Alþýðublaðið - 05.04.1972, Page 3
r
r ••
AAÁni NAUÐ-
HEMLA— ÞVÍ
FÓR SEM FÓR
l>að slys varð i gærdag á mót-
um llverfisgötu og Ingólfsstræt-
is, að fullorðinn maður, sem var
farþegi i strætisvagni, kastaðist
úr sæti sinu og slasaðist, er
vagnstjórinn nauöhemlaði til
þess að forðast árekstur við bil,
sem ók skyndilega i veg fyrir
ha n n.
Maöurinn skarst illa á andliti
og hlaut höfuðhögg, en ekki lifs-
hættulegt.
Tveir aðrir farþegar köstuð-
ust úr sætum sinum, en þeir
kenndu sér einskis meins.
Myndin var tekin, er verið var
að bera slasaða manninn út úr
vagninum. en hann var fluttur á
Slysavarðstofuna,-
GUÐMUNMJR SIGRAfll
,,Ég vil ekki segja, að við séum
i neinni sérstakri hættu, en bólu-
sóttin gctur borist hingað eins og i
hvcrt annað land Evrópu”, sagði
landlæknir, og kvað ástæðuna
hina miklu umferð erlendra
l'erðamanna gegnum lsland.
I.andlæknir sagði ennfremur,
að engar sérstakar ráðstafanir
vrðu gerðar umfram þaö sem
þegar hefur veriö gert, nema þá
að bólan breiddist enn meira út
ytra. l>ær ráðstafanir, sem þegar
hal'a verið gerðar, eru fólgnar i
aövörunum til þeirra, sem hyggja
á ferðalög til þeirra landa þar
sein liólan hefur skotiö upp kollin-
um að undanförnu.
Bólusetning gegn kúabólu er
Guðmundur Sigurjóusson
sigraði með nokkrum yfirburð-
um á Skákþingi islands scm
fram fór um páskana, og hlaut
hann þar með titilinn Skák-
meistari islands 1972. Er þetta i
þriðja sinn sem Guðmundur
verður Skákmeistari islands, en
hann er aðcins 24 ára gamall.
Áður sigraöi hann á skákþing-
unum 1965, þá aðeins 17 ára og
1968.
A skákþinginu nú hlaut
Guðmundur 7 1/2 vinning af 9
mögulegum, tapaði engri skák
en gerði 3 jafntefli. í öðru sæti
varð Björn l>orsteinsson með 6
1/2, en i þriðja og fjórða sæti
urðu þeir Magnús Sólmundar-
son og Jónas Þorvaldsson með 6
vinninga. Pessir skákmenn
skipa landsliðið, en i haust verö-
ur landsliö sent i Ólympiuleika.
i meistaraflokki sigraöi ungur
skákmaður, Kristján Guð-
mundsson og hlaut hann 8 vinn-
inga af9 mögulcgum. i 2.-3. sæti
lentu Stefán Þormar og Jóhann-
es l.úðviksson, og verða þeir að
tefla einvigi um réttinn til að
tefla i landsliðsflokki að ári. i I.
flokki sigraði Adolf Emilsson
með 9 vinninga, eða 100%
árangur sem er frekar sjaldgæft
i 2. flokki sigraði Einar ólafs-
son með 7 1/2 vinning, cn i ung
lingaflokki sigraði Ásgeir ólafs-
son. i 2. flokki vakti ntikla
athygli ungur piltur frá Stöð-
varfirði, Óttar Armannsson 13
ára. Tefldi hann mjög vel og
krækti sér i 2. sætiö.
MED GANGI VEIKINNAR
Ekki er vitað til þess, að bólu-
sóttin i Júgóslaviu hafi breiðst að
ráði út siðustu dagana. Land-
læknir hafði sent Alþjóða heil-
brigðisstofnuninni skeyti þess
efnis, að honum yrði tilkynnt um
það strax ef um frekari útbrciöslu
væri að ræða.
Þegar blaðið hafði samband við
hann i gær, hafði engin slík til-
kynning borist.
venjulega gerð á ungbörnum þeg-
ar þau eru eins ársgömul, og svo
aftur við fermingu. Auk þess var
töluvcrt mikið bólusett hér fyrir
einu og hálfu ári, þegar bólusótt
barst til Danmcrkur, og sömu-
leiðis þegar bólusótt barst til
Sviss og annarra landa i Mið-
Evrópu árið 1962.
Taidi landlæknir, að töluverð
mótstaða væri gegn bólusótl hér-
lcndis, þrátt fyrir að bólusetning-
in dygði ckki óyggjandi nema i 3
ár. Eftir það veitir bólusetningin
nokkra niótstöðu í tvö ár til við-
bótar, en þegar liðin eru ineira en
5 ár frá bólusetningu, cr hæpið að
nokkur vörn sé fyrir hendi.
, . ****!"■.•*
k
80LAH: GJtÍRLA
PASKAAMNIR Hlt BJORG-
UNARLHII VALLARINS
Björgunarþyrlur varnarliðsins
á Keflavikurflugvelii höfðu i nógu
að snúast yfir páskana, þvi að
þær voru þrisvar kallaðar út til
björgunarstarfa.
Fyrst til þess að bjarga manni
úr sprungu i Vatnajökli. Þar hafði
17 ára Reykvikingur, Magnús
Magnússon, fallið ofan i 200 feta
djúpa sprungu.
Ekki var mögulegt að hifa hann
upp með handafli, svo að þyrlan
var notuð til þess og flutti hann
siðan beint á sjúkrahús i Reykja-
vik, enda var hann nokkuö
meiddur.
Þá fóru björgunarþyrla og
llereules björgunarvél til móts
viö litla tveggja hreyfla Piper
flugvél, sem var á leið frá Græn-
landi til Keflavikur.
Annar hreyfill vélarinnar hafði
stöðvast, og hinn gekk óreglu-
lega, auk þess sem benzinið var á
þrotum.
Björgunarvclarnar komu til
inóts við vélina um 40 sjómilur
frá Keflavik, og fylgdu henni fast
eftir þangað, tilbúnar að bjarga
mönnunum ef eitthvað kæmi
fyrir.
IÐNNEAAAR
GRAFA UPP
STRÍÐSÖXINA
,,i flestum tilfellum skoðar
meistarinn iðnnemann sem lág-
launaðan vinnukraft, sem maiar
honum gull,” segir dreifibréfi
Iðnnemasambands íslands, sem
nú ætlar að gera gangskör að þvl
aö kaup iðnnenta hækki. Sam-
bandið boðar til fundar með iðn-
nemum um þessi mál og aðgerðir
þeim samfarandi á morgun,
fimmtudag, kl. 8,30 i Lindarbæ,
uppi.
i bréfinu er rætt um að i ein-
stökum greinum hafi átt sér stað
yfirborgun iðnnema, og því valdi
að eftirspurn eftir nemum hafi
verið meiri en framboöiö. Það sé
Ijóst að þessar yfirborganir séu
timabundnar og hverfi þegar
dæmið snúist við.
Framhald a bls. 4.
FYLGST
Þegar vélin var svo að koma
inn til lendingar, fóru lijól licnnar
ckki niður, en á siðustu stundu
tókst riugmönnunum að koma
þcim niðiir mcð handafli og
i lenda, og var vélin þá benzinlaus,
I og licfði raunar átt að vera orðin
| þar fyrir 12 ininútum samkvæmt
i útreikningum.
j Loks var það svo á mánudags-
niorguninn að Slysavarnafélagið
óskaði eftir aðstoð varnarliösins
við að flvtja unga konu, llrönn
| Borgþórsdóttur frá Ólafsvik, á
spitaía i Reykjavik, en hún var
með fæðingarhriðir mánuði fyrir
: timann.
ófært var milli ólafsvikur og
Stykkishólms, og flugvöllurinn á
! Sandi einnig ófær, en þar sem
j konan þurfti tafarlaust að komast
i á spitala, var björgunarþyrla
i eina farartækið scm til greina
' kom við fliitiiinginn. Kerðin tókst
] vel, og liður nú konu og barni eftir
, atvikum vd.
EHN ORBIH DYR
ARA AD TÚRA
Vnisar verðhækkanir á vörum
og þjónuslu liafa verið gerðar að
undanförnu, og i sumum tilfellum
bcfur almcnningi engin vitneskja
borizt um þær fyrr en þær liafa
tckið gildi. Þannig var mcð
áfcngishækkunina, og nú fyrir
skömmu hækkuðu taxtar hjá rök-
urum um rúm 20%.
Að sögn skrifstofustjóra verð-
lagsstjóra liggja allmargar um-
sóknir um verðhækkanir fyrir
cinbættinu, en ekki kvaðst hann
vita hvort von variámikilli verð-
hækkanaskriðu á næstunni, þar
sein ákvarðanirnar eru ekki cin-
göngu i höndiim vcrðlagsstjóra,
licldur verða umsóknirnar að
fara fyrir rikisstjórnina.
Þá var á skrifstofustjóranum
að skilja, að ekki sé von á þvi, að
allar vcröhækkanir verði til-
kynntar fyrirfram né auglýstar,
þar sein um sé að ræða hámarks-
taxta, scm settur sé til þess að
setja ákveðið hámark á verð en
ekki samræma það.
Siðasta hækkunin gckk i gildi I.
april sL, en það er liækkun á
gjaldskrá pósts og sima.
Við hana aukast tekjur pósts og
sima um 10%, og eru hækkanir á
einstökum liðuin misjafnar.
Burðargjald almennra bréfa
innanlands og til Norðurlanda er
nú 9 kr. [ stað 7 króna áður,- Þá
fellur niður söluskattur af póst-
þjónustugjöldum.
Afnotagjald sima liækkar úr
1000 kr. i 1100 kr. Stofngjald sima
sem tengdur er við sjálfvirka
kerfið liækkar úr 7.500 kr. i 8.000
Gifurlcg umferð var út úr bæn-
um um páskahelgina, cr þúsundir
bila strcymdu út á land, en svo
merkilega vildi til, að cngin slys
urðu i allri þessari umferð, og
taldi liigreglan aðeins 10 árckstra
i Rcykjavik og nágrenni yfir alia
helgina, en það mun liklega vcra
algjört met miðað við svo mikla
umferð.
Bláfjöllin virtust vera vinsælust
og telur lögreglan að um 2000 bil-
ar liafi verið þar á föstudaginn, og
mikill fjöldi var þar liina helgi-
dagana cinnig.
kr., stofngjald af aukatcngli
hækkar hlutfallslega meira, cn
gætt verður að innhcimta afnota-
gjald af aukalengli.
Þá fellur inn i gjaldskrána laxt-
inn fyrir langlinusamtöl, sem val-
in eru sjálfvirkt á limabilinu frá
kl. 22.00 - 7.00 alla virka daga, cn
gjaldið gildir einnig frá kl. 15.00 á
laugardögum til kl. 7.00 á niánu-
dagsmorgnum. Samkvæmt þess-
um taxta verður livcr minúta i
flcstum tilfellum helmingi
ódýrari cn dagtaxtinn.
Simskcy tagjöld til allra
Evrópulanda, ncma Norður-
landa, hækka um kr. 2.30 fyrir
orðið, og byggist sú liækkun cin-
göngu á framkvæmd inillirikja-
sam ninga.
SVALIRNAR
VORU BARA
ENGAR SVALIR
Siðastliðið miðvikudagskvöld,
laust fyrir klukkan 23, vildi það
slys til i Grindavik, að maður féll
niður af annarri hæð verbúðar
Fiskanes IIF, og mun fallið vera
um 6 metrar.
Þannig hagar til, að i matsal
verbúðarinnar er neyðarútgang-
ur sem ekki er að fullu frágcng-
inn, og huröinni bara lokað mcð
venjulcguin glugga læsingu in .
Ilélt maðurinn að þarna væru
svalir, og mun liafa ætlað að fá
sér ferskt loft. En i staðinn fyrir
svalir var bara gatan 6 metrum
ncðar.
Lá maðurinn hrey fingarlaus
þegar að var kontið, og var þegar
liringt i sjúkrabil og farið mcð
manninn 'á Keflavikurspitala.
Virtist liaim i fyrstu litið slasaður,
cn á föstudaginn mun lionuni liafa
versnað, og var maðurinn þá
flultur til Reykjavikur. Reyndist
bann höfuðkúpubrotinn, og er lið-
an hans slæm.
Miövikudagur 5. april 1972
o