Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 4
Læknaritari Staða læknaritara við Landspitalann, geð- deild Barnaspitala Hringsins, Dalbraut 12, er laus til umsóknar. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æskileg, ásamt góðri vélritunarkunnáttu. Upplýsingar um starfið i sima 84611. Umsóknir með upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 31. júni n.k. Reykjavik, 21. júni 1972 SKRIFSTOFA RÍKISPITALANNA Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar nú þegar að Vifils- staðahæli. Upplýsingar hjá forstöðukonunni á staðn- um og i sima 42800. Reykjavik, 21. júni 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. Sumarleyfisferðir 1 jull 1. Núpstaðarskógur — Þórsmörk. 2. Snæfellsnes — Breiðafjörður, 3. Vestmannaeyjar, 4. Barðaströnd — Látrabjarg, 5. Fjallgöngur vestan Eyjafjarðar. 6. Skagafjörður — Drangey. 7. Hvannalindir — KverkfjölL 8. Norður Kjöl — Strandir, 9. Vestfjarðaferð. 10. Skaftafell — Öræfajökull, 11. Þingeyjarsýsla, 12. Kerlingarfjalladvöl, 13. Suðursveit, 14. Homstrandaferð I., 15. Skaftafell — öræfi I.. 16. Landmannalaugar — Fjallabak. 17. Kjölur — Sprengisandur, 18. Homstrandaferð II., 19. Lónsöræfi. 20. Skaftafell — Öræfi II.. 21. Lakagígar. Auk þess vikudvalir í Þórsmörk, 1 — 6 júlí. Verð: 4.700,00 1 _ 4 _ _ 3.300,00 1 _ 5 — — 4.000.00 4 — 9 — — 4.700.00 4 — 11 — — 6.600,00 6 _ 11 — — 4.950.00 6 — 13 — — 6.600.00 8 — 12 — — 4.950.00 11 _ 19 _ _ 7.000.00 13 _ 20 — — 7.700,00 14 — 23 — — 8 000.00 14 — 23 — — 3.300.00 17 — 25 — — 8.000,00 18 — 26 — — 7.000.00 20 — 27 — — 7.700.00 22 — 27 — — 4.700.00 22 — 27 — — 4.700.00 24/7 — 2/8 - — 7.300.00 25/7 — 1/8 — 8.000.00 27/7 — 3/8 — 7.700.00 29/7 — 1/8 — 3.100.00 Landmannalaugum. og viðar. Leitið upplýsinga — Geymið auglýsinguna. FERÐAFÉLAG ISLANDS, Öldugötu 3. simar: 19533 og 11798. ITWH * UTBOÐ Tilboð óskast i eftirfarandi bygginga- framkvæmdir fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur: 1. Aðveitustöð við Hnoðraholt i Kópavogi. 2. Þrjú dreifistöðvarhús, viðsvegar um borgina. útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 2.000,- króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKiAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 KRISTJÁN DÝRFJÖRÐ ÁTTRÆÐUR Kristján Dýrfjörð er fæddur á tsafirði 22. júni 1892. Foreldrar hans voru þau hjönin Nikkolina Friðriksdóttir og Kristján Odds- son Dýrfjörð. Sem unglingur eða 1907 byrjar hann að starfa hjá timburverk- smiðjunni „Vikingur” á Isafirði og var þar vélgæzlumaður. Vélar verksmiðjunnar voru knúðar gufuaflsvél sem snéri löngum öxli er var upp við loft i verksmiðj- unni. Á þessum öxli voru hjól sem reimar gengu á að hverri vél. A þennan hátt var orkuflutningur i fyrstu timbur-og vélsmiðjunum hér á landi. I þessa verksmiðju var settur upp rafall 1907, sem knúinn var af litilli gufuaflsvél. Er það fyrsti rafallinn á ísafirði. Rafurmagnið sem svo nefndist þá var aðeins til ljósanotkunar i verksmiðjum. Dýrfjörð vann við að leggja raflagnirnar, en það voru svonefndar hnappalagnir, Postulinshnappar voru skrúfaðir á veggi og loft með 30-40 cm millibili, en siðan bundin á þá glansgarnsnúra sem kom 2-3 cm frá lofti og veggjum. Mun Kristján vera einn af þeim sem fyrst unnu að raflögnum hér á landi. Eftir að „Vikingur” hætti 1910 vann hann við járnsmiði svo og sem vélstjóri á flóabátnum, „As- geiri litla” nokkur sumur. Mótoristaréttindi fær hann 1916. Árið 1917 ræðst Dýrfjörð til Jochums Ásgeirssonar frá Arn- gerðareyri, en hann rak þá raf- virkjaverkstæði á Isafirði. Jochum hafði lært i ameriskum bréfaskóla og hafði 8 menn i vinnu við raflagnir. A þessum ár- um var unnið við að koma raf- lögnum i fiskibáta þar vestra og var fyrst lagt i m/s Isleif. Þetta verkstæöi sá um raflagnir á ísa- firði, Steingrimsfirði, Eyrar- bakka og Stokkseyri ásamt fleiri stöðum. Arið 1920 hættir Jochum störfum og upp úr þvi stofnar Dýr fjörð sitt eigið verkstæði. Hans fyrstu verkefni urðu raflagnir i kirkjuna og hús Hjálpræðishers- ins. En þegar Hjálpræðisherinn byggir, fær hann fyrirgreiðslu frá Danmörku og meðal annars var húsið brunatryggt þar. Skilyrði fyrir þvi að iðgjaldið af trygging- unni væri eðlilega hátt var að lög- giltur rafvirki sæi um raflagnir i húsið. Bæjarstjórnin á tsafirði veitti þá Dýrfjörð bæjarlöggild- ingu þann 28. desember 1921, svo að þessum skilyrðum væri full- nægt. Dýrfjörð var fljótlega ljóst að bókvitið var ekki siður nauð- synlegt en handlægnin við þessa iðju, svo að 1922 ræðst hann i að fara til Noregs til frekara náms. Hann fær inni hjá Siemens i Kristjaniu (Oslo) og er þar við nám i 1 1/2 ár. Lærði hann hjá þeim kunna fræðimanni Peter Lobben, sem hélt þar skóla meðal annars fyrir rafvirkja ásamt um- fangsmiklum bréfaskóla. Hann samdi handbækur fyrir iðnaðar- menn. Að loknu námi kom Dýrfjörð heim og fer þá til hálfbróður sins Arngrims Fr. Bjarnasonar á Siglufirði, sem rak þar verzlun og hóf starf hjá honum. Um þetta leytiseturhann á stofn eigin verk- stæði á Siglufirði og rekur það, þar til hann gerist starfsmaður Sildarverksmiðju rikisins þar, en hjá þeim vann hann i mörg ár. Dýrfjörð er einlægur félags- hyggjumaður. Hann gerðist fé- lagi i bindindishreyfingunni 7 ára gamall og hefur starfað i henni siðan. Kosinn var hann varafor- maður verkamannafélagsins Baldur á ísafirði, þegar það var stofnað og starfaði mikið i þeim félagsskap. Þegar hann kom til Siglufjarðar var hann fljótlega kosinn varabæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins þar og var það i mörg ár. Hann gegndi og trúnaðarstöð- um fyrir flokkinn.var meðal ann- ars lengi i rafveitunefnd. Guðspekistúkan hefur átt góðan liðsmann þar sem hann er og er hann heiðursfélagi hennar. Ennfremur hefur hann unnið mikið að samvinnumálum raf- veitnanna i landinu, og var um langt skeið endurskoðandi S.I.R. A Siglufirði giftist Dýrfjörð Þorfinnu Sigfúsdóttur frá Hlið og hófu þau búskap þar. Þau eignuð- ust 4 syni, misstu einn er hann var á fyrsta ári, en þeir sem eftir lifa eru: Bragi, forstjóri fyrir félags- heimili þeirra Vopnfirðinga, Jón, vélvirki á Siglufirði og Birgir, rafvirkjameistari i Kópavogi. Fyrir hjónaband eignaðist Dýr- fjörð einn son- Hólm Dýrf jörð. og býr hann nú hjá honum i Hafnar- firði. Þau Þorfinna og Dýrfjörð slitu samskiptum og flutti hann þá suður. Byrjar hann sem vél- gæzlumaður og rafvirki hjá setu- Framhald á bls. 8. VDC mælcii AAIKIÐ URVAL AAÆLA í bíla bóta og vinnuvélar 1. Hvenær er hreyfillinn á hámarkssnúningi? 2. Hvenær er hreyfillinn á hámarks átaki? 3. Hvenær nær hreyfillinn beztu viðbragði? 4. Hvenær er hagstæðast að skipta um „gear"? 5. Hvenær er hreyfillinn á réttum hægagangssnúningi? 6. Hvenær samnýtist bezt afl- og eldsneytisnýting? ^^Svör við þessum spurningum gefur ^^^snúningshraðamælirinn Viðgerðarþjónusta / á eigin verkstæði útbúum hraðamælisbarka c(/mnui kf og snúrur i flesta bila Suöurlandsbraut 16 (D Fimmtudagur 22. júni 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.