Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 5
Útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rít- stjórnar Hverfisgötu 8-10. Sim|i 86668. sis 70 ÁRA i gærkveldi hélt Samband islenzkra Samvinnu- manna hátíðlegt sjötíu ára afmæli sitt með hátíðar- fundi í Háskólabíói. Það er góð venja á slíkum tímamótum að lita til baka yfir farinn veg, sjá hvað unnizt hefur og reyna að geta í framtiðina. Þegar Sambandið var stofnað voru islendingar bændaþjóð rétt að losna úr viðjum erlendra verzlunar- fjötra. Þeir framsýnu menn, sem stóðu að stofnun Sambandsinshafa metið það réttilega, að ekki var nóg að verzunarhættir erlendra kaupmanna yfirfærðust á islenzk nöfn. Það varð að nýta fengin réttindi og það varð að vekja þjóðina sjálfa til meðvitundar um þá möguleika, sem réttindin gáfu. Því var eölilegt að fyrstu spor Sambandsins einkenndust af fræðslustarfi. Fræðslu um það hverskonar hreyfing væri hérá ferð og hverra hagsmunum hún þjónaði. Mikill og ör vöxtur Samvinnufélaganna hefur sýnt að þjóðin kunni að meta þessa viðleitni. Hún hefur kunnað að meta það að vera ekki hlutlaus eða andvígur áhorfandi, hún hefur orðið þátttakandi. Það er af þeirri ástæðu, sem kaupfélög hafa löngum verið burðarásar lítilla byggðafélaga, ekki eingöngu í verzlun, heldur öllum atvinnurekstri. Eigendurnir, félagarnir, hafa ekki liðið kaupfélaginu sínu að gefast upp, þótt á móti blési, þvf það hefði verið eins og að gefast upp í sjálfri lífsbaráttunni. Því er það, að kaupfélögin hafa staðið af sér storma og stríð þreng- inganna, en að þeim loknum orðið að heyja harða baráttu við þá, sem eingöngu horfa í eigin barm og haga seglum eftir þvi, burtséð frá þörfum annarra. I þessari baráttu hefur Samvinnuhreyfingin eflst og dafnaðá Islandi, og i dag á þessum tímamótum lætur nærri að sjötta hvert mannsbarn á Islandi sé í Sam- vinnufélagi innan SIS. Um samvinnuhreyfinguna hefur ávallt staðið styrr. Hún þurfti í byrjun að berjast við rótgróið vald sel- stöðukaupmanna. Hún hefur æ síðan þurft að berjast fyrir vexti sinum og viðgangi. Það hefur verið hennar styrkur að hafa við utanaðkomandi öfl að glíma. I þeirri baráttu kemur í Ijós sá kraftur sem þarf. Logn- molla og hreyfingarleysi eru svæfandi og kæfandi. En hver verður framtíðin? Hverjir eru framtíðar- draumar samvinnumanna i dag? Svar við þeirri spurningu má að nokkru finna í þess- um orðum Erlendar Einarssonar, forstjóra SIS, í ræðu hans á hátíðarfundinum: ,,Þegar samvinnumenn horfa fram á 70 ára afmæli Sambandsins má ekki aðeins horfa fram til dagsins á morgun og næstu mánaða. Það má ekki láta vandamál liðandi stundar byrgja útsýnið til framtíðarinnar. Þegar horft er fram, hlýtur stærsta spurningin að vera sú, hvern stakk samvinnuhreyfingin vill sniða sér í þjóðfélagi framtiðarinnar. Stakkur framtíðarinnar þarf að sníðast þannig, að samvinnuhreyfingin megi verða jákvætt afl i þjóð- félaginu á sem flestum sviðum, að hún falli sem þýðingarmikill þátturinn i það ríki velferðar og menn- ingar, sem allir góðir islendingar óska þjóðinni til handa. Samvinnuhreyfingin hlýturað leggja áherzlu á lýðræði, frelsi og sem mest jafnrétti þegnanna. Hreyf- ingin sjálf grundvallast á lýðræði og frelsi, frelsi fólks að ganga i samvinnufélög, eitt atkvæði hvers félags- manns, án tillits til eignaraðildar. Frelsi til þess að keppa við önnur félagsform á jafnréttisgrundvelli. Hreyfingin þyrfti að geta orðið sterkt afl til þessað efla samstöðu og einingu með þjóðinni og vinna á móti sundrungu. Þá telur hreyfingin það mikilvægt að samstaða og gagnkvæmt traust megi rikja milli verkalýðssamtak- anna og samvinnufélaganna. Félagsmenn eru að stór- um hluta hinir sömu í þessum samtökum. Bændur hafa frá upphafi verið hinar styrku stoðir í íslenzkum samvinnufélögum. Þeir hafa tvöfaldra hagsmuna að gæta í samvinnustarfinu, bæði sem framleiðendur og neytendur. Samvinnuhreyfingin hlýtur að leggja mikla áherzlu á, að þjónustan við landbúnaðinn verði i framtíðinni sem árangursríkust og komi að sem mestu liði við farsæla þróun þessa, eins af höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar". Alþýðublaðið óskar samvinnumönnum til hamingju á þessum degi og væntir þess að þeir standi vörð um hagsmuni heildarinnar hér eftir sem hingað til. alþýdu IÍR SOGU SIS Árið 1882 var fyrsta islenzka kaupfélagið stofnað að Þverá i Laxárdal, Kaupfélag Suður-Þing- eyinga. Formaður þess var Jón Sigurðsson á Gautlöndum, þá for- ystumaður i félagsmálum Suður- Þingeyinga. Fyrsti kaupfélags- stjórinn var Jakob Hálfdánarson, bóndi á Grimsstöðum við Mý- vatn, þá á fimmtugsaldri. Stofnun Kf. Þingeyinga verður að teljast upphafið að samvinnu- félagsskapnum á Islandi. Þegar það var stofnað, var bændaþjóð- félag á Islandi. Ibúafjöldinn var aðeins um 72 þúsund, og þá er tal- ið, að 94% þjóðarinnar hafi búið i sveitum. Það er þvi skiljanlegt, að i upphafi var starfsemi sam- vinnufélaganna miðuð við þjón- ustu við bændur, útvegun á neyzluvörum og sölu á landbún- aðarframleiðslu. STOFNUN SAMBANDSINS Upphaf fundargerðar stofn- fundarins, sem rituð var af Bene- dikt Jónssyni frá Auðnum er á þessa leið: „Arið 1902, hinn 20. febrúar, var að Yztafelli haldinn fundur, þar sem mættir voru kjörnir menn úr hinum þrem kaupfélögum Þing- eyjarsýslu, til þess samkvæmt fundarályktun fundar að Drafla- stöðum 19. nóv. f.á. að ráða til lykta skipulagi á sambandi kaup- félaganna i Þingeyjarsýslu, og fullgera lög um þetta samband, er lögð voru i frumvarpi fyrir aðalfundikaupfélaganna það ár.” A þessum fundi voru samþykkt lög fyrir Sambandið. Þar segir svo um tilgang þess, að hann sé að koma til leiðar samvinnu og auka samræmi i skipulagi og framkvæmdum kaupfélaga þeirra, er i sambandið ganga, og að félögin i sambandinu sameini krafta sina til þeirra fram- kvæmda, er þau og tilgang þeirra varða miklu. Starfsemi Sambandsins fór hægtaf stað. A fyrstu árunum var svo til eingöngu um að ræða fræðslustarfsemi. Þó voru sendir fulltrúar til útlanda i viðskiptaer- indum. Fyrsta fjárhagsáætlunin, sem samþykkt var hljóðaði upp á 1.250 krónur, þar af eitt þúsund krónur til þess að senda fulltrúa til útlanda i sambandi við sölu á sauðfé. Fljótlega fór Sambandið að senda erindreka um landið, og ár- ið 1907 hefst útgáfa timarits, sem hefur komið út siðan. ÞATTASKIL Árið 1915 verða mikil þáttaskil i starfseminni, en þá var stofnsett skrifstofa i Kaupmannahöfn, raunverulega fyrsta skrifstofan. Hallgrimur Kristinsson, sem ráð- inn var til að standa fyrir þessari skrifstofu, hafði árið 1906, sem kaupfélagsstjóri KEA á Akur- eyri, innleitt nýtt skipulag I kaup- félögin sniðið eftir reglum, sem vefararnir I Rochdale settu sinu félagi, sem talið er elzta kaup- félag jarðar. En meiri þáttaskil urðu þó, er sambandið setur á stofn skrif- stofu I Reykjavlk árið 1917 og Hallgrimur Kristinsson er ráðinn forstjóri. Fram að þeim tlma höfðu stjórnarformenn gegnt störfum framkvæmdastjóra. Eftir að skrifstofa I Reykjavik tók til starfa, varð mikil og ör þróun i rekstrinum. Skrifstofa var sett á stofn i New York 1917, sem starfrækt var til 1920 en þá flutt til Leith I Skotlandi. Sam- vinnuskólinn byrjaði starfsemi 1918 og árið 1919 var tekin upp deildaskipting, útflutningsdeild og innflutningsdeild. VIÐSKIPTI Það má þvf segja að á árunum 1915-1919 hafi verið lagður grund- völlur að viðskiptarekstrinum skipulega séð, én árið 1920 voru 26 kaupfélög innan Sambandsins. Samvinnulögin voru samþykkt á Alþingi árið 1921, en þau mörkuöu timamót I sögu samvinnusamtak- anna. Hallgrimur Kristinsson lézt fyrir aldur fram árið 1923, og þá var Sigurður Kristinsson, bróðir hans, ráðinn forstjóri. Það kom i hlut Sigurðar að veita Samband- inu forstöðu á kreppuárunum, eftir 1930. Þrátt fyrir marghátt- aða erfiðleika á þeim árum reyndist unnt að forða Samband- inu og kaupfélögunum frá stórum skakkaföllum. Iönaður hefst á vegum Sam- bandsins árið 1923 með gæru- vinnslu á Akureyri, og 1930 kaupir Sambandið Ullarverksmiðjuna Gefjun. Siðar komu fleiri verk- smiðjur. UPPBYGGING Arið 1946 tók Vilhjálmur Þór við forstjórastörfum Sambands- ins. Þá héfst mikil uppbygging. Hafin er rekstur kaupskipa, iðn- aður stóraukinn, sett á stofn Sér- stök véladeild, stofnað samvinnu- tryggingafélag og sérstakt oliu- félag með þátttöku oliusamlaga, bæjarfélaga og einstaklinga, auk samvinnufélaganna. Siðan kom Samvinnusparisjóö- ur 1954, sem varð að banka, Sam- vinnubankanum, 1963. Starfsemi á vegum Sambands- ins erlendis hefur allt frá 1915 verið þýðingarmikill þáttur i rekstrinum. Getið hefur veriö um skrifstofu i Kaupmannahöfn, en hún var starfrækt til 1961, og skrifstofu i New York og Leith. Arið 1940 var aftur sett á stofn skrifstofa i New York, sem starf- rækt var til 1982. Arið 1951 var sett á stofn sölufélagið Iceland Products, sem starfar enn og hef- ur starfsemi þess við sölu og verksmiðjuframleiðslu sjávaraf- urða vaxið mikiö á siðustu árum. Félagið rekur fiskréttaverk- smiðju, en stækkun á henni hefur nú verið ákveðin. Þá rak Sambandið Skrifstofu i Hamborg á árunum 1927-1932, og árið 1957 var aftur sett á stofn þar skrifstofa, sem starfar enn. Skrif- stofan i Leith var flutt til London árið 1962. Erlendu skrifstofurnar gegna tvöföldu meginhlutverki: að selja islenzkar afurðir og ann- ast innkaup fyrir hinar ýmsu deildir Sambandsins og kaup- félögin. Þá gerðist Sambandið aðili að Alþjóðasamvinnusambandinu ár- ið 1928 og Samvinnusambandi Norðurlanda árið 1949. 1 lok sl. árs voru 47 starfandi samvinnufélög innan Sambands- ins og var félagatala þeirra 33.444 og hafði félagsmönnum fjölgað um 2106 á árinu. Forstjóri Sam- bandsins er nú Erlendur Einars- son og hefur hann gegnt þvi starfi siðan 1955. EFTIRMÁLI Hér hefur verið stiklað á stóru i sjötiu ára sögu Sambands Is- lenzkra Samvinnufélaga. Það er nauðsynlegt á timamótum að lita yfir farinn veg, rifja upp söguna. íslenzkir samvinnumenn minnast frumherjanna og þeirra, sem sið- ar tóku við og byggðu upp sam- vinnuhreyfinguna sem þýðingar- mikinn þátt i islenzku þjóðfélagi. (Meginheimild: Ræða Erlend- ar Einarssonar forstjóra á hátið- arfundi i Háskólabiói i gærkvöldi) ATVINNULYÐRÆÐI Með atvinnulýðræði er átt við það, að þeir, sem vinna hjá fyrir- tæki, hafi i sameiningu ákvörðun- arrétt yfir rekstri þess. Hver einstaklingur eyðir mikl- um hluta lifs sins á vinnustað. Þar, sem atvinnufyrirtækin eru svo mikilvægur þáttur i lifi okkar og jafnframt grundvöllur efna- hagslifs þjóðarinnar, mun framkvæmd atvinnulýðræðis þýða lýðræðislega endurnýjun alls þjóðfélagsins. Þýðing atvinnulýðræðisins er einnig sú, að það veitir möguleika á auknum áhuga fyrir vinnunni og skapar þannig einstaklingnum aukna lifsfyllingu. Þetta ásamt aukinni ábyrgð á rekstri fyrirtækisins gerir það að verkum, að atvinnulýðræðið leið- ir af sér meiri afkastagetu, þegar fram liða stundir. Án vinnu skapast ekki ný eign og sá, er vinnur hjá fyrirtæki, á meira undir vexti og viðgangi þess en sá, sem aðeins á litið fé bundið i hlutafé þessa fyrirtækis. Þetta eru einnig röksemdir fyrir atvinnulýðræði. Þvi er rétt að stofna lýðræðisleg rekstrarráð fyrir öll fyrirtækv sem hafa fleiri en fimm manns i þjónustu sinni. Þetta rekstrarráð á að vera æðsta vald fyrirtækisins, og á að kjósa stjórn þess og hafa eftirlit með henni. Fleiri en helmingur með- lima rekstrarráðsins skulu vera i þjónustu fyrirtækisins. Fulltrúar i rekstrarráðið skulu kosnir leynilegri kosningu og skulu allir, sem starfa hjá fyrir- tækinu, hafa kosningarétt og kjörgengi. Eigendur fyrirtækisins skulu einnig eiga fulltrúa i rekstrar- ráðinu. Sveitarfélagið á þeim stað, sem fyrirtækið starfar, skal sömuleið- is hafa fulltrúa i rekstrarráðinu. Ef fyrirtækiö hefur mikil áhrif á markað þeirrar vöru eða þjón- ustu, sem það lætur i té, á það að vera sérstakt hlutverk fulltrúa sveitarstjórna að gæta hagsmuna neytenda. Stjórnin kemur fram á vegum rekstrarráðsins út á við, og framkvæmir fyrirmæli þess. HVERNIG Á AÐ KOMA Á ATVINNULÝÐRÆÐI? Til þess að atvinnulýöræði verði að veruleika, verða samtök launafólks að taka þetta málefni upp á sina arma, og krefjast þess við gerð samninga um kaup og kjör. Vel má hugsa sér einhverja áfanga á leið til fullkomins at- vinnulýðræðis, og eru fyrirmynd- ir sliks i nágrannalöndumokkar, sem hafa gefið góða raun, en aldrei má missa sjónar af endan- legu marki, þótt sú leið verði far- in. Þegar þróunin i átt til atvinnu- lýðræðis hefur komizt vel á veg, er sjálfsagt að sett verði heildar- löggjöf um það, með þvi yrði at- vinnulýðræði fest i sessi og sam- ræmt. OPINBER REKSTUR. Skipan atvinnulýðræðis i opin- berum rekstri, hvort heldur er um að ræða atvinnurekstur eða i stjórn sjálfs rikisins (Stjórnar- ráðin o.fl.), býður upp á sérstök vandamál. Það ætti að setja á fót nefnd, sem gerði tillögur um skip- an atvinnulýðræðis hjá þessum stofnunum. Sérstaklega verður að gæta að valdahlutfallinu milli ráða kosinna af þjónustumönnum fyrirtækisins eða stofnunarinnar, og þeirra sem kjörnir eru af öðrum til að fara með málefnið. Fimmtudagur 22. júni 1972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.