Helgarpósturinn - 29.05.1997, Qupperneq 7
RMIVmJDAGUR 29. MAÍ1997
7
Jafnréttisráö hefur komiö saman samstarfshópi fólks úr öllum stjórnmála-
flokkum sem og kvenréttindafélögum. Ástæöan er aö völd kvenna og áhrif
eru ekki í samræmi viö framlag þeirra til samfélagsins. Þessu þarf aö
breyta aö mati Jafnréttisráös. HP haföi samband viö Stefaníu Trausta-
dóttur hjá Jafnréttisráöi.
Glerþakinu náð?
Stefanía Traustadóttir: „Við viljum sjá konu og karlmann saman í pólitík-
inni og höldum því fram að með því verðum við einfaldlega sterkari til að
stjórna vel.“
að fulltrúi landeiganda hafi ár-
ið 1945 talið að eignarnámið
myndi ná í sjó fram.
Hvers vegna var fjaran
undanskilin?
Áratugum saman eftir þetta
lá strandlengjan við Helguvík
ósnortin og án afskipta manna.
Þar gjálfraði sjórinn við fjöru-
steinana rétt eins og hann hef-
ur gert um einhverjar þúsund-
ir ára. Þeir landeigendur sem
höfðu afsalað ríkinu landinu
fyrir ofan ströndina velktust
að sögn aldrei í vafa um það
hver ætti fjörusteinana og
landræmuna upp af strönd-
inni.
Á hinn bóginn virðist það
hafa liðið mönnum úr minni í
fjármálaráðuneytinu og öðrum
stjórnsýsluskrifstofum. Það
hlýtur a.m.k. að verða að telj-
ast eðlilegra en að forráða-
menn ríkissjóðs hafi allan tím-
ann ætlað sér að stela fjörunni
í kringum Helguvík.
En hvernig skyldi hafa staðið
á því að fjaran var undanskilin
þegar landið var tekið eignar-
námi fyrir nærri hálfri öld?
Svarið þarf ekki endilega að
vera flókið. Verðamætamat
fólks var allt annað á þeirri tíð.
Nú myndu sennilega fáir láta
sér detta í hug að undanskilja
beitarrétt þegar land er tekið
eignarnámi. Það var gert í
þessu tilviki og auðvitað vegna
þess að beitarrétturinn var þá
raunverulegt verðmæti. Sama
gilti á þessum tíma um reka,
netalagnir, eða veiðirétt í sjón-
um næst ströndinni og jafnvel
fjörubeit, sem fyrir nokkrum
áratugum var mikið verðmæti.
Bæjarfélagið gert ábyrgt
Keflavíkurkaupstaður þurfti
á auknu landrými að halda um
1970 og árið 1971 var gengið
frá sölu á þeim hluta þess
lands sem ríkið hafði eignast á
svæðinu 1948 og 1958. Ríkið
seldi Keflavíkurkaupstað þetta
land og í afsalinu kemur skýrt
fram að þessar nýju lendur
kaupstaðarins ná í sjó fram.
Magnús Jónsson frá Mel var
fjármálaráðherra og undirrit-
aði afsalið 6. maí, einum og
hálfum mánuði áður en við-
reisnarstjórnin féll.
Ef tekið er mið af uppdrætt-
inum sem fylgdi eignarnámsaf-
salinu frá 1948 virðist einsætt
að Magnús hafi þarna fyrir
hönd ríkissjóðs selt Keflavík-
urkaupstað sjávarströnd og
landræmu sem ríkið átti ekkert
í.
Einfaldast er auðvitað að
gera ráð fyrir að í fjármála-
ráðuneytinu hafi menn einfald-
lega ekki gert sér neina grein
fyrir því að eignarnámslandið
hafi ekki náð í sjó fram á sínum
tíma. En hafi svo verið vekur
óneitanlega furðu að í afsalinu
skuli varið löngu máli til að
varpa allri hugsanlegri skaða-
bótaábyrgð af ríkissjóði yfir á
Keflavíkurkaupstað.
í afsalinu er tekið fram að
reynist einhverjar kvaðir vera
á landsvæðinu taki Keflavíkur-
kaupstaður þær yfir á sig. Þá
er í afsalinu ítarlega fjallað um
hugsanlega riftun á eignarnám-
inu. Bæjarfélaginu er gert að
þola slíka riftun án þess að
gera bótakröfur á hendur ríkis-
sjóði. Það er sem sé engu lík-
ara en að starfsmenn fjármála-
ráðuneytisins hafi haft eitt-
hvert hugboð um að ekki væri
fyllilega rétt staðið að málum.
Auðugir menn
Hefði strandlengjan verið
keypt eða tekin eignarnámi
meðan hún var ósnortin er
hæpið að Keflavíkurkaupstað-
ur hefði þurft að borga mjög
háa upphæð fyrir hana. En nú
gæti gegnt öðru máli. Jón
Oddsson lögmaður, sem rekur
málið fyrir landeigendur, vitn-
ar í Ólaf Lárusson, fyrrverandi
prófessor, því til staðfestingar
að þau mannvirki sem reist
eru á landi í óleyfi landeiganda
séu eign hans.
Samkvæmt uppdrættinum
er ekkert vafamál að Helguvík-
urhöfn eins og hún leggur sig
teljist vera á hinu umdeilda
landsvæði og sömu sögu er að
segja um fiskimjölsverksmiðj-
una sem þarna stendur, Helgu-
víkurmjöl hf. Og hér með er
reyndar ekki allt upp talið.
Þeim sem reisa slík mannvirki í
óleyfi landeiganda ber nefni-
lega að aflýsa öllum kvöðum
og veðböndum.
Jón Oddsson telur ekkert
vafamál hverjir séu réttir eig-
endur þessara mannvirkja. „Ef
taka ætti þetta land eignar-
námi nú verður vitaskuld að
meta landið til fjár eins og það
er í dag með þeim mannvirkj-
um sem á því standa," sagði
hann þegar HP bar þessa hlið á
málinu undir hann.
Ef svo færi að dómur félli
landeigendum í vil einnig að
þessu leyti væru þeir þar með
orðnir eigendur að mannvirkj-
um sem vafalaust má meta
upp á einhverja milljarða
króna og þar með í hópi auð-
ugustu manna íslands.
Kært til ríkissaksóknara
Jón Oddsson sendi ríkissak-
sóknara bréf snemma í apríl og
fór þar fram á opinbera rann-
sókn á máli þessu. í kæru sinni
vísar lögmaðurinn í 257. grein
almennra hegningarlaga þar
sem greind eru viðurlög við
því ef maður sviptir annan
mann eigum sínum, skemmir
þær eða eyðileggur. Viðurlög
við slíku eru allt sex ára fang-
elsi ef eignaspjöllin hafa verið
mikil eða brotið að öðru leyti
stórfellt.
í kærunni er einnig vísað í
26. kafla hegningarlaganna í
heilu lagi. Sá kafli fjallar um
auðgunarbrot og flestir smá-
þjófar, t.d. þeir sem brjótast
inn í sjoppur þegar þeir verða
tóbakslausir að næturlagi, eru
yfirleitt dæmdir eftir ákvæðum
þessa kafla.
í þessu tilviki eru það þó
engir smáþjófar sem grunaðir
eru um að hafa brotið af sér. Sá
sem skrifaði undir afsalið til
Keflavíkurkaupstaðar vorið
1971 fyrir hönd ríkissjóðs var
enginn annar en Magnús heit-
inn Jónsson, sem var fjármála-
ráðherra á þessum lokadögum
viðreisnarinnar. Háttsettir
embættismenn í ráðuneytinu
kynnu líka að teljast hafa brot-
ið af sér og sömuleiðis e.t.v.
sýslumaðurinn í Keflavík, sem
tók við afsalinu til þinglýsingar
þótt þar væri (kannski?) verið
að afsala landi sem seljandinn
átti ekkert í.
Þjófheld girðing
Það síðasta sem gerst hefur í
þessu máli er það að Jón
Oddsson hefur í bréfi til utan-
ríkisráðuneytisins og lög-
manns Reykjanesbæjar hótað
því að girða Helguvík af. Jón
telur upp marvíslegar fram-
kvæmdir og eignaspjöll sem
hann telur að orðið hafi á landi
umbjóðenda sinna, þar á með-
al höfnina og fiskimjölsverk-
smiðjuna, og segir síðan:
„Umræddar framkvæmdir
hafa farið fram án leyfis land-
eigenda. Þá hefur jáarna án
leyfis landeigenda farið fram
mikið grjót- og malarnám.
Vegna þessa ágangs og ólög-
mætra nytja af umræddu landi
telja landeigendur nauðsyn-
legt, lögum samkvæmt, að sett
verði Iandamerkjagirðing á
umræddu landsvæði í sam-
ræmi við þinglýstar eigna-
heimidir, sbr. áðurtilgreint af-
sal, dags. 16. sept. 1948. Hefðu
landeigendur betur sett þarna
þjófhelda girðingu fyrr.“
„Þetta er samstarfshópur
sem vill vinna að bættum hlut
kvenna á framboðslistum,"
segir Stefanía. „Jafnréttisráði
fannst ástæða til að grípa til
einhvers átaks til að auka hlut
kvenna í komandi sveitar-
stjórnarkosningum, fannst það
í raun hin mesta nauðsyn. Því
var tilvalið að bjóða stjórn-
málaflokkum og kvennahreyf-
ingunum að taka þátt í því. Að-
ilar tóku því vel, hópurinn hitt-
ist fyrir um mánuði og er að
fara af stað með ákveðna
fræðslu- og upplýsingaherferð.
Þegar úrslit síðustu sveitar-
stjórnarkosninga eru skoðuð,
og Iíka í raun síðustu Alþingis-
kosningar, er ýmislegt sem
bendir til þess að sú þróun,
sem hefur átt sér stað allt frá
árinu 1974 og hefur lýst sér í
því að hlutur kvenna í stjórn-
málum hefur stöðugt aukist, sé
að stöðvast. Jafnmargar konur
eru á þingi núna og voru við
lok síðasta kjörtímabils. Þegar
litið er á sveitarstjórnarkosn-
ingar hefur hluturinn aukist ör-
lítið, eða um eitt til tvö pró-
sent. Hins vegar ef við horfum
á stóru sveitarfélögin, Reykja-
vík og kaupstaði landsins, er
sama hlutfall kvenna og í kosn-
ingum þar áður. Þar er engin
aukning. Þegar maður rýnir í
tölurnar getur maður leyft sér
að spyrja: Hefur þróunin
stöðvast? Þýðir það ekki að
nauðsynlegt sé að halda áfram
að ýta við þessari þróun? Þetta
ætlar ekki að gerast af sjálfu
sér, þrátt fyrir allt. Það er oft
talað um glerþak í sambandi
við hvaða möguleika konur
hafa til að ná æðstu stjórnun-
arstöðum. Við getum leyft okk-
ur að yfirfæra þetta á stjórn-
málin. Þar er oft talað um að
konur þurfi að ná 30 prósenta
hlut til að þær fari að hafa
raunveruleg áhrif. Þetta er
hluturinn sem konur ná í ís-
lenskum stjórnmálum, 25-30
prósent. Erum við þá komin að
þessu glerþaki? Verðum við
ekki að grípa til aðgerða?“
Til hvaða aðgerða er hœgt
að grípa?
„Hópurinn hefur ákveðið að
vinna undir merkinu „Sterkari
saman". Við viljum sjá konu og
karlmann saman í pólitíkinni
og höldum því fram að með
því verðum við einfaldlega
sterkari til að stjórna vel. Við
ætlum að reyna að hafa áhrif á
val á framboðslistana eins og
við mögulega getum. Við ætl-
um að vera búin að ljúka okkar
störfum þegar framboðslist-
arnir verða tilbúnir. Það ger-
um við meðal annars með því
að fræða og hvetja konur til að
gefa kost á sér til framboðs.
Þær geta það og kunna. Við
skulum hafa það í huga að það
eru sífellt fleiri málaflokkar að
færast yfir til sveitarstjórna
sem konur hafa sinnt mikið
hingað til. Þarna erum við að
tala um fræðslumál, öldrunar-
þjónustu og alls lags félagslega
þjónustu. Þetta hafa ekki verið
stórmál á sveitarstjórnarstig-
inu hingað til en það er að
breytast. Þetta eru mál sem
konur þekkja mjög vel.
Við viljum einnig kalla for-
ystu stjórnmálaflokka til
ábyrgðar hvað varðar hlut
kvenna í pólitík. Þeir mættu
vera meðvitaðri um þessa þró-
un og tilbúnir að bregðast við
henni á þann hátt að hlutur
kvenna geti aukist í stjórnmál-
um.“
Heldurðu að þetta átak
breyti einhverju?
„Við vonum það,“ segir Stef-
anía. „Landsfundur jafnréttis-
nefnda sveitarfélaga verður
haldinn í lok ágúst. í kjölfar
þess fundar ætlum við að birta
úttekt nýrrar skýrslu sem við
erum að gera, sem mun sýna
það svart á hvítu hvernig þró-
unin hefur stöðvast. Það er
ástæða til að staldra við, skoða
þessi mál og gera einhverjar
ráðstafanir. Það verða fundir
um allt land snemma í haust
um þessi mál.“
Er munur á þátttöku
kvenna í stjórnmálum á öðr-
um Norðurlöndum og á ís-
landi?
„Jájá, hann er töluverður. Á
Norðurlöndum, bæði í sveitar-
stjórnum og í landstjórn, er
hlutur kvenna kominn vel um
og yfir 40 prósent. Við eigum
langt í land með að ná þessu
hlutfalli hér á landi. Það eru
auðvitað til einstaka sveitarfé-
lög hér þar sem hlutur kvenna
er mjög góður, eins og til dæm-
is í Reykjavík, en við verðum
að horfa á þetta á landsvísu.
Og þar verðum við að taka
okkur saman í andlitinu," segir
Stefanía að lokum.
Sterkar/
Oft er talað um að konur þurfi að ná 30 prósenta hlut til að þær fari að
hafa raunveruleg áhríf. Þetta er hluturinn sem konur ná í íslenskum
stjórnmálum, 25-30 prósent. Jafnréttisráð vill breyta þessum hlutföllum.
xðjafnanleg^
'þ
sœtir sofar
Húsgagnalagerinn • Smiðjuvegi 9 • sími 564 1475
Á ekki að mála í sumar?
Er langt síðan þú lést mála húsið þitt?
Er málningin farin að flagna af þakinu?
Er ekki kominn tími til að fara að mála?
Gerum verðtilboð þér að
kostnaðarlausu.
Vanir menn.
Vönduð vinnubrögð.
Sími: 562-0619