Alþýðublaðið - 07.01.1971, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 07.01.1971, Qupperneq 6
I i I HERD'IS ÓLAFSDÓTTIR aIÍRYÐíJ jJtk££MI) Útg.: Alþýðuflokkurinn Ritstíóri: iSig-hv. Björgrv'insson (áb.) Prentsim. Alþýðublaðsins Sími 14 900 (4 línur) íhaldið vaknar I Morgunblaðinu í morgun er forystu- grein, sem nefnd er „Hvert stefnir vel- ferðarþjóðfélagið“. Segir þar, með réttu, að það, sem helzt hafi auðkennt þróun lýðræðisþjóðfélaga Vesturlanda síðustu áratugi sé aukin samhjálp. Síðan segir Morgunblaðið, að á seinni árum hafi vaknað ýmsar efasemdir um slík þjóðfélög og jafnframt hvort þjóð hafi efni á að halda uppi svo viðamiklu velferðarkerfi. „Af þessúm sökum heyrast nú nýjar raddir, sem vilja í sjálfu sér ekki hverfa frá þeim markmiðum, sem að er stefnt með velferðarþjóðfélaginu, en ná þeim hins vegar með öðrum hætti. Það er t. d. spurt, hvers vegna tryggingakerfiö greiði umtalsverðar fjárfúlgur til fólks, sem sannarlega þarf ekki á slíkri aðstoð að halda ... Þá er líka spurt um það, hvort hlutdeild ríkisins í ráðstöfun á sjálfsaflafé borgaranna sé ekki örðin full rnikil og ef til vill ástæða til þess að draga eitthvað í land . . .“, segir blaðið. Það er út af fyrir sig alveg rétt hjá Morgunblaðinu, að hin síðari ár hafa heyrzt ýmsar nýjar raddir um margvís- lega ágalla þess velferðarþjóðfélags, sem við þekkjum. En Morgunblaðið hefur að eins heyrt þær raddir, sem lægst heyrast — raddir íhaldssinnuðu aflanna — gaml- ar raddir í nýjum búningi. Sjónarmið þau, sem fram koma í umræddri fbr ystugrein blaðsins eiga a. m. k. ekkert skylt við nýja rödd — miklu frekar að rnanni komi í hug Ijóðlínan úr Grettis- ljóðum Matthíasar — „buldi við draugs- röddin dimma“. Því viðhorf þau, sem fram koma til velferðarríkisins í for- ystugrein Morgunblaðsins eru ekki nv heldur slæðingur af þeim gamla íha1' draug, sem réði framan af afstöðu Morg unblaðsmanna til hugmynda félags- hyggjumanna um velferðarríki. Hinar nýju raddir eiga heldur ekkert skylt við þessi sjónarmið íhaldsupp- vakninga. Það er einmitt athyglisvert. að þær raddir eru fyrst og fremst þeirra, sem fylgja félagshyggjunni að málur^ og þá einkum jafnaðarmanna. Og rauð’ þráðurinn í gagnrýni þeirra er ekki sá, að þáttur ríkisins í samfélaginu sé orð- inn þjakandi né heldur sú fráleita hug- mynd, að þjóðfélagið hafi ekki efni á að vera velferðarsamfélag. Meginatriði hinna nýju hugmynda er, að ekki hafi verið lögð nægileg áherzla á hina miklu möguleika, sem velferðarþjóðfélag hef- ur, til þess að skapa fegurra mannlíf. Og þeim, sem þessar hugmyndir hafa, kemur ekki til hugar að draga úr styrk félagslegra stofnana velferðarríkisins, Þvert á móti. En þeir vilja hins vegar beita þeim þannig, að ekki aðeins hin efnislegu gæði verði almenningseign heldur eigi að síður þau menningarlegu Hfsverðmæti, sem nauðsynleg eru til að færa hverjum einstakling lífshamingju. 6 FIMMTUDAGUR 7. JANÖAR 1971 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1971 7 « □ ENN einu sinni, mitt í jólaönnunum er vefrið að boða til samningafuindar í Reykjavík. Það er boðað til sameiginfegs fundar milli vinnuveitenda og verkalýðs- félaga við Paxaflóa og víðar1 út af nýjum atvinnugreinum sem rétt eru að byrja á þessu'. svæði, en það er vinna við hörpudisk og rœkju sem eng- inn raunverulegur samningur1 hefur enn verið gerður úm þó lítiltega sé byrjað að vinna þetta. Við leggjum leið oikikar fulltrúar verkakvemna á Akranesi til þessa fundar með Akraborginni til Reykjavík- ur. En svo illa hefur tekizt til, að þegar við komum á hinn boðaða fundarstað í húsi Vinnuveitietndasambandsins við Garðastræti, kemur í ljós að á síðusrtu stundu hlefur fundurinn verið afboðaður án þess að til okfear næðist. Við vorum því mættar hér með ónýttan dag í jólaöttnunum. Skrifstofustjóri Vinnuveit- endasambandsins, góðlyndur maður, trúr sínu verktefni að kenna skjólstæðingum sínum' vinnuveitendum að græða fé, tók á móti okkur, leiddi okk- ur til sætis í hábökuðum stól- um fundarsalar í palísander- höll Vinnuveitendasambands- ins, afsakaði að mistök þessi skyldu ske, en þó væri ferð- in ekki farin til einskis því nú gæfist sér tækifæri til að reyna að sanna okkur vantrú- uðum- frá Akranesi ágæti á- kvæðisvinnu, og þó sérstak- lega hinu ágæta lítt skiljan- lega kerfi bónusvinnunnar. Mér var áður búið að skilj- ast, að honum hefði verið nú í Vetur fengið það verkefni, að' koma vitinu fyrir okkuir á Akranesi, sem hefur þrátt fyr- ir harða ásókn atvinnurek-' enda fyrir því að fá að borga hærra kaup, ekki tekizt að gera verkakonum á Akranesi það skilj anlegt, að það væri í mynd bónusvinnunniar. Nú skyldi leiða okkur í allan sann leika, trúr sínu verkefni að hjálpa vinnuveitendum til að græða sér fé. Við áttum vin- samlegt skemmtilegt rabb Saman um ýmisfegt í sam- bandi við laun og vinnu og akki sízt höfðum við áhuga fyrir þvi að heyra hvernig hinn tímamældi bónus, sem unnið var eftir í hörpudisk- vinnunni í Reykjavik væri í •reynd. Þegar liðið var að há- degi var rabbinu látið lokið og okkur beoit á að fara í frystihús í bænum og nota tímann til að kynna okkur bónusinn þar. Eftir að við höfðum lagt leið okkar á Skálann og fengið að borða ljómandi góða baunasúpu með saltkjöti svo riflega útilátið eins og verið væri að bera á borð fyrir Hallvarð Hallsson þ®g- ar hann hátfði trekkt sig norið- ur heiðar og væri loks kom- inn til byggða, ákváðum við að fara á þennan margtil- netfnda bónusvinnustað. Okfcur bar að húsi nokkru eigi allfjarri sjó. Gengið á plánka yfir skurð, nokkurs konar síkisbrú frá riddara- sögunum. Við fundum hurð, gengið niður hriktandi tröppur úr tré, sem voru eins ög þær hefðu fundizt á öskuh’aug og verið hlent þarna viljandi eða óviljandi. Við sáum : vérkstjórann standa! í brúnhi og hortfa yfir vinnu- lýð sinn. Við, fikrum okkur uþp álika tröþpur og fyrr voru netfhdar inn til hans og báðvtm hann um að leyfa okkur að sjá og frétta af bón- usnum, mínútuákvæði hans, meðaltíma, staðaltíma, tafa- tíma, launalínu, nfkastalinu, bónuslínu, persónutegum tatfa tíma og þreytuviðauka — og þannig mætti enn um hríð 'telja flækju bónuskierlfisins. Hann var hinin, elskulegasti við okkur og bauð okkur að labba um vinnusalina uppi og niðri og sjá vinnubrögð- in. Því miður gæti hann elkki útlistað fyrir okkur gaidur bónussins, hann skildi hann ékki vel. En hann vildi hringja eftir hagræðingnum úti í bæ til að lýsa. fyrir okkur kerfinu. Nei, nei, segjum við, við skiljum nú heldur ekki svo mikið í því, okkur nægir það sem þið getið sagt okkur. Við snúum okkur að ungum manni á hvítum slopp, sem virtist vera aðstoðarverk- stjóri, reddari eða eitthvað álíka — og inntum hann eft- ir bónusnum. — Nei, hatn.n ■sdcildi halnn nú ek/Ti svo vel að hann gæti útskýrt hann, en komið þið hérna upp að tala við stúlkuná sem tfeikn- ar út, hún Mýtur að geta sagt ykkur leyndarmál hians. Við gengum í gegnum virmusalinn, hörmulega vist- arveru á neðri hæð, líkasta hlöðu, tölum við konurnar yíngri og eldri, sem ýmist unnu atf kappi við að hreinsa skelfiskinn eða úrskelja hann. * HVernig líkar ykkur bón- usinn? Jú, jú, segja þær, — hann er betri í þessu heldur en í fiskinum, við fáum dá- Iítið meira ef við keppumst við hverja mínútu allan dag- inn. Við. héldum áfram upp kol- svartan óhreinan stiga upp á efri hæðina. Nú, nú, við kom- um í klef'a þar sem ung stúlka sat við stóra reiknivél að reikna bónus. Við báðum hiana nú að segjg okkur hvernig niðurstaða einhvers dags liti út á bónusskránni. Hún sýndi okkur ýmsar töfl- ur og tölur sem skráðar voru, en svo kom það: Ég get . ekki útskýrt þetta, ég verð að hringja í hagræðing- inn, hann getur alveg sagt ykkur hvernig þetta er. — Slegið á símann og hiágipeð- ingurinn beðinn oð koma strax, Á meðan við bíðum hagræðingsins göngum við um salinn, tölum við fólkið og fáum leyfi til að fara á saterni. Guð minn góður, þvílík hremming, okkur varð hugs- að til Toitettisins í Falisand- erhöllinni. Er að verða úthaf milli fólksins sem vinnur við undirstöðuátvinnuveg þjóð- arinnar og skapar verð- mætin, sem við búum vtð og þeirra, sem telja sig fædda til að stjórna vinnustéttunum og skammta þeim. kaup og kjör. Allt útlit þessa húss var þannig, að það var eins og menn hefðu gleymt því, að til er efni sem heitir máln- ing, eins og menn hefðu gleymt þvi, að hér var vinnu- staður hundraða ntanna, og síðast en ekki sízt gteymt því, að hér fór fram matvæla framleiðsla á h.eimsmarkað- inn. Hvar emm við stödd íslendingai' með atvirínuVegi vora þannig úrl gai'ði gerða? En nú birtist hágræðing- urinn, og við fóntm aftur inn í kompuna til stúlkunrear með reiknivélina, og hagræðing- urinn tók til að skýra fyrir okkur allar límir,.. bónuslínu, afkastalínu,, mínútuákvæði, stuðla o. s. frv. En því mið- ur við vorum lítið nær þeg- ar við vildum bera saman hvort mundi hagstæðara fólk inu að vinna eftir bónusnum sem hér var unnið etftir eða slumpákvæðinu, sem hann Erlingur Viggósson í Stykk- ishólmi haifði gert samning um og var hliðstæður þvi sem unnið var eftir á Akranesi og erindið var að gera samn- ing um í þessaxi ferð. Jæja, nú var fólkið farið að drekka kaffið. Það var að vísu engin kaffistofa, en grind hafði verið slegið upp í einu hoitei vinnusalarins, klætt á hana plast, — gerið svo vel, hér er þykjast katffi- stofa með nýjum stólum og borðum, sem þégar er iil staðar þegar búið er að smíða utan um þá kaffistofu. Eg er á undanförnum ár- um oft búin að eiga þátt í því að mótmæla kaffistofum og salemum ■ í frystihúsum á Akranesi, sem ekki hafa að mmum dómi verið bjóðandi seinni hluta tuttugustu aldar fólki, og allra, sízt á vinnu- stað sem unnið var að mat- vælafr.amleiðslu. Mér varð efst í hug að biðjast hrein- lega afsökunar þegar ég sá þessi ósköp. Við gengum inn í þykjast kaffistofuna, snerum okkur að ungum knálegum konum sem sötruðu kaffisopann sinn og reyktu vindling og feng- um hjá þeim þá skýxingu. sem allir þeir sem við höfð- um spurt, að hagræðingnum meðtöldum höfðu ekki getað sagt okkur varðandi bónus- inn. Var í stuttu og einföldu máli hægt að gera sér það ljóst,. hvort fólkinu var hag- stæðara að vinna eftir bón- usgreiðsium sömdum og sí- uðum af atvinnurekiendum, en þó móti mælt, en látið kyrrt vera af vérkalýðsfé- lögunum, eða eftir því sem konurnar í Stykkishólmi undir leiðsögn Erlings höfðu talið sig geta im.nið fyrir. Við hlerum að ein af kon- unum sem við spjöllum við sé mjög rösk, jatfnvel bónus- drottning. Hún hafði daginn áður skorið úr hörpuskel 31 kg. af fiski á 8 timum. Við / hveija skel er talið að þurfi 5 handbrögð etf ekkert auka' handbragð kemui' til. Með- altal í kg. geta verið um 120 úrskeljaðir fiskar, eða 600 handtök á kg. Stúlkan sem við ræddum við hefur því þurft að nota við vinnu sína þann dag sem hún úrskeljaði 31 kg. eigi færri en 18 600 handbrögð. Mikinn hi’aða, leikni og vinnuálag þarf því til áð bera vel úr býtum við vinnu þessa. En bónusinn sem hún fékk fyrir verk þetta nam kr. 355.00 yfir daginn. Sem sagt, loks lá dæmið áem við vildum fá að vita á borðinu, ekki var þetta hag- stæðara fyrir konurnar. Fyr- ir sama vinnumagn h'efði starfssystir hennar á Akra- nesi fengið kr. 128.00 meira Við látum nú þessari heim- sókn lokið, þökikum fólkinu sem frœddi okkur og vildi fræða okkur fyrir kurteislegt og alúðlegt yiðmót, löbbum. út í mildan en dimman des- emberdaginn áleiðis ofan í Akraborgina. Æskan í sikólunum, heima og erlendis, gengur mót- . mælagöngu á móti þeim að- búnaði, sem það telur sig ■hafa : á námsbrautinni, sem sjálfsagt má vera. betri, Kennarar gangá mótmæla- göngu gegn kjöram sínúm. Þó ganga þeir frá' vimnustöð- um björtúm og hlýj-um, þægi tegum kaffistofum sem ekk- ea't hefur verið til sparað að gera vel úr garði, svo hægt sé að hvilast og láta sér líða Vel á hvíldarstundum. En hvenær gengur þetta ger- nýtta, þreytta v'erkafólk út úr þessum skítugu vinnustöð- um til palísanderhallarinnar, Sest þar í ganga og þrep iog heimtar bétri pðibúnað, meira hreinlæti, þó ekki sé fleira nefnt. Hvað er verið að gera við undirstöðuatvinnuveg þjóð- arinnar, sjávarútveginn? — Ekki -nóg með það, að fólkið sem \rinnur við hann býr við lægstu launin, öryggis- minnstu vinnuna, erfiðústu vinnuna, auk þess er aðbún- aðurinn þannig að það jaðr- ar við að vera niðurlægjandi að vinna á þeim stöðum þai- sem tæpast eru kaffistofur eða salerni sem fólki er bjóðandi, — eða er kannske verið að reyna að skapa hér undirmálslýð, sem býr við hin vei'stu vinnuskilyrði, en er villt um og vélað af bón- uskerfi nútímans, sem er þannig upp sett að skefjalaus keppni rekur alla áfram, án . þess að' fólki virmist einu sirxni tími til að sjá það, að hér er verið að óvirða vei'ka- fóik með þvi að bjóða upp á slíka vinnustaði, sem meii-í hluti hraðfryslihúsanna hér sunnanlands eru. Og þetta eru að langstærst- um hluta vinnustaðir kon-" unnar, húsmóðurinnar, gem verður að drýgja lágar tekj- ur heimilisins með íhlaupa- vinnu á slíkum stöðum. Það á að vera gott og eft- ii’sóknarvert að tafca þátt i verðmætasköpun þjóðarinn- ar. Vinnufúsar hendur hús- mæðranna koma til þegar á liggur og afli og vérðmæti berast að landi. En fyrir það ætti hún að vei’a 9VO mikið virt og metin, að hienni væri' ■ ekki boðið upp á slíka vinnu- aðstöðu sem fyrr ,er lýst. , , Séu þeir atvinnurekendui', . sem hér eiga hlut að máli, ekki færir um að byggja vinnustaði sína b'etur upp, þá er augljóst, áð þjóð- félagið sj álft verður þar til að koma og gera mikið á- tak í þessum efnum, ekki að- , eins vegna verkafólksins, _ heldur ekki síður veign'a þeirrar skapandi matvaela- ' ‘ iðjú fyrir heimsmarkaðinn' - sem þar' er framleidd.. Herdís ólafsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.