Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 7
Elzti sonur fer með glæsibrag gegnum lífið — eins og Ijóssíns engill eða Aladdin. Yngri systkini hans líta upp til hans og berjast fyrir að komast í hans stöðu — ef þau þa' ekki gefast alveg upp og láta aðra ráða yfir sér. Þetta er almennt álit. En sannleikurinn um hvernig systkini orka hvert á annað í upp- vextinum er auðvitað miklu flóknara fyrirbæri. Nútima rannsakendur eru þó ekki í vafa um að það skipti máli um vitsmuni, þroska og skaphöfn hvar í systkina röðinni maður er. Walter Toman sem er prófessor við háskóla bæði í Þýzkalandi og Banda- ríkjunum hefur gert margháttaðar athuganir báðum megin Atlantshafs á sfærð og samsetningu fjölskyldna og hversu systkinin orka hvert á annað eftir stöðu og röð. Niðurstaðan er sú að vinir manns á lífsleiðinni og lífförunautur sjálfur samsvara furðuvel systkinahópnum sem hann ólst upp í. Drengir sem alast upp innan um stúlkur kunna betur að umgangast hið svokallaða veika kyn heldur en drengur sem átti aðeins bræður. Sama máli gegnir um stúlkurnar. Stærri börnum kemur bezt saman við þau yngri ef þau sjálf eiga yngri systkini og yngri börn eiga bezt með að lynda við sér eldri ef þau eiga eldri systkini. Fyrsta athugunin náði til tveggja hópa með 16 hjónum í hverjum. i fyrri hópnum skildu hjónin, en i hinum síðari gekk allt eins og í svæsnustu lyga- sögu. Toman komst að raun um að kenning hans var rétt. Þegar eiginmennirnir voru stóri bróðir úr f jöl- skyldu þar sem stúlkur voru í meirihluta og eigin- konan stórasystir þar sem hin systkinin voru aðal- lega drengir gekk hjónabandið vel. Meðal þeirra sextán hjóna sem skildu stóð þannig á um aðeins eitt parið, en 12 af þeim hjón- um sem ekki skildu. Seinna tók hann stærri hópa til athugunar. Af 2000 hjónum i Þýzkalandi sem komu til athugunar hjá Toman skildu 108, og ekki i eitt einasta skipti var um að ræða heppilega hjóna samsetningu að áliti Tomans. OG TIL AÐ AUÐVELDA FLOKKUNINA Ef þú ert tilheyrandi fyrsta hópnum geturðu fundið bezta lifsförunautinn ihóp nr. 2. Þriðji hópur hentar vel fjórða hópi og svo framvegis. Versta hjóna- bands afstaðan er milli elzta bróður þar sem eingöngu er um að ræða drengi og elztu systur þar sem eingöngu er um að ræða stúlkur. Milli systkinin Ekki finna allir sitt pláss i þessu skema. Ef þú ert eitt af hinum mjúklyndu milli-systkin- um, þar sem bæði er um að ræða drengi og stúlkur skaltu reyna að finna þér sess sjálfur eftir þeim afstöðum sem þér finnst þú hafa hlotið i samfélagi systkynahópsins. Þar sem syst- kini eru mjög mörg vilja þau falla niöur i undirskiptingar, og þá geturðu reynt að finna hvaða staða i undirskiptingunni er i rauninni þin. Prófessor Toman tekur einnig fram að ef lengra en sex ár er á milli þin og næsta systkini geturöu skoðað þig sem einka- barn. Einkabörn Einkabörn eru ekki tekin með i þessa athugun sakir þess að prófessor Toman fann svo fá einkabörn að þau gátu ekki orðið eðlilegur grundvöllur athugunar. Samt segir hann sér sýnast að erfitt muni fyrir einkabörn að verða góðir vinir jafnaldra sinna af þvi þau eigi svo mikið saman við foreldra sina að sælda. Hjónaband einkabarns verður sjaldan gott ef það gengur að eiga einka- barn. EF ÞÚ ERT EINHVERS- STAÐAR MITT Á MILLI BROS ©pi* \m „Ég er í rauninni ekki svona hár, - ég stend á seðla- veskinu minu." Laugardagur 11. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.