Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 15
$ Tiny Tim, falsettósöng- varinn, sem varö heimsfrægur og forríkur fyrir fjórum árum og gekk þá aö eiga hina 17 ára „Ungfrú Vicki” sína, hefur nú sótt uin skilnað. Victoria ætiar að snúa sér aö fyrirsætu- störfum, en það er haft fyrir satt aö það sé fremur ungur maöur i þvi starfi en starfið sjálft sem heiilar hana. Tiny Tim haföi meira en 60 mill- jónir króna i árstekjur þegar bezt lét, nú er hann orðinn blankur. Og tækifærin engin. Þau giftu sig i sjónvarpsþætti Jouny Carsons, beinni út- sendingu, og það var i fyrsta sinn sem brúökaup hefur farið þannig fram. Fjölmennast lika ef gert er ráð fyrir að tug- milljónirnar sem horfðu á þessa beinu útsendingu hafi verið viðstaddir, óbeint. ❖ Sammy Davis jr. hefur náð langt siðan hann var i hernum, á styrjaldarárunum síðari, ,,ég hef það raunar 152 þúsund sinnum betra núna”, sagði hann i viðtali, eftir að hafa skemmt hermönnum i herstöð i Suður- Vietnam. Hann sagði við sama tækifæri, að samskipti svartra og hvitra í hernum séu ólikt betri nú en þá. Því til sönnunar sagði hann, að svartur her- maður hafi ekki getað fengið hár sitt snyrt, nú sé það engum vandkvæðum bundið. „Það eru þúsund svona smáatriði sem gera að ástandið er betra núna. Þetta er kannski smávægilegt, en margt smátt gerir eitt stórt. Samskipti svartra og hvitra eru bctri”. w * * eftir Arthur Wayse í rennvotum fötunum athugaði hann flugmanninn nánar. Hann var þrekvaxinn maður á sextugsaldri. Hann var með silfurgrátt hár, i brúnum rúskinns- jakka, grábrúnum buxum og i köflóttri skyrtu. Hann var i brúnum golfskóm, og annar var krump- innog undinn á mjög sérstæðan hátt. Mike tók púls- inn á honum, hlustaði á hjartaslögin og athugaði hvort hann væri nokkurs staðar brotinn. Hann sat á hækjum sér, meðan unga stúlkan stóð hundblaut og skjálfandi við hliðina á honum. Hún var yngri en hann og var i daufgrænni treyju og buxum, sem voru allar útataðar. Á öðrum fæti var hún i grænum Indianaskó. ,,Er hann. . Hún lauk ekki setningunni. Rödd hennar var lág. ,,Hann er lifandi”. Meira vildi Mike ekki segja að svo komnu máli. Þótt að það blæddi dálitið úr nefinu á stúlkunni virtist hún ekki hafa slasazt. ,,Heyrðu, ég skildi bakpokann minn eftir þarna uppi. Gætuð þér ekki náð i hann fyrir mig?” Hún strauk sér um ennið með handarbakinu og haltraði siðan upp brekkuna. Særði fóturinn leit illa út. Mike skar skóinn af fæt- inum. Hann hafði séð afleiðingarnar af fleiri flug- slysum, en samt sem áður varð honum flökurt þegar hann dró ónýtan sokkinn af blóðugum og limlestum fætinum. Hann var viss um að þessi sterklegi Bandarikjamaður mundi aldrei framar geta stigið i þennan fót, en alla vega yrðu engin vandræði með að binda um hann. Það blæddi mjög mikið. Stúlkan kom nú með farangur hans. Blóðnasirnar höfðu hætt. I þetta skipti lauk hún spurningunni: ,,Er hann illa særður?” Mike kinkaði kolli. Það hlaut að vera sjúkrakassi i flugvélinni. „Breiddu yfir hann teppið mitt”, sagði hann, ,,og reyndu að kveikja bál”. Það var að verða skýjað og vatnsflöturinn var svartur. Mike fleygði frá sér stigvélunum, sokk- unum og skyrtugarminum, og synti út i vatnið. Flugvélin hallaðist svo mikið, að hann varð að kafa undir vænginn til þess að komast að flugstjórnar- klefanum. En hann hafði heppnina með sér. Sjúkra- kassinn var rétt innan við dyrnar. Það rauk mikið úr bálinu hjá henni. Það eina sem það gerði var að halda mýinu i hæfilegri fjarlægð. Faðir stúlkunnar var kominn til meðvitundar. Hann sat með teppið um axlirnar og hallaði sér að trjábol. Hann hafði kastað upp og var gulur i framan. Hann starði frá særða fætinum á Mike Clendon og sagði svo veiklulega, en skýrt: ,,í hvaða forarpytti hefur þú eiginlega verið, sonur sæll?” ,,Þú litur nú ekki allt of vel út sjálfur, finnst mér. En hvernig liður þér?” „Djöfullega.” Mike vann fljótt og örugglega með vot sárabindin. Hann óskaði með sjálfum sér, að flugmaðurinn hefði verið meðvitundarlaus dálitið lengur, eða þar til þau hefðu verið búin að binda um sárið. Unga stúlkan sat á hækjum sér við hliðina á honum. Hún andvarpaði nokkrum sinnum og var náföl, en hjálp- aði eins mikið til og hún gat. Faðir hennar stundi af og til af sársauka, og tvisvar bölvaði hann i sand og ösku. í hvert skipti, sem hann missti stjórn á tilfinn- ingum sinum, sagði hann við dóttur sina: „Afsakið hertogaynja”. Borgarbúi, er manneskja. Það var eitthvað við hann, fannst Mike, bæði hegðun hans og hve hann var harður af sér. Hann mundi byrja að finna til, þegar taugaáfallið væri um garð gengið. Mike tók nokkrar aspirintöflur i lófann. ,,Eigið þér ættingja hér i Kanada?” ,,Nei, hvers vegna spyrjið þér að þvi?” ,,Mér datt i hug að þér ættuð kannski bróður eða frænda sem heitir Jones”. „Eftir nafninu að dæma ætti ég að vera frá Wales.” Hin hvössu bláu augu hans titruðu dálitið, um leið og það fór sársaukaskjálfti i gegn um likama hans. „En það er ég samt ekki. Við erum komin af Minnesota-Sviunum. Dóttir hans tautaði, eins og af gömlum vana: „Oh, Morg...!” ■3 RUTH SNYDER OG JUDD GREY viskii, sem hann gæddi sér óspart á. Hann fór úr jakkanum og lagði hann á rúmið. Síðan settisthann á gólfið ringlaður af drykknum, sem hann hafði fengið sér. Eftir nokkra stund fór hann að verða taugaóstyrk ur og lagði af stað niður, en hann heyrði i bil og sá ljósin á honum beygja i áttina til húss- ins. Hann flýtti sér upp aftur og tók fimm eða sex snafsa af flöskunni til að styrkja taug- arnar. Hann heyrði Lorraine og siðan Albert koma upp og fara i rúmið. Andartaki siðar kom Ruth inn i herbergið og hvislaði: „Ertu þarna elskan?” Þegar hann svaraði, hélt hún áfram: „Þú ætlar að gera það. Er það ekki?” Judd svaraði: ,,Ég held ég geti það”. „Hafðu hægt um þig. Ég kem aftur eftir svolitia stund,” skipaði Ruth um leið og hún lokaði dyrunum. Nokkra stund sat Judd einn i myrkrinu og honum fannst heil klukku- stund liða þangað til Ruth kom aftur. „Þú ert búinn að drekka þó nokkuð? ” spurði hún og hann svaraði: ..Helling”. Aftur fór Ruth og þegar hún kom aftur sagði Judd henni að fara að hátta og sagðist vera að fara. Hann ætlaði ekki að gera það. En Ruth lét ekki telja sér hug- hvarf. Hún stóð fyrir dyrunum og sagði að Albert væri að sofna og sagði siðan við Judd:: „Er bað ekki skritið, að einhver i samkvæminu sagði að ef gamli krabbinn væri ekki betri við mig, ætlaði hann að drepa hann”. Hún hló við, en Judd fannst þetta ekkert fyndið. Ruth fór út úr herberginu og Judd fylgdi henni eftir og hafði með sér járnbútinn og hin verk- færin. Ruth tók i hendina á honum og leiddi hann inn i fremra svefnherbergið. Andar- tak stóð Judd þar og reyndi að átta sig. Siðan sló hann manninn i rúminu með járnbútnum. Albert gaf frá sér tvær hræði- legar stunur og bar sig til að risa upp i rúminu og æpa. Judd sló hann aftur og fleygði sér siðan ofan á hann og reyndi að þrýsta rúmfötunum að vitum hans til að kæfa ópin. Judd segir:: „Hann var greinilega i fullu fjöri. Hann náði taki á bindinu minu og i átökunum milli okkar var ég að biða lægri hlut, vegna þess að ég var að kafna. Ég hrópaði: „Mammsa, mammsa! 1 Guðanna bænum hjálpaðu mér!” Ég hafði misst járnbútinn og hún kom til okkar, tók hann upp, sló hann i höfuðið og fleygði siðan klóróformflösk- unni, vasaklútnum, virnum og öllu hinu á koddann. Mér tókst •loks að skorða hann einhvern- veginn á milli hnjánna og ná taki á hálsinúm á honum með vinstri hendinni. Ég held að ég hafi haldið rúmfötunum fyrir munninum á honum með hægri hendinni og nú saknaði ég hennar ekki lengur. Það næsta, sem ég man, er að hún var búin að binda hendurnar á honum með handklæði, sem hún hafði sótt fram i baðherbergið. Ég kallaði til hennar að loka glugg- anum vegna hrópanna. Rúm- fötin voru nú yfir höfðinu á honum og það næsta sem ég man, er að ég sat flötum beinum á gólfinu. Ég bað hana um vir- spottann til að binda hendurnar á honum með, en hún sagðist hafa fleygt honum á koddann með klóróforminu og lét mig fá hálsbindi til að binda á honum fæturnar og hún breiddi rúm: fötin yfir höfuð á honum. Hann var enn með lifsmarki. Siðan spurði hún: „Er hann dauður?” „Nei ”, svaraði ég. Hún sagði: „Þessu verki verður hreinlega að ljúka, eða ég er búin að vera”. Og ég svaraði: „Ég er hættur við þig og allt saman”. Við fórum inn i baðherbergið og ég þvoði blóðið af höndum min um. Við réttarhöldin yfir Judd, neitaði hann eindregið að hafa snúið virinn að hálsi Alberts. í yfirlýsingunni, sem hann gaf lögreglunni, sagði hann að Ruth hlyti að hafa gert það. 1 baðherberginu tók Judd eftir þvi að blóð var á skyrtu hans og vesti. Hann var nokkuð das- aður. Ruth færði honum nýja skyrtu af Alberti og hann skipti um. „Guð minn góður! Að sjá hvernig ég lit út!” hrópaði hún. Náttkjóllinn hennar var ailur blóðugur i framan. Ruth hafði lika skipti og hún fór með skyrt- una og náttkjólinn niður i kjall- ara, þar sem hún brenndi hvorutveggja i miðstöðinni. Judd kom niður og þau settust til að bera saman ráð sin. Ruth átti hugmyndina að þvi að um- snúa öllu i húsinu, til að láta lita svo út að um innbrot hafi verið að ræða. Lausnina á morði Alberts, sem myndi verða trúað, sagði hún Judd, vegna þess að maður hafði sézt á gægj- um við húsið nokkrum dögum fyrr. Þau fóru upp aftur og inn i svefnherbergið. Ruth bað Judd að snúa virinn að hálsi Alberts, an hann sagðist ekki geta það. Þegar hún spurði, svaraði hann að hann héldi að Albert væri dauður, þvi hann var kaldur. Judd umsnéri öllu i herberginu, meðan Ruth gerði það sama niðri. Ruth tók peningana úr veski bónda sins og fékk Judd þá. Hann stakk þeim i vasann án þess að telja þá. Hú bað hann að taka skartgripina, en Judd svaraði: „Feldu þá einhvers- staðar og það er eins vist að enginn fái nokkuð um þá að vita.” Enn fóru þau upp á loft og Ruth lagðist á rúm móður sinn- ar meðan Judd batt hana. Þar skildi hann hana eftir og sagði henni að skilnaði að það gætu liðið tveir mánuðir, eða jafnvel ár þangað til þau sæjust aftur. Kannski aldrei. Það var næstum orðið bjart af degi, þegar Judd yfirgaf vett- vang hins hörmulega misheppn- aða morðs. Hann gekk að næstu strætisvagnabiðstöð og spurði roskinn herramann, hvenær von væri á næsta vagni. Hann vakti Sögufræg sakamál ■ Fyrsta frásögn Laugardagur 11. marz 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.