Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 1
Þeir flugu næstum með hann inn á herbergið SKákmeistaranum Boris Spassky virtist litast vel á land- ið, þegar hann kom á Keflavik- urflugvöll með þotu Flugfélags Islands frá Glasgow laust fyrir klukkan sjö i gærkvöldi. Spassky sagði þetta ekki út i bláinn, þvi flugmennirnir tóku á sig krók inn yfir sveitir landsins til að sýna honum þær. Siðan flugu þeir yfir Reykjavik svo hann gæti séð borgina, og bentu i honum á Hótel Sögu, þar sem hann á að búa. Mikill fjöldi fréttamanna og ljósmyndara tók á móti heims meistaranum, einnig voru þar skákmennirnir Friðrik Ölafsson og Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands tslands, og tvær telpur færöu Spassky blóm frá sambandinu. Spassky var nokkuð tregur til að svara spurningum frétta- manna, sagðist mundu gera það seinna. Þó komst hann ekki hjá þvi að svara nokkrum, og þeirra á meðal var spurningin um það hvort hann áliti sigurvegarann i Framhald á bls. 8. ÞRJÚ ÞÚSDND TONN AF OLÍU ÚGNA SEYÐIS- FJARÐARHðFN VISSARA AÐ PANTA BL-BÍLINN í SNATRI Þeim, sem ætla á bilaleigubil i ferðalag i sumar að þessu sinni, er liklega ráðlegast að taka friið sitt sem fyrst. Ef þ^ð er ekki mögulegt er rétt að gera gang- skör að þvi að leggjafinn pöntun strax næstu daga, efi þeir for- sjálustu meðal þeirr^, sem ætla að leigja sér bil unj verzlunar- mannahelgina, hafafþegar lagt i n n p ö n t u n . Þessa dagana er hihsvegar ekki svo erfitt að fá leigða bila, og þarf ekki að panta þá með meira en eins til fimm dagaí fyrirvara. „Vertið” bilaleiganna hófst um siðustu mánaðamdt, að sögn for- ráðamanna tveggja þeirra, sem Alþýðublaðið hafpi samband við i gær. ! Eftirspurnin fer vaxandi dag frá degi, en ekki er gert ráð fyrir, að hún komist i hámark fyrr en i júli. Þó eru allir bilar yfirleitt i akstri alla daga. Aðeins á einni bilaleigu, bilaleigu Loftleiða, hefur leigan verið jöfn allt frá þvi um hvita- Framhald á bls. 8. ÆTLA AÐ SPRENGJA Frakkar ætla að sprengja, — og i mótmæiaskyni hefur nýsjálenzk skúta siglt inn á hættusvæðið. Fréttir af mótmælum og aðrar nýjustu erlendar fréttir eru á BAKSIÐU. „Við viljum sanna i eitt skipti fyrir öll, að áhyggjur okkar séu ekki ástæðulausar. Við vitum, að olia hefur streymt frá oliuskipinu i bráðum þrjátiu ár og mengað sjóinn og fjörurnar. Það má sjá greinilega oliubrák á sjónum, þar sem skipið liggur á hafsbotni. Olian stigur upp i all- stórum kögglum, sem dreifast, þegar þeir koma upp á yfirborðið. Ég gæti trúað, að enn væru i skip- inu að minnsta kosti þrjú þúsund tonn af oliu, sem smám saman stigur upp”. Þannig fórust Ólafi M. Ólafs- syni, útgerðarmanni á Seyðis- firði, orð m.a. i samtali við Al- þýðublaðið i gærkvöldi. Tveir kafarar, setn eru starfs- menn Hafrannsóknarstofnunar- Framhald á bls. 2 Heimsmeistarinn virtist ekki kunna sérlega vel við sig fyrir framan suðandi og smellandi myndavélarnar. En hann rak stúlkunum, sem færðu honum blómvendina, rembingskoss á kinn og heilsaði islenzkum skákbræðrum innilega. (Ljós- mynd Páll) HAMRANESHI: EINN EIGANDANNA tWSKURDADUR (VARDHALD f GÆR Einn af þremur eigendum togarans Hamraness, sem sökk á hafi úti á sunnudaginn, hefur verið úrskurðaður i allt að sjö daga gæzluvarðhald. Hann var jafnframt háseti á togaranum, þegar hann sökk. Alþýðublaðið hefur það eftir mjög áreiðanlegum heimildum, að ákvörðun um gæzluvarð- haldsvist hafi verið tekin eftir að sprengjusérfræðingur full- yrti við réttarhöld i gær, að tundurdufl hefði ekki getað ver- ið orsök lekans, sem kom að skipinu. Við bárum þetta i gær undir Sigurð Hall Stefánsson, fulltrúa bæjarfógetans i Hafnarfirði, hann vildi ekki staðfesta þetta að svo stöddu. Hann sagði hins vegar, að á- kvörðun um gæzluvarðhaldsvist hefði m.a. verið tekin á grund- velli framburðar Helga Hall- varðssonar skipherra og sprengjusérfræðings, eftir að hann kom fyrir réttinn i gærdag. Allt frá þvi togarinn sökk á sunnudag hafa óneitanlega gengið ýmsar sögusagnir um, hvernig skipstapinn hafi atvik- ast. Eftir fyrstu fregnum að dæma átti togarinn að hafa lent á tund- urdufli og var haft eftir einum skipverjanna, að skipið hefði nötrað stafna á milli, en annan hefði hinsvegar þurft að sækja niður i vél til þess að láta hann vita hvað um væri að vera! Margir vildu ekki trúa þvi, að skipið hefði lent á tundurdufli, þar sem þeir töldu samkvæmt frásögnum sjómanna i siðari heimsstyrjöld, að þau væru svo öflug, að sprenging af þvi tagi gæti ekki farið framhjá neinum um borð. Það má þvi segja, að Hamra- nes-málið hafi verið „umræðu- efni dagsins” siðan það kom upp. Alþýðublaðið gat sagt frá þvi i gær og sagði raunar frá þvi i upphafi fréttar sinnar þá, að ekkert formlegt neyðarkall hefði borist frá skipinu eftir að lekinn kom að þvi, og þetta fékkst staðfest i sjóprófunum i gær. Blaðinu er einnig kunnugt um, að hálftima áður en Gufunes- radió fékk vitneskju um, að eitt- hvað væri að, hafði Hamranesið samband við togarann Narfa, sem var staddur á svipuðum slóðum. Náði togarinn sambandi við Narfa i gegnum neyðarbylgju, en bað hann hins vegar að flytja sig yfir á minna notaða bylgju. Aður en Helgi Hallvarðsson kom fyrir réttinn i gær hafði hann fengið i hendur lýsingu skipverjanna á þvi sem gerðist, og á grundvelli þess talið sig geta fullyrt, að skipið hefði ekki lent á tundurdufli. Nú hafa mætt fyrir rétti um 10 skipverjar og verða þeir senni- lega allir.eða vel flestir þeirra' 26, sem voru um borð kallaðir fyrir áður en lýkur. Sjóprófin hafa nú staðið i tvo daga og eiga enn eftir að standa jafnvel út vikuna. Það skal tekið skýrt fram, að málið er enn á rannsóknarstigi og þvi ekkert hægt að fullyrða um hvað raunverulega olli þvi, að Hamranesið sökk..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.