Helgarpósturinn - 16.01.1997, Side 24
HELGARPÓSTURINN
16. JANÚAR 1997 2. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Ifréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur komiö fram aö hátt-
settur embættismaöur hafi fengið óeðlilega fyrirgreiöslu hjá
Húsnæðisstofnun. Ekki var maðurinn nafngreindur en sam-
kvæmt upplýsingum HP er hér um Gunnar Gunnarsson,
sendiherra t Moskvu, að ræða...
Lesendur danska blaðsins Politiken hafa valið
kvikmyndina Á köldum klaka eftir Friðrik
Þór Friðriksson fimmtu bestu mynd ársins
1996 í flokki mynda framleiddra utan Bandarikj-
anna. í umsögn blaðsins um kvikmyndina segir
meðal annars að Friðrik þór sanni enn og sýni
með þessari mynd hvers hann sé megnugur.
Myndin sýni vel hin nánu tengsl við náttúru og forfeöur sem
séu íslendingum og Japönum eðlileg. í fyrsta sæti varð skoska
myndin Trainspotting...
Mikið hefur verið fjallað um umsókn um skot-
vopnaleyfi þar sem Björn Halldórsson, yfir-
maður fíkniefnadeildar lögreglunnar, gerðist með-
mælandi fyrir kunnan fíkniefnasala, Franklin
Steiner. Steiner hefur verið lengi í þessum
bransa og þekkir hvern krók og kima í undirheim-
um landsins, hefur meðal annars verið dópsali
„fína fólksins". Hann þótti því feitur þiti fyrir fíkniefnalögregl-
una. Hann mun hafa aflað henni upplýsinga og komið á tengsl-
um viö hópa sem hafa verið viðriönir fíkniefnaviöskipti. Taliö er
að fíkniefnalögreglan hafi í staöinn T einhver skipti litið undan
þegar Steiner stundaði sín viðskipti...
Jóhann A. Jónsson, oddviti á Þórshöfn á Langanesi, þykir
með afbrigðum ráðríkur í plássinu og er sagður vilja ráða
flestu sem þar gerist. Eftir að Kaupfélagiö fór á hausinn og tré-
smiöjan með stofnuðu tveir starfsmenn hennar nýja trésmiðju.
Þeir munu hafa ætlað að byrja smátt og hafa vaöið fyrir neðan
sig. Sagan segir að Jóhanni hafi ekki þótt þeir nægilega stór-
huga. Svo mikið er víst aö hreppsnefndin lagði fram fé til
stofnunar annars verktakafyrirtækis í greininni, ÞH-verktaka.
Það fyrirtæki hefur síðan setiö að verkefnum á vegum hrepps-
ins og Hraöfrystistöðvar Þórshafnar. Á vegum ÞH-verktaka
vinna aðkomumenn en smiðirnir tveir, sem á sínum tíma unnu
hjá Kaupfélaginu, eru fluttirfrá Þórshöfn...
Leikskólana í Reykjavík vantar starfsfólk þrátt fyrir allt at-
vinnuleysiö. Um næstsíðustu helgi voru auglýstar stöður við
þrettán leikskóla. Á langflestum stöðum vantaði bæöi leik-
skólakennara og minna menntað starfsfólk. Ástæðan fyrir
nokkuð reglubundnum auglýsingum leikskólanna mun vera
veruleg hreyfing á starfsfólki...
Bókasafnsmál Hafnfirðinga eru til umræðu t
bæjarstjórnarmeirihlutanum. Þrir möguleikar
eru sagðir vera á framtíöarhúsnæði fyrir safniö.
Bærinn á húsnæði í Miðbæ Hafnarfjarðar en
þarf helst að selja það undir virðisaukaskatt-
skylda starfsemi til að fá endurgreiddan 14
milljóna vask. Til álita kemur aö kaupa Lands-
bankahúsið þar sem Penninn er einnig. Þriðji möguleikinn og
sá sem Jóhann Bergþórsson er sagður fýlgja hart fram er að
kaupa Dverg, gamla trésmiðju á mótum Suður-
götu og Lækjargötu. Þetta hús hefur verið til
sölu í nokkur ár en ekki selst. Það fylgir sögunni
að Trausti Ó. Lárusson í Dverg og Jóhann Berg-
þórsson séu ágætir kunningjar. Sá galli er þó á
þessari lausn aö við þetta hús vantar bílastæði.
Þann vanda hyggjast menn leysa með því að
kaupa um aldargamalt hús við hliöina og nota
lóðina fyrir óílastæði. Þetta hús er í eigu Sigurðar T. Sigurðs-
sonar, formanns Hlífar, en hann hefur kvartaö undan þvt að
húsiö sé aö síga og er sagður vilja selja...
Hrafn Jökulsson slapp ekki jafn auðveldlega
undan Haraldi Johannessen og horfur virt-
ust á um tíma. Hæstiréttur sendi málið til óaka
til Héraðsdóms Reykjavíkur og skipaði svo fyrir
að það skyldi tekið til efnislegrar meðferðar.
Hrafn kallaði Harald „glæpamannaframleiöanda
ríkisins" og Haraldur fól ríkissaksóknara aö
höfða opinbert meiðyrðamál. Héraðsdómur vís-
aði málinu frá á þeim forsendum að opinbert
meiðyrðamál brjóti í bága viö jafnréttisákvæði
stjómarskrárinnar. Hæstaréttardómararnir Garð-
ar Gíslason, Amljótur Björasson og Markús
Sigurbjörnsson kváðu upp þennan úrskurð.
Sagan tengir þá þó alla við hina umdeildu laga-
http://this.is/net
I i"f o H i x/d-fi\r nm IntQi'notiA ■fAllxiA r+oaly i r-» r\rf fro m K vr\
lifandi vefur um Internetiö, fólkið, fyrirtækin og framþróunin
abyrgö a viifiu o g varahfi#um F á a|i I e g meö Peníium og Pentium Pro
AST Bravo MS
er ein mest selda
fyrirtækjatölva á íslandi.
í henni sameinast
allir bestu kostirnir
og nýjasta tæknin.
Afkastamikil og
áreiðanleg forystutölva.
AST Bravo MS
• 3ja ára ábyrgð á vinnu
og varahlutum
• Fáanleg með Pentium n33 tii 200MHz)
og Pentium Pro (i80og200MHz)
• EJS þjónusta
Hafðu samband við sölumenn okkar
_____________Sími 563 3050
R AÐ GREIÐSLUR
Opið á laugardögum
Grensásvegur 10, bréfasími 568 711 5
http://WWW.ejs.is • sala@ejs.is
grein eða áðurgildandi lög um sama efni. Mark-
ús átti þátt í að semja lagatextann sem máls-
höfðunin byggir á. Arnljótur dæmdi á sínum tíma í
hinu fræga máli Þorgeirs Þorgeirsonar, en sá
dómur var ómerktur úti t Strassborg. í mannrétt-
indadómstólnum átti þá sæti Garðar Gíslason,
en hann skilaði sératkvæði og vildi láta íslenska
dóminn yfir Þorgeiri standa...
að eru ýmsar blikur á lofti í landbúnaðinum.
Nú síðast tilkynnti áburðarverksmiðjan í Gufu-
nesi um rúmlega 7% hækkun áburðarverðs í vor.
Fróðir menn segja þessa hækkun m.a. eiga aö
auövelda verksmiðjunni samkeppni við hugsan-
legan innflutning. Einstakir bændur verða látnir
greiöa háa veröið og þannig skapast svigrúm til
að lækka verðið svo um munar þegar um útboð
eða stærri pantanir er að ræða...
Félag ferskra fjárbænda, sem í haust var stofn-
að um kjötsölu til Hagkaups, brást hart við
verðhækkuninni á áburði og tók að safna saman
áburðarpöntunum félagsmanna. Félagið stefnir
að því að panta sameiginlega a.m.k. þúsund
tonn fyrir félagsmenn sína t Vestur-Húnavatns-
sýslu, Ströndum og Dölum, en meö því móti fæst
10% afsláttur. Kaupfélögin á svæðinu hafa nú
ákveöið að bregðast við þessari nýju og óvæntu
samkeppni með þvt að bjóöa félagsmönnum sín-
um 10% afslátt. Félag ferskra fjárbænda mun þó
ekki ætla að láta deigan síga og heldur því til
streitu að kaupa þúsund tonn af áburði beint frá
Gufunesi. Ástæðan er reyndar einkum sögð sú
að bændur T Dölum njóta ekki afsláttar með ööru
móti...