Helgarpósturinn - 03.04.1997, Qupperneq 11
RMMTUDAGUR 3. APRÍL1397
11
Valdapólitík vinstri-
llokftcanna og
krappa sameiningar-
umræðunnar
Wú um nokkra hríð hafa
stjórnarandstöðuflokk-
arnir á Alþingi rætt það innan
sinna raða hvort æskilegt sé
að þessir flokkar hafi með sér
nánara samstarf eða sameinist
jafnvel. Síðastliðið sumar fór
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins,
þess á leit við Þjóðvaka, Sam-
tök um kvennalista og Alþýðu-
flokk að þeir ásamt Alþýðu-
bandalaginu tilnefndu fulltrúa
í nefnd sem hefði það viðfangs-
efni að ræða með hvaða hætti
þessir fjórir flokkar gætu eflt
samstarf sitt innan þingsins, í
sveitarstjórnum og í verka-
lýðshreyfingunni. Þjóðvaki og
Alþýðuflokkurinn tóku þessari
málaleitan vel, en Samtök um
kvennalista höfðu nokkurn fyr-
irvara á þátttöku sinni í um-
ræddri nefnd. í svarbréfi Sam-
taka um kvennalista til Mar-
grétar var t.d. tekið fram að
Kvennalistinn liti svo á að það
væri alfarið í höndum heima-
fólks hvers konar samstarf
kæmist á milli flokka í sveitar-
stjórnum. Þannig hafnaði
Kvennalistinn strax þeirri hug-
mynd að miðlæg nefnd í
Reykjavík gæfi út tilskipun um
fyrirkomulag samstarfs í sveit-
arstjórnum.
í framhaldi af þessu skipuðu
flokkarnir fulltrúa sína í Mar-
grétarnefndina. Á fyrsta fundi
nefndarinnar sl. haust kom í
ljós að einungis tveir af átta
fulltrúum í henni voru ekki
sveitarstjórnarmenn. Þótti
sumum sem fylgdust með úr
fjarlægð að úr því að nefndin
væri að mestu skipuð sveitar-
stjórnarfólki hlyti henni að
vera ætlað að ræða sveitar-
stjórnarmál sérstaklega.
Hleypti það skjálfta í ýmsa.
Mörgum framsóknarmönnum
hugnaðist t.d. ekki sú sýn að
samstarfsflokkar hans þrír í
Reykjavík stilltu sér upp sem
sameinaðri blokk í næstu
sveitarstjórnarkosningum.
Bara ein kona
Þá vakti það einnig athygli
sumra að af sex fulltrúum
Þjóðvaka, Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags í nefndinni var
einungis ein kona. Var hún ein
af þremur fulltrúum Alþýðu-
flokksins í nefndinni. Upphaf-
leg ákvörðun Samtaka um
kvennalista um að taka þátt í
störfum nefndarinnar byggðist
á þeirri hugsun að viðræður
innan slíkrar nefndar gerðu
það betur kleift að meta hvort
sameining eða samstarf við
vinstriflokkana myndi festa í
sessi hugmyndir um kvenfrelsi
og fullt jafnrétti á íslandi. En
karlaslagsíðan í nefndinni var
Kvennalistanum vonbrigði því
hún var vísbending um að
flokkarnir þrír væru síður en
svo meðvitaðir um nauðsyn
þess að rödd kvenna heyrðist
„Margir sem ganga til
liðs við stjórnmála-
flokka gera það til þess
að tryggja eigin frama.
Því sækja þeir í flokka
sem útdeilt geta feitum
embættum og öðrum
bitlingum. í valdakappp-
hlaupi er það þó öllum
flokkum fjötur um fót
að hafa ekki aðgang að
upplýsingum og öðrum
björgum sem tryggja
stöðu flokksins gagnvart
öðrum flokkum. Þetta
aðgangsleysi hefur
einnig staðið Kvenna-
listanum fyrir þrifum í
baráttunni um valdið.“
líka. Innan Alþýðbandalagsins
gætti einnig óánægju meðal
kvenna með að flokkurinn
skyldi ekki hafa tilnefnt konu í
nefndina.
í framhaldi af þessu sendi
framkvæmdarráð Samtaka um
kvennalista hinum stjórnar-
andstöðuflokkunum bréf þar
sem þess var farið á leit að
þeir tilnefndu fulltrúa í sér-
stakan hóp sem ræddi það
með hvaða hætti virk þátttaka
kvenna í hugsanlegu samstarfi
yrði tryggð. Það má búast við
að slíkur hópur hittist innan
skamms. Með bréfi þessu vildi
Kvennalistinn vekja athygli á
því að hann er fyrst og fremst
samtök femínista sem berjast
fyrir því að hagsmunir kvenna
og sjónarmið séu virt til jafns
við sjónarmið karla. Innan
raða Kvennalistans, og í for-
ystusveit hans, eru konur sem
hafa skiptar skoðanir um
hvernig rekstri ríkisins verði
best háttað, en allar eru þær
sammála um að konur eigi fullt
erindi á öll svið þjóðlífsins. Af
þessum sökum hefur Kvenna-
listinn alla tíð lýst því yfir að
hann sé hvorki hægri- né
vinstriflokkur, heldur sé hann
þriðja víddin í íslenskum
stjórnmálum. Femínistar hafa
bent á að hvorki kapítalískt né
sósíalískt þjóðskipulag tryggi
sjálfkrafa jafnrétti kynjanna;
jafnrétti kynjanna verði ekki
komið á nema með samstilltu
og meðvituðu átaki kvenna. ís-
lenskir femínistar kusu á sín-
um tíma að kanna þá leið að
bjóða fram sérstakan kvenna-
lista þar sem reynslan sýndi
að konur áttu ekki auðvelt
uppdráttar innan hinna flokk-
anna. Þetta var upphafið að
starfi Kvennalistans.
Ekki hefðbundinn flokkur
Kvennalistinn er á engan
hátt hefðbundinn stjórnmála-
flokkur. Á það jafnt við um
skipulag hans sem og málflutn-
ing. Allt frá fyrstu tíð hafa
Kvennalistakonur lagt áherslu
á að samtökin séu farvegur
hugmynda og boðberi nýrra
sjónarmiða. Málflytjendurnir
sjálfir hafa þótt skipta minna
máli. Til þess að komast hjá
þeirri foringjadýrkun, sem vilj-
að hefur loða við Fjórflokkinn,
tók Kvennalistinn strax upp
hina svokölluðu útskiptareglu.
Hún felst í því að enginn kjör-
inn fulltrúi Kvennalistans skuli
sitja lengur en tvö kjörtímabil.
Þessi regla byggist á þeirri trú
að stjórnmál eigi ekki að vera
ævistarf örfárra útvalinna og
að nauðsynlegt sé að tryggja
stöðuga endurnýjun í röðum
stjórnmálamanna. Endurnýjun
með reglulegu millibili eflir
lýðræðið og tryggir að fleiri
sjónarmið ná eyrum valdhafa.
Kostir slíks fyrirkomulags voru
t.d. höfundum bandarísku
stjórnarskrárinnar ofarlega í
huga á sínum tíma.
Langlífi Kvennalistans má
m.a. skýra með því að hann
byggðist upp í kringum hug-
myndir en ekki einstaklinga.
Margar þær konur sem veitt
hafa Kvennalistanum lið í
gegnum árin hafa fundið sér
annan vettvang þar sem þær
hafa haldið áfram að vinna
hugmyndum um kvenfrelsi lið.
í þeirra stað hafa komið nýjar
konur. Kvennalistinn metur
velgengni sína ekki eingöngu
út frá fylgi í skoðanakönnunum
heldur ekki síður út frá þeim
hugmyndafræðilegu áhrifum
sem hann hefur haft á íslandi,
eða jafnvel út fyrir strendur
landsins.
Langlífi ekki markmiðið
Langlífi Samtaka um kvenna-
lista er hins vegar ekkert mark-
mið samtakanna. Sú ákvörðun
að bjóða fram sérstakan
kvennalista í alþingiskosning-
unum 1983 var sértæk aðgerð
sem endurtekin hefur verið
þrisvar síðan. Kvennalistakon-
ur ræða nú sín á milli hvort
halda eigi áfram á sömu braut
eða hvort taka eigi upp bar-
áttuaðferðir sem séu e.t.v. bet-
ur í takt við tímana sem við lif-
um á. Sumar Kvennalistakonur
vilja vera þátttakendur í því að
endurskapa nýja vinstrihreyf-
ingu á íslandi sem býggi m.a. á
hugmyndum um kvenfrelsi.
Aðrar vilja aftur á móti alls
ekki taka þátt í slíku starfi þar
sem sósíalismi samræmist
ekki grundvallarlífsskoðunum
þeirra. Komi til þess að Sam-
tök um kvennalista ákveði að
bjóða ekki fram sér munu allar
þessar konur vafalaust finna
hugmyndum sínum nýjan far-
veg.
Að Kvennalistanum undan-
skildum hafa nýir stjórnmála-
flokkar á íslandi verið skamm-
lífir í seinni tíð. Ástæðan er sú
að þeir hafa verið stofnaðir í
kringum ákveðna einstaklinga
og baráttu þeirra. Hér er átt
við Samtök frjálslyndra og
vinstrimanna undir forystu
Hannibals Valdimarssonar,
Bandalag jafnaðarmanna undir
forystu Vilmundar Gylfason-
ar, Borgaraflokk Alberts Guð-
mundssonar og Þjóðvaka und-
ir forystu Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. En öllum þessum flokk-
um reyndist það einnig skeinu-
hætt að þeir komust aldrei í þá
aðstöðu að verða hliðverðir að
kjötkötlunum eins og Fjór-
flokkurinn. Vilmundur heitinn
Gylfason kallaði þessa hlið-
verði „varðhunda valdsins".
Margir sem ganga til liðs við
stjórnmálaflokka gera það til
þess að tryggja eigin frama.
Því sækja þeir í flokka sem út-
deilt geta feitum embættum og
öðrum bitlingum. í valdakapp-
hlaupi er það þó öllum flokk-
um fjötur um fót að hafa ekki
aðgang að upplýsingum og
öðrum björgum sem tryggja
stöðu flokksins gagnvart öðr-
um flokkum. Þetta aðgangs-
leysi hefur einnig staðið
Kvennalistanum fyrir þrifum í
baráttunni um valdið.
Járnlögmálið
íhaldssömum stjórnmála-
skýrendum hefur alla tíð þótt
útskiptaregla Kvennalistans
ákaflega einkennileg, enda hef-
ur umræða á íslandi um stjórn-
mál gengið meira út á einstak-
linga en hugmyndir. Foringjar
hafa komist til valda í hinum
hefðbundnu flokkum þar sem
þeir hafa deilt og drottnað ár-
um saman með hjálp meðreið-
arsveina sinna. Járnlögmál fá-
mennisstjórnar er velþekkt
innan stjórnmálafræðinnar, en
það vísar til þeirrar tilhneig-
ingar innan stofnana að völdin
safnast á hendur fárra einstak-
linga sem í krafti stöðu sinnar
sitja einir að upplýsingum og
öðrum björgum. Með tímanum
búa þeir svo um hnútana að
þeir virðast algjörlega ómiss-
andi fyrir stofnunina. Merki
járnlögmálsins má víða sjá inn-
an íslenskra stjórnmálaflokka.
Víst er það að járnlögmálið
tryggir ákveðinn stöðugleika í
síbreytilegum heimi, en það
býður einnig stöðnun heim. ís-
lenskir vinstriflokkar hafa mátt
kenna á þessari stöðnun. Þeir
sitja uppi með götótta hug-
myndafræði sem heldur fáir
aðhyllast. Það eitt og sér virð-
ist samt ekki vera forystu-
mönnum þessara flokka
áhyggjuefni, heldur hitt að það
er allt útlit fyrir að Sjálfstæðis-
flokkurinn fari með stjórn-
taumana langt fram á næstu
öld. Því duttu þeir niður á þá
gömlu hugmynd að hrista sam-
an flokka í stjórnarandstöð-
unni og vona að úr yrði einn al-
mennilegur flokkur sem kjós-
endum líkar. Það er hins vegar
álitamál hvort kjósendur koma
til með að heillast af slíkum
sambræðingi. Við íslendingar
þurfum á nýjum lausnum að
halda til þess að tryggja áfram-
haldandi velferð og samstöðu.
Það er heldur ólíklegt að slíkar
lausnir verði til við það að
stjórnarandstaðan sameinist
um lægsta samnefnarann.
Þessi gagnrýni heyrist æ meir
innan allra stjórnarandstöðu-
flokkanna og hún á án efa eftir
að draga úr fylgi við hugmynd-
ina um sameiningu.
Viiðing og írirðingaHeysi
Tilefni þessa tilskrifs er kveðja sem
mér barst frá formanni Nemenda-
félags KHÍ, Jóni Pétri Zimsen. Þetta
var fallega og lipurlega skrifað bréf,
en ég skildi ekki alveg hvað bréfið
snerti hugleiðingar mínar um að
þyngja bæri nám í KHÍ en ekki lengja.
Mér tókst ekki að finna, þrátt fyrir ít-
arlega leit í greinarkorninu, veilur í
röksemdafærslum mínum. Ég fagna
því þó að Jón skuli vera áhugamaður
um bætta menntun kennara, en það
þykist ég merkja á skrifum hans.
Hér eru nokkur atriði sem ég tel mig
verða að leiðrétta við Jón, svo honum
geti liðið betur og við þá rætt um
menntamál.
Það er mikill misskilningur að ég
telji mig hafa töfralausnir á öllu, —
þær hafa fáir, og enginn sem ég þekki,
í það minnsta ekki töfralausnir í þeim
skilningi að það taki ekki meir en 3-5
ár að laga það sem að er.
Það er líka misskilningur að ég dá-
sami numerus clausus, ég einfaldlega
benti á að þar væri um að ræða síu
sem veldi hæfustu nemendurna úr.
Rök KHÍ um að síun á nemum hafi far-
ið fram þegar þeir hefja nám þar dug-
ir mér ekki. Það er að auki í hæsta
máta undarlegt að ekki skuli fara fram
annað mat en prófskírteini úr
mennta- eða fjölbrautaskóla við val á
þeim sem annast eiga uppfræðslu
komandi kynslóða. Að jafnaði innrit-
ast um 125 nemendur í KHÍ árlega;
sjaldan útskrifast færri en 115, en það
eru um 92% innritaðra.
Fylgnin í Háskóla íslands er að jafn-
aði á bilinu 70% og í kennaradeild Há-
skólans á Akureyri er fylgnin um 50%.
Reyndar er þessi fylgni mun lægri í
t.d. stærðfræðideild HÍ (20-30%).
Finnst mönnum virkilega að það sé
ekkert athugavert við þessa fylgni í
KHÍ?
Jón Pétur talar um að virðingu fyrir
kennurum sé ábótavant, það lagist
allt verði námið lengt, því þá hækki
launin. Það er rétt hjá Jóni Pétri að
langt er um liðið og margt hefur
breyst frá því Sókrates var aufúsu-
gestur í öllum teitum. Ekki get ég
ímyndað mér að Jón Pétur sækist eft-
ir því að fá meistara sinn, Þóri Ólafs-
son, í teiti til sín. Þó er Þórir hinn
skemmtilegasti piltur og sérlega
þægilegur viðmóts. Af hverju ætti
virðing fyrir kennurum að aukast um
leið og námið lengist; ég ber ekki
meiri virðingu fyrir t.d. tannlækni en
kennara ef báðir eru fagmenn á sínu
sviði og skila árangri.
Virðing eða virðingarleysi við kenn-
ara er undir kennurum sjálfum komin
og hæfileikum þeirra til að miðla
þekkingu án tillits til lengdar náms
eða krónutölu í launaumslagi.
Árangur íslenskra skólabarna talar
sínu máli. Hverju er um að kenna?
Eins og Kristján Kristjánsson, dósent
við HA, segir, þá fá nútímabörn ekki
þá siðlegu heimanfylgju baðstofunnar
sem áar þeirra fengu. Samfélagið hef-
ur einfaldlega breyst. Börnin sem
koma í skólana nú koma á allt öðrum
forsendum en kynslóðin á undan.
Þessum breytingum verða menn að
mæta. Ég mæli með aukinni siðfræði-
kennslu fyrir börnin í formi heim-
speki. Það er reyndar önnur saga, en
það er ágætt að menn velti þessu fyr-
ir sér á sama tíma og umræða um
menntamál er hvað háværust.
Áður en Jón Pétur Zimsen vappar
fram á ritvöllinn að nýju til að úttala
sig um menntamál væri ekki úr vegi
fyrir hann að kynna sér hvernig stað-
ið er að málum í kennaradeild HA. Þar
er kennslufræðin látin víkja að nokkru
fyrir fagþekkingu, enda til lítils að
kunna að kenna eitthvað sem maður
veit ekki nægilega mikið um.
Bréfaskriftir eða umræður um
menntamál eru mér og áreiðanlega
fleirum fagnaðarefni. í umræðunni má
ekki gleyma að hæfni kennarans
skiptir meginmáli og að sá sem gagn-
rýnir er ekki endilega óvinur.
Með blíðum kveðjum -
Sigurður Ágústsson kennari
„Það er að auki í hæsta
máta undarlegt að ekki
skuli fara fram annað
mat en prófskírteini úr
mennta- eða fjölbrauta-
skólavið val á þeim sem
annast eiga uppfræðslu
komandi kynslóða...
Fylgnin í HI er að jafnaði
á bilinu 70% og í kenn-
aradeild HA er fylgnin
um 50%. Reyndar er
þessi fylgni mun lægri í
t.d. stærðfræðideild HÍ
(20-30%). Finnst mönn-
um virkilega að það sé
ekkert athugavert við
þessa fylgni í KHÍ?“