Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 11
Kross- gátu- krílið A VAI Dl VIÐATTIINI NAR H vftL ui viuhiiuhi Mayse Vatnið var ekki mjög grunnt hér, hann stóð þegar i hnédjúpu vatni, og striður straúmurinn togaði i hann. Linn horfði á hann mjaka sér yfir ána, þuml- ung eftir þumlung, ekki niður undan straumnum, eins og hún hafði búizt við, heldur upp i móti. Vatnið náði honum nú að lendum. Hann hélt öxinni þvert yfir brjóstið eins og hún væri jafnvægisstöng og hann linudansari. Straumkrafturinn skelfdi hana. Gruggug áin stormaði fyrir beygjuna eins og ridd- aralið i stórsókn. Hann hefði með réttu átt að vera oltinn um koll, en stöðugt mjakaðist hann áfram. Enn var hann ekki kominn hálfa leið. Hann hafði ekkert færzt úr stað i að minnsta kosti minútu. Vatnið náði honum upp i axlir. Nú steig hann eitt skref áfram, missti jafnvægið og hvarf úr augsýn. Linn horfði óttaslegin á staðinn, þar sem hann hafði horfið, þrýsti hendinni spennt að vörunum þangað til höfði hans skaut upp á yfirborðið fimm- tán metrum neðar. Hann synti — eða öllu heldur buslaði — skáhallt i áttina að gróðrinum, sem hékk út yfir vatnið við hinn bakkann. Hann teygði upp handlegginn, og hönd hans greip um grein. Likami hans engdist og spriklaði eins og fiskur á öngli, sið- an komst hann upp úr vatninu á bakkann og reikaði inn á milli trjánna. Skömmu siðar sá Linn runnana uppi við gamla, þaklausa kofann bærast. ,,Þarna munaði sannarlega mjóu,” sagði hún skjálfrödduð og seig niður við skýlið. ,,Það á ekki fyrir honum að liggja að drukkna,” sagði faðir hennar rámur. „Til allrar ham- ingju tókst honum að bjarga öxinni.” Hann leit á hana og hló hátt. ,,Ég hef persónulega áhuga á öxinni, góða min. í dag á að taka fótinn af.” ,,Já, pabbi.” Þau höfðu rætt málið kvöldið áður, meðan faðir hennar svaf — hún hafði verið mótfall- in svo róttækum aðgerðum, og Mike hafði efazt, hafði ekkert lagt til málanna. Hún reif upp siðasta sigarettupakkann, reyndi að þurrka fingurna á rennvotri peysunni og tók eldspýtu upp úr vatns- þétta blikkhylkinu, hennar kærustu eign. Ef til vill hefði Mike Clendon getað kveikt eld þarna, en það var meira en hún gat. Allur árangur hennar var ósandi greinahrúga. Hún kveikti i tveimur sigarettum og stakk ann- arri i hrúguna. „Hvernig liður þér, pabbi?” „Miklu betur en þér, Linn.” Reykjarbólstrar stigu upp frá litla kofanum, það var blæjalogn, og reykurinn leystist hægt upp. „Það er orðið langt sið- an ég hef skipt mér af einkamálum þinum. Ég gerði það ekki, þegar þú varst ólm i vöðvaf jall fyrir fáein- um árum, eða þegar þú tókst lögfræðinginn undan pilsfaldi móður sinnar og lagðir hann undir þig. Ef þú vilt Mike, leggðu fyrir hann snöruna. Þú hefur blessun mina. Ef þú gerir það ekki, getur þú verið viss um, að aðrar, gáfaðri stúlkur gera það!” „Mike, þú veizt ekki, hvað þú ert að tala um.” Hún starði stórum augum á hann og fann, hvernig roðinn breiddist um kinnar hennar. „Nú, geri ég það ekki? Segð* mér um hvað þú varst hræddust, þegar hann hvarf i vatnið. Hann eða okkur?” „Okkur þrjú, pabbi,” svaraði hún rólega. Hálf- reykt sigarettan var að verða ónýt af bleytu. Fing- urnir, sem héldu á henni, skulfu. 2 Mike var önnum kafinn upp i kofanum hinum megin árinnar. Hann kom i ljós, hvarf og birtist reglulega. Stundum heyrðu þau dauf axarhögg i gegnum árniðinn. Árangur vinnu hans fór að koma i ljós. Hann hafði rutt dálitið rjóður við árbakkann. Tvisvar fór hann niður að rjóðrinu með byrðar i treyju sinni, og Linn áleit að það væru naglar. Seinna dró hann snúna flækju á eftir sér. Hún fest- ist, og hann spyrnti við fótum og togaði i, sótvondur og bölvandi eftir svipnum að dæma. Þau heyrðu aftur greinilega háttbundin högg ax- arinnar um langa stund, siðan fór Mike að draga til- höggna trjáboli niður frá kofanum, sem nú hafði gjörbreytt um útlit. H HVUA KANINAN % mí. tók að leysa af honum handjárn- in. Stundin, sem hann hafði beðið eftir, virtist komin. En einmitt þegar handjárnin voru losnuð af honum, tók stóri mað- urinn eftir hringnum. „Dummkopf” grenjaði hann að aðstoðarmanni sinum, þreif sjálfur um hendi Tommys.ogdró af honum hringinn, sem hann lét i vasa sinn. Yeo-Thomas var skipaö að fara aftur i fötin. Hann klæddist með erfiðis- munum, reiður og hræddur vegna þess að honum var nú meinað aö flýja aðrar og verri raunir, sem hann vissi að hann átti i vændum. A meðan hann fór i fötin reiknaði hann i skyndi út i hug- anum: hann hafði verið tekinn fastur klukkan fimm minútur yfir ellefu — hún hlaut nú að vera um þrjú eftir hádegi. Nicole, sem hann hafði átt aö hitta klukkan eitt, myndi nú vita að eitthvað væri að. Þegar hann kæmi ekki heldur á aðalstefnu- mótið i Avenue Victor Hugo klukkan sex, myndi hún vita fyrir vist, að hann hefði veriö tekinn höndum. Innan tólf klukkustunda yrði öllum boð- leiðum hans lokað, mót- stöðunum breytt og samstarfs- menn hans varaðir við þvi að mæta á stefnumót. A meðan . yrði hann, eins og reglan var um njósnara, sem náðust, að þrauka i tvo sólarhringa að minnsta kosti — það þýddi að hann yrði að slá á frest óbæri- legum þjáningum með þvi að ljúga trúlega að Gestapo og senda þá að þefa upp falskar slóðir. Þegar hann haföi klætt sig, gaf stóri maðurinn félögum sinum merki og settist sjálfur niður við skrifborð. Yeo-Thom- as var dreginn upp úr stólnum, sem hann hafði viljandi hlamm- að sér niður i, honum var stýrt að borðinu og ýtt aftur niður i stólinn, sem dreginn hafði verið á eftir honum. A skrifborðið var raðað hlutum, sem teknir höfðu verið úr vösum hans og tindir af honum sjálfum — en i þá vant- aði þegar gulllindarpenna hans, armbandsúr og stóra banka- seðla. En byssan hans var þarna ennþá og var hlaupinu beint að honum sjálfum en byss- an var nær honum en spyrjanda hans. Með það i huga að skjóta stóra manninn og siðan sjálfan sig, lyfti hann fjötruðum hönd- unum og lagöi þær á borðrönd- ina. Vous avez joué et vous avez perdu, hóf stóri maðurinn máls. Nú ert þú búinn að leika þér og leikurinn er tapaður. Enginn gerir þér neitt ef þú verður skynsamur og lætur þér segjast. En ef ekki. . . . Tommy svaraði ekki. Með þvi móti græddi hann alltaf fáeinar minútur. — Jæja ætlarðu að leysa frá skjóðunni? Tommy svaraði enn engu. — Ordure, hrópaði sá stóri, en einn aðstoðarmanna sló Yeo- Thomas í bólgið og blóðugt and- litið. — Ætlarðu aö tala, já eða nei. Ennþá þagði Yeo-Thomas. Stóri maðurinn spratt á fætur og rak hnefann á munn Tommy „Salaud, crapule, saboteur, espion, tu parleras! Ég skal fá þig tií að tala. Með aðstoð manna sinna tók hann aftur aö berja á fanganum. Hann linnti ekki látum fyrr en Yeo-Thomas seig saman undan höggum þeirra, með munninn fullan af blóði og augun svo stokkbólgin að hann sá varla glóru. Stóri maðurinn fór aftur að skrifborði sinu og hringdi bjöllu. Tommy lézt enn vera i hálf- gerðu roti, hallaði sér áfram i stólnum og renndi hendinni yfir skrifborðið i átt að byssunni: en stóri maðurinn sá hreyfingu Yeo-Thomas hans, hló við, tók byssuna og lagði hana niður i skúffu. — Svo þú ætlaðir að nota hana, cochon? sagði hann aö- eins. Ungur og laglegur Þjóðverji með blá augu og bjartan hör- undslit svaraði bjöllunni. Stóri maöurinn skipaði honum að sækja ritvél og kallaði hann „Ernst”, en sá ungi kallaöi hinn aftur „Rudi”. Tommy setti þessi nöfn á minnið. (Hann komst að þvi síöar, aö kvalari hans var enginn annar en Rudi von Mérode, þekktur i grein sinni undir nafninu Mérode prins). Þegar Ernst hafði sótt ritvélina, settist hann við eitt borðshornið, setti eyðublað, kalkipappir og afritunarpappir i vélina og beið þegjandi. — Nafn þitt? hreytti Rudi út úr sér við Yeo-Thomas. — Shelley. Það var aö minnsta kosti til einskis að neita þvi. — Asni. Raunverulegt nafn — Kenneth Dodkin. Þetta svar virtist tekið gott og gilt, þvi Rudi hélt áfram og spurði: — Númer? — 47.685. — Tign? — Sveitarforingi. — A hvaða sviði herþjónustu? — 1 flughernum. — Heimilisfang? — Ég þarf ekki að svara þess- ari spurningu. — Þú svarar henni samt. — Ég geri það ekki. Ef hann ætti að sannfæra Gestapo um að hann væri i raun réttri Kenneth Dodkin virtist honum mest riða á þvi aö vera ekki of fljótur á sér að gefa jafnvel login svör við spurningum, sem þeir höfðu ekki rétt til aö spyrja. Rudi stóð upp, gekk I kringum skrifborðiö og gaf Tommy sitt undir hvorn og þungur signet- Fimmtudagur 22, júni 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.