Helgarpósturinn - 29.05.1997, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997
Skipuiagt mergunarslys
umhverfisraðhefTa
Ný reglugerö leyfir margfaldan umferöarhávaöa viö íbúöarhús.
Reykjavíkurborg gengur á lagiö og leyfir byggingu fjölbýlishúss sem
áöur var bannaö vegna hávaöamengunar: Miklubrautarástand út
um alla borg.
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra breytir mengunarvörnum í takt
við hagsmuni byggingarverktaka og losar Reykjavíkurlistann úr snörunni.
Cuðmundur Bjarnason um-
hverfisráðherra breytti
reglugerð um hávaðamengun
vegna þrýstings frá byggingar-
verktökum sem fannst að sér
þrengt vegna ákvæða sem
vernda fólk gegn heilsuspill-
andi hávaða. Reglugerðar-
breytingin færir verktökum á
borð við ístak og Ármannsfell
fjárhæðir upp á tugi eða
hundruð milljóna króna.
Fyrir aðeins þremur árum
var sett mengunarvarnareglu-
gerð sem tók m.a. mið af nor-
rænum stöðlum. Byggingarfyr-
irtæki sem hafa tryggt sér
byggingarlóðir á auðum svæð-
um í Reykjavík hafa átt í erfið-
leikum með að uppfylla skil-
yrði reglugerðarinnar um
hljóðmengun. Ármannsfell
varð að lækka fjölbýlishús sem
eru í byggingu við Kirkjusand
og tapaði þar tugum milljóna
króna. ístak fékk ekki bygging-
arleyfi fyrir fjölbýlishúsi við
Skúlatún af sömu ástæðu.
Nýja reglugerðin var sam-
þykkt af Guðmundi Bjarna-
syni í síðasta mánuði og hún
breytir skilgreiningu á hávaða-
mörkum þannig að byggingar
sem áður voru ólöglegar eru
núna samþykktar.
Umhverfisráðherra skrifaði
undir reglugerðina 30. apríl og
viku síðar samþykkti bygging-
arnefnd Reykjavíkur fjölbýlis-
hús ístaks við Skúlatún, en
byggingarleyfi hafði áður verið
synjað vegna ákvæða mengun-
arvarnareglugerðar um há-
vaða.
Forstjóri Ármannsfells, Ár-
mann Arnar Ármannsson,
gerir reglugerðarbreytingu
Guðmundar að umtalsefni í
nýrri ársskýrslu fyrirtækisins.
Hann kallar það „kaldhæðni
örlaganna" að reglugerðar-
breytingin gerir löglegar þær
fjölbýlishúsabyggingar Ár-
mannsfells við Kirkjusand sem
áður voru ólöglegar.
Vinnubrögðin við reglugerð-
ina eru flaustursleg. í 6. grein
reglugerðarinnar er vísað í 6.
málsgrein 5. greinar í viðauka
5 í mengunarvarnareglugerð
en aðeins eru fimm málsgrein-
ar í 5. grein.
Umferðarhávaði er víða
vandamál í Reykjavík og
hvergi eins og við Miklubraut,
þar sem yfir tvö þúsund íbúar
búa við heilsuspillandi há-
vaða. Með reglugerðarbreyt-
ingunni er verið að leyfa sam-
bærilegan hávaða og víða
finnst við Miklubraut.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
gaf út yfirlýsingu í tengslum
við deilurnar um nýbyggingar
Ármannsfells við Kirkjusand
þar sem hún rökstuddi synjun
borgarinnar á byggingarleyfi
til Ármannsfells með þeim orð-
um að „við megun ekki við því
að fara að búa til ný“ vandamál
vegna umferðarhávaða. Eftir
reglugerðarbreytinguna er bú-
ið að skilgreina vandann niður
á við.
Miöstjórnarfundur var haldinn í
Alþýöubandalaginu um síö-
ustu helgi. Fundurinn var haldinn
sérstaklega til að fjalla um sjávar-
útvegsmál og biðu margir sþennt-
ir eftir niðurstöðum af fundinum.
Skúli Alexandersson, fyrrver-
andi þingmaður, lagði á fundinum
fram tillögu um eins konar veiði-
leyfagjald. Skúli vill afnema nú-
verandi kvótakerfi en aflaheimildir
veröi leigöar út í staðinn. Þessi
tillaga fékk aö sögn mikinn hljóm-
grunn á miðstjórnarfundinum.
Engin ályktun var þó samþykkt á
fundinum. Ástæða? Jú, fundurinn
var ékki ályktunarhæfur. Það
höfðu ekki nægilega margir séð
ástæðu til að mæta...
Ekki mun enn fullráðið í hlut-
verk í Veðmálinu en ýmis
nöfn heyrast þó nefnd þessa dag-
ana. Það eru einkum ungir leikar-
ar sem koma við sögu. Eggert
Þorleifsson mun t.d. vera aldurs-
forseti í ieikarahópnum, a.m.k. ef
tekið er miö af þeim nöfnum sem
fram að þessu hafa heyrst. Aörir
leikarar sem heyrast orðaðir viö
þessa sýningu eru IngvarSig-
urðsson og
Margrét Vil-
hjálmsdótt-
ir, sem
bæði tóku
þátt í sýn-
ingu Leikfé-
lags íslands
á Storie Free
í fyrra, Balt-
asar Kor-
mákur,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Hilmir Snær Guðnason og loks
nýútskrifaður leikari, Atli Rafn
Sigurðsson, sem reyndar er gam-
alreyndur á sviði. Hann lék nefni-
lega barnahlutverk í Kardi-
mommubænum á sínum tíma...
Félagslega húsnæöiskerfiö í óvæntum fjárhagsvanda:
Hundmð manna gætu átt miljónakrafur
Tugir ef ekki hundruð fólks
gætu átt inni milljónir
króna hjá félagslega íbúðakerf-
inu. Eldri kona, Ása Bjaraa-
dóttir, sem kærði útreikninga
Húsnæðisnefndar Reykjavíkur,
hefur nú fengið greiddar tæpar
þrjár milljónir króna eftir
dómsúrskurð. Húsnæðisnefnd-
in leysti til sín íbúð Ásu og hér-
aðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu að íbúðin hefði verið
metin nærri þremur milljónum
of lágt. Mikill fjöldi fólks er í
svipaðri stöðu og gæti því átt
rétt á stórfé til viðbótar því
sem það hefur fengið fyrir
íbúðir sínar. En þótt dómur sé
fallinn í einu máli er enn ekki
útséð um endalyktirnar.
Mættu ekki í Hæstarétti
Héraðsdómur gekk Ásu
Bjarnadóttur í vil. Dómurinn
var kveðinn upp 30. maí í fyrra
og Helgarpósturinn fjallaði ítar-
lega um hann í byrjun júní.
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur
var fyrir Héraðsdómi dæmd til
að greiða Ásu tæpar þrjár
milljónir til viðbótar því sem
hún hafði fengið á grundvelli
venjubundinna útreikninga
sem gerðir voru þegar Hús-
næðisnefndin leysti til sín íbúð
hennar í Þórufelli 4. Gylfi
Thorlacius, lögmaður húsnæð-
isnefndarinnar, áfrýjaði málinu
til Hæstaréttar en mætti svo
ekki fyrir réttinum þegar þar
átti að taka málið fyrir nú í vet-
ur og var áfrýjuninni þar með
sjálfkrafa vísað frá.
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur
hefur nú greitt Ásu þær þrjár
milljónir sem henni voru
dæmdar í héraðsdómi. Hér-
aðsdómur hefur á hinn bóginn
ekki sama lagalega fordæmis-
gildi og dómar Hæstaréttar
þannig að enn er of snemmt að
fullyrða að allir þeir sem svip-
að er ástatt fyrir nái jafn hag-
stæðri niðurstöðu.
Gylfi Thorlacius sagði í sam-
tali við Helgarpóstinn að
ástæða þess að ekki var mætt
fyrir Hæstarétti væri sú að
ákveðið hefði verið að bíða eft-
ir öðru máli sem nú bíður
reyndar dóms í héraði. í því
máli kæmu fleiri atriði til álita.
„Ég á von á að það mál fari alla
leið fyrir Hæstarétt og þá fást
hreinar og skýrar línur um öll
þau vafatriði sem hér er um að
ræða,“ sagði Gylfi.
Lögin eins og stagbætt
flík
Lögin sem gilda um félags-
lega íbúðakerfið hafa tekið sí-
felldum breytingum undan-
farna áratugi. „Það er varla
von að fólk viti hvar það stend-
ur. Það er búið að hræra í
þessum lögum fram og aftur
og þau líta einna helst út eins
og stagbætt flík,“ sagði einn
viðmælandi HP.
Meðal skringilegheita í laga-
og reglugerðabreytingum síð-
ustu áratuga má nefna að
bráðabirgðalög voru sett undir
lok ráðherratíðar Svavars
Gestssonar í félagsmálaráðu-
neytinu, seint í apríl 1983.
Þessi bráðabirgðalög urðu
grundvöllur reglugerðar sem í
er að finna reiknireglu sem
notuð er enn þann dag í dag.
Bráðabirgðalögin voru á hinn
bóginn aldrei staðfest, heldur
voru sett ný lög árið eftir.
Reiknireglan var loks tekin í
lög sem sett voru 1995. Að
dómi fróðra manna er sem
sagt hugsanlegt að í rúman
áratug hafi verið farið eftir
reglum sem hvergi áttu sér
stoð í lögum.
Regiugerð hluti samn-
ings?
I máli því sem nú er til um-
fjöllunar fyrir héraðsdómi fara
systurnar Guðbjörg Helga og
Jóhanna Sigríður Magnús-
dætur m.a. fram á að við út-
reikning á innlausnarverði
íbúðar sem Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur leysti til sín frá
dánarbúi föður þeirra árið
1992 verði miðað við ákvæði
reglugerðar frá árinu 1967.
Þessi reglugerð er löngu fallin
úr gildi og raunar margar
reglugerðir komnar og farnar á
eftir henni.
En málið er þó ekki alveg svo
einfalt. í afsali sem faðir systr-
anna, Magnús Helgason, fékk
á sínum tíma var vísað til
ákvæða þessarar reglugerðar,
sem þá var í gildi, varðandi
það hvernig innlausnarverð
íbúðarinnar skyldi reiknað við
hugsanlega endursölu. Syst-
urnar, sem nú hafa höfðað
mál, byggja kröfur sínar ein-
mitt á því að ekki hafi verið
unnt að svipta íbúðareigand-
ann þeim rétti sem kemur fram
í afsali.
Tíu ár aftur í timann?
Ekki er vitað um fjölda
þeirra íbúða sem innleystar
hafa verið á síðustu árum og
þetta reglugerðarákvæði gæti
átt við um. Hitt er ljóst að þær
eru margar. Færi svo að Hæsti-
réttur úrskurðaði systrunum í
hag er nokkuð ljóst að það yrði
verulegt fjárhagslegt áfall fyrir
þá opinberu sjóði sem þyrftu
að punga út með skaðabætur.
í versta falli (eða besta, eftir
atvikum) gæti félagslega hús-
næðiskerfið þurft að endur-
meta íbúðir sem hafa verið
innleystar allt að tíu ár aftur í
tímann eða frá árinu 1987.
Þetta fer þó eftir því hversu
hratt þessi mögulegi réttur
kynni að fyrnast en almennur
fyrningarfrestur er tíu ár.
Miklar sviptingar eru á drykkj-
armarkaði þessa dagana.
Vífilfell var fyrir skemmstu að
kaupa bjórverksmiðjuna Viking á
Akureyri og í gær bárust svo
fregnir af því að Viking (les VTfil-
fell) væri að kaupa öll hlutabréf í
Sól hf. í Reykjavík og þessi fyrir-
tæki muni sameinast á
næstunni. Páll Kr.
Pálsson, framkvæmda-
stjóri Sólar og fyrrver-
andi framkvæmdastjóri
Vífilfells, lætur af störf-
um en Baldvin Valdemarsson,
framkvæmdastjóri Vikings, á að
halda um stýri nýja drykkjarisans.
Þessi viöskipti gerðust mjög
snögglega og má segja aö Vífilfell
hafi þarna hrifsað Sól hf. fyrir
framan nefið á KEA, sem hafði
sýnt áhuga. Nú vantar eiginlega
ekkert annað en Egil Skallagríms-
son inn í þessa fyrirtækjasam-
steypu til að drykkjarvörufram-
leiðslan sé komin undir sama
hattinn. Ekki hefur enn heyrst
neitt um viðbrögö Samkeppnis-
stofnunar...
Eigendur nektardansstaðanna í
Reykjavík eru slæmir á taug-
um þessa dagana og með fá-
dæmum varir um sig gagnvart
fjölmiðlum. Þetta hafa útgefendur
Stúdentablaðsins orðið áþreifan-
lega varir við. Eftir manndráp á
Vegas.fýrir skemmstu brá svo viö
að Ijósmyndarar eru stöðvaðir í
dyrunum, ekki bara á Vegas held-
ur einnig á hinum stööunum.
Þetta eru mikil umskipti, því áöur
virtust eigendur þessara staða
beinlínis sækjast eftir fjölmiðlaat-
hygli...
Operudraugurinn hrellir Andr-
és Sigurvinsson, leikstjóra
Evítu, illilega þessa dagana. Ekki
nóg með að einn dansarinn í
söngleiknum hafi hrunið í gegn-
um gólf Óperunnar og fótbrotnað
heldur „hrundi" líka harði diskur-
inn í tölvu Andrésar. Hann er nú í
öngum sínum, því inni á tölvunni
eru allir samningar og bókhald
sýningarinnar. Þegar hann var bú-
inn aö jafna sig á áfallinu drakk
hann eina fimm bolla af sterku
kaffi, væntanlega til að koma í
veg fyrir aö hann sofnaði, því til
þess mun ekkl gefast tími ef
halda á til streitu áætluðum frum-
sýningardegi...
Davíð-fyrsti kvenfbrsætisráðherrann?
Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur
farið í kynskiptaaðgerð til að styrkja stöðu
sína í íslenskri pólitík. Um þetta má lesa á
vefsíðu þeirrar sérstæðu fréttaþjónustu
„The hiper news service".
(http://www.hiper.dk) í fregninni er sagt
frá því að Davíð hafi gripið til þessa ráðs
sökum mikils þrýstings öfgafullra kven-
réttindakvenna um aukin völd og áhrif
kvenna innan flokksins.
Davíð var að sögn glaður og reifur á
blaðamannafundi og sagði við það tæki-
færi m.a.: „Ég hef í mörg ár verið í náinni
snertingu við konuna í sjálfum mér,“ segir
hún/hann, „og þroskað næmi mitt með
ljóðagerð. Það olli mér engum erfiðleikum
að breyta og mýkja líf mitt á þennan hátt,
því engin fórn er of stór fyrir flokkinn og
land mitt.“
Einnig er haft eftir forsætisráðherranum
að vissulega hafi sumar konur í flokknum
tekið fregninni um kynskiptaaðgerðina
illa. Hann/hún dregur þá ályktun að líkleg-
asta skýringin á því sé sú að með kröfum
um aukin völd kvénna hafi þær haft eigin
frama og metnað í huga í stað þess að
hugsa um þjóðarhag. Davíð segir að að-
gerðin geri sér kleift að halda til streitu
stefnu flokksins um stöðugleika, jafnhliða
því að gefa kvenlegum sjónarmiðum meira
rúm og athygli í stjórnmálum. Davíð segist
vera að íhuga að stofna hægri saumaklúbb
til að hann/hún og hinar stúlkurnar í
flokknum hafi færi á að ræða málin sín á
milli og hreinsa andrúmsloftið án þess að
fjölmiðlar blandist í málið. „Mér leiðist
kisuklór alveg óskaplega“, segir Davíð,
sem er þekkt/þekktur fyrir ást sína á hund-
um. Það eina sem Davíð vildi ekki ræða og
var greinilega viðkvæmt mál var hvernig
núverandi hjónabandsmál yrðu leyst.
£ilc £dit yiew 2o Eoolimarks <2ptions Qirtnory Wsndcw Help
i£J*l
nras
__] Localion: http://www.Npet.dk/n4Wnows.htffJ
What's New? [ Whnt'r Cool? | Destinationt I Net Seaichi Pcopie I Soltware j
THE HIPER NEWS SERMCE
(Read ’eni ainl vveep )
PM embraces PMS!
Tough sexnal poIiHcs in lcehunl:
Ií takes balls to lose halls!
Icelandió Prirne MiriisterT'avKl Odsson has sacnficed lus manhood to prove Vus manhood and
secure his posihon ac Prúne Minister and leader ofthe Icelandic Conservative Party Licreased
pressure frorn rabid feminists wnthin his paity, the largest party in Iceland, and dernands tor
iricreased krnirune mfluence and more power and top-posts to woraen in the party-rnaclune,
havc caused tlie chairraan, unchallanged teadcr for years, to undergo a sex-change operation,
now successfully finishcd
At a press conference. Ms. Qddson seemcd cheerful and sliowed no rductancc to answer
_£/&\ Documenf Done
Discrect rnake-up ís the
order of the day, but M:
Qddsson hopes that her
partysisters v/ill gjve her
Hófsemi í förðun er krafa dagsins í dag. Davíð segist vonast til að flokkssystur sínar verði sér innan
handar í þeim málum.