Helgarpósturinn - 29.05.1997, Síða 13
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997
13
GEP geimstrákur horfir á ísland
Nýjasta
bók Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar er að sögn
höfundar um stjórnmálahagfræði
en rétta orðið er stjórnmála-
brask...
og heimsmynd hans er kennd við
Altúngu Vottaires í tímaritsgrein
sem afturbatapíka úr röðum frjáls-
hyggjumanna stofnaði fyrir áratug.
veginn standast gagnrýna
skoðun.
Hannes er lítillátur að vanda
þegar hann lýsir sinni bók sem
„framlagi til þeirrar stjórn-
málahagfræði (e. political ec-
onomy), sem hugsuðir eins og
Adam Smith, John Stuart Mill,
Karl Marx, John Maynard
Keynes og Friðrik Ágúst von
Hayek iðkuðu.“
í raun er Hannes það sem
Krugman kallar policy entre-
preneur eða stjórnmálabrask-
ari á íslensku.
Pað er nú gott að heil þjóð
skuli geta átt sér áhugamál
sem allir geta iðkað í samein-
ingu. Mér liggur við að nota orð-
ið trúarbrögð í staðinn fyrir
áhugamál, það er hvort sem er
ekki nema skilgreiningaratriði.
En svo ég komi mér að efninu þá
á ég við þessar ofsóknir sem
beinast að fitu í hvaða mynd sem
er. Eyðum fitu. Útrýmum fitu.
Líkamsfitu. Fitu í matvælum.
Fitublettum í fötum og fitu á
óhreinu leirtaui. Miklum fjár-
munum er sólundað í þessum
leik og þá sérstaklega þegar fitan
er komin undir skinnið á fólki, í
bókstaflegri merkingu. Ég veit
ekki alveg hvaða vopn eru álitin
best í þessu undarlega stríði en
ef ég tek mið af auglýsingum —
er ekki talað um að auglýsingar
endurspegli þjóðfélagið og tíðar-
andann? — þá get ég ekki betur
séð en að árangursríkast sé talið
að nota ýmisleg efni sem ætluð
eru annaðhvort til inntöku eða
áburðar.
Pillur, duft, vökvar og krem
svo ég nefni nú það helsta. Svo
er líka hægt að hengja á sig alls
kyns töfragripi í sama tilgangi,
megrunareyrnalokka og megrun-
arplástra. Ég hélt að mitt kyn
teldist hátæknivætt, en við kom-
umst ekki með tærnar þar sem
megrunarspekingar mannkyns
hafa hælana. Ég hef auðvitað
enga hugmynd um það sem fram
fer á þessum fitubrennslunám-
skeiðum sem leggja undir sig
helminginn af auglýsingaplássi
dagblaðana, en ég býst við að
þar hjálpist menn að við að
brenna fitu hver annars. Ég bar
málið undir mömmu og ætlaðist
eiginlega til þess að hún tæki
mig alvarlega, sérstaklega með
tilliti til þess að hún hefur iðu-
lega (að minnsta kosti í orði)
hvatt mig til sjálfstæðra mann-
fræðirannsókna. En hún hló bara
að mér. Hún gat hreinlega ekki
hætt að hlæja. Loksins náði hún
andanum, kannski fýlusvipurinn
á mér hafi hjálpað þar eitthvað
til, og stundi því upp hvort það
væri ekki bara fljótlegast og
áhrifamest að nota Yes últra
plús, sem ku gereyða fitu við
minnstu snertingu.
- Til inntöku eða sem áburð?
spurði ég alvarlegur, í tilraun til
að mjaka samræðu okkar upp á
hærra plan en mamma hló bara
ennþá meir, eiginlega miklu meir
en hæfir einstaklingi á hennar
aldri, og hikstaði: - Bara hvort
heldur sem er eða bæði! Fylla
bara heilt baðkar af Yes últra
Conti er hættur. Hinir meðlimirnir eru sem fyrr Wendy Smith og
Martin, litli bróðir Paddys. Heimahljóðverið er nýuppsett og ber
nafn nýrrar plötu Prefab Sprout, „Ándromeda Heights“. Það er
fyrsta plata sveitarinnar frá útkomu „Jordan: The Comeback“
1990. Tveimur árum síðar kom samansafnplatan „A life of surpris-
es“. Paddy McAIoon verður fertugur nú í júní. Hann tekur sér frí á
hverju kvöldi, þvælist þá um Newcastle-borg og drepur tímann.
Reyndar er þetta endurnýjunartími; hann kemur til baka fullur
orku, sem hann nýtir um nóttina, finnst hún vera besti starfstím-
inn. Hann segir að í dag séu til fimm fullkláraðar plötur og þar á
meðal séu margar af sínum bestu tónsmíðum. Ýmsir hafa leitað í
lagalager Paddys, t.d. Jimmy Nail þegar hann vantaði tónlist fyr-
ir sjónvarpsþættina Krókódílaskóna.
Dodgy áttu á síðasta ári plötuna „Free peace sweat“. Hún var
lofuð af gagnrýnendum og sást á árslistunum. A & M gáfu út
nýjan singul með Dodgy í
mars, aukalög útgáfunnar eru
ábreiður (covers) af Bítla-lag-
inu „Revolution" og „I can’t
make it“ með Small faces.
Einnig verða tónleikaupptök-
ur af Dodgy- lögunum „Found
you“ og „Stand by your self“
með í útgáfunni.
Cast ætlar að nota ábreiðu-
útgáfu af hinu sígilda Bob
Marley-lagi „Redemption
Song“ á bakhlið næstu smá-
skífu. Framhliðin verður „Gu-
iding Star“ af nýútkominni
breiðskífu Cast, „Mother nat-
ure calls", sem hefur frá út-
gáfu verið ofarlega á breska
sölulistanum yfir stórar plöt-
ur. Smáskífan kemur út 16.
júní og önnur b-hliðarlög eru
live-útgáfur af „Mirror me“ og
„Free me“, fyrsta singli al-
búmsins. Einnig ný upptaka af
„Keep it alive" og órafmögnuð
útsetning af „Guiding Star“.
plús, leggjast í það og svolgra
það í sig í leiðinni.
Ég hugsaði málið og komst að
niðurstöðu.
- Þú hefur einfaldlega misskil-
ið þetta allt saman, fræddi ég
hana.
- Leikurinn er leiksins vegna,
sem hlýtur að leiða til þess að
svona ofurlausnir eru stranglega
bannaðar. Allir menn sem finnst
gaman að skjóta rjúpur vita til
dæmis að það væri hægt að
skjóta miklu fleiri rjúpur með því
að fara með hríðskotabyssu upp
á fjall, en þá væri bara búið að
brjóta leikreglurnar og vanvirða
íþróttina.
- Jæja, svaraði mamma, ennþá
hálfflissandi. - Ert þú kannski að
hugsa um að fá þér megrunar-
plástur?
Mér hafði reyndar dottið í hug
að dýpka rannsóknina með því
að setja mig með áþreifanlegum
hætti í spor viðfangsefnanna en
hætti ekki á fleiri háðsglósur svo
ég svaraði bara snúðugt: - Ne-
hei, og hét því með sjálfum mér
að halda henni utan við málið
næst þegar ég tæki mér eitthvað
uppbyggilegt og fræðandi fyrir
hendur. Sumt fólk kann ekki að
ala upp unglinga.
„En svo ég komi mér
að efninu þá á ég við
þessar ofsóknir sem
beinast að fitu í hvaða
mynd sem er. Eyðum
fitu. Útrýmum fitu.
Líkamsfítu. Fitu í mat-
vælum. Fitublettum í
fötum og fítu á óhreinu
leirtaui... og þá sér-
staklega þegar fítan er
komin undir skinnið á
fólki, í bókstafíegri
merkingu.“
Patti Schemei, trymbill hljómsveitarinn-
ar Hole, hefur verið látinn víkja fyrir
Chris Vrenna (Nine inch nails) í sumum ef
ekki öllum lögum nýrrar plötu Hole.
Vrenna er nýjasta nafnið sem Billy Corgan,
upptökustjóri albúmsins, hóar í til að vera
með. Áður hafði hann fengið bræðurna
Jimi og Dennis Flemion úr Frogs, sem var
uppáhaldsband Kurts Cobain. Flemion-
bræður voru á tónleikaferð með Smashing
Pumpkins á síðasta ári. Alan Moulder,
sem vann við „Mellon Collie and the infin-
ite sadness", síðustu plötu Pumpkins, er
sömuleiðis bendlaður við nýju Hole-skíf-
una. Annars er Courtney Love leiðtogi
grúppunnar og ósjálfrátt spyr maður sjálf-
an sig hvor muni að lokum eiga meira í
plötunni; Cobain-ekkjan eða upptökustjór-
inn Corgan.
Tindersticks hafa hug á að gefa út nýja
breiðskífu hjá Island Records um miðj-
an júnímánuð, gripnum hefur verið valið
nafnið „Curtains". Platan var hljóðrituð í
New York, London og Dublin á síðasta ári.
Fyrsta smáskífa verksins kom út 26. maí,
„Bathtime". Með útgáfu singulsins fylgja
sex aukalög, eitt þeirra er ábreiða af lagi
Pavement „Here“. Tindersticks tekur einn-
ig upp á sína arma lagið „Shadow" sem R
Dean Taylor flutti á árum áður. Taylor
þessi var eini hvíti listamaðurinn á mála
hjá Motown. Nýja breiðskífan, „Curtains",
inniheldur fimmtán lög.
Embrace heldur þrenna aukatónleika í
London síðast í júlí, en nýlega lauk vel-
heppnuðum túr sveitarinnar um Bretland.
Söngvarinn Danny McNamara segir að
fyrrihluta ferðarinnar hafi ásjóna fólks ver-
ið eitt stórt spurningarmerki. Seinnipart
túrsins hafi aftur á móti allt verið brjálað,
fólk þá meira með á nótunum. Sérstaklega í
Leeds; þar voru tónleikagestir farnir að
syngja með í lögum sem enn hafa ekki ver-
ið gefin út! Á Lundúnakonsertunum í júlí
verður kynnt nýtt efni frá Embrace af vænt-
anlegri ÉP-skífu. Hún kemur á markað í
sama mánuði og heitir „One Big Family".
Þar verða lögin „Dry Kids“, „Butter Wo-
uldn’t rnelt" og „You’ve only got to stop to
get better".
fnf I
- bókina sem rýfur heimatilbúnu fréttastífluna sem íslendingar hafa búið við áratugum sam-
an á sviði lyflæknisfræði. Þessi bók segir allt um lyflæknisfræðina sem HEIMILISLÆKNIRINN
og STÓRA LYFJABÓKIN segja þér EKKI. Ef þú átt þessar tvær bækur þarftu að verða þér úti
um LÍFSSPURSMÁL líka til að vita um alla möguleika þína varðandi áfamhaldandi góða
heilsu eða rétt viðbrögð ef hún bregst.
LÍFSSPURSMÁL fæst í öllum heilsuverslunum og í Pennanum, Máli og menn-
ingu, Ásfelli, Betra lífi, Bókabúðinni í Mjódd og Bóksölu stúdenta. Og hjá bókaútgáfunni Lífi
eftir fæðingu, talhólf 562-7644, box 1464, 121 Reykjavík.
nHHMM