Helgarpósturinn - 29.05.1997, Side 6

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Side 6
FIMIVmiDAGllR 29. MAÍ1997 Helguvikurhöfn. Hér hafa rísið mikil mannvirki og nú benda líkur til að þau hafi veríð reist í leyfis- leysi. Landeigendur undirbúa mál- sókn og hóta að girða landjð af. Dómstólar munu skera úr um eignarrétt á strandlengjunni norður af Kefla- vík. Landeigend- ur hóta að setja upp þjófhelda girðingu og telja sig eiga hafnar- mannvirkin og fiskimjölsverk- smiðjuna. Mokkrir einstaklingar hafa nú í undirbúningi að höfða mál á hendur Reykjanes- bæ og/eða ríkinu til að fá stað- festan eignarrétt sinn á strand- lengjunni norður af Keflavík. Landið upp af ströndinni, svo- nefnt Hólmsbergsland, var tek- ið eignarnámi á sínum tíma en óvissa ríkir um eignarrétt á strandlengjunni sjálfri. Á korti sem eignarnámslandið var merkt inn á má greinilega sjá að strandlengjan sjálf er utan markanna. Athyglisvert er að Ellert Eiriksson, sem nú er bæjarstjóri í Reykjanesbæ, virðist hafa skipt gersamlega um skoðun í málinu síðan hann var sveitarstjóri í Garði. „Fyrsti maður sem benti mér á það að við ættum þarna hugsanlega tilkall var þáver- andi sveitarstjóri í Garði, Ellert Eiríksson," sagði Jens Sævar Guðbergsson í samtali við HP. Jens og bróðir hans Theódór Guðbergsson hafa nú gefist upp á að leita réttar síns með samtölum við ráðamenn og hafa í undirbúningi að höfða mál til að fá viðurkenndan eignarrétt sinn á hluta þessar- ar landræmu. Snögg skoðanaskipti Frá því að Ellert Eiríksson viðraði þá skoðun sína við Jens Guðbergsson að hann, og aðrir eigendur að landsvæði sem ýmist er nefnt Hólms- bergsland eða Leiruland, kynni að eiga tilkall til strandlengj- unnar norður af Keflavík hefur staða mála breyst nokkuð. Ell- ert var á þeim tíma sveitar- stjóri í Garði en er nú bæjar- stjóri í Reykjanesbæ. Sem slík- ur svaraði hann bréfi Jóns Oddssonar lögmanns þar sem Jón gerði fyrir hönd umbjóð- enda sinna kröfu um að eignar- réttur þeirra yrði viðurkennd- ur. í svari Ellerts Eiríkssonar er öllum slíkum landakröfum hafnað. Þar segir: „Frá upphafi hefur það verið skilningur að- ila og eru fyrir honum mörg skjalfest rök að eignarnám og síðan sala lands á Hólmsbergi nái alls staðar til sjávar og þess hvergi getið í gögnum að strandlengjan muni að hluta eða öllu leyti undanskilin.“ Helgarpóstinum tókst ekki að ná tali af Ellerti Eiríkssyni til að bera undir hann ummæli Jens Sævars Guðbergssonar. Beðið var fyrir skilaboð til hans en án árangurs. Eignarnám fyrir herinn Sögu þessa deiluefnis má rekja nærri hálfa öld aftur í tímann. Á árinu 1948 voru landareignir á flugvallarsvæð- inu teknar eignarnámi. Meðal þessaía landareigna var svo- nefnt Leiruland, sameign jarð- anna, Stóra-Hólms, Litla- Hólms, Kötluhóls og Sólbakka. Landið var þá metið á 150 þús- und krónur og til viðbótar fengu landeigendur svo 44 þúsund í bætur eða samtals 194 þúsund. Verðlag hefur hækkað tals- vert frá þessum tíma. Reiknað til núvirðis samsvarar þessi tala um 5,7 miljjónum króna, sem reyndar gæti ekki talist hátt verð fyrir hátt í 2.000 hekt- ara lands. Öllu hærra verð fengu landeigendur þegar þeir seldu ríkinu nokkurt land- svæði til viðbótar ásamt beit- arréttinum á því landi sem tek- ið hafði verið eignarnámi. Þetta gerðist tíu árum síðar, sumarið 1958. Verðið var 1,1 milljón króna eða tæpar 14 milljónir á núvirði. Var strandlengjan tekin? Gögnum málsins ber ekki fyllilega saman um meginatriði þess máis sem nú virðist á leið fyrir dðmstólana. Á uppdrætti sem fylgdi með eignarnámsaf- salinu er það land sem tekið var eignarnámi afmarkað með blárri línu sem dregin var inn á kortið. Þegar kortið er skoðað getur sums staðar orkað tví- mælis hvort línan sé dregin með ströndinni. Hún er aug- ljóslega hvergi dregin í sjó en á nokkrum stöðum er alveg skýrt að þessi lína er töluvert uppi í landi. Þannig háttar til við Helgu- • vík, þar sem nú er komin stór- skipahöfn, að bláa línan á upp- drættinum er dregin talsvert frá ströndinni og samkvæmt því ekkert vafamál að strand- lengjan tilheyrir ekki því land- svæði sem ríkið tók eignar- námi 1948. „Mörg skjalfest rök“ Orðalag í samningnum frá 1958 er hins vegar dálítið Bláa línan er reyndar ekki blá á þessarí mynd. Órín bendir á Helguvík og glögglega má sjá að einmitt þar er talsvert landsvæði utan eignarnámsmarkanna. óljóst. Samkvæmt þessum samningi selja eigendur jarð- anna allt land sem þeir eiga sameiginlega ofan Gerðavegar, tvær landspildur við veginn og loks afsala þeir sér beitarrétti á því Iandi sem tekið hafði ver- ið eignarnámi tíu árum fyrr. Auk þessa er tekið fram í þess- um samningi að landeigendur hafi samkvæmt þessu „selt rík- issjóði allt það land er framan- greindar jarðir eiga að undan- skildu því svæði sem merkt er með grænum mörkum á með- fylgjandi uppdrætti“. Það virðist einna helst hægt að ímynda sér að þessi klausa í afsalinu frá 1958 kynni að benda til þess að eignarnámið frá 1948 hefði á sínum tíma náð fram í sjó. Af gögnum málsins er þetta eiginlega hið eina sem gæti komist nálægt því að standa undir orðum Ell- erts Eiríkssonar sem vitnað er til hér að framan, þar sem seg- ir „mörg skjalfest rök“ fyrir því að strandlengjan hafi fylgt með I eignarnáminu. Slík túlkun verður þó að telj- ast vafasöm með tilliti til upp- dráttarins sem fylgir með eldra afsalinu og virðist taka af öll tvímæli um það að strand- lengjan eða a.m.k. stór hluti hennar hafi verið undanskil- inn. Þó ber þess að geta að lög- maður Reykjanesbæjar, Ás- bjöm Jónsson, vitnar til skjala sem fylgdu svonefndri yfirvirð- ingu eða endanlegu mati þess lands sem tekið var eignar- námi og telur þau gögn sýna

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.