Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 14
ENGAH VlNGJt VEUDR ★ Aprílsnjór og æskusorg ★ Heimsendir á næstu grösum ★ Snilld og mannvit sem eru að drepa okkur ★ Taka hvalirnir við? APRILSNJÖR, en samt er marsbyrjun enn. Fölið sem þakti jörðina á fimmtudags- morguninn var eiginlega april snjór, grænleitir balar gægðust upp úr grámanum. Um aprilsnjó er það sagt að hann sé eins og æskusorgir, taki fljótt upp, og þá er eins og aldrei hafi verið neinn snjór, aldrei hafi verið nein sorg. ÞEIR fræða okkur um það visindamennirnir að snjórinn sé heitari norðuundan en vanalega og gera má þvi ráð fyrir að ekki vori illa þótt senniiega komi illskusöm hret áður en sumar- bliðan hefst fyrir alvöru. Þannig virðist Páll vinur minn Berg- þórsson ekki ætla að verða sannspármeðhafisinn þetta vor þvi ekki man ég betur en hann teldi liklegt að sá armi gestur yrði hér við land i nokkra mánuði. EF VORIÐ er gott eru allir hlutir góðir á íslandi. Þetta er gamalt sjónar- mið. Þá var allt 'miðað við að tóra fram á vorið, þvi með nýju vori byrjaði nýtt ár með nýrri von um góðan afla til lands og sjávar. Mér er ekki grunlaust um að þetta sitji enn i landanum þótt i rauninni sé gott veður oft meira til skemmtunar en gagns i dag. Svo mjög hefur mannlifið og skilyrði þess breytzt. ÞAÐ er alltaf verið að spá heimsendi. Nú eru trúar- postular meira að segja ekki einir um þá hitu, visindamenn eru komnir með i spilið, og þeir eru ekki lakajú postular en aörir. Það liggur i augum uppi að ekki er hægt að halda áfram eins og hingað til. Við getum ekki haldið áfram að spilla jörð- inni og sóa hráefnum eins og ábyrgðarlausir krakkar. En þannig höfum við hagað okkur i heila öld eða lengur, sérstak- lega þó siðustu tvo áratugi. EN ÞÖTT illa færi deyr mannkynið varla út. Nokkrir tóra og byrja einu sinni enn að nýju. Fyrir tveimur áratugum þegar mest var talað um kjarnorkustyrjóld og eyðingu mar.nkynsins i henni töldu vísindamenn að nokkrir mundu lifa af og aðlagast nýjum skil- yrðum. Þannig mun sennilega alltaf verða. Kannski hefur mannkynið eytt sjálfu sér ein hvern tima áður? Kannski eru sagnirnar um furðuleg para- disarriki i fortiðinni ekki alveg úr lausu lofti gripnar? EN SAMTIMIS þvi sem við horfum upp á það að mennirnir eru að eyða sjálfum sér eða útrýma þeim skilyrðum sem þeir sjálfir þurfa nauðsynlegast — tölum við feimnislaust um það „mannvit” og „snilli” sem einmitt er að drepa okkur alla. Ja, sér er nú hver snilldin og mannvitið! Er nú ekki kominn timi til að endurskoða hug- myndir okkar um þetta tvennt? Er ekki kominn timi til að athuga hvort sú vizka sem kemur fram i að geta lifað árekstralitið við umhverfi sitt sé ekki einna merkilegasta vizkan? ÞVt EF við ekki gerum það er hætt við að hvalirnir taki við forustunni af manninum i sam- félagi lifveranna á jörðinni. Sigvaldi Þegjandi ganga þorskar i ála. FIS tslenzkur málsháttur. Sjávarútvegsmál og togveiðar Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar efnir til almenns fundar um SJAVARÚTVEGSMAL OG TOGVEIÐAR miðvikudaginn 8. marz n.k. i Alþýðuhúsinu I Hafnarfirði og hefst fundurinn kl. 20,30. Fundarefni: 1. Sýnd kvikmynd um veiðar skuttogara. 2. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, flytur erindi. framsögu- Ahugafólki um sjávarútvegsmál er bent á þetta tækifæri tii þess að kynnast horfum i togveiðum og rekstri skuttogara. Fundurinn er öllum opinn. t dag er laugardagur 11. marz, 71. dagur ársins 1972. Ardegishá- flæði i Reykjavík kl. 03,19. Sið- dcgisháflæði kl. 15,55. Sóiarupp- rás kl. 08.00. Sólarlag kl. 9,17. APÓTEK Kvöld- og helgidaga varzla i apótekum Reykjavikur vikuna 4. marz til 11. marz er i höndum Ingólfsapðteks og Laugarness- apóteks. Kvöldvörzlunni lýkur kl. 11, en þá hefst næturvarzlan i Stórholti 1. LÆKNAR Læknastofur eru lokaðar á laugardögum, nema læknastofan að Klapparstig 25, sem er opin milli 9-12 simar 11680 og 11360. Við vitjanabeiðnum er tekið hjá kvöld og helgidaga vakt, simi 21230. Læknavakt i Hafnarfirði og Garðahrcppi: Upplýsingar i lög- regluvarðstofunni i sima 50181 og slökkvistöðinni í sima 51100, hefst hvern virkan dag kl. 17 og stendur til kl. 8 að morgni. Um helgar frá 13 á laugardegi til kl. 8 á mánu- dagsmorgni. Simi 21230. Sjúkrabifreiðar fyrir Reykja- vik og Kópavog cru i sima 11100. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram i Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur, á inánudög- um kl. 17-19. Gengið inn frá Barónsstig yfir brúna. Tannlækna vakt er i Heilsu- verndarstöðinni, þar sem slysa- varðstofan var, og er opin laugar- daga og sunnudaga kl. 5-6 e.h. Simi 22411. Almennar upplýsingar um læknaþjónustuna i borginni eru gefnar i simsvara læknafélags Reykjavikur, simi 18888. FÉLÖG A—A SAMTÖKIN. Viðtaistimi alia virka daga kl. 18.00 til 19.00 i sima 1-63-73. Otvarp LAUGARDAGUR ll.marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30. Viðsjá. Haraldur Ólafsson dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir 15.15 Stanz. Jón Gauti og Arni Ólafur Lárusson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.55. tslenzt máL Endurtek- inn þáttur dr. Jakobs Aðalfundur Afengisvarnanefndar kvenna i Reykjavik og Hafnarfirði verður haldinn á þriðjudaginn 14. þ.m. kl. 8.30 siðd. að Frikirkjuvegi 11 Stjórnin. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Aðalfundur félagsins verður sunnudaginn 12. marz kl. 3 i Kirk- jubæ. Frá Guðspekifélaginu. t kvöld kl. 21 flytur Baldur Bjarnason erindi eftir J. Khristna Murti. Gestir velkomnir. Stúkan Baldur. Kvenfélag Laugarnessóknar býður eldra fólki i sókninni til skemmtunar og kaffidrykkju i Laugarnesskóla sunnudaginn 12. marz klukkan 3, e.h. Nefndin. Benediktssonar frá s.l. mánudegi. 16.15 Veðurfregnir.Barna tími. 16.45. Barnalög 17.40 Úr myndabók náttúrunnar. Ingimar Óskarsson náttúrufræðingur talar um alparósir. 18.00 Söngvar i léttum tón Franski söngvarinn Charles Aznavour syngur. 18.25. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 t sjóhending. Sveinn Sæmundsson talar á ný við Brynjólf Jónsson og nú um Halaveðrið og ýmsa merka togaramenn. SKIPIN Skipadeild StS Arnarfell fór I gær frá Akureyri til Rotterdam og Hull Jökulfel! lestar á Austfjörðum, Disarfell er væntanlcgt til Reyðarfjarðar frá Lubeck 14. þ.m., Helgafell er á leið til Reykjavikur frá Svenborg, Mælifell er i Gufunesi, Skaftafell er i Borgarnesi, Hvassafeii er i Gdynia, fer þaðan til Heröya, Stapafeli fór i fyrradag frá Iiafnarfirði til Rotterdam, Litla- fell kom til Faxaflóa I gær. Skipaútgerð ríkisins. Esja er i Reykjavik, Hekía er áAus>tfjarðahöfnum á norður leiö. Herjólfur kom I morgun til Vest- mannaeyja frá Reykjavik, Baldur fór i gærkvöldi frá Reyk- javik áleiðis til Snæfellsness- oe i Breiðafjarðarhafna. 20.00 Hljómplöturabb. 17.00 Fréttir. A nótum æskunn- ar. Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 21.15. Sitthvað i hjali og hljómum. Knútur R. Magnússon flytur þátt um tónskáldið Arthur Benja- min. 21.40 óvisinjdalegt spjall um annað land. Örnólfur Arna- son flytur fjórða pistil sinn frá Spáni. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (35). 22.25 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárslok. Laugadagur 11. marz. 16.30 Slim John.Enskukennsla i sjónvarpi. 16. þáttur. 16.45 En franeais. Frönsku- kennsla i sjónvarpi. 28. þátt- ur. Umsjón Vigdis Finn- bogadóttir. 17.30 Enska knattspyrnan. Úrsiitaleikur i bikarkeppni ensku deildanna. Chelsea- Stoke City. 18.15 lþróttir. Landsleikur i knattspyrnu milli ttala og Grikkja, og siðari hluti golf- keppni milli Jack Nicklaus og Sam Snead. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Skýjum ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur um TyUSú' -EP AÍ4.fURBd‘-tiÓ5J M ALi'ic.j — li/válT riNiN‘5r) i / INI A ÓAA’ANJ /\p' v iT-rt, :lVÍ3v-j 'zíaiNA Hólvi .*v cR 'Yív ~'hA tvær flugfreyjur og ævintýri þeirra. Berti frændi á biðils- buxunum. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 20.50 Vitið þér enn? Spur- ningaþáttur i umsjá Barða Friðrikssonar. Keppendur: Séra Agúst Sigurðsson og Eirikur Eiriksson frá Dag- verðargerði i Hróastungu. 21.25 Nýjasata tækni og vis- indi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.55 Kærleikur. Ungversk biómynd frá árinu 1970. Leikstjóri Kárloy Makk. Aðalhlutverk Lili Darvas, Mari Turocsik og Ivan Darvas. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Myndin greinir frá aldraðri konu, sem liggur rúmföst. Tengdadóttir hennar heim- sækir hana iðulega og færir henni fréttir af syninum* sem ekki á hægt um vik að heimsækja móður sina. 23.20 Daeskrárlok. o Laugardagur n. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.