Alþýðublaðið - 26.04.1972, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 26.04.1972, Qupperneq 6
Kransæðasjúkdómar eru tíðari í kaup- stöðum en sveitum Kransæðasjúkdómar eru mun tiðari i kaupstöðum en sveitum hér á landi. Kemur þetta fram I grein, sem Björn L. Jónsson, læknir, ritar i nýútkomið tölu- blað timaritsins Heilsuverndar, sem gefiö er út af Náttúrulækningafélagi Islands. Grein Björns fer hér á eftir: „Arið 1969 birtist i amerisku læknariti grein eftir prófessor Július Sigurjónsson um kransæöásjúkdóma á. Islandi. Hann hefir tekið saman yfirlit yfir tölu dauðs- falla úr þessum sjúkdómum áratuginn 1951-1960, og nær athugun hans aöeins til karla. Hann sundurliðar dauðsföllin eftir búsetu hinna látnu og tekur sérstaklega saman i heild aldursflokkana frá 35 til 64 ára. Kemur þar fram mikill munur á tið- leika dauösfalla, þannig að i Reykjavik eru þau flest, eða 175 af hverjum 100 þús- undum ibúa, en i sveitahéruðum lang- samlega fæst, eða 78, þ.e. meira en helm- ingi færri. Kaupstaðir og kauptún liggja þar á milli. Höfundur ræðir siðan um orsakirnar fyrir þessum mikla mismun, m.a. hvort þeirra séað leita i fæðinu. Hann telur fitu- neyzlu ekki eiga þar hlut að máli, þvi hún sé svipuö um allt land, og I sveitum sé sennilega borðað heldur meira af mett- aðri feiti en i kaupstöðum, en það er sú feiti, sem álitið er að stuðli að æðakölkun. Hinsvegar er þaö skoðun höfundar, að i kaupstöðum sé ofát tiðara en til sveita, og geti það að einhverju leyti skýrt ofan- greindan mismun. Hann segir sykur- neyzlu greinilega meiri i kaupstöðum en sveitum, og erlendir fræðimenn sumir vilji setja sykurneyzlu i orsakasamband við kransæðastiflu. Þá bendir höf. á, ‘ að sykursýki sé miklum mun tiðari I kaupstöðum en sveit- um, en dauösföll úr þeim sjúkdómi voru þennan áratug 4.5 af 100 þúsundum ibúa i Reykjavik og kaupstööum en aðeins 1.8 i sveitum.samtalsfyrir konur og karla. En allnáið samband er á milli sykursýki og ofáts. 1 annarri ritgerð, sem birtist árið 1971 i öðru amerisku riti, flokkar prófessor Július Sigurjónsson hina látnu eftir at- vinnu: Bændur og aðrir sveitamenn, sjómenn, verkamenn, iðnaðarmenn og svokallaöir „hvitflibbamenn”, þ.e. skrif- stofu- og verzlunarfólk, en þar er um aö ræða kyrrsetufólk meira en i hinum flokk- unum. Lungnakrabbi án reykinga 1 annarri grein i Heilsuvernd bendir Björn L. Jónsson á tilfelli þegar lungna- krabbi verður til án reykinga: „Nú orðið ber enginn brigður á, að reykingar eru aðalorsök krabbameins I lungum. Og það eru viss efni, skyld þeim sem finnast i sóti og tjöru, er þessu valda, en þau myndast við bruna sigarettunnar. Til eru margar tegundir krabbameins- æxla, mismunandi illkynjaðar, svo i lung- um sem i öðrum líffærum, og reykinga- krabbinn er meðal þeirra hættulegustu. Sem betur fer eru aðrar tegundir lungna- krabba sjaldgæfar, og að minnsta kosti til skamms tima hefir reykingakrabbi verið mjög fátiður hjá öðrum en reykingafólki. 1 nýlegu hefti af svissneska timaritinu „Gesundheitsnachrichten” (Heilbrigðis- tiðindi) birtist smágrein eftir ritstjórann, náttúrulækninn dr. A. Vogel, sem heim- sótti Island i fyrra og kom við i Heilsuhæli NLFl i Hveragerði. 1 greininni segir hann, að fólki, sem reykir ekki, sé einnig hætta búin af euurefmnu benzpyren, sem er aðalskaðvaldurinn i tóbaksreyknum, að þ.yi er lungnakrabbann snertir. Hann segir þýzk-svissneska læknafélagið hafa skýrt svo frá, að í borginni Zurich I Sviss sé svo mikiö benzpyren i loftinu, að menn andi aö sér állka magni og ef þeir reyktu fimm til sex sígarettur á dag. Kemur efn- iðfrá vinnuvélum og farartækjum og oliu- kyndingu húsa og er 50-60% meira en þetta að vetrinum. Þar við bætist, að þeg- ar menn dveljast i húsakynnum, þar sem reykt er, kemst enginn hjá þvi að anda að sér talsverðu magni af framangreindu eiturefni. Af öllu þessu má það ljóst vera, að bindindismenn á tóbak geta fengið i sig svipað magn af hinu krabbameinsmynd- andi efni og ef þeir reyktu fimm til tiu sigarettur á dag, og getur það nægt til að framleiða hjá þeim lungnakrabba á löng- um tima. 1 Reykjavik er hættan að sjálfsögðu minni en i borgum erlendis. 1 höfuðborg okkar er kola- og oliukynding úr sögunni, litið um iðnaö, sem svipaðri mengun get- ur valdið, og minna um stöðnun eða kyrr- stöðu i andrúmsloftinu. Hinsvegar erum við Islendingar vafalaust sizt eftirbátar annarra um reykmengun innanhúss.”. Neyzla kalks í töflum er til lítils gagns Neyzla kalks I töflum kemur að tak- mörkuöum notum, segir i grein i Heilsu- vernd, og hún getur jafnvel verið til meira ógagns en gagns. „Ofter talaö um, að fólk vanti kalk, svo sem I sambandi við tannsjúkdóma, sjúk- dóma I beinum og efnaskiptasjúkdóma. Almenningur heldur, að við þessu nægi aö fá kalktöflur úr lyfjabúðum. En svo ein- falt er máliö ekki. Nýting kalks i likaman- um er háð mörgum öörum næringarefn- um og starfsemi innkirtla. Og sé kalk- neyzlunni ekki i hóf stillt, getur hún verið til ills eins. í blóði þurfa að vera ákveðin hlutföll milli kalks og fosfórs. Til þess að kalkið I fæðunni eða lyfjum komist úr meltingar- veginum inn i blóðrásina, þarf nægilegt magn D-fjörefnis að vera fyrir hendi. Natrium og kalium verka i sömu átt, of mikið A-fjörefni öfugt, þvi það dregur úr upptöku kalksins i blóöið. Þá þarf kalkinu að fylgja magnesium að einum fimmta hluta, ella getur verið hætta á myndun nýrnasteina. Hinn svonefndi kalkkirtill, sem er agnarlitil arða aftan við skjald- kirtilinn, stjórnar efnaskiptum kalksins, m.a. flutningi þess milli blóðs og beina. Þá hafa kynhormónar áhrif á nýtingu kalks i likamanum, og hormón, sem nýrnahetturnar framleiða, verka einnig á kalkefnaskiptin, a.m.k. óbeint. Þessi upptalning ætti að nægja til að sýna, að neyzla kalks i töflum kemur aö takmörkuðum notum og getur jafnvel gert meira ógagn en gagn. 1 óspilltri nátt- úrlegri fæðu i hæfilegri fjölbreytni fær lik- aminn kalk i réttu magni og réttum hlut- föllum við önnur framangreind næringar- efni, og miklar likur til, að starfsemi inn- kirtlanna verði þá með eðlilegum hætti, ella þarf að gera viðeigandi ráðstafanir að undangengnum rannsóknum”. Fátt eitt er vitaö um Skýþana fornu, nema þeir voru hirðingjar af mongólskum uppruna, sem áttu heimkynni sin á sléttunum norðan- vert við Svartahafið, og að þeir voru miklir reiðmenn og herskáir, sem brutu undir sig lönd i nágrenn- inu, gerðu meðal annars tiðum her- MERKIR FORMLEJFAFUNDIR I RUSSLANDI hlaup inn á nýlendur Rómverja, sem kölluðu þá „barbara” i sagn- fræðiritum sinum og báru þeim heldur ilia söguna, lögöu þá og að lokum undir sig og hverfa Skýþar svo af spjöldum sögunnar um tveim öldum f.Kr. Höfundar alfræðibóka hafa hing- að til orðið að sækja vitneskju sina um þennan horfna hiröingjakyn- þátt mestmegnis i forngriskar og fornrómverskar heimildir, þar sem þeim er lýst sem menningar- snauðum ribböldum, er hvorki höfðu fasta bólsetu, fast þjóðskipu- lag eða stjórnarfar. Þeirra var ein- ungis getið sem „barbaranna” fyr- ir norðan riki Grikkja og siðar Rómverja, við Svartahafiö. Nú hafa fornminjafundir á þessu svæði hinsvegar leitt i ljós, að eitt- hvað muni vera bogið við þessar sögulegu heimildir, og getur ekki talizt einsdæmi. Þessar fornleifa- rannsóknir eru þannig til komnar, að „Ukrainska visindaakademian” setti saman sveit visindamanna til að skyggnast i eitthvað af hinum fornu grafhaugum Skýþana á slétt- unum norðan við Svartahafið, og réði dr. Renate Rolle, prófessor i fornsögulegum fræðum við rikishá- skólann i Neðra-Saxlandi til að taka þátt i þvi rannsóknarstarfi, sem einn kunnasta visindamann á sviði fornsögulegra minja, sem nú eruppi. Og nú hefur forstöðumaður þessara rannsókna, rússneski forn- minjafræðingurinn Boris N. Mozel- evskij, birt greinargerð um minjar þær sem leiðangursmenn fundu i grafhaugunum, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þær sanni þróaða og merkilega menn- ingu meðal Skýþana. Margar af þeim minjum sem visindamenn- irnir fundu, séu gulls i gildi, segir hann, bæði i óeiginlegri og eigin- legri merkingu. Þarna hafa þessir gripir legiö i grafhaugunum i meir en 20 aldir - að visu sáu visindamennirnir þess merki, að ekki hefur öllum verið ókunnugt um að þar væri fjársjóð að finna, þvi aö sumir haugarnir höfðu bersýnilega verið rofnir og rændir á þessu timabili, en það mun að öllum likindum hafa gerst mun nær þeim tima er þeir voru orpnir en okkar tið. Reyndar hafa fornminjafræðingar einnig komið þar við, en ekki fyrr en á okkar öld, og er bæði vitað hverjir þeir voru og hvað þeir fundu, sem virðist hafa verið bæði fátt og ómerkilegt, enda munu þeir ekki hafa notið þeirra fjárstyrkja er með þurfti til að þeir gætu rannsak- að haugana að ráði. Eftir andlát Franz Hancars, prófessors i Vinar- borg er frú Renate Rolle prófessor eini Skýþa-sérfræðingurinn I Vest- ur-Evrópu sem kveður að. Samkvæmt rússneskum lögum er það skylda aö fornminjafræðing- ar rannsaki öll ný svæði, sem taka á undir byggð eða byggingar, og er riflegt fé veitt til þeirrar starfsemi, enda reiknað með i byggingar- kostnaðinum, auk þess sem þeir fá til umráða ýmsar vinnuvélar, eftir þvi sem þeim verður viö komið i sambandi við rannsóknirnar. Það eina, sem naumt kann að vera skammtað, er timinn sem visinda- mennirnir fá til umráða, en þar á móti kemur svo að þeir geta beitt allri fullkomnustu tækni og rann- sóknartækjum. Rannsóknin á graf- haugunum fór fram á timabilinu 1965-1971, og var frú Renate með visindaleiðangrinum hluta úr þrem sumrum. Fyrstu minjarnar finnast venju- lega i jörðu i grennd við grafhaug- ana - hauskúpur af hestum og villi- svinum, sem bera vitni kveðju veizlunni, er efnt var til þeim haug- lagða til heiðurs. Haugarnir eru annars mikið mannvirki, viölika á hæð og fjögurra hæða hús. A veizlu- staðnum finnast og ekki ósjaldan vinkönnur, en sá af þeim fornu sagnfræðingum, sem þekkt mun hafa Skýþana bezt, Herodotos 485- 425 f.Kr. tekur þaö fram að þessir herskáu hirðingjar og hestamenn hafi kunnað vel að meta vin og jafnan drukkið það óþynnt með öllu. Á siðasta svæðinu, sem rannsak- að var, fundust þessar minjar og bentu til þess að þar hefði haugur verið orpinn að fursta eða slikum mektarmanni. En þvi miður höfðu haugbrjótar einnig haft einhverja vitneskju um það, og gert haugbú- anum heimsókn á sinum tima. Var það einungis að þakka undarlegri nægjusemi þeirra eða hugsanleg- um timaskorti að sjálfar grafirnar, sem lágu á 8 m dýpi, geymdu enn hinar dýrmætustu minjar fyrir visindamennina - en grafirnar voru þrjár, og gröf furstans, sem lá i miðið, hafði ein verið rænd og spjöll þar unnin, þvi að beinleifar furst- ans báru þvi vitni að ræningjarnir höfðu troðið á þeim og ekki sýnt þeim neina virðingu yfirleitt. í næstu gröf fannst hinsvegar ein- hver sá merkilegasti forngripur, sem götvaður hefur verið úr jörðu i marga áratugi - hálsmen mikið úr skiragulli, bersýnilega grisk smiö, en um leið bersýnilega gerð sam- kvæmt fyrirmælum aðila af kyn- þætti Skýþa og smekk hans. Það var myndskrautið á meninu, sem fyrst og fremst vakti undrun og aðdáun visindamannanna. Hlið- stæðir skrautmunir, sem fundizt hafa fram að þessu hafa undan- tekningarlitiö eingöngu veriö prýddir bardagamyndum. En á þessu meni, sem að lögun minnir á mjög sveigðan hálfmána, sýna myndirnar á innri boganum, að þeir kunnu iika að sinna friðsam- legri störfum, sauma skyrtur úr loðskinni og mjólka kýr. Aftur á móti færist meiri harka i leikinn i ytri myndhringnum. Þar berjast hestar og bitast, og ljón eða hlébarðar tæta og rifa villisvinin I sig. öll myndatriði eru gerð af ýtr- ustu nákvæmni, svo jafnvel má greina örsmáar saumnálarnar i höndum þeirra, sem vinna að skyrtusauminu. Ekki þénar þó allt það sem fannst I gröfunum, bæði gröf furstans og mörgum árum yngri konu hans, sem þó er siðar grafin, eingöngu þessa heims munaði, né i þeim flokki verður menið mikla að telj- ast. Þar má lika sjá að þjónar þeirra hjóna og þrælar hafa verið kvaddir þeim til fylgdar i dauðann og gröfina. Nákv. rannsókn á gröf furstainnunnar var talin leiöa i ljós að menn þessir höfðu veriö kyrktir. Sennilega fá þessar nýfundnu fornminjar sérfræðingum á þvi sviði nóg að starfa á næstunni. Niðurstöður þær, sem þegar hafa verið birtar, eru einungis upphafið aö þvi sem vænta má að leitt verði i ljós, að sögn dr. Renate Rolles. Ber þar einkum til aö gröf furstainn- unnar og barns þeirra hjóna, sem grafið hafði verið nokkru siðar en hún, voru svo að segja ósnertar áö- ur og hinar dýrmætu minjar kyrrar á sinum stað. MELINA MERCOURI í VIÐTALI VIÐ SÆNSKA BLAÐIÐ FRIHET NOKKRAR STAÐREYNDIR UM GRÍSKU HERFORINGJA- STJÚRNINA AÐFARANÓTT 21. april 1967 hrifsaði Georgios Papa- dopoulos völdin i Grikklandi. Það var gert i samráði við CIA og Pentagon og með þvi að beita hinni leynilegu neyðar- hernaða ráætlun NATO, „Promeþeus-aðgerðunum”. Fyrstu tiu mánuði hernað- areinræðisins voru 60 þúsund manns settir undir smásjá. Heragi, dauðadómar og pyntingar urðu daglegir við- buröir. Aðeins i einum fanga- búðum, á Janos, voru 6000 manns lokuð inni. Vegna mikils þrýstings frá Bandarikjunum hefur ný stjórnarskrá verið samþykkt. llún á aö láta lita svo út sem lýðræði sé rikjandi eða ein- hver ávæningur af þvi. Samt er ritfrelsi, fundarfrelsi og félagsfreisi mjög af skornum skammti svo sem og önnur mannréttindi. Stjórnlagadómstóll sem Papadopouios leiðir sjálfur ákveöur hvaða menn og hvaða fiokkar mega taka þátt i póii- tik. Samtimis verða meira en 3000 inanns að þola daglegar pyntingar i fangabúðum stjórnarinnar bara vegna póii- tiskra skoöana sinna. Bandarikin eru aftur byrjuð að leggja Grikklandi til vopn og aðrar hernaðarnauðsynjar það gerðu meira að segja áður en þessu skripalýðræði var komið á. Nixon stjórnin lét 25. janúar i té 118 miiijónir (sænskra króna), en fær i staöinn aðstöðu fyrir sjötta flotann, eða þriðjung hans, i höfnum landsins. SVO FÓR Nixon til Kina. A sama andartaki sem hann lyfti skál sinni fyrir friði um komandi tima létu ameriskar sprengju- flugvélar eldi og dauða rigna yfir Norður Vietnam. Meðan heimurinn sá Nixon klæða Chou En Lai úr frakkanum seldi júntaforinginn Papado- polous Bandarikjunum Pireus. Og á sama tima og Nixon sat i ró og makindum og át með kin- verskum prjónum voru júnta- agentar hans önnum kafnir við að brugga launráð gegn sjálfstæði Kýpur. Að kvöldi hins 3. marz söfnuðust 50 þúsund manns i kröfugöngu i Nicoziu, höfuðborg Kýpur, 50 þúsund - allir ibúar borgarinnar eru um 1,00 þúsund, sem þýðir að nærfellt hver einasti fulltiða karl og hver einasta full- tiða kona fór á stúfana að árétta kröfu sina um sjálfstæði Kýpur. Sama dag, 3. marz, tilkynnir Nixon forseti - i beinni andstöðu við vilja hinna bandarisku þjóðar, án þess að hirða vitundar ögn um samþykkt þingsins sem með miklum meirihluta heimtaði að endi væri bundinn á hjálp Bandarikjanna til júntaforingj- anna i Grikklandi - einmitt sama dag lýsir Nixon yfir þvi að hann ætli að halda áfram að senda vopn til valdaklikunnar i Grikk- landi. Málefnalegt I rauninni er sambandið milli Papadopoulosar og Nixons fremur kuldalegt og málefnalegt. — Ég veiti þér ameriska hjálp. Þú veitir mér griska hlýðni. — Ég gef þér ameriska dali, þú LÍTIÐ EKKI Á GRIKKLAND SEM GLEYMDAN MÁLSTAÐ gefur mér griskar herstöðvar. — Ég get þér að smakka á ameriskum áhrifum, þú hliðrar til fyrir amerisku valdi. — Þú lýgur að grisku þjóðinni. Ég lýg að Bandarikjamönnum. Þvi ekki getur ]>etta spil haldið áfram nema með lygi. Fyrst er það NATO-lygin, hin opinbera lygi, þetta að hafa ein- ræðisstjórnir eins og þær sem ráða Grikklandi og Portugal með i samtökum sem eiga að verja lýðræðiö og mannréttindi. Halda Nixon og hans nótar að við séum hreinir ídjótar? Já, það gera þeir greinilega. Þeir segja án þess að blikna að það sé ákveðin stefna Banda- rikjastjórnar að blanda sér ekki i innanrikismál annarra þjóða. Það segja þeir i rauninni, fuiltrúar þess lands sem hefur á samvizkunni morð á milljón viet- namskra manna fyrir allra augum, þess lands, sem flýtir sér að styðja hvaða viðbjóðslegan einræðisherra sem er. Og þegar þeir segja okkur Grikkjum að stefna Bandarikj- anna sé að skipta sér ekki af innanrikismálum annarra þjóða hljótum við að engjast sundur og saman af hlátri — bara til þess að halda vitglórunni. Vald lyginnar Allir Grikkir vita að USA hafa blandað sér i innanríkismál Grikklands i tuttugu og fimm ár. Allir vita það. En þeir halda fast i lygina af þvi þeir eru á valdi hennar. Nixon og hans menn geta neitað þvi allt til hinzta dags, en ég heyri rödd Pentagons, hermálaráðu- neytisins, sem segir: „O.K. Papadopoulos, þá er kominn timi til að borga reikn- inginn”. Vinar greiði Mig langar til að biðja Svia að gera mér vinargreiða. Ég hef heyrt að þrýst sé á að sænska stjórnin sendi ambassador til Grikklands. En ég skora á sænsku þjóðina að láta ekkert verða af þvi. Það væri óbærilegt. Eðlilegur dráttur sænsku stjórnarinnar að viður- kenna grisku herforingja- stjórnina hefur verið andspyrnu- hreyfingunni mikill styrkur. Ef Sviar breyta til hefði það mikil áhrif — skaðvænleg áhrif. Ef til vill á ég engan rétt á að bera fram þessa málaleitan, ég er hér aðeins i heimsókn, og þetta gæti verið tekið illa upp. En þá áhættu verð ég að taka, þvi þetta skiptir okkur miklu. Ég veit ekki hvað Nixon ræddi um i Pekíng og hvað hann hyggst ræða um i Moskvu. En mér er til efs að fólk i Prag og Aþenu verði hrifið af þvi sem hann segir. Smá- þjóðum er oft fórnað vegna hags- muna stórveldanna. Hver er óvinurinn Enginn gefur okkur frelsi. Það verður að berjast fyrir frelsinu og sigra — með mikilli vinnu, góðu skipulagi og meö þvi að ganga á hólm við raunveruleikann. Að taka upp baráttu við raun- veruleikann setur þau skilyrði að maður þekki óvin sinn. Hver er óvinurinn? Það er auðvelt að þrá- stagast á orðum: heimsvalda- stefnan, styrjaldariðnaður, hags- munirnir, CIA. En samt er til Framhald á bls. 4 Gengur vel hjá Tinu Það birtust oft myndir af ensku fyrirsætunni Tinu Palmer I tfzku- blöðum, en upp á siökastið hefur borið æ meir á myndum af henni i viðskiptablöðum. Tina, sem er 22ja ára gömul, hefur opnað barna- fataverziun, sem hefur gengið svo vel, aö nú er búið aö setja á lagg- imar póstverzlun 11 framhaidi af þvi, og á döfinni er útflutningur til Ameriku og Ástraiiu. Miðvikudagur 26. apríl 1972 Miðvikudagur 26. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.