Alþýðublaðið - 25.04.1972, Page 5
Bútgáfufélag Alþýöublaðsins h.f. Ritstjóri
Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit-
stjórnar Hverfisgötu 8-10. Símar 86666.
HRIHGVEGURIHH
Það er mikið stórvirki, sem lagt er i, þegar haf-
izt er handa um gerð vegar yfir Skeiðarársand.
Aðstæður eru þar mjög sérstæðar og erfiðar til
vegalagningar ogþar mun reyna á verkfræðilega
kunnáttu og tæknilega getu landsmanna. Verkið,
sem raunar bæði er þarft og nauðsynlegt, vekur
einnig eftirvæntingu og spenning eins og ávallt á
sér stað undir slikum kringumstæðum og sjálf-
sagt á það sinn þátt i þvi, hve vel hinum fyrirhug-
uðu framkvæmdum var tekið af almenningi, þeg-
ar leitað var til hans um lánsfjárframlög.
Það hefur verið sagt, að með þessari vegagerð
sé lokið gerð hringvegar um landið. Það er þó
ekki að öllu leyti rétt. Sumir landshlutar i öðrum
landshornum eru ekki enn komnir i vegasam-
band hver við annann. Þannig er þvi t.d. farið um
tengslin milli Vestfjarða annars vegar og Norð-
urlands hins vegar. Ef frá eru skildir nokkrir
fjallvegir, sem eru i flestum tilvikum ekki færir
nema fjallabifreiðum, liggur leiðin milli Vest-
fjarða og Norðurlands um Bröttubrekku og er
það enginn smákrókur að fara fyrir þá, sem
þurfa að komast á milli þessara landshluta.
Lagningu hringvegar um landið er ekki lokið fyrr
en allir landshlutar eru komnir i eðlilegt vega-
samband hver við annan og þótt vegurinn um
Skeiðarársand sé mikil og þörf framkvæmd, þá
lokar hann ekki hringnum til fullnustu.
Á undanförnum árum hefur miklu fé verið var-
ið hér á landi í vegaframkvæmdir og fyrstu
varanlegu þjóðvegirnir hafa séð dagsins ljós.
Þeir eru allir ef eðlilegum ástæðum i nágrenni
Reykjavikur.
Geysimikið verk er þó óunnið i vegamálunum.
Þannig rikir hreint ófremdarástand í vegamál-
unum bæði á Norðurlandi og á Vesturlandi, svo
dæmi séu nefnd, og er nauðsynlegt, að hið bráð-
asta verði farið að huga að varanlegum umbótum
þar.
Hornstranda
Friðun
Náttúruverndarþing hefur ný-
lokið störfum. Þar var kjörið nýtt
náttúruverndarráð og teknar
ákvarðanir um ýmsar aðgerðir til
friðunar lands og varðveizlu um-
hverfis.
Margar þarfar hugmyndir um
auknar aðgerðir i náttúru-
verndarmálum komu fram á
þinginu og ekki er að efa, að ein-
lægur vilji er fyrir hendi hjá ný-
kjörnu náttúruverndarráði að
framkvæma sem flestar þeirra.
En geta ráðsins til þess að gera
góða hluti takmarkast af þvi fé,
sem varið er til náttúruverndar-
mála. Peningar eru nú einu sinni
afl þeirra hluta, sem gera skal.
Og fjárveitingar til náttúru-
verndarmála voru mjög skornar
við nögl við afgreiðslu fjárlaga
fyrir yfirstandandi ár.
Rikisstjórn ólafs Jóhannesson-
ar, sem annars var ekki svo sér-
staklega varkár i eyðslu sinni á
almannafé við gerð fjárlaganna,
skar stórlega niður allar umbeðn-
ar fjárveitingar til náttúru-
verndarmála og meira að segja
ráðherrarnir hafa viðurkennt það
i umræðum á Alþingi, að fjárveit-
ingar til þessara mála væru
skammarlega litlar og allsendis
ónógar.
Að frumkvæði fyrrverandi
menntamálaráðherra, Gylfa Þ.
Gislasonar, voru á siðasta þingi
sett ný og yfirgripsmikil lög um
náttúruvernd. Með þeim var
lagður grundvöllurinn að mjög
auknum umsvifum opinberra að-
ila i landverndarmálum. En strax
á fyrsta ári eftir samþykkt þess-
ara laga er gagnsemi þeirra stór-
kostlega skert með þvi að nátt-
úruverndarráð er sett i fjárhag-
slegan svelti af núverandi
stjórnarflokkum, sem þó stóðu að
samþykkt laganna. Þannig er
hinn nýi og yfirgripsmikli laga-
bálkur um náttúruvernd litið
meira nú sem stendur, en
pappirsgagnið eitt hvað, sem sið-
ar kann að verða.
Enda þótt margar af sam-
þykktum náttúruverndarþings
séu eftirtektar- og eftirbreytni-
verðar, þá er þó einkum ein, sem
sérstaklega vakti athygli mina.
Það er samþykktin um friðun
Hornstranda.
Þessum málum hefur oft verið
hreyft á opinberum vettvangi.
Fyrir þrem til fjórum árum birt-
ust m.a. hér i Alþýðublaðinu
nokkrar forystugreinar, þar sem
þeirri hugmynd var varpað fram,
að þetta landsvæði yrði gert að
þjóðgarði. Nokkru siðar tók svo
einn af þingmönnum Vestfirð-
inga, Matthias Bjarnason, þessa
hugmynd upp og flutti hana inn á
Alþingi, þar sem hún fékk mis-
jafnar viðtökur,- mest vegna ein-
dreginnar andstöðu landeigenda.
Svæðið, sem hér um ræðir, er
nyrzt á Vestfjarðakjálkanum og
nær frá Jökulfjörðum austur fyrir
Horn til Barðsvlkur, eða jafnvel
‘allt til Steingrimsfjarðar. Þetta
landsvæði er mest allt fyrir löngu
komið i eyði. A allri vestari
strandlengjunni hefur um langan
aldur engin mannabyggð verið, ef
fjölskylda vitavarðarins á Horni
EFTIR HELGINA
Sighvatur Björgvinsson skrifar:
er undanskilin, og á strandlengj-
unni austan megin þokast byggð-
in sifellt sunnar við það, að bænd-
ur yfirgefa jarðir sinar.
Náttúra þessa landsvæðis er
stórbrotin og afburðafögur. Stað-
hættir allir eru svo sérstæðir, að
þeim, sem þangað koma, þykir,
sem þeir séu komnir i aðra ver-
öld. Tröllslegt og stórskorið
landslagið, gróðursæld undir-
lendisins i vikum og vogum, þar
sem grasið kemur grænt undan
snjónum og sprettan er oft svo
mikil, að kafgrasið nær fullvöxn-
um manni upp að hnjám, fjöl-
breytt og fjölskrúðugt fugla- og
dýralif,- allt til samans ljær þetta
þessum furðuströndum einhvern
ævintýrablæ. Þjóðsögur og
sagnir öðlast lif og fyllingu, verða
trúverðugleikinn sjálfur, þeim
sem átt hefur þess kost að kvelj-
ast stutta hrið eða langa i þessari
undraveröld. Þarna er að minu
áliti sérstæðasta og fegursta
svæði íslands.
Það þarf engann spámann til
þess að sjá það fyrir, að einmitt
þarna á þessum stað er fram-
tiðarferðamannasvæði bæði fyrir
landsmenn og aðra þá sem leita
þess sérstæða og fagra I óspilltri
náttúru. Þarna er eina stóra land-
svæðið á Islandi, að öræfasvæð-
unum undanskildum, þar sem
náttúran hefur fengið að mestu að
vera i friði fyrir mannshöndinni.
En þennan stað er mætavel
unntað eyðileggja á sama hátt og
aðra fagra staði. Og sú eyðilegg-
ing getur orðið með undraverðum
hraða.
Um leið og þessi staður lands-
ins opnast fyrir ferðamönnum,
eða réttara sagt uppgötvast af
þeim, mun hinn svonefndi „ferða-
mannaiðnaður” fljótlega fylgja i
kjölfarið. Um leið og einstakling-
ar, sem lönd eiga á þessum svæð-
umkoma auga á auravonJ)á hefst
eyðileggingin á samri stund. Veg-
ir verða lagðir, svo ferðafókið
þurfi ekki að labba, eða öllu held-
ur svo hægt verði að hafa af þvi
aura með þvi, að bjóða þvi sæti i
bfl. Sumarhótel verða reist á
stöðum, eins og Fljótavlk, þar
sem hóteleigendur koma sér upp
gúmmibátum á vatninu og bjóða
upp á dorg. A Horni verður komið
upp byggðasafni, þar sem stúlkur
i upphlut, með heysátuhár og
sólarlagsmálverk framani sér
ganga um beina og selja bvrstum
gestum kók og prinspóló. Sýni-
kennsla verður i fuglaveiði og
eggjatöku með pylsusölutjald i
kallfæri og gegn ærnu gjaldi verð-
ur hægt að komast i safariferðir
til að skjóta refi. Og sumar-
bústaðir með rafmagni og sima
spretta upp eins og gorkúlur á
haugi.
Þannig verður þróunin, ef ekk-
ert verður gert. Slungnir fjárafla-
menn eru fyrir lifandi löngu búnir
að sjá fram á það. Einmitt vegna
þess festu ýmsir fjársterkir menn
hér syðra fyrir lifandi löngu kaup
á jarðeignum þarna vestra, á
meðan jarðir voru enn falar á
þeim slóðum. Það er aðeins tima-
spursmál, hvenær þau eyðikot
fara að skila arði.
En svona má þróunin ekki
verða. Við megum ekki falla i þá
freistni, að við seljum þetta sið-
asta sérstæða fagra og óspillta
landsvæði fyrir peninga,- að
skipta á óspilltri náttúru þess og
pylsusöluskúrum og sumarbú-
stöðum með rafmagni og sima.
Við verðum þvi að friða allt þetta
svæði strax, helzt þjóðnýta það og
gera það að þjóðgarði og hafa svo
strangt eftirlit með þvi, að saga
Þingvallasvæðisins endurtaki sig
ekki þarna. Þarna má engar þær
framkvæmdir leyfa, sem spillt
geta sérkennum þessa fagra
lands. Við höfum ekki leyfi til
þess að eyðileggja eða skemma
Framhald á bls. 4
BARATTUFUNDUR FYRIR SOSIALISMA OG LYÐRÆÐI
HINN 30. APRÍL N. K. I TILEFNI HÁTÍÐARDAGSINS 1. MAÍ
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur efnir til almenns fundar um sósialisma og lýðræði i
tilefni hátiðardagsins 1. mai. Verður fundurinn haldinn i Iðnó, sunnudaginn 30. april
n.k. og hefst kl. 4.30 e.h. Fundarstjóri verður Sigurður Guðmundsson. Stuttar ræður
og ávörp flytja: Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Eyjólfur Sigurðsson,
prentari, Njörður P. Njarðvik, lektor, Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri.
Lúðrasveit verkalýðsins leikur áður en fundurinn hefst og meðan á honum stendur.
Allir stuðningsmenn og velunnarar lýðræðislegs sósialisma og vinnandi stétta eru
velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur.
■m
Þriðjudagur 25. apríl 1972