Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 3
SVORUÐU FULLYRÐINGUM UM HUG OKKAR TIL FÆREYINGA 1 vor birtist i færeyska blaðinu 14. september viðtal við Lúðvik Jósefsson sjávarútvegsráðherra. Sögðum við frá þessu hér i blað- inu á sinum tima. Ummæli Lúðviks i fyrrnefndu viðtalivöktu mikla athygli i Fær- eyjum, og hafa spunnist af þeim töluverð skrif i færeyskum blöð- um. 1 viðtalinu hafði blaðið það eftir Lúðvik, að með ákvörðun sinni, um að færa ekki landhelgi Fær- eyja úr 12 milum i 70 milur, hefði Lögþing Færeyja „rekið ryting i bak tslendinga”, og þessi ákvörðun gæti haft slæm áhrif á samninga íslands og Færeyja um sérréttindi Færeyinga innan is- lenzku landhelginnar. Þessi ummæli og fleiri, sem blaðið hafði eftir Luðvik, vöktu mikla athygli i Færeyjum, og tvö blöð gerðu þau að umtalsefni i forystugreinum sinum. 1 blaðinu Sosialurinn er talað um bak- tjaldapólitik Lúðviks Jósefs- sonar, og blaðið spyr hvers vegna Lúðvik hafi ekki snúið sér beint til færeyskra yfirvalda ,,i stað þess að snúa sér til Erlendar Paturs- sonar og vina hans”. Þá lýsir blaðið yfir furðu sinni vegna ummælanna sem höfð eru eftir Lúðvik. 1 blaðinu Tingakrossur er slegið á svipaða strengi og i Sosialnum. Þar segir að Lúðvik hafi komið inn um bakdyrnar i færeyskum stjórnmálum. 1 stað þess að snúa sér beint til Landsstjórnarinnar, hafi hann snúið sér til Erlendar Paturssonar og 14. september haft uppi stór orð. Siðan gefur Tingakrossur það i skyn, að kannski vilji Islendingar með þessu sýna Lögþinginu og Landsstjórninni litiisvirðingu, „þvi tregir voru þeir að viöur- kennan fánann okkar, og kannski vilja þeir beita sömu aðferðum við Lögþingið og Lands- stjórnina”. Tingakrossur segir i lok for- ystugreinarinnar, að Færeyingar séu á móti baktjaldapólitlk þeirri, sem Lúðvik Jósefsson reki, og þeir vilji beinar viðræður milli Færeyja og Islands. 1 blaöinu 14. september er for- ystugreinunum i Sosialnum og Tingakrossi svarað 10. og 13. Framhald á bls. 8. Eins og Alþýðublaðið skýrði frá fyrir skömmu fékk bæjarfógeta- embættið i Kópavogi til með- ferðar stærsta „gúmmitékka- mál” sinnar tegundar á Islandi. Saksóknari rikisins fór fram á dómsrannsókn, en af henni hefur ekki orðið enn, þar sem bæjar- fógetinn i Kópavogi, Sigurgeir Jónsson, óskaði eftir þvi að vikja sæti i málinu. Nú hefur dómsmálaráðuneytið skipað setudómara i þvi og er það Guðmuiodur L. Jóhannesson, fulltrúi bæjarfógetans i Hafnarfirði. Má þvi búast við þvi, að skriður komist á rannsókn þessa máls, sem snýst um útgáfu innistæðu- lausrar ávisunar að upphæð 6.9 milljónir króna. STOFUBLÚM Prentsmiðja Jóns Helgasonar hefur sent frá sér bæklinginn stofublóm, en i honum eru itar- legar en samþjappaðar upplýs- ingar um meðferð og umhirðu innijurta. Helztu kaflar bæklingsins eru: birtan, - vökvun - hiti - umpottun - fjölgun með græðlingum áburðargjöf - kvillar og varnir meðferð afskorinna blóma. SIGURÐUR JÚHANNS- SON SKIPSTJÓRI (Jtför Sigurðar Jóhannsson- ar skipstjóra fór fram frá Fri- kirkjunni i gær. Séra Jón Auð- uns jarðsöng. Félagar i Odd- fellow stóðu heiðursvörö i kirkju og skipstjórar Eim- skipafélagsins báru kistuna úr kirkju. Mikið fjölmenni var við út förina. Sigurðar veröur minnst hér i blaðinu á morgun og skrifa þá um hann Valdimar Björnsson og Vilhelm Ingimundarson. Fara þeir yfir pollinn með veginn? 1 sumar verður tekin um það ákvörðun hvar þjóðvegurinn yf- ir Eyjafjörð verður lagður. Tvær lausnir koma til greina, að láta hann liggja áfram á þeim staö sem hann er nú, norðan flugbrautar, eða leggja hann þvert yfir Akureyrarpoll, um einn kilómetra sunnan við flug- brautina. Myndi hann þá liggja yfirsvokallaðan Leirugarð, sem sést hér á meðfylgjandi mynd, eyrarnar þrjár sem sjást á myndinni. Skiptar skoðanir hafa verið um það meðal kunnáttumanna á hvorum staðnum vegurinn á að liggja. Var skipuð nefnd sem ákveða átti vegastæðið, og eiga fimm menn sæti i þeirri nefnd. Mun hún skila áliti i sumar, enda er oröiö nokkuð aðkallandi að ákveöa vegarstæöið vegna hraðbrautarframkvæmda sem nú standa yfir I Eyjafiröi. Að sögn Sigfúsar Arnar Sig- Framhald á bls. 8. Skodabíllinn á myndinni gerði heiðarlega en jafn- framt misheppnaða tilraun til þess að komast inn f Verzlunarbankann upp úr hádeginu i gær. Honum hafði verið lagt rétt fyrirofan bankann, en allt i einu tók hann upp á því að renna stjórnlaust niður brekkuna og stefndi staðfastur á glugga Verzlunar- bankans. Þarendaði hann og braut í leiðinni stóra rúðu. Skýringin er reyndar ekki sú, að bíllinn hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér, heldur mun sjö ára drengur, sem vareinn i bílnum, hafa fiktað eitthvað við stjóm- tæki hans. ÓVÆNT HEIM- SÓKN BANASLYSID VATMSDALMUM Pétur Eggerz Pétursson, við- skiptafræðingur lézt i fyrradag, þegar bifreið hans lenti beint framan á annarri á móts viö bæ- inn Valageröi i Vatnsskarði i Skagafirði. Pétur var fertugur. 1 bilnum með honum voru þrjú börn hans og sluppu þau meö skrámur, en i hinum bilnum voru ung hjón ásamt barni sinu og slösuðust hjónin töluvert, konan meira. Barnið slapp hins vegar ómeitt. Héraðslæknirinn á Sauðárkróki sagöi i viðtali viö Alþýðublaöiö 1 gærkvöldi, að hjónunum liði vel eftir atvikum, og taldi þau hafa sloppið vel miðað við aðstæður. Þetta hörmulega slys átti sér stað með þeim hætti, að Pétur heitinn ók Cortinu bifreið norður eftir Vatnsskarði, en ungu hjónin, sem óku Mercedes Benz bifreið voru á suðurleið. A móts við Valagerði, sem er innsti bærinn i Skagafirði, skullu bilarnir beint framan á hvorn annan af miklu afli. Einmitt á þessum stað er afliö- andi beygja og er talið, að báðir bilarnir hafi verið á mikilli ferð, þvi bremsuför þeirra beggja mældust 20 metrar. SETUDOMARI SKIPAÐUR í ÁVÍSUNARMÁLI ÞAÐ VARÐ A AFLÍÐANDI BEYGJU Haukur Yngvason, bóndinn á Valagerði, mun hafa orðið vitni að slysinu og gerði hann lögregl- unni á Sauðárkróki strax viðvart. Lögregla og sjúkrabilar ásamt lækni, lögðu tafarlaust af stað á slysstaðinn eftir að tilkynningin barst þeim um kl. 15.50 i fyrra- dag. Rannsókn vegna slyssins er ekki lokið, en við athugun á um- merkjum viröist bifreiö Péturs heitins hafa verið ekið að ein- hverju leyti á vinstra vegarhelm- ingi. Báðir bilarnir eru taldir ónýtir. Gert var að meiðslum barna Péturs á slysstaðnum, en þau eru 11 ára drengur og tvær stúlkur 14 og 15 ára. 1 viðtali við Alþýðublaöiö i gær sagði Jóhann Salberg sýslumaöur á Sauðárkróki, að ekkert benti til þess, að bilun i annarri hvorri bif- reiðinni væri orsök slyssins. Fimmtudagur 22. júni 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.