Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 5
Ialþýðui Rítstjóri iHHröni Sighvatur |l]hll][ll Björgvinsson RÉTTLÆTIS MÁL í HÖFN Enda þótt stjórnarflokk- arnir hafi með öllu neitað að fallast á breytingartillögur Al- þýðuflokksins við skattafrum- vörpin, — m.a. þá, að gamla fólkið, námsmenn, sjómenn og giftar konur fengju að halda þeim skattaivilnunum, sem j>etta fólk hcfur haft —, þá tókst þó að fá stjórnarsinna til þess að fallast á eina veiga- mikla bi eytingartillögu, sem Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir. Það var tiilaga frá Eggert G. Þorsteinssyni um, að riki eða sveitarfélög gætu ekki krafið gjaldanda um þá fjárhæð, sem kaupgreiðandi hefur haldið eftir af launum hans til greiðslu opinberra gjalda, þótt kaupgreiðandi hafi ekki staðið skil á greiðsl- unni. i langflestum tilvikum er það atvinnurekandinn, sem viku- eða mánaðarlega dregur vissa upphæð af launum starfsfólks upp i opinber gjöld, sem hann á síðar að gera skil á til rikis eða sveitarfélags. Það hefur iðulega komið fyrir, að atvinnurekandinn geri ekki skil á þessum peningum. Þá hafa opinberir aðilar haft heimild til þess að ganga beint að verkafólkinu og krefja það um greiðslu og hafa þá ekkert tillit þurft að taka til þess, þótt fólkið hafi getað framvisað kvittunum frá vinnuveit- endum sinum um að þeir hafi dregið umrædd gjöld reglu- lega frá launum þess. I slikum tilvikum hefur verkafólkið þvi þurft að inna sömu gjöldin tvisvar af hönd- um og siðan þurft að standa i miklu stimabraki við atvinnu- rekandann til þess að fá sitt fé þaðan aftur, og stundum ekki tekizt. Þessi skipan mála er mjög óréttlát. Undir slikum kring- umstæðum hefur réttur verkafólks raunverulega eng- inn verið. Nú hefur þessu verið breytt að tillögu Alþýðuflokks- ins þannig, að ef atvinnurek- andi hefur dregið af launum starfsfólksins upp i opinber gjöld þá geta riki og sveitarfé- lög ekki krafið launþegana um það fé, þótt atvinnurekandinn hafi ekki gert skil. Þetta er tvimælalaust mikil réttarbót. Byrjunarörðug- leikar í uffseti Alþýðublaðið á nú að baki sina fyrstu viku sem offset- prentað dagblað. Þeirri breyt- ingu fylgja margvíslegir byrj- unarörðugleikar, þótt tekizt hafi á ýmsan hátt betur til, en margir þorðu að vona. Vegna ýmissa örðugleika, sem enn eru óleystir, getur blaðið ekki komið út á morgun, sunnudag, en stækkar þess i stað um fjórar siður i dag. Blaðið vonar, að kaupendur muni taka þessum byrjunarörðugleikum með skilningi. Næsti útkomudagur blaðs- ins er þriðjudagur. BÆJARÚTGERÐIN FÁI 3ja SKUTTOGARANN Endurnýjun togaraflota BÚR er nu hafin með smiði 2ja skuttog- ara á Spáni. Ég lit svo á, að hér sé aðeins um að ræða upphaf endur- nýjunar alls skipastóls Bæjarút- gerðarinnar, enda eru togarar BÚR orðnir gamlir og dýrir i við- haldi. BÚR rekur nu 5 gamla tog- ara, en rak 8 þegar bezt lét. BÚR þarf þvi ekki aðeins að eignast eitt skip á næstu árum til viðbótar þeim 2, sem i smiðum eru, heldur 3 til þess að halda þeirri tölu tog- ara, sem útgerðin nú rekur. En auk þess ber að sjálfsögðu að stefna að þvi að fjölga togurum BÚR enn meira i framtiðinni, svo að skipastóll fyrirtækisins verði eitthvað i áttina við það, sem hann var áður. t dag eru gerðir út 28 togarar hér á landi og tel ég þá með 5 not- aða skuttogara, sem eru það litlir, að togaravökulögin taka ekki til þeirra. Af þessum 28 skip- um eru 13 gerð út frá Reykjavik og þar af 5 af BÚR. Reykjavik er þvi i dag með tæplega helming af togaraflota landsmanna. Er það mun lakara hlutfall en áður var, en á milli heimsstyrjaldanna var Reykjavik yfirleitt með 2/3 af togaraflota landsmanna og eftir strið samþykkti bæjarstjórn að keppa að þvi, að það hlutfall héldist. Mun ég vikja nánar að þvi atriði siðar. Nú er útlit fyrir, að keyptir verði á næstú misserum 30—40 nýir skuttogarar. Stjórnvöld hafa að visu enn ekki samþykkt endan- lega meira en 20 skip og eru þá meðtalin þau 8 skip, er fyrrver- andi rikisstjórn heimilaði smiði á i Póllandi, á Spáni og i Slippstöð- inni á Akureyri. Af þessum 20 skipum eru 12 af millistærð eða i kringum 500 og eru þau smlðuð á Spáni og i Noregi. Reykjavik hefur ekki tryggt sér meira en 4 togara af þeim 20, sem fullákveð- ið er að smiðaðir veéði, en að visu eru það allt stórir sl uttogarar, 2 smiðaðir á Spáni fyrir BÚR og 2 smiðaðir i Póllandi fyrir ögurvik h.f. Umsóknir liggja fyrir óaf- greiddar hjá stjórnarvöldum um leyfifyrir 15togurum til viðbótar, 5 stórum skuttogurum frá Pól- landi og 10 af millistærð frá Japan. Af þessum umsóknum eru aðeins 2 frá Reykjavik, þ.e. 1 frá Isfelli h.f. og önnur frá Hrönn h.f., er þeir Einar Sigurðsson og Ingvar Vilhjálmsson eru aðal- eigendur að. Hvort, sem keyptir verða 30 eða 35 nýir skuttogarar er þvi ekki i dag útlit fyrir, að Reykjavik fái meira en 6 ný skip — að visu 7, ef tillaga minnihluta- flokkanna verður samþykkt. Það er þvi útlit fyrir, að Reykjavik fái um það bil 1/5 hinna nýju skipa. Ekki harma ég það, að út- gerðarstaðir úti á landi skuli vera vel vakandi og leggja áherzlu á það að kaupa ný fiskiskip til þess að treysta atvinnugrundvöll sinn. Þvi miður er ekki unnt að segja, að sami stórhugur hafi einkennt ráðagerðir og athafnir borgar- stjórnar Reykjavikur, varðandi endurnýjun togara BÚR. 1 skýrslu, er Jón Tómasson. skrifstofustjóri borgarstjórnar, tók saman i júni 1967 fyrir nefnd þá, er borgin skipaði til þess að athuga hag og framtið BÚR, er nokkuð fjallað um aðdragandann að stofnun fyrirtækisins. Segir þar m.a., að bæjarstjórn hafi gert kröfu til þess árið 1946, að 2/3 hlutar þeirra togara, er þá var verið að kaupa til landsins, yrðu gerðir út frá Reykjavik. Rök- studdi bæjarstjórn kröfu sina með þvi, að benda á að á timabilinu 1919—1939 hefi meðaleign togara- fyrirtækja búsettra i Reykjavik numið 64% af heildartogaraeign landsmanna, og að eðlilegt bæri, að það hlutfall héldist. En nú heyrast engar raddir um það, að Reykjavik þurfi að halda ákveðnu hlutfalli i togaraútgerð landsmanna. Nú virðast ráðamenn Reykjavikurborgar vel geta sætt sig við það, að Reyk- javík dragist aftur úr i togaraút- gerðarmálum. Ekki ætla ég að gerast tals- maður þess, að Reykjavik geri kröfu til ákveðins fjölda hinna nýju togara til þess að halda ák- veðnu hlutfalli i togaraútgerð landsins. Ég get vel unnt út- gerðarbæjum úti á landi þess að fá meirihlutann af hinum nýju skuttogurum. En mér finnst, að Reykjavikurborg sem eigandi stærsta togaraú-)tgerðarfélags landsins — vegði að gæta hags- muna eigin fyrirtækis — og hlúa að þvi m.a. með þvi að tryggja endurnýjun á skipastól fyrir- tækisins. Og eins og ég sagði áðan eru allir togarar Bæjarútgerðar Reykjavikur — 5 að tölu — orðnir gamlir og úr sér gengnir. Þeir eru dýrir i viðhaldi. Það verður þvi a.m.k. að endurnýja þá alla á næstu árum. Akveðið hefur þegar verið að kaupa 2 ný skip til út- gerðarinnar. Þau koma bæði á þessu ári úr hópi þeirra 4ra skut- togara, sem eru i smiðum á Spáni. Eitt hinna spænsku skipa fer til Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. En enginn hefur enn sem komið er pantað 4. skipið, sem i smiðum er á Spáni. Þvi er i dag óráðstafað. Þegar fyrrverandi rikisstjórn lét hefja smiði hinna 4ra togara á Spáni, var reiknað með þvi, að Útgerðarfélag Akureyrar mundi kaupa eitt þeirra En svo hefur ekki orðið. Það hefur ekki orðið samstaða um það i Bæjarstjórn Akureyrar að leggja fram fjármagn til kaupa á þessu skipi og i rauninni snýst allt á Akureyri i dag um það að láta smiða 2 skuttogara i Slipp- stöðinni á Akureyri. En mönnum er það jafnframt ljóst þar, að slikt mun ekki gerast nema með veru- legum fjárstuðningi Akureyrar- bæjar. útilokað má þvi telja, að Akureyrarbær muni jafnframt þvi hafa f járhagslegt bolmagn til þess að leggja fé i kaup togara á Spáni. NU, en hvað sem þeim bollaleggingum liður, er það stað- reynd, sem ég sagði áðan, að eng- inn hefur enn formlega pantað 4. togarann frá Spáni, hvorki Akureyrarbær né aðrir og þess vegna er skipið laust. Einhverjir ráða manna Reykjavikurborgar munu vafalaust segja: Reykjavik hefur ekki efni á þvi að kaupa þetta skip. En ég segi: Reykjavik héfur ekki efni á þvi að sleppa þvia Skipið er i smiðum, það kem- ur til landsins á næsta ári. Verð þess er hagkvæmt. Rikið greiðir 7.5 af stofnkostnaði þess. Það er þvi engin spurning, að borgin á þegar að tryggja sér skipið fyrir BÚR. Og hún á að gera það strax, áður en hún missir af þvi i hendur annarra. Togarar þeir, sem i smiðum eru á Spáni, eru 11—1200 lestir að stærð og kosta 151 milljónir kr. hver. Það er nú komið i ljós, að mjög er vandað til smiði skipanna og mikið borið i þau. T.d. er sterkara stál i þessum skipum en ströngustu kröfur Lloyds mæla fyrir um. Ef áætlanir standast á fyrsta skipið að afhendast 30. april i ár, en hin 3 eiga að afhend- ast á 3ja mánaða fresti eftir það, eða hið siðasta i lok janúar 1973, og yrði það þá væntanlega 3. tog- ari BÚR frá Spáni, ef tillaga minnihlutaflokkanna yrði sam- þykkt. Eins og ég tók fram áðan, liggja nú fyrir óafgreiddar hjá stjórnar- völdum 2 umsóknir frá reykvisk- um fyrirtækjum um leyfi til þess að kaupa stóran skuttogara i Pól- landi. Aðilar þessir, Isfell h.f. og Hrönn h.f., hafa óskað eftir þvi, að rikið greiddi 7.5^> af stofn- kostnaði skipanna og þeir hafa einnig skrifað Reykjavikurborg og óskað eftir þvi, að borgin legði fram 7.5% af stofnkostnaði hvors skips. Lagaheimild skortir til þess, að rikið geri þetta og borgin hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins, en borgarstjóri mun hafa tekið málaleitan umræddra fyrirtækja vel. Nú er fordæmi fyrir þvi, að riki og borg veiti einkaaðilum slika fyrirgreiðslu og hér er farið fram á. Eftir að fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, hafði árið 1970 undirbúið frumvarp um smiði 6 skuttogara, er gerði ráð fyrir að rikið greiddi 7.5% stofnkostnaðar þeirra, ákvað Reykjavikurborg að leggja fram 7.5% stofn- kostnaðar 2ja skuttogara einka- aðila i Reykjavik, þ.e. ögurvikur h.f., gegn jafnháu framlagi frá rikinu. Framlag Reykjavikur- borgar vegna kaupa á þessum einkatogurum nemur 17 m.kr. Að visu stendur i lögunum frá 1970, að kaupendur togara, er fá stofn- framlag úr rikissjóði, skuli en- durgreiða það að 18 árum liðnum, og hið sama mun gilda um fram- lag borgarinnar, en enginn reiknar með öðru, en að hér sé um óendurkræft framlag að ræða. Alþingi samþykkti siðan, að sama regla skyldi gilda um þau 2 skip, sem ráðgert var að smiða á Akureyri. Ef borgin samþykkir að af- henda Isfelli og Hrönn 7.5% stofn framlag hvoru fyrirtæki um sig vegna togarakaupa, nemur sú fjárveiting um 22.2 millj. kr., en hinir pólsku togarar, er fyrir- BJORGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR: tækin hafa hug á að kaupa, kosta um 148 millj. kr. hvor um sig. Þessi fjárveiting er álíka mikil og borgin yrði að leggja fram vegna kaupa á 3. skuttogaranum frá Spáni, en við slik kaup fyrir Búr verður borgin að leggja fram 15% stofnkostnaðar, en myndi til við- bótar fá 7.5% frá rikinu. Af- gangurinn yrði að láni til langs tima. Ráðamenn borgarinnar eru a.m .k. á stundum varkárir i fjár- málum og vera kann að þeim finnist það of mikið á meðan fjár- hagsáætlun fyrir yfirstandandi ár hefur ekki verið afgreidd, að ák- veða fjárveitingu samtimis til nýs togara fyrir BÚR og til 2ja togara einkaaðila. Sésvo, er það að minu áliti ekkert vafamál, að borgin hlýtur að láta sitt eigið togara- fyrirtæki ganga fyrir. Við hljótum að leggja meiri áherzlu á það að verja fjármunum borgarbúa til þess að endurnýja eigin togara en að rétta einstaklingum fjárfram- lög að gjöf til togarakaupa. Mér sýnist rnál það, sem hér liggur fyrir þvi liggja nokkuð beint við. Ég sé ekki, að það sé stætt á þvi fyrir meirihluta borgarstjórnar að leggjast gegn þvi að borgin tryggi BÚR þriðja skuttogarann. Og ég tel, að hér sé um svo mikið hagsmunamál Bæjarútgerðarinnar og borgar- innar allrar að ræða, að borgin eigi að tryggja BÚR þriðja togar- ann, enda þótt svo slysalega tækist til, að við myndum missa af spænska togaranum, sem enn er óráðstafað. - önnur leið er þá einnig fyrir hendi: Allar horfur eru á þvi, að heimilað verði að smiða 5 stóra skuttogara i Póllandi. Þar verð- ur um „seriu” framleiðslu að ræða fyrir Island og auðvelt ætti þvi að vera að bæta 6. skipinu við fyrir BÚR, ef borgin yrði of sein að panta togarann frá Spáni. Riksstjórnin mundi áreiðanlega afla lagaheimildar til þess að unnt væri að greiða úr rikissjóði 7.5% af stofnkostnaði sliks skips. Ég vil að lokum benda á, að samþykkt tillögu minnihluta- flokkanna er i fullu samræmi við samþykkt borgarstjórnar frá 20. febr. 1969 um framtið BÚR, en sú samþykkt var gerð eftir að nefnd hafði um skeið athugað hag og framtið BÚR. HVERJAR ERU EFNDIRNAR? 1 ræðu sinni á Alþingi i gær, er skattafrumvarpið var til 3. um- ræðu, undirstrikaði Jón Ármann Héðinsson það atriði i málefna- samningi rikisstjórnarinnar, að hún myndi beita sér gegn verð- bólgu. Ekki er að sjá, að það loforð hafi verið efnt, sagði Jón Ármann. Las hann upp þær verðhækkanir á fjölmörgum neyzluvörum, sem orðið hafa upp á siðkastið og minnti á, að rikisstjornin hefði tekið rúm- lega 3 visitölustig af launafólki meö þvi að fella niður nefskatta en hækka i staðinn verðlag á landbúnaðarvörum og þyngja tekjuskattsálagninguna. Jón Ármann minnti einnig á, að i landinu væri u.þ.b. 19 þús. manna hópur, sem ekki hefði þurft að borga nefskatta, en það væri fólk, 65 ára og eldra. — Niðurfelling nefskattanna skiptir þvi engu máli fyrir þetta fólk, sagði Jón Armann, þar sem það greiddi enga sllka skatta fyrir. En það verður þess i stað að taka á sig af fullum þunga allar þær verðhækkanir, sem orðið hafa undanfarið og fær ekkert i staðinn. Lífskjör þessa fólks hafa þvi stórlega versnað. Jón Ármann minnti einnig á, að ráðherrarnir hefðu fullyrt, að frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga kæmi til með að sjá sveitarfélögunum fyrir meira en nægum tekjum. Samt sem áður hefðu stjórnarsinnar staðið að því að fella allar breytingatillögur Alþýðuflokks- ins við þetta frumvarp, sem- hefðu miöað að þvi að gera ör- litlar tilslakanir fyrir gamalt fólk, sjómenn og námsfólk. — Hvað skyldi fyrrverandi forseti Alþýðusambands islands hafa kallað slikt athæfi, ef við Alþýðuflokksmenn hefðum að þvi staðið, sagði Jón Ármann. e Laugardagur 11. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.