Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 9
ÍMÖTTIR I ÓGNAR ÞESSI KRAFTAIÖTUNN VELDI RÚSSANS í SÚPER-ÞUNGAVIGTINNI? Nú um nokkurt skeið hefur Sovétmaðurinn Vassilji Alexijev verið einráður I yfirþungavikt i lyfting- um, og enginn hefur megnað að ógna veldi hans I greininni. A siðari árum hcfur hann margbætt heimsmetið i Ólympiskri þriþraut (pressu, snörun og jafnhöttun), og hann hefur réttilega verið nefnd- ur sterkasti maður heimsins. Nú er hins vegar kominn fram ungur og efnilegur lyftingamaður, sem ógnað hefur veldi Sovét- mannsins all iskyggilega. Er jafnvel talið að hann geti ógnað Alexijev á ólympiuleikunum f Munchen I sumar. Það myndi eflaust gieðja Vestur-Þjóðverja mjög mikið, þvi þaðan er hin unga og upprennandi stjarna lyftinganna, Rudolf Mang, 21 árs gamall. Frami hans I Iþróttinni hefur verið með eindæmum, og á Evrópumótinu i vetur náði Mang að lyfta samanlagt f þriþrautinni 630 kilóum, á móti 632 1/2 kilói Sovétmannsins. i tveim greinum þrautarinnar náði Mang betri árangri en Alexijev, I pressu og snör- un. Gaman verður að fylgjast með keppni þessara tveggja kraftajötna i framtíðinni, hins unga Mang (21 árs) og Alexijev (29 ára). Akveðið hefur verið að islenzka landsliðið i handknattleik fari i keppnisferð til útlanda i lok júli. Leikur liðið tvo landslciki við Norðmenn i förinni, og einnig tvo landsleiki við VcstunÞjóðverja. Ekki er ljóst hvort Óly mpiuliðið verður endanlega valið áður en lagt vcrður upp i þessa keppnis- fcrð. Á sunnudaginn stóð til að halda pressuleik vegna landsleiksins við Dani sem er á næsta leiti. Nú er hins vegar ljóst, að ekkert verður úr leiknum. Pressuleikir eru mjög gagnleg- ir, þaö er skoðun flestra, en gagn- semi þeirra virðist þó ekki kom- ast inn fyrir höfuðskel ýmissa forystumanna i knattspyrnunni. FER I KEPPNISFERD ENGIN PRESSA kúluvarparar i 20 metra flokkn- um. Þessi skoðun FRt er mjög skynsamleg, Hreinn hefur aldrei keppt á sterku móti erlendis, eina mótið sem hann hefur keppt i er- lendis var ungmennafélagsmót i Danmörku i fyrra. Hitt er svo annað mál, aðsjálfsagt er að gefa Hreini tækifæri til að keppa á sterku móti erlendis, helzt i sum- ar. Eins og áður segir, halda frjáls- iþróttamennirnir utan á sunnu- daginn. Strax daginn eftir taka þeir þátt i móti sem fram fer i Ar- ósum i Danmörku. Litið er vitað um það mót, hverjir verða þar meðal þátttakenda og hvers kon- ar mót þar er á ferðinni. Að mótinu i Arósum loknu, fara tslendingarnir rakleitt til Moskvu, þar sem þeir taka þátt i mjög sterku móti, minningarmóti um Znamenski bræðurna, sem voru þekktir frjálsiþróttamenn i Rússlandi. Mót þetta fer fram dagana 28. og 29. júli. I þvi taka þátt ailir beztu frjálsiþróttamenn Sovétmanna, svo sem sprett- hlauparinn Borosov, þristökkvar- Framhald á bls.,8 t gærkvöldi dæmdi Knatt- spyrnudómstóll KRR í kærumáli þvi sem KR höfðaði vegna leiks KR og ÍBK á dögunum. Vildu KR- ingar Iáta leikinn fara fram að nýju, vegna þess að hann hefði verið það minnsta 10 minútum of langur. Dómsniðurstaðan varð sú, að leikurinn væri gildur, og þvi þurfi ekki að koma til annars leiks milli liðanna i tslandsmótinu. Hinn kunni iþróttamaður og lögfræðingur Bergur Guðnason var i forsæti i dómnum, og tjáði liann iþróttasiðunni i gærkvöldi, að dómurinn væri byggður á framburði dómarans Vals Bene- diktssonar og linuvarðanna beggja. Sóru þeir allir fyrir rétt- Framhald á bls. 8. LANDSLIÐIÐ KEMUR STERKAST ÚT tslandsmótið i handknattleik utanhúss er nú vel á veg komið. A þriðjudagskvöld fóru fram tveir leikir i mótinu, Vikingur vann Gróttu 27.23 og FH vann Hauka 24:14. Það kom greinilega fram i þessum leikjum eins og i fyrri leikjum mótsins, að þau lið sem hafa menn á landsliðsæfingum koma lang bezt út úr leikjunum. Baráttan kemur þvi til með að standa milli Fram, Vals og FH. Verið getur aö Vikingur blandi sér i baráttuna, en það er óliklegt. Síðustu fréttirí Úrslit í gærkvöldi: i’ram-ÍR 22:2o(9sll) Vík-KR 24:16(12:lo) KARL TIL FRAM OG PÉTUR TIL VÍKINGS Nú mun svo til ákveðið að tékk- neski handknattleiksþjálfarinn Mares komi ekki til Vikings eins og lengi stóð til. Vikingur hefur staðið i samningum við Mares að undanförnu, en hann hefur sett upp þaö háar kaupkröfur, að Vik- ingi hefur reynst erfitt að ganga aö þeim. Það siðasta i málinu er það, að Vikingur sendi Mares til- boð, nokkru lægra en hann haföi gert Vikingum. Eru litlar likur til þess að Mares gangi að þvi til- boði. Það eru þvi frekar litlar likur á þvi að nýtt blóð komi inn i fá- mennan flokk handknattleiks- þjálfara hérlendis á næsta vetri, þvi ekki er vitað til þess að nokk- urt annað félag sé á höttunum eft- ir erlendum þjálfara. Pétur Bjarnason tekur þvi væntanlega við þjálfun Vikings á nýjan leik, en eins og kunnugt er þjálfaði hann liðið á siðasta keppnistimabili. Þá hafa Fram- arar endurráðiö Karl Benedikts- son, og væntanlega verður Páll Bjarnason honum til aðstoðar. Með þessum ráöningum hafa fjögur 1. deildarliö af sjö ráðið sér þjálfara fyrirnæsta keppnistima- bil, þvi eins og fram hefur komið hér á síðunni áður, er Birgir Björnsson ráðinn til FH og dr. Ingimar Jónsson er ráðinn til tR. Armann, Valur og KR hafa ekki ennþá ráðið sér þjálfara. A sunnudaginn leggja islenzkir frjálsiþróttamenn land undir fót. Keppa þeir á þrem stórmótum i jafnmörgum löndum, Danmörku, Sovétrikjunum og Noregi. Til far- arinnar hafa verið valdir þeir Er- lendur Valdimarsson og Bjarni Stefánsson, og fararstjóri verður Einar Frimannsson. Nú sem stendur er óvist hvort Erlendur getur tekið þátt i för- inni. A 17. júnimótinu á Laugar- dalsvelli tognaði hann i baki, og hefur ekki getað æft siðan. Er Er- lendur undir læknishendi, og eftir þvi sem hann tjáði iþróttasiðunni i gær, getur brugðið til beggja vona hvort hann verður orðinn góður á sunnudaginn. Þó eru meiri likur til þess að hann nái sér en hitt. Að sögn Einars Frimannssonar fararstjóra, er óliklegt að annar keppandi verði sendur i stað Er- lendar ef hann kemst ekki, og ef svo fer, munu þeir Einar og Bjarni fara einir út. Guðmundur Hermannsson hafði ekki tök á þvi aö fara, og ekki heldur Þorsteinn Þorsteinsson. Margir eru þeirrar skoðunar að Hreinn Halldórsson eigi að fá að reyna sig á sterku móti ytra, en stjórn FRt er vist þeirrar skoðunar að þessi mót séu of sterk fyrir Hrein, þar verði r r ISLENZKIR FRJALSIÞROTTAMENN UT I KEPPNISFERÐ: HREINN I STAÐ ERLENDAR? LEIKUR KR OG ÍBK DÆMDUR GILDUR Fimmtudagur 22. júni 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.