Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 13
60.000 HÉLDU NIÐRI
í SÉR ANDANUM
ÞEGAR BERG STÖKK
Mannvirki ársins kalla
Finnar þennan stórglæsilega
skiðastökkpall i Lathi I Finn-
landi. Pallurinn var vigður um
siðustu helgi, við mikla viðhöfn,
og voru 60 þúsund manns við-
staddir. Þeirra á meðal voru
tveir forsetar, einu forsetarnir á
Norðurlöndum, þeir Kekkonen
Finnlandsforseti og dr.Kristján
Eldjárn.
Þvi miður var heldur hvasst
þegar vigslan fór fram, og áttu
stökkvararnir erfitt með að at-
hafna sig, þvi vindhviður gerðu
þeim erfitt fyrir. Fór svo að
fresta varö keppni á pallinum.
og flytja stökkið yfir á minni
pall.
Nýi pallurinn i Lathi kostaði
fullbúinn 100 milijónir króna, og
er hægt að stökkva á honum 120
mctra. Lengsta stökkinu vigslu-
daginn náði Japaninn Seiji
Aochi, bronzmaður frá Sapporo,
103 metrum. Var sannarlega
tignarlegt að sjá hann svifa
þessa miklu vegalengd.
Ekki voru allir jafn heppnir.
Norðmaðurinn Kaare Olav Berg
fékk mikla vindhviðu I fangið
þegar hann stökk út af brúninni,
snérist i loftinu og lenti á öðru
skiðinu. Siðan kútveltist hann
niður brekkuna, og á meðan
héldu 60 þúsund manns niðri i
sér andanum. En allt fór vel, og
Kare hlaut aðeins litil meiðsli.
Meðfylgjandi mynd er tekinn á
vigsludaginn, og sýnir pallinn i
öllu sinu veldi. (mynd:SS)
minútur, og framlenging 2x3
minútur verði jafnt. Ef enn er
jafnt, tekur hvort lið 5 vítaskot, og
skal nota til þess 5 Ieikmenn.
Keppnin hefst á sunnudaginn
klukkan 20. Siðan veröur leikið 20.
marz, 22. og 26. marz. í fyrstu
umferð leika þessi liö saman.
KR—Þróttur
Fylkir—Haukar
ÍH—Armann
Fram—Grótta
Víkingur—Valur
FH—Breiöablik.
i 2. umferð leika þau lið saman
sem töpuðu i 1. umferö, og þau lið
sem sigruöu leika saman.
Af öðrum iþróttaviðburðum
helgarinnar má nefna islands-
mótið i körfuknattleik. Þar fara
fram 4 ieikir, einn á Akureyri en 3
á Seltjarnarnesi. Klukkan 16 i dag
leikur Þór viö Skallagrim i
iþróttaskemmunni á Oddeyri, og i
kvöld mætast ÍR og Valur á
Seltjarnarnesi klukkan 19. Annað
kvöld klukkan 19 verða tvcir
leikir á Seltjarnarnesi, HSK
kcppir við KR og 1S við Armann.
Um helgina hefst hraðmót i
handknattleik, sem komið er á fót
i þeim tilgangi að skapa verkefni
fyrir þann stóra hóp handknatt-
leiksmanna scm verður hér eftir
meðan kollegar þeirra keppa
fyrir islands hönd á Spáni. Það er
handknattleiksráð Reykjavikur
sem stendur fyrir mótinu, og taka
þátt i þvi 12 lið, öll Reykjavikur-
félögin, auk FH, Ilauka, Gróttu
og Breiðabliks.
Fyrirkomulag keppninnar
verður þannig, að lið er úr leik við
annan tapleik. Leiktími er 2x10
Kemur bandaríska
landsliðið hingað?
Verið getur að bandariska
landsiiðið i handknattleik komi
hingað I byrjun april, og leiki
hér einn eða tvo landslciki við
tslendinga. Bandarikjamenn-
irnir fara þá i keppnisferðalag
til Evrópu og sendu þeir ósk um
það til HSt að leika hér á landi i
ferðinni.
Stjórn HSt hefur svarað ósk
Bandarikjamannanna játandi,
en engar samningaviðræður
hafa ennþá farið fram og engir
leikdagar hafa verið ákveðnir.
Það er þvi alveg óvist hvort úr
þessari heimsókn bandariska
landsliðsins verður.
Bandarikjamenn og tslen-
dingar hafa oft leikið landsleiki
sin á milli á undanförnum ár-
um, og hafa islendingar ætið
borið hærri hlut. Nú eru viðhorf-
in aftur á móti breytt, þvi
Bandarikjamcnn hafa á undan-
förnum árum lagt mikla fjár-
muni i handknattleikinn siðan
hann varö ólympiuiþrótt. Hafa
orðið miklar framfarir i hand-
knattleik þar.
Þá mun væntanlegt hingað i
endaðan marz þýzkt lið.Welling
hofen. Leikur þetta þýzka lið
hér tvo leiki. Er litið vitaö um
styrkleika liðsins, en það mun
njóta fyrirgreiöslu HKRR með-
an það dvelur hérlendis.
— SS.
RENNA
SÉRÁ
SKÍÐUM
í GUÐS-
GRÆNNI
NÁTT-
URUNNI
Veðráttan lætur ekki að sér
hæða þessa dagana. Hver hafði
trúað þvi að i byrjun marz væri
skiöastökkpallur Siglfiröinga
orðinn grasi gróinn, og golfmenn
iðkuðu þar iþrótt sina eins og á-
sumardcgi.
En þannig er ástandið einmitt á
Siglufirði þessa dagana. Skiða-
menn verða að þramma með
skíði sin upp i Hvanneyrarskál
eða Sigluf jarðarskarð ef þeir ætla
sér að komast i snjó. Sklðastökk-
pallurinn sem er i bænum miðj-
um, er algerlega ónothæfur, þvi
þar er engan snjó að finna, og
pallurinn að verða grænn.
Badmintonmenn æfa mjög vel
um þcssar mundir á Siglufirði, og
er það um 100 manna hópur sem
æfir badminton. Siglfirðingar
munu t.d. senda stærsta hópinn á
Unglingameistaramótið hér i
Reykjavik um páskana,
Eins og áður segir æfa golf-
menn af fullum krafti. Völlurinn
er i mjög góðu ástandi, og stunda
um 60 manns æfingarnar. Er þaö
mjög há tala, þegar þess er gætt
að einungis er eitt ár siöan golf-
bakterían barst til Siglufjarðar
með nýja simstjóranum á staðn-
um.
ÞORSTEINN
ALLSSTAÐAR
MEISTARI
Þorsteinn Hallgrimsson
gerir það ekki endasleppt. Það
er sama i bvaða landi hann
leikur, alls staðar verður hann
meistari. Eftir að hann kom
frá námi i Danmörku og hóf að
leika með ÍR, gékk 1R allt i
haginn á nýjan leik, og félagið
endurheimti titilinn I körfu-
knattleiknum. Titlinum hefur
ÍR haldiö, og Þorsteinn verið
með öll árin.
Meðan Þorsteinn dvaldi i
Danmörku við nám, lék hann
með félaginu Sisu. Varð
félagið Danmerkurmeistari
flest árin sem Þorsteinn lék
með þvi. Eftir að Þorsteinn
flutti heim, tapaði félagið
titlinum til Virum.
Nú er Þorsteinn aftur byrj-
aður að leika með Sisu, og er
félagið aðeins hænufeti frá
titlinum, og segja dönsk blöð
að ekkert geti koniið i veg
fyrir sigur Sisu, sem aðeins
hefur tapað 1 leik af 16 til
þessa.
Staöan I 1. deildinni dönsku
er nú þessi, tvær umferöir
eftir.
Sisu 16 30
Falcon 16 26
Virum 16 26.
Laugardagur 11. marz 1972
o