Alþýðublaðið - 05.04.1972, Side 5
útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson
(áb.). Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Blaðaprent h.f.
NÝ HÆKKUN
í PÁSKAGJÚF
liarða kjarabaráttu i fleiri mán-
Landsnienn voru komnir i
páskafri. Skirtlagur og föstu-
dagurinn iangi voru liðnir.
Páskahelgin var nær hálfnuð.
Þá kom tilkynning frá rfkis-
stjórninni. Ákveðin hafði verið
ein hækkunin enn. Gjöld fyrir
póst- og simaþjónustu höfðu
verið hækkuð unt rösk 10%.
Kkki einu sinni á sjálfri páska-
helginni fékk fólk að vera i friði
fyrir verðhækkunum. Þótt allir
landsmenn væru í orlofi tók
rikisstjórnin sér ekki fri frá
verðhækkunarstefnu sinni. Sið-
ur en svo. Tiu hundraðshluta
hækkun á þjónustu pósts og
sima var páskagjöf hennar til
þjóðarinnar. Þá gjöf gat hún
nteð engu móti geymt. Hún
vissi, sem var, að á stórhátíðum
eins og páskum, hafa margir
landsmenn það fyrir sið að
hringja til vina og kunningja út
um land til þess að árna þeim
heilla. Og þeim möguleika til
þess að plokka peninga af ts-
lendingum vildi stjórnin ekki
sleppa. Þess vegna beið hún
ekki með páskagjöfina sina.
Þess vegna flýtti hún sér að
auka skattlagninguna á simtöl
landsmanna. Og með þvi að
vera svo snör i snúningum gat
rikisstjórnin lika grætt fé á öll-
um heillaskeytunum tit ferm-
ingarbarnanna i landinu. Frá
hinu fyrsta til hins siðasta.
Klkisstjórn Ölafs Jóhannes-
sonar er ekkert að flýta sér með
neitt af þvi, sem hún á að gera
fyrir almenning i landinu. Þeg-
ar hún var að ganga frá undir-
stöðunni að verklegum fram-
kvæmdum liins opinbera og
þjónusta þess viö þegnana á ár-
inu 1072, fjáriögunum, þá beið
hún fram á siðasta dag. Þá lá
henni ekki á.
Þcgar hún átti að efna loforð
sin við launastéttirnar i landinu
i sambandi við kjaramál, þá lét
hún vcrkalýðsfélögin heyja
uði an þess að rikisstjornin svo
mikið sem hreyfði sinn minnsta
ráðherraputta. Þá lá henni ekki
á.
Þegar opinberir starfsmenn
báðu fyrst um viðræður og siðar
um framlengingu á viðræðu-
fresti þá nennti rikisstjórnin
ekkert að gera,- ekki einu sinni
að ræða við starfsfólk sitt. Þá lá
henni ekki á.
Þcgar rikisstjórnin var búin
að leggja fram á Alþingi lyrstu
tillögur sinar i skattamáiunum
tók luin sér langan frest tii þess
að skila viðbótartillögum.
Sveitarfélögin urðu að biða á
meðan með samningu fjárhags-
áætlana. Fólkið i landinu, skatt-
borgararnir, biðu milli vonar og
ótta eftir að frétta af þvi, hversu
mikið rikisstjórnin hyggðist
auka skattbyrðina á almenningi
i landinu. En ekkert heyrðist frá
stjórninni fyrr en nokkrum dög-
um áður en páskafri átti að gefa
á Alþingi. Fndanlegar tillögur
komu ekki frá henni fyrr en
röskuin tveim mánuðum eftir
að skattárinu var lokið og einum
mánuði eftir að framtalsfrestur
var útrunninn. Þá lá ekki mikið
á.
Kn þcgar að þvi kemur að
piokka eigi peninga af fólkinu i
landinu, þá vinnur rikisstjórnin
hratt. Þá er ekki seinagangur á
stjórnarheimilinu.
Á fyrstu þrem mánuðum árs-
ins 1072 hefur rikisstjórnin
þannig hækkað tvivegis verð á
landbúnaðarafurðum. Hún*efur
hækkað verð á brauði og brauð-
vörum. Hún hefur hækkað raf-
magnsverð. Hún hefur hækkað
taxta leigubifreiða. Hún hefur
hækkað ýmsa þjónustuliði, svo
sem hársnyrtingu o.fl. Hún hef-
ur hækkað verð á áfengi og
tóbaki. Hún hefur haft á milli 5
og <> visitölustig af iaunafólkinu i
landinu. Og nú um páskana
hækkaði hún gjöld almennings
til pósts og sinta.
Þannig liefur rikisstjórnin
verið allra rikisstjórna athafna-
sömust i árásum á almenning. í
þeim efnuni eru Ólafur Jóhann-
esson og samráðherrar lians
hvorki seinir að hugsa né seinir
að framkvæma. Á aðeins einu
ári verður þessi likisstjórn
óvinsæili i laudinu, en nokkur
önnur rikisstjórn hefur orðið á
tiu sinnuin lengri tima. Og hún á
óvinsældirnar margfaldiega
skilið.
Kl/.ta og eitt öflugasta stéttar-
félag á islandi, — llið isienzka
prentaraféiag, átti 75 ára af-
mæli i gær. Félagið var stofnað
þann 4. april árið 1807 og voru
stofnendur þess 12 prentarar úr
tveim prentsmiðjum i Heykja-
vik.
islenzkir prentarar höfðu áð-
ur bundist samtökum. Höskum
10 árum áður en Hið islenzka
prentarafélag var stofnað höfðu
prentarar i Reykjavik myndað
með sér skemmti- og fræðslufé-
lag, sem hlaut nafnið „Kvöld-
vakan” og árið eftir stofnuðu
þeir ineð sér fagfélag, sem var
uiidanfari Hins islenzka prent-
arafélags. Það félag lifði þó ekki
lengi, enda voru um þær niundir
miklir atvinnuerfiðleikar hjá is-
lenzkum prenturum og sumir
helztu hvatamenn prentarafé-
lagsins gamla fluttu úr landi.
Itið islenzka prentarafélag,
sem stofnað var 10 árum siðar,
varð strax eitt öflugasta stéttar-
félagið i landinu. Það hefur ætið
haft mikilhæfum forystumönn-
um á að skipa, sem skarað hafa
fram úr hæði i verkalýðsmálum
og þjóðmálum. Þeirra hefur
félagið og islenzk prentarastétt
notið.
Á þessum timamótum i sögu
liins islenzka prentarafélags
sendir Alþýðublaðið félaginu og
prentarastéttinni árnaðaróskir.
Prentarafélagið hefur haft með
höndum ákveðið forystuhlut-
verk i verkalýðsbaráttunni á ís-
landi. Þvi hlutverki hefur fé-
lagið og -forystumenn þess
skilað með miklum sóma.
BRANDT VILL
FÁ PRÚFKJðR
Áður en Willy Brandt fór i
páskafri sitt til eyjarinnar Sar-
diniu i Miðjarðarhafi lýsti hann
þvi yfir, að hann myndi efna til
prófkjörs i vestur-þýzka þinginu
um ekki-árásarsamninginn við
Sovétrikin áður en rpálinu yrði
endanlega til lykta ráðið. t viðtali
við vestur-þýzka sjónvarpið sagði
hann ennfremur, að hann væri
sannfærður um, að meirihluti
þýzks almennings væri sátt-
málanum fylgjandi og sá meiri-
hluti, þótl tæpur væri, niyndi
haldast alveg fram til hinnar
endanlegu atkvæðagreiðslu, sem
fram á að fara um samninginn
einhvern tima i mai.
Brandt viðurkenndi, að ekki
væri alveg vist, að samningurinn
nyti meirihlutafylgis i vestur-
þýzka þinginu. Þess vegna vildi
hann efna til prófkjörs um málið,
áður en frá þvi væri endanlega
gengið.
— Þannig getum við gengið úr
skugga um það i tima, hvort, og
þá hversu mikinn meirihluta við
höfum i þinginu, sagði Brandt.
Þá kom það einnig fram i
blaðaviðtali við Brandt, að hann
útilokar það ekki, að efna þurfi til
nýrra kosninga vegna málsins.
Kn hann lagði á það áherzlu, að
slikt væri algert neyðarúrræði
vegna þess, hve erfitt væri að
koma slikum aukakosningum við
og einnig vegna þess, að stjórnar-
andstaðan hefur tekið afstöðu á
móti aukakosningum.
Það hefur komið fram i frétt-
um, að bæði Sovétrikin og Pólland
hafa þungar áhyggjur af þvi að
svo kunni að fara, að Vestur-
Þjóðverjar samþykki ekki griða-
sáttmálann.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins i
Reykjavik verður haldinn mánudaginn 10. april
n.k. kl. 20.30 i Iðnó, uppi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagskonur/ Mætið vel og stundvislega.
Stjórnin.
1 1
NÝJA SÍMANÚMERH [R 8-66-66
SKORTUR A FRAMKVÆMDUM
EFTIR HELGINA
Þá er páskahelgin að baki.
Flestir landsmenn liafa átt náð-
uga fimm fridaga,- frá föstudegi
til þriðjudags. Þá löngu orlofs-
lielgi hafa margir notað til ferða-
laga, bæði innan- og utanlands,
sér til hvildar og afþreyingar.
Mjög margir nota fridagana
um páska til fjalla- og skiðaferða
innanlands. Með hverju árinu
eykst fjöldi þeirra, sein leita á vit
islenzkrar náttúru vetur sem
suinur sér til heilsubótar og
hressingar. Fólk leitar burt frá
bæjum og borgum, þar sem hver
dagurinn er öðrum likur og lis-
gæðakapphlaupið hncppir fólkið i
fjötra. Þá fjötra reynir borgarbú-
inn að rjúfa um stundarsakir með
þvi að leita burt frá sinu venju-
lega umhverfi. Oti i náttúrunni
leitar hann að friði og kyrrð, þar
sem timinn skiptir ekki máli,- en
e.t.v. þó fyrst og fremst að sjálf-
um sér.
Það er ekki langt frá þvi fólk á
islandi iiðlaðist almennan áhuga
á þvi að uppgötva land sitt, ef svo
má til orða taka. i mesta lagi
nokkrir áratugir. Áður fóru menn
helzt ekki af bæ, nema brýna
nauðsyn bæri til. Fcrðalög ferða-
laganna vegna voru þá næsta
óþekkt. i harðri lifsbaráttu var
einnig fátt fagurt nema það, sem
fært gat fólki bita i munn eða
björg í bú. Borgarfjörðurinn var
þá ekki fagur, nema þegar vel
veiddist.
Alinenn auðsæld breytir mörgu
i lifsviðhorfi og gildismati fólks.
Meðal annars viðhorfi þess til
sins eigin lands. Fólk, sem býr við
gnæsíð, eins og við íslendingar
gerum nú, hefur efni á þvi að
þykja is og snjór, óbyggðir og
afréttarlönd fagurt og fara þang-
að um langan veg til þess eins að
sjá og skoða. Þannig hefur lifs-
kjarabyltingin, sem orðið hefur á
islandi á umliðnum áratugum,
gert íslendingum fært að upp-
götva land sitt aftur, þvi það er
einmitt það, sem hefur gerzt.
Landið hefur i rauninni fundizt á
ný og landsmenn hafa efni á þvi
að hrifast af þvi, sem þeir hafa
fundið, þótt það fundna land færi
þeim hvorki fleiri bita i munn né
aukna björg i bú.
Aukin þekking tslendinga á
landi sinu hefur einnig haft i för
með sér mikinn áhuga á varð-
veizlu þess i sinni upprunalegu
mynd. Fólk hefur orðið þess
áskynja, hvcrsu mikil auðæfi fel-
ast i óspilltu landi. Og það vill, að
komandi kynslóðir fái einnig að
njóta þeirrar auðlegðar. Sú kyn-
slóð, sem nú lifir, vill ekki skila
komandi kynslóðum verra landi,
en hún tók i arf. Og þjóðin vill
eiga land sitt sjálf. Tillaga Braga
Sigurjónssonar um þjóðareign á
landinu og auðlegðum þess, sem
hann flutti á Alþingi i fyrra og
endurflutt var af þingmönnum
Alþýðuflokksins á þinginu i haust,
er þvi meira en að vera stærsta
þjóðnýtingarmál, sem koniið hef-
ur til kasta Alþingis um margra
ára skeið,- þessi tillaga er i fullu
samræmi við þjóðarviljann.
Kn til þcss að varðveita náttúru
íslands óspillta þarf meira, en að
formle’ga sé gengið frá þjóðareign
á þvi landi, sem þjóðin hefur sið-
fcrðislegan eignarrétt á. Land-
eyðingin er geigvænleg,- bæði af
völdum óbliöra náttúruafla og
eins mannsins sjálfs. Sú ónáttúra
virðist fylgja öllum umsvifum
mannsins, að hann þarf ávallt að
eyðileggja umhverfi sitt og sifellt
þarf hann svo að flýja lengra og
lengra frá bústað sinúm til þess
að leita uppi óspillt og ómengað
umhverfi. Kf við eigum að geta
skilað betra landi tii komandi
kvnslóða, en við sjálf fenguin i
arf, þá% þurfum við að verja
til þcirra hluta bæði miklum
fjármunum og mikilli fyrirhöfn
og það er sá, s<;m mcð fram-
kvæmdavaldið fer i umboði þjóð-
arinnar, rikisstjórnin, scm á að
ganga þar á undan með góðu for-
dæmi eítir að löggjafarsamkund-
an, Alþingi, hcfur lagt þann
grundvöll, scm nauðsynlegur er
til athafna.
Á siðasta Alþingi, fyrir riisku
ári, var samþykktur nýr og uin-
fangsmikill lagabálkur um nátt-
úruvernd að tilhlutan þáverandi
rikisstjórnar. Sú lagasetning
markaði timamót i islenzkum
lögum um náttúru erndarmál og
hún getur einnig markað timamót
i náttúruvernarmálum á landinu i
heild, ef að framkvæmdinni er
unnið eins og lögin gera ráð fyrir.
Eln þar skortir nú þegar mikið á.
Rikisstjórnin, framkvæmdaraðil-
inn, hefur látið framkvæmdina
skorta.
i lögunum eru bein fyrirmæli
um yfirstjórn og skipulag nátt-
úruverndarmála i landinu. Fyrir
ákvcðinn tima átti ákveðnum
undirbúningsframkvæmdum að
vera lokið. Kg ætla ekki að lengja
þcssi skrif með upptalningu þar
um, sú upptalning er iill nákvæm-
lega timasett i lögunum, en rikis-
stjórnin hefur ekki staðið við eitt
einasta þeirra atriða. Fram-
kvænul laganna er nú þegar orðin
mörgum mánuðum á eftir og auð-
séð er, að ekki verður liægt að
Sighvatur Björgvinsson skrifar:
standa við injög mikilvæg fram-
kvæmdaatriði á tilsettum tima.
Þá gera lögin eðlilega ráð fyrir
mjög auknum verkefnum þeirra,
sem með náttúruverndarmálin
eiga að fara af hálfu hins opin-
bera. Til þeirra verkefna þarf
vitaskuld aukið lé. Það var öllum
alþingismönnum ljóst, er þeir
samþykktu náttúruverndarlögin
nýju. Kn þeirri auknu fjárveit-
ingu gleymdi rikisstjórnin vilj-
andi, er lnin gekk frá fjárlögununi
i velur og voru þaö þó hæstu fjár-
lög, sem nokkru sinni liafa þekkzt
á islandi og hækkunin á milli ára
Framhald á bls. 4.
A
Miðvikudagur 5. apríl 1972