Helgarpósturinn - 16.01.1997, Side 18
18
FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1997
\
Drekabani
kvikmyndir
Dragonheart
★ ★
Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Sean Connery
og David Thewlis.
Kaeru drekar ennþá til og á
einn þeirra eftir að gera svolít-
ið sem á eftir að hafa áhrif á
hann það sem hann á eftir ólif-
að. Hann bjargar særðum kon-
ungssyni með því af gefa hon-
um hálft hjarta sitt án þess að
vita að konungssonurinn er
grimmur og miskunnarlaus. í
kjölfar þess verður lærimeist-
ari konungssonarins ævareið-
ur út í drekann og sver þess
dýran eið að útrýma öllum
drekum í heimi. Bardagaatrið-
in eru vel útfærð og smekklega
gerð og drekinn er oft nokkuð
fyndinn. Þó dregur myndina
aðeins niður hugmyndin um
drekahimnaríki og hinn væmni
endir.
Dennis Quaid er ágætur í
hlutverki drekabanans, skilar
sínu vel, og Sean Connery er
hreint ekki slæmur sem röddin
í drekanum. Það er þó kannski
verst að breski leikarinn David
Ari Eldjárn
skrifar
Thewlis skuli leika konungs-
soninn. Hann er of góður leik-
ari til að fá svona vont hlut-
verk. Hann hefur bara fengið
vond hlutverk í kjölfar þess að
kvikmyndin Naked, sem hann
lék í, sló í gegn og gerði það
gott í Cannes.
Dragonheart er mynd sem
kemur á óvart. Hún skartar að
minnsta kosti mörgum sniðug-
um atriðum og vel nýttum
tæknibrellum, sem er meira en
verður sagt um brellubrjálæð-
ið sem hófst fyrst fyrir alvöru á
seinasta ári.
Kræsilegur kvartett...
„That Thing You Do‘
★★★
AðalMutverk: Liv Tyler og Tom Hanks.
Handrit og leikstjóm: Tom Hanks.
Iörgum er sennilega í
fersku minni hvernig
Tom Hanks skaust án nokkurs
fyrirvara upp á stjörnuhimin-
inn með myndinni Forrest
Gump hérna um árið og bjóst
ég við því að fljótlega eftir þetta
stökk myndi hann ofmetnast og
hætta að vanda sig. En það er
ekki annað að sjá á myndinni
en honum hafi bara tekist nokk-
uð vel upp. Þetta er svona létt
„feel good“-mynd um hljóm-
sveit sem skýst snögglega upp
á toppinn og fær að kynnast því
að frægðin er nokkuð sem mað-
ur sækist eftir þegar maður hef-
ur hana ekki en vill ekkert hafa
með að gera þegar maður hefur
öðlast hana.
Aðalpersóna myndarinnar er
ungur maður sem vinnur í
heimilistækjaverslun á daginn
en æfir sig á trommur á kvöldin
og hlustar á djassplötur með
píanistanum Del Paxton. Þegar
trommuleikari hlómsveitar
nokkurrar handleggsbrotnar er
hann beðinn að fylla í skarðið
með ófyrirséðum afleiðing-
um...
Tom Hanks skrifaði handritið
að þessari skemmtilegu ung-
lingamynd en leikstýrir henni
einnig og leikur í henni.
Honum tekst vel upp og
flestir hinir leikararnir
standa sig einnig mjög vel.
En það besta er að myndin
er alveg óhrædd við að við-
urkenna að hljómsveitin er
bara „einnar skífu undur“
eða „One Hit Wonder“ en
sýnir hins vegar fram á að
einnar skífu undur er þess
virði ef skrfan er góð.
Myndin er fyndin, létt og
tekur sig ekki of hátíðlega,
sem eru því miður allt of
oft fyrstu viðbrögð manna
eftir vel heppnaða mynd
t.d. Quentins Tarantino
og fleiri.
; ÉSKJÓTAS TA
Verö-
launa-
mynda-
gátan
Fjölmargar lausnir bár-
ust við myndagetraun
HP í jóla/áramótablaðinu.
Verðlaunin fara til Helga
Þorleifssonar, Hólatúni 5,
505 Sauðárkróki og fær
hann senda bókina Blóð-
akur eftir Ólaf Gunnars-
son sem Mái og menning
gefur út. Við birtum lausn
gátunnar hér við hliðina:
Vaxandi rán og innbrot og
hrottalegar líkamsárásir
eru bein afleiðing af flóði
eiturlyfja hér á landi. Það
verður að grípa í taumana
hið skjótasta.
■
KYÍHJÍSKÓU |T|
KOPAVOGS ^
NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 1997
TUNGUMAL
Kennt er í byrjenda-, fram-
halds- og talæfmgaflokkum
ENSKA
DANSKA
NORSKA
SÆNSKA
FRANSKA
ÍTALSKA
SPÆNSKA
ÞÝSKA
KATALÓNSKA
11 vikna námskeið
22 kennslustundir
ÍSLENSKA -
fyrir útlendinga
11 vikna námskeið
22 kennslustundir
ÍSLENSKT MÁL I
5 vikna námskeið
20 kennslustundir
ÍSLENSKT MÁL II
5 vikna námskeið
20 kennslustundir
BÓKBAND
10 vikna námskeið
40 kennslustundir
ANDLITSTEIKNUN
(PORTRETT)
8 vikna námskeið
32 kennslustundir
VATNSLITAMÁLUN
8 vikna námskeið
32 kennslustundir
KÖRFUGERÐI
1 viku námskeið
12 kennslustundir
KÖRFUGERÐ II
- Epiakarfa
1 viku námskeið
12 kennslustundir
LEÐURVINNA
5 vikna námkskeið
20 kennslustundir
SKRAUTRITUN I
8 vikna námskeið
16 kennslustundir
SKRAUTRITUNII
4 vikna námskeið
8 kennslustundir
Tölvunámskeið:
WORD fyrir byrjendur
og kynning á EXCEL
4 vikna námskeið
20 kennslustundir
WORD - Framhaldsnámskeið
4 vikna námskeið
20 kennslustundir
EXCEL fyrir byrjendur
4 vikna námskeið
20 kennslustundir
HÖNNUN Á ELDHÚSI OG BAÐI
2 vikna námskeið
9 kennslustundir
LITAVAL - INNANHÚSS
1 viku námskeið
4 kennslustundir
BRAUÐBAKSTUR
2 vikna námskeið
10 kennslustundir
GÓMSÆTIR
bauna-, pasta- og grænmetisréttir
3 vikna námskeið
12 kennslustundir
AUSTURLENSKIR RÉTTIR
3 vikna námskeið
12 kennslustundir
EIGIN ATVINNUREKSTUR
2 vikna námskeið
20 kennslustundir
GÖNGUFERÐIR í ÓBYGGÐUM
Undirstöðuatriði fyrir göngufólk
tekin fyrir
*Kennt á áttavita
1 viku námskeið
4 kennslustundir
HEIMILISGARÐURINN
3 vikna námskeið
9 kennslustundir
FJÖLGUN OG UPPELDI
PLANTNA
1 viku námskeið
6 kennslustundir
HÖNNUN OG SKIPULAG
GARÐA
2 vikna námskeið
16 kennslustundir
TRJAKLIPPINGAR
1 viku námskeið
6 kennslustundir
LEIRMÓTUN
Byrjunar og
framhaldsnámskeið
6 vikna námskeið
25 kennslustundir
LJÓSMYNDUN I
3 vikna námskeið
9 kennslustundir
LJÓSMYNDUNII
7 vikna námskeið
24 kennslustundir
SIFLURSMÍÐI
9 vikna námskeið
36 kennslustundir
TRÉSMÍÐI
9 vikna námskeið
36 kennslustundir
TRÖLLADEIG
4 vikna námskeið
16 kennslustundir
ÚTSKURÐUR
9 vikna námskeið
36 kennslustundir
VIDEOTAKA
á eigin vélar I
1 viku námskeið
14 kennslustundir
ÖSKJUGERÐ
Helgamámskeið
20 kennslustundir
FATASAUMUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
BÚTASAUMURI
6 vikna námskeið
24 kennslustudnir
BÚTASAUMURII
4 vikna námskeið
16 kennslustundir
BÓKHALD
smærri fyrirtækja
4 vikna námskeið
24 kennslustundir
VÉLRITUN
5 vikna námskeið
20 kennslustundir
Starfsmenntunáirsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja féíagsmenn sína til náms í Kvöldskóla
Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, FRAMSÓKN, SÓKN, VR, og Starfsmannafélág Kópavogs.
Kennsla hefst 22.janúar.
Innritun og upplýsingar um námskeiðin 8.-18. janiiar kl. 17-21 í símuiii: 564 1507,564 1527
og 554 4391 og á skrirfstofu Kvöldskólans í Snælandskóla.