Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 12
Alþýdubankinn hf ykkar hagur/okkar metnaður KOPAVOGS APOTEK Opið öll kvöld til ki. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga miíli kl. 1 og 3. AFENGI Það.er kannski engin furða, að borið hafi óvenju mikið á drykkjuskap á þjóðhátiðar- daginn i Reykjavik,, þvi daginn • áður seldist áfengi fyrir 12 miljónir króna i vinbúðunum þremur, en nákvæmlega viku áður.þ.e. föstudaginn 9. júni, seldist áfengi fyrir helmingi minni upphæð eða 6,1 milljón króna. Þessar tölur segja sina sögu og við getum bætt þvi við, að alla vikuna fyrir 17. júni, seldist áfengi fyrir 22,8 milljónir króna, þannig, að helmingur allrar áfengissölu i þessari viku kom á föstudeginum fyrir þjóð- hátiðardaginn. Nákvæmar samanburðar- tölur lágu ekki fyrin Árekstratíðnin mest á Kringlumýri - Miklubraut 1 Reykjavik eru 45 gatnamót, sem ökumenn ættu að vara sig meira á en öðrum, þvi árið 197f urðu a' hvérju þeirra 10 árekstr- ar eða fleiri, en annars staðar urðu árekstrar færri. Og þau gatnamót þar sem flestir árekstrar urðu eru mót Krínglumýrarbrautar og Miklu- brautar. Árekstrafjöldinn þar var árið 1971 70, sem er næstum helmingi hærri tala en árið á undan. Þá voru árekstrar þarna 36. Þess ber þó að gæta, að þessi gatnamót eru jafnframt þau um- ferðarmestu að undanskildu Miklatorgi. Þar fara um á hverj- um sólarhring 39 þúsund bilar, en á Miklatorgi 42 þúsund bilar. Hins vegar eru það önnur gatnamót, sem reyndust hættu- PATURSON ÆTLAR AÐ REYNA Á NÝ VIÐ SJOTÍU MÍLURNAR Færeyski Lögþingsmaðurinn Erlendur Patursson hefur ákveðið að leggja frumvarpið um stækkun landhelginnar við Færeyjar i 70 mflur á ný fyrir Lögþingið. Eins og kunnugt er af fréttum, felldi Lögþingið frujnvarpið i vor, og voru helztu rökin þau, að betra væri fyrir Færeyinga að biða Hafréttarráðsstefnunnar sem haldin verður seinni hluta árs 1974 eða i byrjun árs 1975. Erlendur Patursson bar frumvarpið um stækkunina fram á Lögþinginu .á sinum tima, og það voru aðeins þing- menn úr flokki hans sem greiddu frumvarpinu atkvæði á þingi i vor. Nú telur Erlendur hins vegar, að fleiri þingmenn hafi snúist á sveif með sér i málinu, og i trausti þess ætlar hann að bera frumvarpið upp að nýju þegar Lögþingið kemur saman um Ólafsvökuna, þ.e. i júlimánuði. Það er skoðun Erlendar og fylgismanna hans, að meirihluti færeysku þjóðarinnar sé þvi hlyntur að landhelgin verði stækkuð. legri fólki þrátt fyrir færri árekstra. Það var á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Seljavegar. Þar urðu 40 árekstrar en slys i 18 þeirra og fjöldi slasaðra enn hærri. Hin vegar er athyglisvert, að eftir að umferð var bönnuð yfir Kringlumýrarbrautina á þessum stað siðast i oktober 1971 urðu engir árekstrar þar og á þessu ári aðeins tvær útafkeyrslur. Átta verstu gatnamótin i Reykjavik árið 1971 voru eftir- talin: Miklabraut / Kringlumýrar- braut 70 árekstrar. K r i n g 1 u m ý r a r b r a u t / Háaleitisbraut 48 Framhald á bls. 8. SeWIBILASTODM HT JL STÓRSIGUR 103 DÓU 1 McGOVERNS SLYSINU Það fór eins og við var að búast: George McGovern vann yfirburðasigur i forkosn- ingunum i New York fylki i fyrradag. Hann virðist nú hafa stuðning 1200 fulltrúa á flokks- þinginu i næsta mánuði, vantar þvi ekki nema um 300 i viðbót. Muskie og Humphrey fengu fáa kjörmenn i New York. SPILA TIL SIGURS Italir og Bandarikjamenn tryggöu sér sæti i undanút- slitum ólympiumótsins i bridge er sveitirnar sigruðu báðar and- stæðinga sina i 36. umferð i gær. ítalir unnu Kanadamenn 11-9 og Bandarikjamenn unnu stóran sigur yfir Vestur-Þjóðverjum, 19-1. Hörð baratta er nú milli Kanada, Frakklands og K'ormósu um hin tvö sætin i undanúrslitunum. t kvennaflokki er það lika sveit Italiu, sem hefur for- ystuna. VlETNAM Á DA GS KRií Kunnugir telja að heimsókn Kissingers ráðgjafa Nixons til Peking og heimsókn Podgornys Sovétforseta til Hanoi sé árang- ur viðræðna Nixons og Bresnefs i Moskvu á dögunum. Það er Vietnam-málið, sem um er að ræða, og er talið að þarna sé verið að reyna dipl- omatiska lausn þess. Kissinger átti i gær þrjá langa fundi með kinverskum ráðamönnum. KREPPA Á DÖFINNI 1 ÍSRAEL? Það er hætta á stjórnarkreppu i Israel eftir að frú Golda Meir hefur hótað að segja af sér. Ber hún við óeiningu og agaleysi innan fjögurraflokkastjórn- arinnar. Á Italiu er enn einu sinni stjórnarkreppa, hefur reyndar staðið i fimm mánúði. 1 gær virtust hins vegar vonir á að forsætisráðherraefni kristilegra demókrata, Giulio Andreotti, tækist að mynda sam- steypustjórn ásamt sólialdemó- krötum og frjálslyndum en sá flokkur er hægra megin við miðju. Sósiaidemókratar hafa verið mótfallnir samvinnu við frjálslynda og að sósilastar yrðu ekki hafðir með, en þeir munu svara tilboði Amdreottis i dag. Þegar^ er vitað að 103 hafi farizt i árekstri járnbrautalest- anna i jarðgöngum við Soissons, skammt norðan Parisar s.l. föstudag. Ekki er vitað meó vissu hve margir voru i lest unum, en búizt við að þessi tala hækki upp fyrir 120 manns. ÞÝZK - OG FALLEGUST Vestur-þýzk stúlka, Monika Sarp, var i fyrrinótt kjörin Ung- frú Evrópa i Est' jil i Portúgal. Sænsk stúlka nreppti annað sætið og austurrisk það þriðja. HASS EKKI REFSIVERT Það ætti ekki að refsa þung- lega fyrir hassneyzlu, er álit fulltrúaráðs bandariska lækna- sambandsins. Þessi skoðun er samhljóða niðurstöðum nefndar, sem Nixon forseti skip- aði til að gera úttekt á skaðsemi kannabisreykinga, en forsetinn vildi þó ekki fara að tillögum þeirrar nefndar. SAMBANDS- LAUST VIÐ FRAKKLAND Pompidou Frakklandsforseti er ákveðinn i að láta sprengja kjarnorkusprengju á Kyrrahafi þrátt fyrir öll mótmælin, sem borizt hafa hvaðanæva úr heim- inum. Sprengjusvæðið er ekki nema 6.400 kilómetra frá Sidney i Ástraliu og svipaðrar lengdar frá vesturströnd Suður- Ameriku. Svo kann að fara að starfsfólk fjarskiptastöðva mótmæli með þvi að stöðva öll fjarskipti við Frakkland, og frá Sidney bárust þær fréttir að velþekkt kona úr samkvæmislifi þeirrar borgar hafi sent öllum vinkonum og kunningjakonum (ekki fáum) kort með slagorðinu: Kaupum ekki frönsk ilmvötn, . það er daunn af þeim. ERLENDIS FRÁ í GÆR KVÖLDI SALTFISKUR TIL KARABÍAHAFS? islenzkir saltfiskseljendur gera sér vonir um að vinna nýja mark- aði fyrir saltfisk á eyjunum i Karabiahafinu og hafa Jamaica- menn m.a. sýnt áhuga á saltfisk- kaupum hér á landi. Fyrir um það bil þremur vikum var staddur hér á landi Jamaica- maður, sem hafði áhuga á þvi að kaupa fisk af islendingum, Formaður og framkvæmda- stjóri Sölusambands islenzkra fiskfra mleiðcnda fóru til aðal- markaðslandanna i vetur til samningaumleitana um nýjar sölur þangað. Að sögn Tómasar Þorvaldsson- ar var þungt undir fæti með verð- hækkanir i Portúgal, en að lokum var samið um sölu þangað á 8.500 tonnum af stórfiski og fékkst með þessum samningum 12,4% verð- hækkun frá árinu á undan. Auk þess var samið um, að is- lcndingar mættu selja gellur og kinnar að óákveðnu marki til Portúgal. Á Spáni var samið um sölu á 3.500 tonnum af stórfiski og varð samkomulag um 18,3% verð- hækkun frá i fyrra. Viðbótarsala hefur farið fram til Spánar og hafa Spánverjar þegar keypt um 4.400 Icstir. Einnig sömdu formaður og framkvæmdastjóri SÍF um sölu á 2.000 tonnum til italíu og var þar samið um 19,4% verðhækkun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.