Alþýðublaðið - 07.01.1971, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.01.1971, Blaðsíða 11
7. jan. eyrar (2 ferðir) til Vestmarma- eyja. (2 ferðir) til ísáfjarðar, Fag urhólsmýrar, Hornafjarðar Og til Egilsstaða. Á nioi'gun er áaetlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir) til Vestmannaeyjia, Húsavík- ur, isafjarðar, Patreksfjarðar, Egilsstaða og Sauðárkróks. FÉLAGSSTARF Vestfirðingafélagið í Reýkja- vik og nágrenni. Vestfrrðinga- mót vexður á Hótel Borg n.k. laugardag 9. janúar Vegna af- mælis Vestfirðingafélagsins og hefst með borðhaldi kl. 7. Hf. Asgeir Áisgeirssoin fyrrverandi forseti íslands minnist Vest- fjarða. ÞjóðleikhúSstjóri Guð- laugur Rósinkranz minnist fé- lagsins 30 ára. Einhig vei-ður söngur, skemmtiatriði og dans. Vestfirðingar fjöimennið' og tak- ið með ykkur gesti. Aðgöngu- miðar verða seldir og borðapant- anir teknar á Hótel Borg, skrif- stofu, á fimmtudag og föstudag. Kvenfélag Háteigssóknar held ur sína árlegu skemmtun fyrir eldra fólk í sókninni í Tónabæ sunnudaginn 10. jan. kl. 3. —• Skemmtiatriði: Einsöngm- Krist- inn Hallsson. Erindi: Frú Hulda Á Stefánsd. Danssýning: Nem- endur Heiðars Ástvaldssonar. — S’tjórnin. Flugbjörgunarsveitin: Tilkynn- ir. Minningarkortin. fást á eftir- töldum stöðum: Hjá Sigurði Þor- steinssyni sími 32060. Sigurði Waage simi 34527. Magnúsi Þór- arinssyni sími 37407. Stefáhi BjarnaSyni sími 37392. Minning- arbúðinni Laugaveg 24. Kvenfélagið Bylgjan. Bylgju- konur! Bjóðið eiginmönnunum nreð á hin árlega hiesnrafund í kvöld að Bárugötu 11 kl. 8.30 stundvíslega. Spiluð félagsvist o. ft — Stjórinin. TRQLQFUNARHRfMGAR i Fl{ót afgróiSsls ^ Sendum gegn pósfkr'SH*. QUDM. ÞORSTEINSSPM giillsmlður SanlttstrafT 11 „Nei, f jandinn ...“ Hann brosti sigri hrósandi til Pas- chen og greip síðan brennivínspelann. „Láttu hann vera“, sagði Paschen. „Þetta brennivín á Karsten“. Andartak leit ut fyrir að Sjfhöller langaði til að skvetta úr flöskunni framan í vin sinn. En svo brosti hann út undir eyru. — „Ágætt, við færum honum það þá“. „Gleymið nú ekki að tilkynna um brottför ykkar“, kall- aði Mommer hlæjandi á eftir þeim. Hans Karsten var að vinna. Hann nuddaði -r-auð augun þegar Schöller kom inn. Hann hafði verið á verði nóttina áður og nú var hann í hegningarvinnu — 'éftir fýrihskipun frá bróður sínuiii. „Hérna er brennivínið þitt“, ságði Schöílér. Karsten brosti dauflega. „Ég get nú ekki drukkið þetta núna“. Schöller öslaði yfir flugvöllinn í fylgd með Panetzky og Stahl. „Einkennilegur náungi þessi Karstén“, tautaði hann, „hann hvorki reykir né drekkur og þú getur bölvað þér upp á að hann skelfur á beinunum ef hann kemur nálægt kvenmanni. Hann verður ábyggilega liðsforingi“. Fimm mínútum síðar höfðu fallhlífarhermennirnir þrír læðzt út úr herstöðinni. Þéir voru engir viðvaningar i slíku. Þeir voru æfðir í að yfirstíga stærri hindranir en syfjaðan' varðmann... Það er ennþá ys og þys á flugvellinum. Olíubílar aka eftir flugbrautunum og fyrirskipáríir heyrast úr öllum átt- um. Fritz Karsteft, Iiðsfoi'ingi og Petri sitja fyrir utan tjald sitt. Þeir líta báðir á klukkuna. Nú hafa allar skipanir ver- ið gefnar. Þeir eru áhyggjulausir. Mennirnir sem þeir éiga að stjórna eru úrvals hermenn. Brátt munu þeir standa í hálfhring við flugvélarnar og syngja hásum rómi: Rauð skín sólin, hefjumst handa hikum ei þótt blási mót. Enginn veit hvort upp hún rennur enn á ný og skín við oss. Á hverjum morgni í síðari heimsstyrjöldinni fram- kvæmdu fallhlífarhermennirnir þennan skrípaleik. til helvítis „Jæja, skál“, sagði Karsten liðsforingi. „Þú hefur valið þér heppilegan tíma til að halda upp á afmælið þitt“. Petri kinkar kolli. Hann er hár og grannur og andlitið er-alsett freknum. Og í fyrramálið þegar vélarnar hrista af sér rykið, mun hann verða tuttugu og tveggja ára. Karsten lyftir glasinu með volgu kampavíninu, sem stór-» Svekarhöfðinginn hefur leyft þeim að drekka í tiléfni dags-* " Íhá. , „Á ég að segja þér nokkuð, Fritz“, segir Petri. „Ja, aúð-» vitað er það heimska að vera að hafa örð á því, en ég hef- .. það einhvern veginn á tilfinningunni, að ég muní liggja í kartöflugarði á Krít á morgun og horfa á grasið teygja sig til himins . ..“ „Bull og þvaður! Auðvitað finnur maður til fiðrings í maganum. Þá lít ég bara á hina og þá lagast það. Úm þéfta leyti á morgun verðum við búnir að ná Krít. Skálf* Nítján ára undirforingi kemur til liðsforingjanna tveggja og heflsar að hermanna sið. „Má ég ónáða liðsforingjann augnablik?" I ■„Nú, hvað er þér á höndum, Mánnler?“ „Ég á ekki að fara með í fyrramálið, heldur verða hér éftir og koma seinna með mönnunum í mötuneytinu. Það ;get ég ekki látið mér lynda, herra liðsforingi. Ég vil fara með!“ Karsten ypptir öxlum. „Ég get því miður ekkert gert við því, það er ekki rúm fyrir fleiri menn. Þrjátíu úr hverri herdeild verða að vera eftir“. - „En ég vil fara með, herra liðsforingí". „Hamingjan góða, maður. Sá sem sleppur við að fara geto ur prísað sig sælan“. Ljóshærði liðsforinginn rneð örin í andlitinu brosir. „Þér hafið ef til vill snúið yður um ökÞ ann. Það er aldrei að vita“. Hann réttir undirforingjanum glasið. „Svona, fáið yður nú einn gráan". \ En Mánnler snýst á hæli. Augun fyllast tárum. Hann reynir að halda aftur af þeim, en það gerir illt verra. Hann’ er móðgaður og sár eins og krakki, af því hann fær ekki að fara með í flugferðina. En hann er ekki sá eini. Sex eða sjö aðrir hafa komið til Karstens og hagað sér mjög óher-s mannlega. „Þetta eru meiri vandræðin", segir Karsten við PetrL „Þrjátíu verða að vera eftir. Ekki get ég orðið eftir svo einn af þeim komist með, fjandinn hafi það!“ Petri horfir fram fyrir sig annars hugar. Hann situr á tréstól með fæturna krosslagða. Fyrst héít ég aíf ég myndi farast með skipinu, en svo uppgötvaði ég, Hún kemur í stað 15 verkamanna, an veitir 20 víðgerðarmönnum Stöðug* að tryggingafélaglð áttl skiþið. atvmnu. , VSJr’frj} i i FIMMTU0AGUR 7. JAKÚAR 1871 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.