Helgarpósturinn - 03.04.1997, Page 23
RMMTUDAGUR 3. APRÍL1997
23
X
Ekki
missa
Sverrir fer til
Kristjaníu
Sverrir Guðjónsson söngvari
hefur fariö um víöa veröld I
söngferðir og á þessum ferðum
hefur hann safn-
aö saman ýmsu
efni. Sverrir leyfir
almenningi að
njóta þessara
ferða með sér í
útvarpsþáttum á
laugardögum á
gömlu Gufunni og
nú er ferðinni
heitið til Dan-
merkur, nánar til-
tekið til Kaup-
mannahafnar. „Á
laugardaginn fer
ég til dæmis í
Kristjaníu og
skoða svolítið upphaf fríríkisins,
hvers vegna þessi frelsisbær
myndaðist einmitt þarna. Marg-
ir segja Dani frjálslyndari en
marga aðra og að þeir takí hlut-
unum meö meiri ró. Þess vegna
hafi bærinn fengið að standa
þarna síðustu tuttugu og fimm
árin. Ég fór þarna inn nokkrum
sinnum og kynntist þar norskri
fjölskyldu, arkitekt, konu hans
og tveimur börnum. Þau búa á
rólegasta og fallegasta stað
bæjarins. Þær hugsjónir sem
voru í upphafi hafa breyst að
sjálfsögðu, en það eru ýmsir
sem búa þarna sem eru að
byggja upp bæinn hvaö varðar
útlit og viðhorf til staðarins.
Það er svo auðvelt að dæma
þetta samfélag eingöngu eftir
því sem blasir við þegar komiö
er inn í Kristjaníu, hinu svokall-
aða Pusher-stræti. En það verð-
ur margt annað áhugavert í
þættinum. Ég byggi þáttinn upp
þannig aö ég gef ýmislegt í
skyn sem áheyrendur verða svo
aö vinna úr og nota eigið ímynd-
unarafl til að
tengja saman og
búa til úr þvT púsli
sem þátturinn gef-
ur. Mérfinnst
mjög áhugavert að
vinna svona þætti
fyrir útvarp, en
þessi miöill er oft
ekki nýttur eins og
hægt er að gera.
Það er hægt aö
gefa meiri tilfinn-
ingu fyrir áferð og
hljóði með texta,
þannig að jafnvel
hljóð taki viö þar
sem orð þrýtur.“
Þátturinn er á laug-
ardögum og hefst
klukkan 15.
Með aug-
að á verk-
inu
Sjónþing Magnús-
ar Tómassonar
verður haldið I
Menningarmið-
stöðinni Gerðu-
bergi á sunnudag-
inn og hefst klukk-
an 14. Magnús
ræðir vítt og breitt
um myndlistarferil
sinn fýrir opnu
húsi og sýnir fjölda
• # @ • • • % ® ®
litskyggna afverkum sTnum.
Honum til aðstoðar verða spyrl-
arnir Þóra Kristjánsdóttir list-
fræðingur og Jónína Guðna-
dóttir myndlistarkona. Líkt og
endranær er úrval eldri verka til
sýnis í Gerðubergi, en á Sjónar-
hól, Hverfis-
götu 12, get-
ur að líta nýj-
ustu skúlp-
túra Magnús-
ar. Segja má
að sýningin
marki ákveð-
in tímamót
því verkin
fjalla öll með
ýmsu móti
um tímann,
allt frá stein-
öld fram til
dagsins í
dag. Sýningin
T Geröubergi stendur frá næst-
komandi sunnudegi til 25. maí,
en þeirri á Sjónarhól lýkur 27.
apríl.
Maður með
mönnum
Hvemig skyldi hinn lokaði ís-
lenski karlmaður líta út inn við
beinið? Til að fá einhver svör
við þessari ævafornu ráögátu
er hægt að kTkja inn á Mokka
við Skólavörðustíg og skoða
sjónræna samantekt, hangandi
uppi á veggjum kaffihússins, á
þrjátíu sjálfboðaliðum á aldrin-
um tvítugs til sextugs. íslenski
karlmaðurinn er það sem kallað
er á útlensku „survivor". Hann
lifir allt af. Við sjáum hann
gjarnan fyrir okkur inni í ísköld-
um öldudal með hafsaugað
sem eina viðmiðið og mállausa
fiskana allt í kring. Hann er
draumaverkefni hvaða mann-
fræöings sem er. Hvaða furður
gerast innra með honum verða
ávallt stórmerki þeim sem ekki
þekkja til þessara dularfullu og
séríslensku staðhátta. Sýningin
á Mokka sýnir okkur í fyrsta
sinn inn í einmana sjálf ís-
lenska karlmannsins eins og
það lítur út í dag. Þetta er heim-
ur sem hingað til hefur verið
harðlæstur öllum öörum en
honum sjálfum.
Andhéri
Aö venju mun ung og fersk
hljómsveit troða upp í Hinu hús-
inu á hinum geysivinsælu föstu-
dagssíðdegistónleikum. Nú á
föstudaginn leikur hljómsveitin
Andhéri listir sínar á hljóðfærin
sTn. Andhéri spilar svokallað ný-
bylgjurokk og að sögn þeirra
sem þekkja til hljómsveitarinnar
gerir hún það vel. Þess má geta
aö Andhéri tók þátt í Músíktil-
raunum Tónabæjar 1997 og
stóö sig ágætlega.
Hljómleikarnir hefjast klukkan
17 og að sjálfsögðu er ókeyþis
inn.
Todmobile
umvafin feg-
urð
Hljómsveitin Todmobile
hefur frá áramótum verið
á fullu í dansleikjahaldi
um landið þvert og endi-
langt og aö sögn Þor-
valdar Bjarna Þorvalds-
sonar, aðalsprautu
hljómsveitarinnar, hefur
dansleikjaferðin gengið
vonum framar. Þau voru
til að mynda á Hótel Sel-
fossi um síöustu helgi og
mættu hvorki meira né
minna en 650 manns á
balliö, sem er met í því
húsi. Njarðvíkingar og ná-
grannar munu njóta spila-
gleði
þeirra
um
næstu
helgi en
á laugar-
dags-
kvöldið
leikur
Todmo-
bile T fé-
lags-
heimil-
inu
Stapa T
Njarðvík.
Hljómsveitin hefur leikinn upp
úr miðnætti en áður fer fram
feguröarsamkeppni Suðurnesja.
Það má því búast við dágóöri
skemmtun í Stapanum á laug-
ardagskvöld.
Borgfirðingar,
Mýramenn
og Magnús
Eiríksson
Mikið verður um dýrðir á Hótel
íslandi um helgina en Borgfirð-
ingar og Mýramenn ætla að
sletta ærlega úr klaufunum á
föstudagskvöld. Á skemmti-
kvöldinu koma fram á annað
hundrað
lista-
menn og
má þar
nefna
Samkór
Mýra-
manna,
Kveld-
úlfs-
kórinn,
Kirkjukór
Borgar-
ness,
Freyju-
kórinn,
Karlakór-
inn Söngbræður, Erlu Frið-
geirsdóttur o.fl. o.fl. Auk þess
verður boðið upp á hagyrðinga-
þátt og þjóðdansa. Hljómsveitin
Upplyfting fær svo alla út á
dansgólfið.
Á laugardagskvöldið er skemmt-
unin Braggablús, söngbók
Magnúsar Eiríkssonar á Hótel
íslandi, en þar er farið yfir tón-
listarferil eins besta núlifandi
tónlistarmanns íslands.
Hvurnndagslist
Allsérstæð myndlistarsýning
verður opnuð við Laugaveg og
Bankastræti á laugardaginn
kemur. Sýningin nefnist Port-
myndir og er markmiöið að fara
út úr hefðbundnum sýningarsöl-
um og tengja listina annríki
dagsins. Staðsetning verkanna
verður í undirgöngum og sund-
um við Laugaveg og Banka-
stræti. Um er aö ræöa sýningu
á innsetningum, listaverkum
sem eru unnin sérstaklega inn T
ákveðin valin port. Sýningin
hefst eins og áður segir á laug-
ardeginum langa næstkomandi
og lýkur mánuði síðar, 3. maí.
Kamartríó
Á sunnudagskvöldið ættu allir
sem áhuga hafa á kammertón-
list að fjölmenna í Norræna
húsið, en þar mun hið fær-
eyska Tórshavnar Kamartrio
halda tónleika. Á
efnisskránni eru
verk eftir Cheru-
bini, Mozart, Schu-
bert, Eyþór Stef-
ánsson o.fl. Tónleik-
arnir hefjast klukkan
20.30 og kostar
800 krónur inn fyrir
fullorðna en fyrir
börn og námsfólk
aðeins 400 krónur.
Hyerjir
LAUS Á RÁSINNI A AKUREYRI
„Ég fer norður á Akureyri á laugardaginn með þáttinn minn og
Völu, Helgi og Vala laus á rásinni," segir Helgi Pétursson, út-
varþsmaður, ferðaskrifstofufrömuður
og Ríómaður. „Þátturinn hefur venju-
lega verið sendur út frá kaffihúsinu
Sóloni íslandusi í Reykjavík, en nú ætl-
um við að breyta til og verðum á
ágætri kaffistofu bókaverslunarinnar
Bókvals fyrir norðan. Þeir eru með
kaffihús í miðri búðinni, bókakaffi
eins og það er kallað. Mjög skemmti-
legt fyrirbæri.“
Hvert er tilefnið?
„Það er í sjálfu sér ekkert tilefni. Við
höfum reynt að fara með þátt okkar
hingað og þangað um landið stöku
sinnum. Við vorum til dæmis nýlega á
Höfn í Hornafirði. Það er gaman að
finna mannlíf og menningu sem víð-
ast. Ég er nú frekar tímabundinn og stoppa því stutt við á Akur-
eyri. Kem heim á Iaugardeginum aftur til að sinna fjölskyldu
minni, en það er skemmtilegt verkefni.“
HEIMILIÐ SKEMMTISTAÐURINN
„Skemmtistaðurinn minn um helg-
ina verður heimili mitt. Ætli ég fari
ekki á skíði ef veður leyfir," segir
Helga Möller söngkona.
Ferðu oft á skíði?
„Ég hef ekki verið nógu dugleg und-
anfarið en í gamla daga keppti ég á
skíðum, varð einu sinni Reykjavíkur-
meistari. Nú er þetta meira leikur hjá
mér og fjölskyldunni. Ég fer annað-
hvort upp í Bláfjöll eða í Skálafell. Því
miður hef ég ekkert getað farið í vetur
og nú um páskana, þegar ég ætlaði að
skella mér, var lokað þennan eina dag
sem ég gat farið. En ég ætla um helg-
ina og vonandi verður veðrið eins og
það er í dag.“
HITA UPP FYRIR ÍSLANDS-
MEISTARATITIL KA
„Ég skal nú segja þér það,“ segir
Tryggvi Húbner gítarleikari. „Ég ætla
með Rúnari Júlíussyni til Akureyrar,
á skemmtistað Alfreðs Gíslasonar
sem heitir Við Pollinn. Þar munum við
félagarnir spila og hita upp fyrir kom-
andi íslandsmeistaratitil KA-manna í
handbolta."
Ertu KA-maður?
„Ég styð að sjálfsögðu KA í hand-
boltanum.*'
SPILA UM HVERJA HELGI
„Ég er að spila um helgina," segir
Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður.
„Á föstudaginn í Stykkishólmi og á
íaugardaginn á Ólafsvík."
Spilarðu um hverja helgi?
„Það má segja það, enda er þetta
lifibrauðið. Ég hef spilað meira og
minna um hverja helgi í tólf ár og á
aldrei frí, að minnsta kosti ekki um
helgar. Svo ætla ég að horfa á enska
boltann á laugardaginn. Áfram Li-
verpool."
spurt...
Ef þú fengir að ferðast í tíma og
rúmi, hvert myndirðu þá fara?
Gísli Þorsteinsson, fréttamaður og sagnfræðingur
„Ég myndi vilja ferðast til Sturlungaald-
ar, því sá tími hefur örugglega verið
mjög magnaður. Þetta er eina borgara-
styrjöldin sem geisað hefur hér á landi.
Hálfgerð lognmolla hefur ríkt á íslandi í
gegnum aldirnar nema á þessum tíma,
þrettándu öld. Þá voru mikil átök milli
höfðingjaætta sem enduðu með því að
Gissur Þorvaldsson varð jarl yfir ís-
landi. Á þeim tíma voru margir mann-
skæðir bardagar þar sem fjöldinn allur
var drepinn. Eg hefði viljað fylgjast með þessari atburðarás.
Hún hefur örugglega verið ótrúleg."