Alþýðublaðið - 26.04.1972, Síða 1

Alþýðublaðið - 26.04.1972, Síða 1
RUSSAR STOR AUKASÖKN- INA Á MIÐIN Sovétmenn eru með ráða- gerðir um að auka stórlega fisk- afla sinn á næstu árum og i kjöl far þeirrar ráðagerðar mun fylgja stórfelld sókn þeirra á öll hclztu fiskimið heims. Á það væntanlega ekki siður við miðin hér við land en annars staðar. Fyrir árið 1975 á að auka afl- ann um allt að 20 prósent frá þvi, sem hann er í dag, og í þvi augnamiði hafa tugir nýrra fiskiskipa verið byggðir á síð- ustu árum, og enn fleiri skip munu bætast i flotann á næstu árum. Nýlega var lokið smiði 43,400 tonná verksmiðjuskips, Vostok, og hefur það reynzt vel i prófunum. Mun skipið halda á miðin á næstunni. Þegar litið er á aflatöiur i Sovétrikjunum á undanförnum árum er vart að efa, að Sovét- menn nái settu marki. t ár er gert ráð fyrir þvi að ársfram- leiðsla Sovétríkjanna á sjávar- afurðum nái i fyrsta skipti 10 milljón tonnum, en fyrir aðeins tveim árum nam framleiðslan 7,8 milljón tonnum, og aðeins 5,7 milljón tonnum árið 1965. Þessi mikla aukning er ár- angur áætlunar, sem bar hið gamalkunna nafn „fimm ára áætiunin”. Þessi áætlun kom i gagnið árið 1966 og stóð fram til ársins 1970. Ekki eru öil kurl komin til grafar í Jjessari áætlunargerð, og enn eru i smiðum fiskiskip, sem ákveðið var að smiða á áætlunarár- unum. i áætlun þessari var lögð mest áherzla á tvö atriði, stækkun veiðiskipaflotans og aukna veiðitækni. Milljónir rúblna voru lagðar fram, og um 70 prósent af þessu mikla fé var lagt i nýbyggingar skipa. Á undanförnum árum hafa svo bætzt i sovézka flotann tugir stórra veiðiskipa, auk hundruða minni veiðiskipa. Á næstu árum mun aukningin einnig verða mjög mikil. Undirstaða veiðanna á næstu árum verða sérlega byggðir „súpertogarar” og stór verk- smiðjuskip. Togarar þessir vcrða sérlega kraftmiklir, með allt að 7000 þúsund hestafla vél, og þeir eiga að geta verið á mið- unum i allt að 70—80 daga. Afl- anum landa þeir i móðurskip, sem halda sig á miðunum, og þar verður aflinn unninn. Þessi móðurskip munu einnig sjá tog- urunum fyrir vistum. Að sjálfsögðu verða þetta skuttogarar, og þeir verða búnir öllum beztu fiskileitar- og sigl- ingartækjum, sem völ er á í Sovétrikjunum. Sovétmenn munu leggja á það áherzlu, að veiðiskipin haldi sig saman i flota, eins og þau hafa gert hingað til, t.d. undan ströndum tslands. t þessum flota munu stór verksmiðjuskip verða mest áberandi. Verk- smiðjuskip þessi eru mismun- andi stór, það stærsta var ný- lega fullgert, Vostok, 43,400 lcsta skip. Það er búið 26 þúsund hestafla vél, og ganghraðinn er 20 sjómilur. Vostok mun dvelja langdvölum á miðunum, og skipið fær hráefni frá 14 fiski skipum, sem það flytur með sér á miðin, 6!! manns munu vinna á Vostok, og sem dæmi um af- köst verksmiðjuskipsins má nefna, að þar verða framleiddar 150 þúsund dósir af niðursoðn- um fiskafurðum á dag. Auk full- komnustu fiskileitartækja verð- ur þyrla um borð til aðstoðar viö fiskilcitina. Eins og áður segir er annar höfuðþáttur áætlunarinnar bætt fiskveiöitækni. 1 þeim efnum eru Sovétmenn með margt á prjónunum. Unniö hefur veriö aö fullkomnun á bergmáls- dýptarmælum, rafaugu hafa verið sett á veiðarfæri til þess að auðvelda stjórnun þeirra, og siðast en ekki sizt, hefur verið unniö að fuilkomnun nýrrar aö- ferðar við að veiða fisk. Er hún i þvi fólgin, að deyða heilar fiski- torfur með rafstraumi, og sjúga siðan torfurnar með þar til gerðum sogtækjum upp i skipin. Eins og sjá má hlýtur þessi mikia aukning fiskiskipafiotans að leiða til mikillar sóknar á helztu fiskimið heimsins. En Sovéýmenn eru einnig með ráðagerðir um að afla sér hrá- efnis á annan'hátt, nefnilcga með fiskirækt. Hefur mikil áherzla verið lögð á fiskirækt i Sovétrikjunum aö undanförnu, með þeim árangri, að standa nmeð þeim árangri, að Sovét- rikin standa nú þjóða fremst i þeirri grein. Á efstu myndinni er sovézkt oliubirgðaskip, þá gæzluskip, og neðst veiðiskip. ÞEIR ERU VIÐ VEIÐAR Á ÖLLUM HÖFUM „Það má segja að Sovétmenn sæki á mið um allan heim”, sagði Jakob Jakobsson fiski- fræðingur þegar blaðið hafði samband við hann í gær vegna fréttarinnar um aukningu skipastóis Sovétmanna. „Þeir eru við Nýfundnaland, vesturströnd Afriku, i Kyrra- hafi nálægt Japan, við Aiaska og Kanada, i Barentshafi, Atl- antshafi og eiginlega öllum þekktum fiskimiðum nema i námunda við Suður-Ameriku. Þeir þora liklegast ekki í slag við þjóðirnar þar vegna land- helginnar”. Eru þessi miö ekki flest fullnýtt? „Víðast hvar eru miðin full- nýtt, nema þá heizt miö i Ind- landshafi, En þar sem við þckkjum bezt til, hér i norðan- verðu Atlantshafi, þá er al- mennt hægt að segja að sóknin sé meiri en æskilegt væri. Jafn- vel væri hægt að fá meiri veiði með færri skipum. Er þá um að ræða Nýfundnaland, miðin hér við land, Barentshaf og viðar.” Heildarfiskafiinn i heiminum er nú um 60 milljónir lesta ár- lega. Sumir visindamenn hafa haldiö þvi fram aö hægt sé aö auka þann afla um allt að helm- ing, með þvi að nýta betur suma stofnana. Hins vegar hefur þeim reynst erfitt að færa fram rök fyrir þeim spádómum. Hins vegar er talið að auka megi fiskaflann á næstu árum, og yrði fiskirækt þá stór þáttur i þeirri aukningu. Framh á bls. 8 SAKSOKNARI MUN KÆRA SAKADÚM REYKIAVÍKUR Á næstunni má búast við þvi, að saksóknari rikisins kæri sakadóm Heykjavikur til Hæstaréttar vegna synjunar þess siðarnefnda á ósk saksóknara um málsmeð ferð tiltekins máls. Málavextir eru þeir, að um ára- mótin siðustu kom upp likams meiðingarmál i Reykjavik og eftir aö saksóknari rikisins haföi fjallað um málið var tekin ákvörðun um aö heimila dóms- sátt i þvi. Sakadómur Reykjavfkur vildi ekki fallast á slík málalok og Framhald á bls. 8. Það mátti engu muna, að ungur Flateyringur missti lífið i fyrra- dag, þegar snjóskriöa féli á bif- reið hans á Breiðadalsheiði og stórskemmdi hana. Það, sem varð honum til llfs var það, að hann var ekki i bif- reiðinni. þegar skriðan féll. Þannig var mál með vexti, aö Flateyringurinn Arni Benedikts- son að nafni, var á leið frá Fiat- eyri til tsafjarðar og þegar hann kom að svonefndri Kinn hafði snjóskriöa fallið á veginn. Hófst hann þegar handa viö að moka sér leið i gegnum hana. En þegar hann var nýbyrjaður á þvi verki féll snjóskriða fyrir aftan hann og hafnaði á bflnum, sem var ný Toyota bifreiö. t skriöunni var Hka nokkurt grjót og skekktist bifreiðin öll við höggiö og færöist um set á vegin- um. Að sögn fréttaritara Alþýðu- blaðsins á Flateyri, Emils Hjart- arsonar, mun skriöan hafa verið töluvert mikil og sagði hann, að fyrir ofan veginn á þessum stað væri hengja, sem félli úr langt fram eftir á vorin. Strax eftir óhappið sneri Árni til Flateyrar og var blliinn siðan sóttur. „Þeir mættu fara að athuga það fiskifræðingarnir, að steinbit- urinn er alveg horfinn”, sagði Emil Iljartarson, fréttaritari Al- þýöublaðsins á Flateyri i viötali við okkur I gær. Hann átti að visu ekki við, að ekki fengist steinbitur úr sjónum, heldur, að aflinn væri orðinn mjög lélegur miðað viö það, sem áður var. Nefndihann sem dæmi, að áður fyrr hefðu bátarnir fengið að staöaldri 12—15 tonn, en núna fengju þeir varla meira en 7 tonn. „Við köllum, aö hann sé horfinn þó það sé þessi afli”, sagði Emil. Kvað hann þessarar aflatregðu hafa gætt siðustu tvö árin. Hins vegar sagði Emil, að skel- fiskveiðin gcngi vel hjá eina bátn- um á Flateyri, sem hana stund- aði. 5ARATU. NitSTA QÆOAR Jose Cortez, 21 árs gamall Mcxikani var orðinn leiður á biðinni. Þegar vinkona hans var búin að láta hann biða eftir sér i klukkustund meðan hún skipti um föt og snyrti sig áður en þau hyggðust fara út að skemmta sér, skrifaði hann á miða: „Ég nenni ekki að bíða lengur. Þér virðist standa á sama um mig” Aö svo búnu skaut hann sig.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.