Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 6
(Elzti bróðir í fjölskyldu þar sem eingöngu eru drengir). Ákveðinn og árásargjarn, leið- togaefni, sem notar sér ýmist valdbeitingu eða kænsku. Kemur sér bezt meðal karlmanna og velur sér oftast karlmenn að vinum fremur en konur. Hann fer gætilega að við vinnu sína, og stendur fast við ákvarð- anir: Kærir sig lítið um konur og lítur á stúlkur sem litla drengi. Þeim mun fleiri bræður sem hann á þeim mun erfiðara er fyrir hann að finna hina réttu stúlku, hún á að vera hlýðin og bera lotningu fyrirhonum. Hjónabandið gengur því aðeinsvel að hann eigi stóran hóp karlmanna að heimilis- vinum, og hann er hamingju- samur faðir. (Yngsta systir þar sem hin börnin öll eru stúlkur), Sjarmer- andi og ævintýragjörn og kann að koma fram i ýmsum gervum. Á auðvelt með að draga að sér at- hygli karlmanna, en gengur ekki eins vel að halda í þá. Leiðandi störf eiga illa við hana, kann bezt við sig í starfi sem gerir kröfu til mikillar þekkingar en hægt er að inna af hendi án þess að þurfa að leggja á sig of miklar vanga- veltur. Finnst gaman að hlutum, en er klaufsk við að sýsla um fjármál. Kann bezt við sig í fögru um- hverfi og vill helzt giftast vel stæðum manni. Hún ætlast til að maður hennar ráði fyrir henni en sé þolinmóður. Börn finnast henni ef til vill taka manninn of mikið frá sér. (Bróðirinn sem er elztur í fjöl- skyldu þar sem önnur börn eru eingöngu stúlkur). Hann er gefinn fyrir konur, dáir konuna, ást- meyna, starfsfélagann og eigin- konuna. Hann er skyldurækinn i störfum en setur þó heimilisþarf- irnar ofar vinnunni. Hann sér svo um að einkalíf hans og ytra líf er vel aðgreint. Aldrei fæst hann til að starfa í fyrirtæki þar sem at- vinnurekandinn er kona. Líklega er hannn beztur faðir allra manna, elskar konu sína heittog börnin. Kærirsig ekki um að eiga aðra karlmenn að vinum. í stjórnmálaskoðunum hneigist hann til hægfara íhaldsemi. (Bróðir sem er yngstur af barnahópi sem annars eru tómar stúlkur). Hann þarfnast móður- legrar umhyggju, konu sem ann- ast hann alla daga. Oft er hann nærgætinn við konur en á hinn bóginn lætur hann iðulega svo sem það sé alveg óþarfi. Hann vill gjarnan láta konu sína ráða þvi hvort hún vinnur utan heimilis eða ekki, en samt kysi hann í hjarta sínu helzt að hún væri heima og snerist kring- um hann. Ekki er hann gefinn fyrir börn. Þau eyða of miklum tíma frá konunni, en þann tíma hefði hún átt að nota fyrir hann. Ekki er hann sérlega vinsæll hjá karl- mönnum, en eignast iðulega konur að vinum án þess að komi til ástasambanda. (Systir sem er elzt í systkina- hópi þar sem annars eru tómir bræður). Sjálfstæð og sterk, en ekki sérlega fyrirferðarmikil (sem hún mundi hafa verið ef hún ætti einvörðungu yngri systur). Hún er hagsýn og dálítið eigin- gjörn. Karlmenn dá hana því hún á auðvelt með að gera þeim til geðs og vera eðlileg og óþvinguð í návist þeirra. Ef til ósam- komulags kemur reynir hún að miðla málum þótt það taki lang- an tima. Ekki hefur hún jafnmik- inn áhuga á peningum og efnis- lægum hlutum sem karlmenn. Hún leggur starfsframa glöð á hilluna til að fara að hugsa um mann og börn. Ekki ber á neinni dulhneigð í fari hennar. Hún er hreinskilin og skyldrækin og lætur allt f lakka sem hún meinar. Hún vill eignast börn án alls tillitstil þesshvernig hjónabandið verður að öðru leyti. Ef hún gengurekki í hjónaband hneigist hún kannski að því að verða veitingakona svo hún fái að snú- ast í kringum karlmenn. Hún vill málamiðlun íhverju máli og hall- ast á sveif með minnihluta- hópum. (Elzta systir í fjölskyldu þar sem eingöngu eru systur). Hún er ráðrík og stjórnsöm, fer í fýlu ef hún fær ekki alltaf að ráða. Er alltaf með athugasemdir um alla hluti, líka það sem hún hefur ekkert vit á. Hún er einkar atorkusöm við störf, en á ekki sérlega gott með að lynda við aðra en karlmenn sem henni eru eldri. Henni finnst fólk skipta meira máli en hlutir. Ef hún hefur ekki einhvern til að ráðskast með eða segja fyrir verkum verður hún þunglynd. Ekki er auðvelt fyrir karlmenn að sjarmera hana. Og hún á til að vera með ónot, aðallega af göml- um vana og þótt hún hafi enga löngun til þess. Hún á gott með að lifa einlífi, en ef hún gengur i hjónaband og gefur upp störf — sem kannski eru einhvers konar mannúðarstörf — verður hún betri kona svo framarlega sem hún eignast börn. En hún vill vafalaust bæði vera móðir þeirra og faðir. í stjórnmálaskoðunum er hún íhaldssöm á þeim forsendum að rétt sé að lúta yfirvöldunum. (Yngsti bróðir í fjölskyldu þar sem eingöngu eru drengir). Hjálp- samur og viljugur en dálítið nuddsamur og þolir illa yfirmenn. Hann leggur mikið upp úr því að f inna að hann sé sjálf ur óháður og frjáls. Innst inni vanhagar hann þó um sterkan yfirráðanda sem getur veitt honum öryggis tilfinn- ingu . Hann er ekki leiðtogi en upplagðurtil að standa næst þeim sem ræður. Aldrei mun hann leggja í það að stofna eigið fyrirtæki, en eftir því sem árin líða hækkar hann í laun- um og virðingu í þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir. Ef hann lendir í heppilegu umhverfi benda líkurtil að hann geti þróað með sér listræna hæfileika og hann getur orðið góður vísinda- maður. I hópi kvenna er hann háttvís og skemmtilegur, en samt iðulega feiminn og skilur kannski konurseinast af öllu. Þar að auki er hann sífellt að reyna að fá þær til að skilja sig. Konan hans þarf að vera mild og móðurleg og laginn að koma sínu fram með hægð. ( stjórn- málum er hann á móti sterkum leiðtogum. (Systir sem er yngst í fjöl- skyldu þar sem hin börnin eru eingöngu drengir). Hún hefur til að bera allt sem karlmann dreymir um. Hún er blíð og kven- leg, háttvísog diplómatísk, góður vinur og tryggur félagi. Hún er fædd húsmóðir, sú manntegund sem fyrirgefur aftur og aftur. Hún lætur leiðast af eðlis ávísun. Við vinnu æskir hún helzt að vera undir annarra stjórn, virðist kunna einstaklega vel við sig sem einkaritari karlmanns og á bezt meðað vera í samfélagi við karlmann, er ekki sérlega gefin fyrir að eignast börn en sér samt ekki eftir sér að fæða eins mörg og maður hennaræskir. Því fleiri sem bræður hennar eru þeim mun færri hlutir taka huga hennar utan heimilis. Hún er sú mann- tegund sem heldur áfram að búa heima hjá sér og annast sina öldr uðu foreldra þegar allir aðrir eru flognir úr hreiðrinu. Ef hún gengur ekki í hjónaband verða elskhugar hennar eins konar bræður hennar. í stjórnmála- skoðunum er hún bergmál þaíss karlmanns sem í svipinn er ráðandi í lífi hennar. 0 Laugardagur 11. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.