Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 7
ÞETTA GERÐIST LIKA Stjórn Landssambands iðnaðarmanna ásamt framkvæmdastjóra. Frá vinstri: Þór- ir Jónsson, bifvclavirkjameistari, Ingvar Jóhannsson, vélstjóri, Þorbergur Frið- riksson, málarameistari, Sigurður Kristinsson, málarameistari, Vigfús Sigurðsson, húsasmiöameistari, Ingólfur Finnbogason, húsasmiðameistari, Gissur Sigurösson, húsasmiðameistari, Gunnar Björnsson, húsasmiðameistari, Gunnar Guðmundsson, rafverktaki og Otto Schopka, framkvæmdastjóri. A myndina vantar Steinar Steins- son, tæknifræðing. STEFNIR AO GENGISFELL- INGU SEGJA IDNAÐARMENN „Nauðsynlegt er að beita öllum til- tækum ráðum til þess að draga úr þeim geysilegu kostnaðar- og verðhækkun- um, sem nú eiga sér stað, enda fær iðn- aðurinn ekki undir þeim risið til lengdar og samkeppnisaðstaða hans gagnvart innfluttum iðnaöarvörum svo og á er- lendum mörkuðum fer siversnandi. Ljóster, að með sama áframhaldi stefn- ir enn að gengisfellingu, þar sem ekki er unnt að viðhalda jafnvægi í utanrikis- viðskiptum til lengdar, þegar verðlags- þróunin er með þessum hætti i landinu”. Þannig fórust Vigfúsi Sigurðssyni, forseta Landssambands iðnaðarmanna, m.a. orð i þingsetningarræðu sinni á 34. Iðnþingi Islendinga, sem hófst i Vest- mannaeyjum i gærkvöldi. Landssamband iðnaöarmanna er 40 ára um þessar mundir og er afmælisins minnzt á þessu 34. Iðnþingi tslendinga. Iðnþing Islendinga var fyrst haldið i Baðstofu iðnaðarmanna i Iönskólanum við Lækjargötu i júni 1932. I fyrstu lögum Landssambandsins segir, að tilgangur þess sé ,,að efla is- lenzkan iðnað. . . vera málsvari is- lenzkrar iðnstarfsemi og iðnaðarmanna og hafa á hendi yfirstjórn og forystu iðn- aðarmála þjóðarinnar.” I Landssambandi iðnaðarmanna eru nú 45 sambandsfélög með u.þ.b. 2.600 fé- lagsmönnum og einnig nokkur einstök iðnfyrirtæki. 1 setningarræðu Vigfúsar Sigurðsson- ar, forseta Landssambands islenzkra iðnaðarmanna á 34. Iönþingi tslendinga, sem nú er haldið i Vestmannaeyjum i annað sinn, kom m.a. fram: „Efnahagsþróun siðustu mánaða hef- ur einkennzt af vaxandi eftirspurn á flestum sviðum samfara örum vexti þjóðarframleiðslu og þjóðartekna. Aætlað er, að þjóðarframleiðslan hafi aukizt um 9,5% árið 1971 borið saman við 6% árið 1970 og 4,5% á ári að meðal- tali á siðasta áratug. Vegna bættra við- skiptakjara jukust þjóðartekjur þó enn meira, eða um 12,5% að þvi talið er, en þær höfðu aukizt um 10% árið áður”. t setningarræðunni kom ennfremur fram, að þrátt fyrir nokkurn samdrátt i aflamagni á s.l. ári hafi útflutningsverð- mæti sjávarafurða aukizt um 20%, sem þýði, að meðalhækkun á útflutnings- verðlagi sjávarafurða hafi verið i kring- um 26%. t setningarræðunni sagði Vigfús um þróun iðnaðarins á siðasta ári m.a.: — „Mikil framleiðsluaukning varð i iðnað- inum og benda niðurstöður hagsveiflu- vogar iðnaðarins, sem eru ársfjórð- ungslegar kannanir á ástandi og horfum i iðnaðinum, til þess, að magnaukning framleiöslunnar hafi verið milli 13 og 15%. Sivaxandi framleiðsluaukning hefur verið i iðnaðinum undanfarin 3 ár, enda löguðust samkeppnisskilyrði flestra greina hans verulega eftir gengisbreyt- inguna i nóvember 1968 og hefur fram- leiðslumagn iðnaðarins aukizt um 40% á s.l. þremur árum á sama tima og þjóð- arframleiðslan hefur aukizt um 18% á föstu verðlagi. A þessu timabili hefur vöxturinn orðið mestur annars vegar i þeim iðngreinum, sem þjóna sjávarút- vegi, s.s. vélsmiði, skipasmiði og skipa- viðgerðum, en hinsvegar i þeim grein- um, sem stefna að útflutningi, s.s. sút- un, ullar- og prjónaiðnaði”. I setningarræðunni á Iðnþingi sagöi forseti Landssambands islenzkra iðnað- armanna ennfremur: „Aætlað er, að aukning þjóðarfram- leiðslunnar á þessu ári fari vart fram úr 7% og er þá tekið tillit til þess, að nýting framleiðsluaflanna er i hámarki, en hinn mikli vöxtur siðasta árs byggðist að nokkru leyti á þvi, að framleiðsluöfl- in voru ekki fullnýtt i byrjun ársins auk þess sem allmargir Islendingar, sem leituðu sér atvinnu erlendis á erfiöleika- árunum 1968 - 1969, sneru nú heim aftur til starfa. Þá er gert ráð fyrir, að þjóð- artekjur vaxi nokkru minna en þjóðar- framleiðslan, þar sem búast má við, að viðskiptakjör versni nokkuð”. — GÍRÓ-GREIDSLUR Húmt ár er nú liðið siðan giróviðskipti hófust hér á landi á grundvelli sam- starfssamnings um giróþjónustu, sem undirritaður var 15. april 1971. Af þessu tilefni boðaði samstarfsnefnd um giróþjónustu blaðamenn á sinn fund i gær. Kom þar fram, að viðskiptin hafi farið fremur hægt af stað.þar sem skammur timi var til að kynna þessa þjónustu, en þau hafa farið stöðugt vaxandi. Á þeim tima sem liðinn er frá þvi að giróviö- skipti hófust hefur fjöldi giróseðla, sem afhentir hafa verið frá prentsmiöjum numið um hálfri milljón. Giróþjónustan er gamalt fyrirbæri og var fyrst notað i Austurriki árið 1883, en hér á landi er það aöeins eins árs eins og fyrr segir, en er þó talið einstakt i sinni röð,þar sem hér er fullkomið samstarf milli banka og pósts, en erlendis eru þessar stofnanir með sitthvort kerfið. Giróþjónustan er aðallega fólgin i þvi að flytja fjármagn milli viðskiptaaðila, það er að taka við skilgreindri greiðslu frá greiðanda og koma henni til viðtak- anda á þann hátt, að ótvirætt komi fram gagnvart báðum aðilum, fyrir hvað greiðslan er. Þá kom og fram á fundinum að giró- þjónustan væri mjög heppileg fyrir þá sem borga þyrftu marga reikninga. Þeir þyrftu aðeins að skrifa inn á giróeyðu- biöðin og senda þau með pósti i næsta banka eöa pósthús, i stað þess að ganga á milli margra stofnana til þess að greiða reikningana. t byrjun þessa mánaðar sendi Póstur og simi út fyrstu simareikningana á giróseðlum og eru þeir skrifaðir i skýrsluvélum. Er þess að vænta að fleiri stórar stofnanir og fyrirtæki taki upp þessa þjónustu innan skamms. 100 ÁRA AFMÆLI SVEITARSTJÓRN- ARTILSKIPUNAR A mánudaginn flutti dr. Gunnar Thor- oddsen, prófessor, framsöguerindi um verkefnaskiptingu rikis og sveitar- félaga, og i gær (þriðjudag) talaði Magnús Kjartansson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um efniö Hvert stefnir i velferðarmálum? A morgun, fimmtudag, verður rædd spurningin, hver verði mikilvægustu verkefni sveitarfélaganna á komandi timum. Birgir tsl. Gunnarsson, varafor- seti borgarstjórnar Reykjavikur, hefur framsögu um það efni. ÉB\- : V | ■ ii . y § ’ijK |f| ^ jjjF jjs L' m ffc: % dÍSjjíí. ' ,a f # I aS-'íék Jm /mjjji' - ^ |pp é f 1 \ . ■ . x Llfshrynjandi þriggja einstaklinga þann 15. marz s.l. Ein er lág, önnur há og sú þriðja í meöallagi. Flest okkar hafa orðið fyrir þeirri reynslu að eiga góða og slæma daga. Stundúm er eins og' maður hafi farið öfugu megin fram úr rúminu og á slikum dögum virðíst starfsgefan verá í lágmarki. En aðra daga er eins og allt komi af sjálfu sér, og maður er viss um að geta jafnvel leyst hin erfiöustu verkefni. Þetta ástand hefur, eins og svo margt annað, orðið visindunum rannsóknar- efni. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa veriö kallaðar „lifs- hrynjanda kenningin (biorytma-kenningin)” og hún eignuð þýzku prófessorunum H. Swoboda oe Wilhelm Fliess sem báöir voru uppi um alda mótin siðustu. Kenningin gerir ráð fyrir að lifsrás mannsins nái yfir timabil með stigandi og lækkandi skeiðum og sé á þrem sviðum, þ.e. á hinu likamlega, andlega og vitsmunalega sviði mannlifsins. Likamlegi þátturinn stendur i 23 daga og nær yfir starfsþrek, árásarhneigð, starfslöngun, sjálfstraust, hugrekki, likam- legt afl, þrautseigju og mót stöðuafl. Andlegi þátturinn stendur i 28 daga og nær yfir til- finningar, bjartsýni, gott skap, löngun til félagsskapar, listir, hugsýn, sköpunarþrá og sátt- fýsi. Þriðji þátturinn sem stend- ur i 33 daga nær yfir þætti s.s. skilning, minningar og vald yfir máli, bæði töluöu og rituðu. Hver þessara þriggja þátta skiptist niður i jákvæða og nei- kvæða daga með erfiðleika timabilum á milli og eru venju- lega um 5-6 viðsjárveröir dagar i hverjum mánuði. Lifsrásarkenningin hefur eignast fjölda fylgjenda,en einn- ig fjölda andstæðinga sem halda þvi fram að niðurstöðurnar séu of fáskrúðugar til að mark sé takandi á þeim, og vilja jafnvel telja þetta hreinustu hjátrú. Fylgjendur kenningarimnar benda aftur á móti á/að slðari tima læknavisindi telji kenning- una eiga rétt á sér, og að' hún geti m.a. orðið til þess að mennirnir sýni betri skilning á erfiðleika-timabilum sinum og annarra. Svissneska úraverksmiöjan Certina hefur svo mikla trú á lifshrynjandikenningunni að hún hefur hafið framleiöslu á úrum sem eiga að sýna lifs- hrynjandatimabil eigandans. Verksmiðjan bendir á fjölda til- rauna bæði i Sviss og Japan, sem hafi sýnt frm á að fækka má slysum i umferðinni og at- vinnulifinu um 30% ef tekið er tillit til lifshrynjandastöðu ein- staklingsins. t Japan hafa tilraunir þessar veriðgerðar á leigubilstjórum, i flughernum, þungaiðnaðinum, hjá pósti og sima og trygginga- fyrirtækjum. En lifshrynjandi kenningin er ekki eingöngu byggð upp með það fyrir augum að koma i veg fyrirslys eða óhöpp. Hún bendir einnig á þau timabil þegar maðurinn getur beitt sér til hins ýtrasta. t þessu sambandi bend- ir svissneska úraverksmiðjan á að þaö hafi komið i ljós aö ástæðan fyrir hinum mikla fjölda verðlauna sem Sviss- lendingar fengu á ölympiu- leikunum i Sapporo,en þau voru 11 talsins, hafi aö stórum hluta verið vegna þess að lifshrynj- andi keppendanna hafi verið i mjög jákvæðri afstööu. Einnig hefur verið á það bent að úr sem sýni lifshrynjandi- stöðu einstaklingsins hljóti aö hafa mikla þýðingu, ekki ein- göngu fyrir iþróttafólk heldur og alla þá sem standa i ströngu eða þurfa að geta beit sér til hins ýtrasta. Lifshrynjandiúrið, sem kynnt var á svissneskum markaði i fe- brúar, er nú selt i Þýzkalandi og Japan og mun fljótlega kom á markaði annarsstaðar i Evrópu. Veröið á þessu úri mun vera eitthvað á milli 8 og 10 þús- und isl. krónur, og hefur verk- smiðjan framleitt nú um 10 þús- und úr af þessari tegund. Lifshrynjandiúrið, sem er með elektróniskum rafhlöðum, sýnir á skifunni hina þrjá lifs- hrynjandi i mismunandi litum og getur eigandinn þvi séð á henni hvenær hann getur beitt sér til hins ýtrasta, og einnig þegar hans viðsjárverðu dagar eru, þannig aö hann þarf að vera gætinn t.d. i umferðinni. Lifshrynjandiúrið verður aö stilla eftir hverjum kaupanda. Verður kaupandinn að gefa við- komandi úrsmið upp fæðingar- dag sinn og snýr úrsmiöurinn sér þá til lifsrásarmiðstöðvar- innar i Basel og reiknar hún sið- an út hina réttu stillingu úrsins. Eftir að úrið kom á markaö- inn i febrúar hefur veriö haft samband við nokkra þeirra sem hafa fengið sér slikt úr. Hafa þeir m.a. verið spurðir að þvi hvort að vitneskjan um hina viösjárverðu daga valdi ekki óþarfa áhyggjum hjá viökom- andi. Flestir hafa svaraö á þann veg aö þeir hafi veriö gætnari á þessum dögum, en þaö semsé þó meira virði er að þeir hafi nú fulla vitneskju um hvenær þeir geti beitt sér til hins ýtrasta. Að allra dómi er það þó mest virði að menn læra að viðurkenna og sætta sig við að hjá þeim komi erfiðir dagar, og geti þeir þann- ig losnað við þá streitu sem ann- ars muni hafa þjakað þá. 8-66-66 l<3t7Kufu4l ÚRVALSVÖRUR FRÁ MARKS & SPENCER FÁST HJÁ OKKUR Fatnaöur á alla fjölskyiduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaóar um víöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti. AUSTURSTR/ETI SVISSNESKA ÚRAFYRIR- TÆKIÐ CER- TINA HEFUR FRAMLEITT ÚR; SEM HJALPAR ÞÉRAÐFORÐ AST ERFIÐU TÍMABILIN OG VIRKJA GÚÐU STUNDIRNAR - EFTIR LÍFSHRYNJANDIKENNINGUNNI Fimmtudagur 22. júni 1972 Fimmtudagur 22. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.