Helgarpósturinn - 03.04.1997, Síða 2
2
F1MMTUDAGUR 3. APRÍL1997
wm
Stolnar fjaörir Hrafns Jökulssonar:
Blaðamaður kævi
ritst j óra fyrir rttst
Hrafn Jökulsson, ritstjóri
tímaritsins Mannlífs, var í
gær kærður fyrir Siðanefnd
Blaðamannafélags íslands.
Pálmi Jónasson blaðamaður
sakar Hrafn um að eigna sér
vinnu sem Pálmi lagði fram í
úttekt Mannlífs á Franklín
Steiner og fíkniefnaheiminum.
Aldrei áður hefur mál af þessu
tagi verið til meðferðar hjá
Siðanefnd.
„Ég hef starfað sem blaða-
maður og rithöfundur í sjö ár
og hef m.a. unnið hjá DV, Press-
unni, Morgunpóstinunij Ber-
lingske Tidende og RUV auk
þess að skrifa bækur fyrir Al-
menna bókafélagið og bókafor-
lagið Unu ásamt sérverkefnum
fyrir félagasamtök og tímarit.
A þessum ferli hef ég aldrei
kynnst slíkum ódrengskap,“
skrifar Pálmi í kærunni til Siða-
nefndar.
Pálmi telur sig eiga 70 pró-
sent af úttektinni um Franklín
Steiner í síðasta tölublaði
Mannlífs og rökstyður það
með gögnum sem hann lagði
fyrir Siðanefnd.
„Blaðamenn hafa hvatt mig
til að kæra Hrafn. Þetta eru fá-
dæma vinnubrögð og nauð-
synlegt að fá faglega umfjöllun
um þau,“ segir Pálmi.
Úttektin í Mannlífi var merkt
Hrafni í bak og fyrir: „Hrafn
Jökulsson vann að greina-
flokknum um nokkurra vikna
skeið,“ stendur á einum stað
og „í einstæðu viðtali við Hrafn
Jökulsson..." á öðrum. Nafn
Pálma kemur fyrir en er lítt
áberandi og fyrir framan það
stendur „Gagnasöfnun“.
Samkomulag var á milli
Pálma og Hrafns um að Hrafn
myndi setja texta Pálma í end-
anlegan búning. í kæru Pálma
kemur fram að Hrafn hafi ítrek-
að sagt að „það skemmtileg-
asta sem hann gerði væri að
vinna með texta".
Siðanefnd Blaðamannafélags
íslands hefur aldrei áður feng-
ið til úrskurðar sambærilega
kæru. Pálmi telur að háttsemi
og vinnubrögð Hrafns varði
við þrjár greinar siðareglna
Blaðamannafélagsins, m.a. 1.
grein: „Blaðamaður leitast við
að gera ekkert það, sem til van-
virðu má telja fyrir stétt sína
eða stéttarfélag, blað eða
fréttastofu. Honum ber að
forðast hvaðeina sem rýrt gæti
álit almennings á starfi blaða-
manns eða skert hagsmuni
stéttarinnar. Blaðamaður skal
jafnan sýna drengskap í skipt-
um sínum við starfsfélaga."
Ekki náðist í Hrafn Jökulsson
í gær og hann svaraði ekki
skilaboðum.
Pálmi Jónasson: Aldrei kynnst öðr-
um eins ódrengskap og hjá Hrafni
Jökulssyni.
Skiýtnar bæjarábyrgöir í Hafnarfiröi:
Vérðlausir pappírar seldir út
á ógjkiar bæ j arábyrgðir
Ingvari Viktorssyni, bæjar-
stjóra í Hafnarfirði, var ekki
kunnugt um bæjarábyrgðar-
áritun fjármálastjóra bæjarins
á fjögur skuldabréf. Bæjar-
ábyrgðin var aldrei samþykkt í
bæjarstjórn og er því að líkind-
um marklaus. Kröfuhafar gætu
tapað a.m.k. fimmtán til tutt-
ugu milljónum króna vegna
þess að skuldabréf sem seld
voru undir yfirskini bæjar-
ábyrgðar Hafnarfjarðarbæjar
reynast haldlausir og verðlaus-
ir pappírar. Vinnuveitenda-
sambandið tapaði nýlega máli
fyrir Hæstarétti út af skulda-
bréfi sem sambandið hafði
keypt, að því er virðist í þeirri
trú að bæjarábyrgð væri á því.
Nú eru horfur á að annar kröfu-
hafi tapi milljónum króna
vegna fjögurra skuldabréfa
með ábyrgðarstimpli Hafnar-
fjarðarbæjar og undirskrift
fjármálastjóra bæjarins. Lög-
maður bæjarins telur hvorki
þennnan stimpil né undirskrift-
ina hafa neitt gildi.
Þorsteinn Steinsson, fjár-
málastjóri bæjarins, tengist
báðum þeim málum sem hér
um ræðir. í fyrra málinu, því
sem dæmt var fyrir Hæstarétti
nýverið, var því haldið fram að
hann hefði leyft starfsmanni
verðbréfafyrirtækisins Hand-
sals að merkja skuldabréf, að
upphæð 8 milljónir króna, með
bæjarábyrgð Hafnarfjarðar.
Þar sem Þorsteinn mótmælti
taldi rétturinn þetta þó ósann-
að. Hitt málið snýst einnig um
8 milljónir. Það eru fjögur
skuldabréf, hvert um sig að
upphæð 2 milljónir króna, gef-
in út af Miðbæ Hafnarfjarðar
hf. sem varð gjaldþrota. Á
þessum bréfum er haldlaus
áritun um bæjarábyrgð með
undirskrift og stimpli Þor-
steins. Handsal annaðist einnig
sölu þessara bréfa.
í báðum þessum tilvikum var
í raun verið að taka lán á al-
mennum fjármagnsmarkaði
með því að gefa út skuldabréf.
Fyrirtækin sem gáfu skulda-
bréfin út nutu hins vegar ekki
lánstrausts nema til kæmi
ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar.
Greiðsla fyrir verk
sem aldrei var unnið
17. desember 1993 gaf Hyrn-
ingarsteinn hf., sem var hiuta-
félag starfsmanna Hagvirkis-
Kletts hf., út skuldabréf að
upphæð 8 milljónir króna.
Bréfið átti að greiða á fjórum
árum og Hagvirki-Klettur
ábyrgðist greiðslu sem sjálf-
skuldarábyrgðaraðili. Rúmum
mánuði síðar var gerður verk-
samningur milli Hafnarfjarðar-
bæjar og Hagvirkis-Kletts um
byggingu dælu- og hreinsi-
stöðvar í Hafnarfirði ásamt til-
heyrandi lögnum og útræsum.
Þetta verk komst aldrei í fram-
kvæmd en Hagvirki-Klettur
varð gjaldþrota nálægt ári síð-
ar en þessi samningur var
gerður.
Hálfum mánuði eftir undirrit-
un samningsins, þann 10.
febrúar, var loks fundin leið til
að selja skuldabréfið frá 17.
desember. Útbúin var yfirlýs-
ing sem látin var fylgja bréfinu.
Þar lýstu fjármálastjórar Hafn-
arfjarðar og Hagvirkis-Kletts
því yfir að greiðslur til Hagvirk-
is-Kletts fyrir dælu- og hreinsi-
stöðina yrðu látnar renna til að
greiða þetta skuldabréf.
Þessi yfirlýsing fylgdi nú
skuldabréfinu sem verðbréfa-
fyrirtækið Handsal tók að sér
að selja. Vinnuveitendasam-
band íslands lét í ljósi áhuga á
að kaupa bréfið en Þórarni
Viðari Þórarinssyni mun ekki
hafa litist alls kostar á orðalag
yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing varð ábyrgð-
aryfirlýsing
Svo mikið er víst að VSÍ
keypti skuldabréfið fimm dög-
um eftir að yfirlýsingin var
skrifuð, þann 15. febrúar 1994.
Þegar þau kaup voru gerð
höfðu verið gerðar tvær breyt-
ingar. Yfirlýsingin hét nú
Ábyrgðaryfirlýsing. „Ábyrgðar“
hafði verið skeytt framan við
fyrirsögnina. Á skuldabréfið
sjálft hafði verið skrifað í sér-
stakan sjálfskuldarábyrgðar-
reit: „Bæjarsjóður Hafnarfjarð-
ar mun endurkaupa bréf þetta
ef greiðslufall verður af bréfinu
sbr. meðfylgjandi yfirlýsingu."
í dómi Hæstaréttar segir um
þessar breytingar: „Fram er
komið að framkvæmdastjóri
Handsals gerði eða lét gera
þessar breytingar.“ Aftur á
móti telur rétturinn ósannað
að fjármálastjóri Hafnarfjarðar
eða nokkur annar á vegum bæj-
arins hafi verið með í ráðum.
hver seldi bréf-
Það kemur líka fram í dómi
Hæstaréttar að óljóst sé hvaða
aðili það var sem fékk Handsali
skuldabréfið til sölu og þá
væntanlega einnig hver það
var sem fékk þessar átta millj-
ónir í hendur.
Skuldabréfið reyndist Vinnu-
veitendasambandinu ekki arð-
vænleg fjárfesting. Framan af
mun reyndar hafa verið greitt
eitthvað inn á það því höfuð-
stóllinn var kominn niður í sex
og hálfa milljón þegar VSÍ
hugðist ganga að ábyrgðaraðil-
anum, Hafnarfjarðarbæ, og fá
skuldina greidda með vöxtum,
dráttarvöxtum og málskostn-
aði. Þá var orðið ljóst að
hvorki Hagvirki-Klettur né
Hyrningarsteinn myndu greiða
bréfið.
Ströng skilyrði fyrir
bæjarabyrgo
Héraðsdómur féllst á kröfu
Vinnuveitendasambandsins og
dæmdi Hafnarfjarðarbæ til að
greiða skuldina. Þeim dómi
áfrýjaði bærinn og var sýknað-
ur fyrir Hæstarétti. Dómurinn
var kveðinn upp 6. mars.
í lögum er að finna ákveðnar
forsendur sem uppfylla þarf til
að bæjarábyrgð geti skapast.
Þar er meðal annars að finna
ákvæði sem bannar sjálfskuld-
arábyrgð sveitarfélaga á skuld-
um annarra en stofnana sveit-
arfélagsins. Þá stendur eftir
það sem í lögum er nefnt „ein-
föld ábyrgð". Til að slík einföld
ábyrgð teljist gild þarf að upp-
fylla ákveðin skilyrði. Sveitar-
stjórn, í þessu tilfelli bæjar-
stjórn, þarf að samþykkja
ábyrgðina. Ábyrgð er heldur
ekki unnt að veita nema fyrir
hendi sé trygging sem stjórn
sveitarfélagsins metur gilda. í
þriðja lagi hefði bæjarstjórinn
sjálfur þurft að undirrita
ábyrgðina.
Miðbær Hafnarfjarðar
fékk líka 8 milljónir
Um þessar mundir er einnig
verið að reyna að innheimta
fjögur skuldabréf sem út voru
gefin á svipuðum tíma, eða
þann 13. apríl 1994. Þetta eru
fjögur tveggja milljóna bréf,
eða samtals 8 milljónir króna
með 1% ársvöxtum, og tryggð
með öðrum veðrétti í húseign
að Strandgötu 30 auk „bæjar-
mikið sem ein króna.
Það var Miðbær Hafnarfjarð-
ar hf., nú gjaldþrota fyrirtæki,
sem gaf þessi bréf út á sínum
tíma. Bréfin voru stíluð á Jón P.
Jónsson hf. Það var líka verð-
bréfafyrirtækið Handsal sem
seldi þessi bréf. Á þessum
skuldabréfum er svohljóðandi
áletrun: „Jafnframt tekst undir-
ritaður á hönd fyrir hönd bæj-
arsjóðs Hafnarfjarðar einfalda
ábyrgð á greiðslu þessa bréfs
ásamt kostnaði er af vanskilum
kann að leiða.“ Undir þessa
áritun skrifar Þorsteinn Steins-
son, fjármálastjóri Hafnarfjarð-
ar, og hann hefur til staðfest-
ingar einnig sett embættis-
stimpil sinn.
Bæjarábyrgð. aldrei
fyrir bæjarstjorn
Þessi „bæjarábyrgð" var
aldrei svo mikið sem borin
undir bæjarstjórn. Bæjarráð
fól lögmanni bæjarins, Guð-
mundi Benediktsyni, að kanna
hvort bæjarsjóður væri í raun-
inni ábyrgur fyrir greiðslu
þeirra. Bæjarlögmaður skilaði
Jóhann Bergþórsson.
Fyrirtæki hans, Hag-
virki-Klettur, byggði
aldrei dælustöðina.
Greiðslur fyrír það
verk áttu að renna til
greiðslu skuldabréfs-
ins.
Þórarinn V. Þóraríns-
son. Leist ekki á yfir-
lýsinguna við fyrstu
sýn en virðist hafa
talið breytingamar
nægjanlega tryggingu.
Hann hafði rangt fyrír
sér.
Magnús Jón Áraason,
fyrrverandi bæjar-
stjórí. Hann hefur
itrekað krafið núver-
andi bæjarstjóra
svara við því hvort
hann hafi vitað af eða
jafnvel fyrírsklpað
ábyrgðarárítun fjár-
Ingvar Viktorsson,
bæjarstjóri í Hafnar-
firði. Hann dró við sig
að svara spumingum
Magnúsar Jóns. En
þegar svaríð kom var
það neitandi. Ingvarí
var ekki kunnugt um
árítunina.
málastjórans á
skuldabréfin.
ábyrgðar“ sem að mati lög-
manns bæjarins er einskis
virði. Þessi skuldabréf seldust,
væntanlega fyrst og fremst út á
bæjarábyrgðina, en af þeim
hefur aldrei verið greitt svo
áliti sínu 12. mars og kemst þar
að þeirri ótvíræðu niðurstöðu
að Hafnarfjarðarbær beri enga
ábyrgð á þessum skuldabréf-
um af þeirri einföldu ástæðu
að bæjarstjórnin hafi aldrei
veitt samþykki sitt.
Þorsteinn Steinsson fjár-
málastjóri mun hafa látið í ljós
það álit sitt að skuldabréfin
hafi verið gefin út sem skuld-
breyting á eldra bréfi sem bæj-
arábyrgð var á. í álitsgerð sinni
fjallar lögmaðurinn um þetta
atriði og kemst að þeirri niður-
stöðu að svo hafi ekki verið,
annar skuldari hafi verið á
gamla bréfinu auk þess sem
það hafi verið greitt upp þegar
Miðbær Hafnarfjarðar keypti
Strandgötu 30. „Um skuld-
breytingu á því láni er því ekki
að ræða,“ segir lögmaðurinn.
Bæjarstjóri vissi ekki
um áritunina
Magnús Jón Ámason hefur
á tveim síðustu bæjarráðs-
fundum spurst fyrir um það
hvort Ingvari Viktorssyni bæj-
arstjóra hafi verið kunnugt um
að fjármálastjórinn lofaði ein-
faldri bæjarábyrgð með áritun
sinni á skuldabréfin fjögur eða
hvort fjármálastjórinn hefði ef
til vill gert það að beiðni og
með vilja bæjarstjórans.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu
máisins í tvígang án þess að
Ingvar Viktorsson svaraði
þessum spurningum. Svar
hans barst loks fyrir fund í bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar í síð-
ustu viku og var skriflegt. í
svarinu kveðst Ingvar geta
svarað báðum spurningum
Magnúsar Jóns neitandi en
segist samt líta svo á að fjár-
málastjóri bæjarins hafi verið
að vinna að farsælli lausn á
þeim vanda sem til úrlausnar
var á þessum tíma.
Ingvar Viktorsson fól á
mánudaginn bæjarlögmanni og
bæjarendurskoðanda að kanna
aðdraganda áritunarinnar á
skuldabréfin fjögur. í bréfinu til
Magnúsar Jóns segir Ingvar
ennfremur að öll skjöl sem
málið varðar verði könnuð og
rætt við alla þá sem kunna að
hafa komið að málinu.