Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.05.1997, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 29. MAl 1997 dpiuJ w" “ 1 ^UXon**0"8 j | JSáSSíl d« Eco"°*"K Allflestar popp- og rokkstjörn- ur hafa í sér pínulítinn púka, fleygja félögum sínum gjarnan í sundlaugar, stela hnífapörum og ýmsu smálegu frá hótelum, hrækja svo eða selja upp í ösku- bakka. Industrial-bandið Marilyn Manson gerir gott betur, — hefur eiginlega djöfulinn sjálfan innan- borðs. Hljómsveitin er frá Flórída í Bandaríkjunum og er skipuð fimm einstaklingum sem kalla sig: Madonna Wayne Gacy, Twiggy Raminez, Zim Zum, Gin- ger Fish og höfuðpaurinn Mari- lyn Manson. Fornöfnin eru öll fengin að láni hjá kvikmynda- stjörnum og eftirnöfnin hjá glæpamönnum og raðmorðingj- um. Að auki eru þeir allir fullgild- ir meðlimir í „Kirkju Satans“, sannkailaðir djöfladýrkendur sem hafa m.a. notað mannabein sem áhöld til reykinga. Þeir hafa komist á forsíðu tímaritsins Rol- ling Stone og þriðja plata þeirra „Antichrist Superstar11 fór alla leið í þriðja sæti bandaríska Bilboard-breiðskífulistans. Leiðtogi Marilyn Manson hefur fengið ekki færri en 50 morðhótanir frá strangtrúuðum kristnum söfn- uðum. Hljómsveitin hóf starfsemi árið 1993 og vakti fljótlega athygli Trents Reznor (Nine inch nails), fór á samning hjá útgáfu hans og átti strax velgengni að fagna. Manson fílar Oasis á sinn hátt, aðallega framkomu hljómsveitarmeð- lima, og plata Radiohead frá síðasta ári var í uppáhaldi. Tricky og hann eru góðir vinir og eru reyndar um þessar mundir að vinna saman að verkefni. Meginland Evrópu sem tónlistarmarkaður vill oft falla í skuggann af hinum risavaxna Ameríkumarkaði og þeim breska. Meginlandið er þó oft á tíðum lykill að vel- gengni. Dæmi um þetta er hljómsveitin Fa- ithless. Lag þeirra „Insomn- ia“ rétt skreið inn á topp 30 í Bretlandi eftir fyrstu útgáfu en í Þýskalandi seld- ist lagið í einni milljón eintaka, sem er meira en Spice Girls gerðu þar. Nýieg- ar sölutölur fyrir allan heiminn sýna að „Ins- omnia" er komið í þrjár millur og frumburðurinn „Reverence" er farin í 800.000 eintökum, mest hefur selst í ísrael, S-Afríku og Noregi. Lagið hefur náð fyrsta sæti í Austurríki, Sviss og Noregi og verið viðloðandi topp 10 í öðrum löndum. í Bretlandi náði það þriðja sæti í endurútgáfu. Fyrsti singull Faithless, „Salva Mea“, hefur selst í milljón stykkjum um gervalla Evrópu og trónað á Bilboard-danslistanum. Ar- ista er útgáfa þeirra í Bandaríkjunum. Janis Joplin, Bruce Springsteen og Whitney Hou- ston eru meðal þeirra sem hafa verið þar á samningi. Islensk plötuútgáfa er í mestum blóma þegar sól er hæst á lofti eða um sumarsólstöður og síðan í svartasta skammdeginu á vetrarsólstöð- um. Fyrrnefnda tímabilið skellur nú á og platan „tún“ er að koma út. Hún geymir tónleikaupp- * * tökur á fjórtán lögum með jafnmörgum flytjend- um. Hér er um að ræða hljóðritanir sem gerðar voru í Norðurkjallara MH 21. febrúar sl., eftir- vinnsla fór fram í Hljóðhamri en Jón skuggi ann- aðist hljóð í sal og Guðmundur G. Finnsson tók upp. Hljóðblöndun geislaplötunnar er í höndum fvars Ragnarssonar og Ólafs Halldórssonar og umsjón með hljóðvinnslu hafði Bogi Reynisson. „tún“ er skammstöfun fyrir „tónleikaupptökur úr Norðurkjallara“. Meðal þekktustu flytjenda eru Maus og Stjörnukisi, fyrrv. sigursveitir úr Músíktilraunum Tónabæjar. Aðrir listamenn: Egill Skúlason, Hamskiptin, Eiectrique, Self re- alization in the experience of sensual love, Mi- key, Hugh Jazz, Glimmerbomban Bonný, Fí- tónn joðsjúkra kvenna, Andhéri, Gulla Vala & tillamir, Versa og Miiller. Tónlistin er býsna fjölbreytt, allt frá einföldum hráum kassagítar- lögum upp í rafmagnað eyrnakonfekt. Þessi út- gáfa minnir um margt á eldri íslenskar afurðir eins og „Rokk í Reykjavík“ ‘80 og „Núll & nix“ ‘93. I framtíðinni verður gripurinn eigulegur minnisvarði um margt af því fram- sæknasta sem var að gerast í innlendu tónlistariífi árið 1997. Mál og menn- ing, Hljómalind, Landsbanki íslands, FÍH og Air Express á íslandi styðja við bakið á útgáfu disksins en Tún- garður gefur út. Mikil eftirvænt- ing ríkir eftir þriðju breiðskífu Prodigy, sem fékk snemma á árinu nafnið „The Fat of the Land“. XL Recordings gefur plötuna út og hefur 30. júní verið staðfestur sem útgáfudagur þótt Liam Howlett sé enn að semja eitt laganna. Innihaldið verður ein tíu lög, þar á meðal topplögin „Fire- starter“ og „Breathe" ásamt laginu „Nuayran", sem er afsprengi samvinnu Crispians Mills úr Kula Shaker og Prodigy-manna. Howlett segir að frábært hafi verið að vinna með Mills, þeir hafi klárað aðalsönginn á hálftíma og eytt um fjórum tímum í lokavinnslu. Þeir eru mjög ánægðir með útkomuna og segja lagið vel áheyrilegt þótt það verði aldrei gefið út sem sin- gull. Prodigy-menn velja nefnilega ekki lög á smáskífu sem ekki er hægt að flytja á tónleikum. Rapparinn Kool Keith verður gestur í laginu „Diesel Power“ og gamla hljómsveitin hans, Ultramagnetic MC, er sömpluð ásamt Sheilu Chandra í „Smack my Bitch up“, sem talið er lík- legt smáskífulag. Að lokum má nefna að Saffron úr Republica syngur dúett með Keith Flint í ábreiðu af lagi kvenn- rokksveitarinnar L7, „Fuel my fire“. A ndromeda /\Heights er nafn á hljóðveri sem Paddy McAloon á og starf- ar í, staðsett á æsku- heimili hans í New- castle. Paddy er að- alheilinn á bakvið Prefab Sprout, sem komust á poppkortið árið 1985 með al- búminu „Steve McQueen“. Frum- burðurinn „Swoon“ hafði birst árið áður. Árið 1988 var þessum tveimur plötum fylgt vel eftir með þriðju breiðskífunni, „From Langley Park to Memphis“. í dag er hljómsveitin tríó, trommarinn Neii Hannes Hóhnsteiim og blandað hagkerfi pólitiskt fræðimennska og stiommálah* * Iannes Hóhnstcinn Gissur- arson hefur skrifað 448 blaðsíðna bók um stjórnmála- hagfræði án þess að skilgreina hugtakið stjórnmálahagfræði. Bókin Hádegisverðurinn er aldr- ei ókeypis. Þœttir í stjórnmála- hagfrœði er þó ekki fyrst og fremst áhugaverð sem Horn- strendingabók aðferðafræð- inga heldur fyrir hitt hvað hún segir um stöðu stjórnmála- kenninganna sem Hannes Hólmsteinn hefur verið dug- andi talsmaður fyrir í tvo ára- tugi. Hannes er íslenskur holdg- ervingur frjálshyggjunnar sem kennir að markaðurinn færi samfélaginu farsæld og frelsi og að ríkisafskipti leiði til eymdar og volæðis. Friðrik A. Hayek er sá hugmyndafræð- ingur sem Hannes þiggur mest frá og bjargföst trú hans var að ríkisafskipti af markaðnum leiddu á endanum til mið- stýrðs hagkerfis með tilheyr- andi ófrelsi þegnanna. Hayek skrifaði þekktustu bók sína, Leiðin til ánauðar, í seinni heimsstyrjöld í skugga tveggja hugmyndakerfa alræðishyggj- unnar, kommúnisma og nas- isma. Eftir stríð var ekki hlustað á Hayek. Vesturlönd einbeittu sér að því að byggja upp vel- ferðarsamfélagið og hagfræð- ingurinn John Maynard Key- nes lagði fræðilegan grundvöll að víðtækum afskiptum hins opinbera af markaðnum. Hay- ek komst í tísku eftir að Ron- ald Reagan náði kjöri í banda- rísku forsetakosningunum og Margrét Thatcher komst tii valda í Bretlandi fyrir tæpum tuttugu árum. Sammerkt þess- um tveim leiðtogum Vestur- landa var herskár andkomm- únismi í utanríkismálum og frjálshyggja í efnahagsmálum. Þegar fram líða stundir munu sagnfræðingar eiga í basli með skynsamlega útskýringu á þeirri þversögn að á níunda áratug 20. aldar, er kommún- isminn var rúinn trúverðug- leika og ríkin sem kenndu sig Páll Vilhjálmsson við hann í Austur-Evrópu kom- in að fótum fram, gerðu stjórn- málaöfl víða á Vesturlöndum út á kommúnistahættuna með fjarska góðum árangri. Kenningar Hayeks voru eins og sniðnar fyrir Reagan og Thatcher. Ríkisafskipti voru skilgreind sem hið illa, og gjarnan nefnd í sömu andrá og alræði kommúnismans í austri, en markaðurinn álitinn óskeik- ull. Frjálshyggjan ákvað dag- skrána og þeir sem tileinkuðu sér ekki hugtök og undirmál hennar voru einfaldlega ekki með í umræðunni. Einn af rit- stjórum The Economist, Franc- es Caimcross, vildi fjalla um umhverfisvernd á síðum viku- ritsins en varð lítið ágengt fyrst í stað þar eð Economist studdi pólitík Margrétar Thatcher. Ekki fyrr en Cairn- cross kynnti umhverfismál í samhenginu „markaðsbrestur“ var hlustað á hana á ritstjórn Economist. Núna ætti að vera deginum ljósara að víðtæk afskipti hins opinbera af efnahagsmálum, t.a.m. eins og tíðkast á Norður- löndum, leiða ekki til mið- stýrðs efnahagskerfis og pólit- ísks alræðis. Hannes getur þó ekki viðurkennt þau óvefengj- anlegu reynslurök að ein höf- uðforsenda Hayeks er tómt rugl. í bókinni lætur Hannes Hayek ræða við Gylfa Þ. Gísla- son um „þróunarkenningu Hayeks“ eins og Hannes dubb- ar hana. Fyrrverandi mennta- málaráðherra og hagfræðipró- fessor er gerður að kjána sem sést yfir djúpa speki Hayeks og Hannesar. Niðurlag þess kafla er akademísk útvötnun. „Átti hið slæma stjórnarfar [í Aust- ur-Evrópu] upptök sín í hugar- fari og breytni nokkurra ein- staklinga, eins og félagshyggju- menn halda fram, eða eðlis- nauðsyn sameignarkerfisins? Þeirri spurningu verður hver maður að svara fyrir sig...“ skrifar Hannes og reynir að selja aug- lýsingatexta á markaði vísinda og fræða. Hannes vill ekki kannast við að hagkerfi getur að verulegu leyti verið stjórn- að af hinu opinbera án þess að það leiði til pólitísks alræðis. í stað þess að játa hversdagsleg sannindi kýs hann að draga kommúnistaríkin fyrrverandi inn í umræðuna og skeytir því engu að miðstýrt hagkerfi var afleiðing pólitísks alræðis en ekki öfugt. Saga kommúnista- ríkjanna upplýsir ekkert um þá aðalforsendu Hayeks að biancF að hagkerfi leiði til alræðis. í Sovétríkjunum og síðar Aust- ur-Evrópu komst ríkisvaldið í hendur stjórnmálaafla sem beygðu hagkerfið í heild sinni undir vilja stjórnvalda. Ef hægt er að hugsa sér eitthvað jafn vitlaust væri það að bregða hnappheldu markaðarins á allt mannlíf. Margir urðu frjálshyggjunni fráhverfir er á leið valdaskeið Reagans og Thatchers. Einn þeirra er Jeffrey Friedman sem var sannfærður frjáls- hyggjumaður en fór að efast á níunda áratugnum. Honum fannst erfitt að sætta frelsi- sviðieitni og frjálshyggju. Mót- sögnin milli frelsis og markaðs- hugsunar varð Friedman aug- ljós og hann stofnaði tímaritið Critical Review fyrir áratug til að vera vettvangur fyrir um- ræðu um pólitíska frjálshyggju er væri aðgreind frá markaðs- frjálshyggju. I nýlegu hefti Critical Review skrifar heimspekingurinn Dav- id Schweickart greinina Al túnga fer á markað (Dr. Pang- loss goes to market). Altúnga í Birtíngi Voltaires kenndi há- spekisguð- fræðial- heimsvisku- kenninguna og sýndi fram á að „hlutirnir geta ekki verið öðruvísi en þeir eru, því þar sem alt er miðað við einn endi, hlýtur alt um leið að vera miðað við þann allrabesta endi“, eins og segir í þýðingu Halldórs Laxness. Schwe- ickart sér Altúngu í markaðsfrjáls- hyggjumönnum sem gefa sér fyrir- fram að markaður- inn sé bestur allra heima. Stundum varð fölskvalaus markaðstrúin að mannlegum harmleik. Á áttunda áratugn- um beitti lærisveinn Hayeks, Robert W. Fogel, ásamt Stanl- ey L. Engerman, flóknu hag- fræðimódeli til að sýna fram á að þrælahald í Bandaríkjunum á síðustu öld var jákvæð og eðlileg þróun markaðarins. Næsta skref hefði verið að setja Altúngu Hayeks og félaga í Áuschwitch og láta hann finna dásemdir markaðarins í gasklefum Þriðja ríkisins. Efasemdir um markaðsfrjáls- hyggjuna verða æ almennari. Paul Krugman heitir einn snjallasti núlifandi bandarísk- ur hagfræðingur. Hann hefur skrifað bók (Peddling Prosspe- rity. Economic Sense and Non- sense in the Age of Diminished Expectationsj um álitsgjafa eins og Hannes Hólmstein Gissurarson, sem taka að geð- þótta viðurkenndar hugmynd- ir úr hagfræðinni og byggja á þeim alhæfingar sem engan

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.