
ar bankarnir stunduðu það á
árum áður að lána fyrirtækjum
fé án þess að kanna fyrirtækið
og fjárfestingar þess.“
Hugur og hönd
veroa ao vinna saman
„Önnur vitleysan í íslenska
menntakerfinu er að hug-
myndaauðgi er ekkert ræktuð.
Þú flýgur í gegnum skólakerfið
ef þú hefur lært utan að eitt-
hvað sem annar hefur ritað á
blað fyrir þig! En hugmynda-
auðgi ber vitni um greind og
hugur og hönd verða að vinna
saman,“ segir Hjördís og er
svo sannarlega ekki búin, því
nú víkur hún máli sínu að al-
þingismönnum. „Mér finnst
stundum að það safnist saman
á Alþingi fólk sem hefur aldrei
á ævinni starfað í einkageira
atvinnulífsins. Flestir virðast
hafa unnið á ríkisstofnunum
allan sinn starfsferil og þekkja
ekki hjartslátt atvinnulífsins.
Fólk sem er í viðskiptum þarf
að taka ákvarðanir hratt því
tækifærin eru fljót að fara. Á
Alþingi eru öll mál sett í nefnd-
ir og svo eru haldnir endalaus-
ir fundir og loks er tekin
ákvörðun eftir eitt eða tvö ár.
Þá er tækifærið sem gafst farið
veg allrar veraldar. Að hika er
sama og tapa, það er lífsins
lottó,“ segir hún festulega.
Þegar hún er innt eftir hvort
hún hugleiði ekki að fara í póli-
tík fer Hjördís að hlæja og seg-
ist ekki geta hugsað sér að
þurfa að taka ákvarðanir með
svona mörgum. „Og ég get eig-
inlega ekki heldur hugsað mér
að verða einræðisherra, því ég
hef aldrei haft áhuga á að hafa
ítök í annarra manna sálum. Ég
held ég láti mér bara nægja að
ráðskast heima hjá mér í bili.“
mat hiá...
Hjördísi Gissuraraóttur
Hjördís Gissurardóttir, gull-
smiður og fyrrverandi
fatakaupmaður, er mikill aðdá-
andi ítalskrar menningar, sem
m.a. birtist okkur í ljúffenga
ravíólíréttinum sem hún gefur
okkur. „Listir og hönnun eru
svo ríkur þáttur í lífi ftala. Þeir
þekkja vel sína listasögu og
það kemur fram í sterkri vit-
und þjóðarinnar fyrir gæðum
og fegurð. Hér vantar meiri
uppfræðslu, því íslendingar
þjóta úr einni tískubólunni í
aðra og það gerir allri sköpun
og smáiðnaði ákaflega erfitt
fyrir,“ segir gullsmiðurinn.
„Þeir sem starfa við hönnun og
handverk ná aldrei að koma
vel undir sig fótunum og það
gerir þeim illmögulegt að færa
út kvíarnar erlendis. Lítum á
Tvílitt ravíólí
fyllt meö eggaldini og kúrbít
(zucchini)
Oeig
300 g hveiti
3 egg
1/4 tsk. salt
6 msk. soðið, síaö og maukaö
spínat
Hnoðið saman hveiti, salti og
eggjum. Skiptiö deiginu í tvo
hluta og blandiö spínatinu í ann-
an hlutann og hnoöiö vel sam-
an. Fletjið deigiö út þannig aö
paö sé u.þ.b. 3 1/2 mm þykkt.
Skeriö út hringi, u.þ.b. 7-8 sm I
þvermál, með glasi eöa tilheyr-
andi hringskuröjárni. Helmingur
hringjanna er grænn og hinn
Ijós.
Fylling
2 eggaldin
2 kúrbítar
30 g smjör
1/2 bolli hvítvín
2 dl rjómi
1/2 tsk. ferskt timían
200 g kotasæla
1 bolli rifmn parmesanostur
1 teningur sveppakraftur (Knorr)
Skeriö grænmetiö I smáa fern-
inga. Bræöiö smjör og setjið
grænmetiö út í ásamt örlitlu
satti. Hvítvíni hellt yfir og látiö
krauma smðstund. Rjóma og
timían bætt út í og látiö sjóöa
vel upp. Sigtiö vökvann frá
grænmetinu og geymiö soðiö í
sósu. Maukiö grænmetiö f ma-
tvinnsluvél. Bætiö kotasælu og
helmingnum af parmesanostin-
um út í og blandiö vel saman
viö.
Setjiö u.þ.b. 1 tsk. af maukinu á
deighringina. Þeireru lagöir
saman meö gaffli í hálfmána,
gott er aö pensla brúnina áöur
meö pískaöri eggjahvítu. Sjóöiö
pastað 'i 20 mín. I söltu vatni.
Gott er aö setja 1 tsk. af ólífuol-
íu í vatniö til aö pastaö festist
síöur saman.
Sósa
Soöiö bakaö upp og bragöbætt
með sveppakrafti. Afganginum
af parmesanostinum er stráö yf-
ir pastaö meö sósunni.
nágrannaþjóð okkar Finna sem
flytja út vandað handverk sem
er þekkt fyrir gæði og fallega
hönnun. Slíkt ættum við að
geta gert.“
Hjördís segir markaðinn fyr-
ir hönnun vera að breytast og
möguleikarnir að aukast með
tilkomu skiptigallería út um
allan heim. Það er því ekki
lengur nauðsynlegt að setja á
stofn litla búð til að selja varn-
inginn.
Færí í mál við ríkið
Hjördís vili breyta því fyrir-
komulagi sem hér er á gull-
smíðanámi og vill að fagið
verði kennt við Myndlista- og
handíðaskólann. „Kerfið sem
hér ríkir er ákaflega heftandi
og mikið af hæfileikaríku fólki
—mm kemst ekki á samning.
Þetta er atvinnugrein
g. sem gengur nánast í
erfðir. Ef þú ert ekki
fæddur inn í gullsmíða-
fjölskyldu hefurðu litla
möguleika á að fá að
læra þetta fag. Það er
líka afar misjafnt hvað
neminn lærir hjá meist-
aranum, því stór hluti
gullsmiða er meira í inn-
flutningi og viðgerðum
en smíðum og hönnun.
Ef gullsmíðanám er
kennt í listaskóla er
samræmi í náminu og
hæfileikafólk kemst að,
hinir detta út úr faginu.
Þannig á það líka að
vera í öllum faggrein-
um,“ segir Hjördís. „Það
þarf raunar að taka til
hendinni í íslensku
skólakerfi. Hér taka allir
stúdentspróf, fara svo í
háskólann og renna í
gegnum hann og engin
nýsköpun skilar sér til
þjóðarinnar. Undan-
tekningar eru til, en þær
eru of fáar. Ef ég væri
ung kona núna — búin
að læra fag sem væri of-
Arshátíðir í augsýn
Við getum ekki vasast of
lengi í amstri hversdags-
leikans án þess að gera eitt-
hvað til hátíðabrigða. Jólin eru
frá og árshátíðir og þorrablót í
augsýn. Það er ákaflega mis-
jafnt hvernig fyrirtæki kjósa að
haga árshátíðahaldi. Eitthvað
er um að fyrirtækin bjóði
starfsmönnum sínum í helgar-
ferð út fyrir landsteinana eða á
hótel í öðru byggðarlagi. Sumir
kjósa að stefna starfsfólki sínu
á stærri staði þar sem boðið er
upp á skemmtiatriði og dans-
leik. Enn aðrir kjósa að leigja
sérsali og kaupa matinn hjá
einhverju þeirra fjölmörgu fyr-
irtækja sem sérhæfa sig í
veisluþjónustu. Smæstu fyrir-
tækin halda jafnvel sína hátíð í
húsnæði fyrirtækisins eða í
heimahúsi og sérpanta mat-
inn. Einnig eru nokkur brögð
að því að leigður sé salur utan
borgarmarkanna og fengin
rúta til að ferja fólkið.
Jörgen Þór Þráinsson hjá
veisluþjónustu fslandskosts
kannast við öll þessi afbrigði
árshátíða. Hann segir þær þó
allar eiga það sameiginlegt að
fólk sé íhaldssamt hvað varðar
val á matseðlinum. Hann kveð-
ur það nánast staðlað að fólk
velji sjávarrétti í forrétt, kjöt í
aðalrétt og svo eftirrétt, lítið
sé um að fólk velji framandlega
rétti eða fisk í aðalrétt. Jörgen
segir aðalkostinn við að leigja
sal úti í bæ þann að fyrirtækið
eða starfsfólkið geti komið
með eigin drykkjarföng og það
lækki reikninginn verulega.
Verðið sem þeir bjóði upp á sé
á milli 2 og 4 þúsund á mann.
Verðmunurinn er vitaskuld
fólginn í því hvað er á matseðl-
inum. í verðinu er oftast leiga á
sal sem þeir geta aðstoðað fólk
við að finna.
Jón Þór Einarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá veisluþjón-
ustunni Eldhúsi sælkerans,
segir verðið hjá þeim rokka frá
1.100 krónum upp í 3-4 þús-
und, allt eftir því hvað fólk vilji
snæða. Ódýrast sé að fá pott-
rétt en yfirleitt vilji fólk eitt-
hvað bitastæðara. Jón Þór seg-
ir samkeppnina mikla en vera
að ná ákveðnu jafnvægi því bíl-
skúrsfyrirtækjum í bransanum
hafi fækkað verulega. „Þessir
aðilar lækkuðu verðið niður úr
öllu valdi og vitaskuld var allt
undir borðið."
Jón Þór segist hafa aðeins
orðið var við að beðið sé um
nýstárlega rétti og fólk haldi
t.d. spænska árshátíð og jafn-
vel finnska — þar sem gott
vodka sé nú kannski aðalmál-
ið.
Margir velja að kaupa pakk-
ann í heilu lagi og fara á stað
sem býður upp á mat, dans-
leik og skemmtiatriði. Svein-
björn Friðjónsson hjá Hótel
Sögu segir skemmtidagskrá
sem þeir bjóða upp á mjög
vinsæla og einfalda leið til að
halda vel lukkaða árshátíð.
Slíkur pakki kostar tæpar 5
þúsund krónur. Skemmtunin
verður með frönsku sniði í ár
og meðal þeirra sem troða
upp er að finna þrjá Spaug-
stofumenn og Egil Ólafsson.
Sveinbjörn segir einnig mögu-
legt að leigja hliðarsal og
sleppa skemmtiatriðunum en
opna á milli þegar dansleikur
hefst og borga 2 þúsund krón-
um minna.
Hótel ísland býður upp á
svipaðan pakka. Ný sýning,
með tónsmíðum Magnúsar Ei-
ríkssonar í flutningi okkar
helstu tónlistarmanna, verður
frumflutt 8. febrúar. Verðið á
sýningu, með mat og balli á
eftir, er 4.900 krónur. Á Hótel
íslandi er einnig boðið upp á
að snæða í hliðarsal og sleppa
skemmtuninni en fara á dans-
leikinn að máltíð lokinni.
Möguleikarnir eru auðvitað
miklu fleiri þannig að augljós-
lega er úr mörgu að velja, allt
eftir efni, aðstæðum og áhuga.
Dýraafurðir!
uauo ayr 1
sósum os sælecæti
Ahugafólk um jurtafæðu
ætti að bregða sér í heim-
sókn á veg.web á Veraldarvefn-
um. Þar er að finna urmul
spennandi uppskrifta og góðra
ráða. Einnig getur verið
skemmtilegt að taka þátt í eða
bara fylgjast með þeim umræð-
um sem eiga sér stað á græn-
metisvefnum. Síðustu daga
hafa til að mynda staðið yfir
miklar umræður áhyggjufullra
mæðra um það hvernig verja
megi börnin fyrir dýraafurðum
sem geta leynst í sakleysisleg-
um búningi. Þetta getur eðli-
lega verið snúið, því blessuð
börnin borða oft í skólanum
eða heima hjá vinum og vanda-
mönnum. Flestir eru allir af
vilja gerðir til að halda dýraaf-
urðum frá jurtafæðisbarninu
þótt auðvitað séu hryðjuverka-
menn stundum á ferðinni. Til
að mynda lenti ein móðirin í
þeim hremmingum að kunn-
ingjakona tældi barnið hennar
til að borða samloku með
skinku og leiddi atburðurinn til
dramatísks uppgjörs og vin-
slita. En dýraafurðir geta leynst
víðar en mann grunar og höfðu
mæðurnar miklar áhyggjur af
matarlími sem er notað í ýmsa
rétti og einnig i sælgæti eins og
hlaup og sykurpúða. Matarlím
er nefnilega fengið úr fiski eða
soði af kálfslöppum, en fólk
sem ekki veltir þessum málum
fyrir sér alla jafna veit auðvitað
ekki svona hluti. Mæðurnar á
Vefnum benda fólki á að í stað
duldu dýraafurðarinnar sem
matarlím óneitanlega er megi
nota hleypiefnið Agar sem fæst
úr sjávarþangi. Þær vara einnig
sterklega við Worchestersósu
því eitt af því sem gefur henni
bragð eru ansjósur, sem eitt
sinn syntu sprelllifandi í haf-
inu.
Áhugasamir fá hér uppgefið
netfang grænmetisvefjarins,
htp://www.vegweb.com/